Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Botnfæst hugsanlega íAlsírmálið umnæstu helgi: HAFA FLUGLEIÐIR HLAUm A SIG? Annaðhvort hafa Flugleiðamenn ærlega hlaupið á sig eða þeir, mjög líklega ekki með lægsta tilboð, njóta svo mikils trausts að hafa náð samn- ingi við ríkisflugfélag Alsír um mesta verkefni íslendinga erlendis og það áður en Alsírmenn fóru að ræða við aðratilboðsgjafa. Flugleiðamennirnir Steinn Logi Björnsson og Baldur Maríusson komu heim frá Alsír um siðustu helgi með plagg undirritað af Steini Loga, fyrir hönd Flugleiða, og Bendjedid, forstjóra Air Algerie, Fiugleiðamenn fóru samdægurs í fjölmiðlana og lýstu því yfir að þeir hefðu náð samningi um umfangsmik- ið áætlunarflug og pílagrímaflug fyrir einn milljarð króna, 24 milljónir dollara. Arnarflugsmenn vefengdu þetta daginn eftir og sýndu fram á með skeyti frá Alsír að þeir eru boðaðir til viðræðna við Air Algerie um næstu helgi. í skeytinu lýstu Alsír- menn því jafnframt yfir að þeir hefðu engan samning gert. Vera má að Air Algerie gefi þessa yfirlýsingu, sem er í ósamræmi við yfirlýsingar Flugleiða, vegna þess að það á eftir að fá samþykki þarlendra stjórnvalda fyrir samningnum. Plaggið, sem Steinn Logi og for- stjóri Air Algerie skrifuðu undir, er svokallað „letter of intend" eða viljayfirlýsing. í því eru tilgreind leiguverð, þotur og tímabil samn- ings. Flugleiðamenn líta svo á að komið sé samkomulag. Jafnframt segja þeir að samið hafi verið um ákveðinn dag í næsta mánuði til að ganga frá samningum í smáatriðum. Arnarflugsmenn telja að „letter of intend" geti ekki talist samningur. Algengt sé að slík viljayfirlýsing sé undirrituð án þess að úr verði samn- ingur. Einn af heimildarmönnum DV, sem þekkir af eigin reynslu vel tiLsamn- inga íslensku flugfélaganna um er- lend verkefni, telur mjög líklegt að Arnarflug hafi boðið lægra í Alsír- flugið en Flugleiðir. Flugleiðir hafa hins vegar sinnt pílagrímaflugi í tólf ár. Undanfarin fimm ár hafa þeir samið við Air Algerie. Alsírmenn vita því við hverja þeir eru að semja. Flugleiðamenn ættu einnig að hafa öðlast nægilega reynslu til að vita hvenær samningur er kominn. Aisírmenn þekkja reyndar líka tii Pílagrímar um borð í Flugleiðaþotu. Arnarflugs, sem leigði þeim tvær þotur í fyrra. Agnar Friðriksson, framkvæmda- stjóri Arnarflugs, sagði í blaðaviðtali í gær að samkvæmt útboðslýsingu Air Algerie væri verðmæti samnings- ins um 650 milljónir króna. Flug- leiðamenn telja sig hins vegar hafa gert samning upp á einn milljarð króna. Þarna munar 350 milljónum króna. Þessi munur er í rauninni meiri því að Flugleiðamenn segjast hafa samið um tvær þotur i áætlunarflugið milli Alsír og Frakklands. Alsírmenn buðu hins vegar út ieigu á fjórum þotum. Menn hafa klórað sér í höfðinu og jafnvel spurt hvort verið geti að Flugleiðir hafi boðið svona miklu meira í flugið og samt fengið það. Sennilegri skýring á þessum mismun er að Flugleiðir hafi gert ráð fyrir að fá áætlunarflugið í tólf mánuði en útboðslýsingin miðað við íjóra mánuði. Hugsanlega fæst einhver botn í þetta sérkennilega mál eftir fund Arnarflugsmanna í Alsír næstkom- andi sunnudag. Margir bíða spennt- ir. Gífurlegir hagsmunir eru í húfi. -KMU 80 UNGIR ÍSLENDINGAR FÁ VINNU í SUMAR Á VEGUM „NORDJOBB” Allt æskufólk af Norðurlöndum á aldrinum 18-25 ára á nú kost á að sækja um sumarvinnu í öðru norrænu landi í gegnum atvin- numiðlunina „Nordjobb“ sem er starfrækt á öllum Norðurlöndun- um. „Nordjobb“ er norrænt sam- vinnuverktjfni undir stjórn sjálfs- eignarstofnunarinnar „Nordjobb". Auk þess að gefa möguleika á sumarvinnu í öðru norrænu landi er tilgangurinn sá að efla tengsl Norðurlandanna, auka þekkingu viðkomandi á dvalarlandinu og þjóðinni sem þar býr og gefa eins mörgu ungu fólki og unnt er tæki- færi til þess að blanda geði við ungt fólk frá öðrum norrænum löndum. Engar sórstakar menntunar- eða hæfniskröfur eru gerðar en starfs- reynsla er kostur og umsækjendur með iðnréttindi eða menntun geta notið forgangs til tiltekinna starfa. Að öðru leyti þurfa umsækjendur að vera sjálfstæðir. búa yfir aðlög- unarhæfni, hafa löngun til þess að gera eitthvað nýtt og öðruvísi og gera sér ljóst að um atvinnu er að ræða sem full laun eru greidd fyrir og verður þess vegna að taka alvar- lega. Hin margvíslegustu störf eru í boði og standa þau til boða á tíma- bilinu 1. júní til 31. ágúst. Umsókn- arfrestur er til 1. mars og umsókna- reyðublöðum ber að skila til Norr- æna félagsins sem ennfremur veitir allar nánari upplýsingar. Húsnæði í viðkomandi landi er ekki frítt en reynt verður að hjálpa til við húsnæðisöflun. Flugleiðir munu bjóða þeim islensku ung- mennum sem utan fara á vegum „Nordjobb" sérstök kjör. Samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins hér á íslandi um þessi mál og miðað er við að álíka mörg ungmenni fái atvinnu utan íslands og hingað koma. „Siminn rauðglóandi“ „Það er mikil ásókn í þetta og horfur á að við getum ekki útvegað öllum starf. Síminn hefur verið rauðglóandi. Miðað er við að átta- tíu manns fari héðan og jafnmargir komi hingað. Fyrirtækin hafa verið jákvæð og búið að útvega vinnu hér frrir næstum áttatíu einstakl- inga í t.d. bönkum, við útivinnu og fieira." sagði Eyjólfur Pétur Haf- stein hjá Norræna félaginu. -KB 1007. MEIRI LÝSING OSRAM halogen perur lýsa 100/ meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. P OSRAMfæst CQQA Hinn velupplýsti maður AOH A II/I ábensínstöðvum er með peruna í lagi KJ w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.