Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Síða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Almennar tryggingar hafa gefið HSÍ tryggingar vegna þátttöku íslands í heimsmeistarakeppninni í Sviss. Hér er um að ræða farangurstryggingu og víðtæka slysatryggingu, sem gildir fyrir leikmenn jafnt utan vallar sem innan. Tryggingarupphæðin nemur rúmum 60 milljónum króna, svo hér er um rausnarlegan stuðning að ræða og mjög þakkarverðan. Á myndinni að ofan er Ólafur Thors, forstjóri Almennra trygginga, að afhenda Jóni Hjaltalín Magnússyni, formanni HSÍ, tryggingaskjalið. SIGUR, JAFNTEFLIOG TAP í FORKEPPNIHM — er spádómur kappans kunna, Geirs Hallsteinssonar Mikið er rætt þessa dagana um hugsanleg úrslit leikja á HM í Sviss og eru skoðanir manna skiptar eins og gengur. Handknattleikssamband íslands selur þessa dagana get- raunaseðla, sams konar og eru i gangi fyrir ensku knattspyrnuna, en leikirnir á seðlinum eru allir leikir í undankeppninni í Sviss. Upplagt er fyrir handknattleiksunnendur að spreyta sig á getraunaseðlunum sem aðeins kosta 30 krónur, átta raðir. Hinn kunni handknattleiksmaður og þjálfari, Geir Hallsteinsson, er ^ einn þeirra sem spáð hafa um úrslit og fer spá kappans hér á eftir ásamt útskýringum hans. Júgóslavía-Sovétrikin..........2 Júgóslavar eiga alltaf erfitt með Rússana, ég hef trú á naumum sigri Rússa. Sviss-Spánn....................1 Heimavöllurinn hefur sitt að segja. Spánverjarnir eru oftast of fljótir í form fyrir svona keppni. Ísland-S-Kórea............... 1 Ég tippa á 28-26 sigur Islands. Það verða mörg mörkin sem við fáum á okkur úr hraðaupphlaupum. Þess vegna þurfum við að skora svona mörg mörk. Rúmenía-Tékkóslóvakía..........1 • GeirHallsteinsson. Rúmenar eru miklu sterkari og vinna léttan sigur. Danmörk-Ungverjaland...........1 Danir hafa góð tök á Ungverjum með sitt góða línu- og homaspil. V-Þýskaland-Pólland.......... 1 Þjóðverjarnir eru með meira vaxandi lið og Pólverjarnir eru að mínu mati ekki j afngóðir og af er látið. Island-Tékkóslóvakía...........X Við höfum alltaf átt gott með að spiia við Tékka þannig að mér sýnist möguleiki vera fyrir hendi á jöfnum leik sem getur farið á báða vegu. Frá Hauki Lárusi Haukssyni, fréttaritara DV í Danmörku: Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana í knattspymu, fékk óformlegt tilboð um að gerast þjálfari spánska Átta íslensk unglingamet voru sett á sundmóti KR og Speedo í sund- höilinni um helgina. 450 unglingar frá 19 félögum víðs vegar af landinu tóku þátt í mótinu. Fjölmennasta ungl- ingasundmót félags sem hér hefur verið háð. Sunddeild KR sá öllum þátttakendum fyrir fæði og húsnæði meðan á mótinu stóð. Mótið var stigakeppni milli félaga og sigraði Vestri, ísafirði. Hlaut 229 stig. I öðm sæti varð Ægir, Reykja- vík, með 206 stig og UMSB, Bolung- arvík, í þriðja sæti með 186 stig. íslensku unglingametin á mótinu A-Þýskaland-Sovétríkin..........1 A-Þjóðverjarnir hafa sýnt jafnari og betri leik en Rússarnir og mæta öruggari til Ieiks. Svíþjóð-Ungverjaland............1 Svipað og með Danina. Ég tel að Ungverjar eigi í erfiðleikum á móti þessum liðum. Júgóslavía-A-Þýskaland..........2 Júggarnir eiga í erfiðleikum á móti hinum liðunum í Austur-Evrópu. Rúmenía-Ísland..................1 Rúmenar eru sterkari á flestum svið um og verða heimsmeistarar að mínu liðsins Real Madrid er dregið var í riðla fyrir undankeppni Evrópu- keppni landsliða í síðustu viku. Piontek tók tilboðinu vel og búist er við að hann heíji viðræður við voru