Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Síða 11
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
11
Grundartanga-
f erja í stað
Akraborgar?
Að sögn Jóns Sigurðssonar, for-
stjóra Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga, hefur verið gerð at-
hugun á því hvort bílferjurekstur
yfir fjörðinn á milli Grundartanga
og Reykjavíkur er hagkvæmt fyrir-
tæki. Er hugsunin á bak við þetta
sú að rekstri Akraborgarinnar verði
hætt, enda er hún rekin með stór-
felldu tapi sem greitt er úr ríkissjóði
og ríkisábyrgðasjóði. Að sögn Jóns
var haft samband við Skallagrím,
útgerðarfélag Akraborgarinnar, um
að félagið tæki yfir rekstur bílferju
milli Grundartanga og Reykjavíkur
en það hefur enn ekki tekið afstöðu
til málsins. Jón sagði að gerð hefði
verið minni háttar úttekt á þessum
málum, m.a. á því hvers konar mann-
virki þyrftu að koma beggja vegna
fjarðarins og ennfremur hvers konar
ferjur hentuðu. Reyndar hefur verið
leitað eftir hentugum nýlegum en
notuðum ferjum erlendis en sú leit
ekki borið árangur. Hér er um að
ræða allt öðruvísi ferju en Akraborg-
ina.
Hugmyndin er að ferjan gangi á
2o mín. fresti því Jón sagði það ljóst
að ferðir yrðu að vera tíðar til þess
að menn tefðust ekki við það að taka
ferjuna og jafnvel borgaði sig að
keyra fyrir fjörðinn. Málið er að ná
stærri hluta umferðarinnar en Akra-
borgin hefur í dag og það er ekki
hægt nema fjölga ferðum. Og þjón-
ustan verður að vera það góð að það
sé jafnvel verjandi að draga úr eða
fresta vegaframkvæmdum fyrir
Hvalfjörð. Skýrsla um þetta hefur
verið lögð fyrir samgönguráðuneytið
en ekkert svar er komið þaðan.
Sfld veidd á Reyöarfirdi þessa dagana:
A VQSLUBORD
SUDURLANDABÚA
UM MIDJAN MAÍ
Frá Vigfúsi Ólafssyni, fréttaritara
DV á Reyðarfirði:
Verktakar hf. á Reyðarfirði hafa
fengið leyfi til að salta í 1000 tunnur
af síld sem seld verður til Englands.
Til veiðanna var fengið nótaskipið
Magnús frá Neskaupstað. Kom hann
til Reyðarfjarðar á föstudag til að
sækja veiðieftirlitsmann.
Ekki liðu nema tvær klukkustund-
ir frá þvi að Magnús lagði frá
bryggju þar til hann kom aftur með
120-130 tonn af síld, og af því var
helmingurinn í nótinni við skipshlið.
Spriklandi síldinni var síðan dælí
beint úr nótinni á vörubíla sem fluttu
hana á vinnslustað. Var hún söltuð
á laugardag og sunnudag.
Kaupandi síldarinnar er fyrirtæki
sem heitir Burton LTD í Great
Yarmouth, Englandi og verður hún
send þangað í mars. Þar verður hún
reykt og seld áfram til Miðjarðar-
hafslanda, fyrst og fremst til Grikk-
lands, Ítalíu og Egyptalands.
Allar líkur eru á því að síldin, sem
veiddist skammt undan Holtastaða-
eyri í Reyðarfirði í síðustu viku,
verði komin á veisluborð Suður-
landabúa um miðjan mai.
Vélsleðamenn auka öryggiö
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Tilkynningaskylda 'vélsleðamanna
er á meðal efnis sem farið er rækilega
í á námskeiði sem Landssamband
vélsleðamanna heldur um þessar
mundir. Fyrsta námskeiðið var á
Akureyri í síðustu viku. Það næsta
verður í Reykjavík.
„Nú er sá tími að koma sem vél-
sleðamenn fara mikið í ferðir inn á
hálendið. Með námskeiðinu viljum
við fyrirbyggja óhöpp, hafa öryggið
sem mest,“ sagði Vilhelm Ágústsson,
formaður Landssambands vélsleða-
manna, um námskeiðið.
Tilkynningaskyldan er þannig að
menn eru hvattir til að skilja ná-
kvæma ferðaáætlun eftir heima hjá
sér eða á næstu lögreglustöð. Hvert
og hverjir ætla að fara, hvernig
útbúnir, hvaða leið farin, komutími
og í hvaða skála menn ætla.
Á námskeiðinu er einnig farið í
skipulag ferða, hvaða útbúnaður sé
nauðsynlegur, hvaða leiðir sé best
að velja og síðast en ekki síst, notkun
áttavita.
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Það pusaði vel yfir skút-
una Spiku í vindganginum sem gekk yfir Akureyrarhöfn á dögunum. Sextíu
hnútar flugu um borð, dágóður vindur það. Það er franski sægarpurinn Yves
Pestel sem á Spíku og hún hefur eytt vetrinum á Akureyri.
DV-mynd JGH.
Pú getur unnið
125,000 krónur
I verðlaun fyiir gott
nafh á stóra
verslanahúsið I
nýja miðbænum.
í nýja miðbænum í Keykjavík
er veríð að relsa mikla bygglngu, sem
hýsa á fjölmargar verslanir, veitinga- og
þjónustufyrirtæki.
I raun og veru er húsið samfellt
verslanaþorp með yflrbyggðum göngu-
götum á tveim hæðum.
Við þessar götur verða allt að
90 fyrírtæki, allt frá fatahreinsun til
stórmarkaða.
Góð verðlaun
Hagkaup hf. efnir til verðlaunasamkeppni um nafn á nýja stórhýsið.
Um samkeppnina gilda eftirfarandi reglur:
1. Tillaga að nafni póstleggist í lokuðu umslagi með eftirfarandi utanáskrift:
Hafnakallar
Pósthólf 1444
121 Reykjavík
2. Vinsamlega látið aðeins eina tillögu í hvert umslag, og gleymið ekki að merkja
tillöguna greinilega með nafni- og heimilisfangi höfundar.
3. Umslagið verðurað vera póststimpiað í síðasta lagi þann 14. mars 1986.
4. Fyrstu verðlaun eru 125.000 krónur, en dómnefnd getur veitt fleiri verðlaun,
ef hún telur þess þörf.
5. Þátttaka í samkeppninni er öllum heimil.
6. Ef fleiri en einn leggja til það nafn, sem dómnefnd telur best,
verður dregið um hver þeirra hljóti peningaverðlaunin.
Dómnefnd
Sérstök dómnefnd mun velja bestu nöfnin, en áskilur sér rétt til að hafna
þeim öllum, ef hún telur engin þeirra nægilega góð.