þessi. Ingibjörg Arnardóttir, Ægi, setti met í 200 m skriðsundi stúlkna, 2:12,7 mín. Það er jafnframt telpnamet. Kristján Flosason, KR, setti met í 50 m bringusundi hnokka, 50,5 sek. Erna Jónsdóttir, UMSB, setti met í 50 m bringusundi hnáta, 47,2 sek. og Ómar Árnason, Óðni, Akureyri, setti met í 50 m baksundi hnokka, 48,3 sek. í boðsundum settu sveitir Vestra tvö met, sveit Selfoss eitt og sveit Ægis eitt. Fjöldi verð- launa var veittur í öllum greinum og Speedo gaf farandbikara og auka- verðlaun í stigakeppninni. -hsím mati. í öðru sæti verða svo Austur- Þjóðverjar. Danmörk-Svíþjóð................2 Meiri uppgangur hjá Svíum og Danirnir eru ekki eins sterkir og oft áður. • Þessi spá Geirs kemur fram í kynningarbæklingi sem íslenskar getraunir hafa sent frá sér vegna HM í Sviss. Geir er einnig beðinn um að spá fyrir um árangur íslenska liðsins í Sviss: „Ég hef trú á að íslenska liðið lendi í kringum 10. sætið sem ég tel vera góðan árangur. -SK. spánska félagið innan skamms. Er þá gert ráð fyrir því að hann geti hafið störf 1. júlí á þessu ári, það er rétt eftir lok HM í Mexíkó. Samningur Pionteks við danska knáttspymusambandið rennur út í júní 1988 en Carl Nielsen, formaður þess, segir að fimm milljónir séu lágmarksupphæð ef rifta eigi samn- ingnum. Danir eru mjög ánægðir með samstarfið við Piontek og óttast afleiðingar þess ef hann fer en eftir HM í sumar þurfa Danir að hluta til að byggja upp nýtt lið. Piontek hefur sjálfur sagt að hann hafi gott af að skipta um umhverfi og fá ferskar hugmyndir auk þess sem tveggja ára vera í Madrid mundi tryggja hann íjárhagslega alla ævi. Danir vilja ekki hindra Piontek en óttast við- brögð almennings ef Piontek fer. Árangur hans með danska landsliðið síðan hann tók við stjórn þess árið 1979 hefur verið með ólíkindum. Danir komust í undanúrslit í síðustu Evrópukeppni, er haldin var 1984, og liðið tryggði sér sæti í HM í sumar. Er því ekki að undra að hann fái tilboð frá fjársterkum félögum. -fros Scifo í stað Brady? — nokkrír knattspymu- molar Frá Kristjáni Bernburg, fréttarit- ara DV í Belgíu: Talið er nær öruggt að Liam Brady muni hætta að leika með Inter Milano eftir þetta keppnis- tímabil. Nokkrir eru nefndir sem líklegir arftakar hans en Enzo Scifo, hin nítján ára stjarna And- erlecht, er nú talin líklegust til að fylla skarð hans. En Scifo er ekki gefinn. Talið er að kaupverð hans sé 160 milljónir belgískra franka sem eru tæplega 150 milljónir ís- lenskra króna. • Michael Laudrup, danski knatt- spyrnukappinn er nú leikur með Juventus, er ómyrkur i máli gagn- vart forráðamönnum enska liðsins Liverpool í viðtali við belgíska blað- ið Voetball Niews. Laudrup segir: „Liverpool hefur alltaf verið draumalið mitt en framkoma for- ráðamanna þeirra i minn garð var fyrir neðan allar hellur. Eg ræddi við tvo stjórnarmenn hjá liðinu og þeir buðu mér 20 milljónir franka fyrir þriggja ára samning. Allt virt- ist vera frágengið þegar ég fékk upphringingu frá Smith, stjórnar- formanni liðsins. Hann sagði: þú færð 20 milljónir fyrir íjögurra ára samning. Taktu tilboðinu eða slepptu því. Þessi framkoma stjórn- armanns liðsins er fyrir neðan allar hellur og sæmir ekki góðu knatt- spyrnuliði. • Yngri bróðir Laudrup er nú fastamaður í liði Lyngby þrátt fyrir að hann sé aðeins sextán ára. Hann hefur fengið heimsóknir frá for-. ráðamönnum Arsenal er sýnt hafa honum áhuga. Um samningamálin fyrir litla Laudrup sér faðir hans sem er öllum hnútum kunnugur eftir langan feril í knattspyrnunni. • Jarðsettur var í fyrradag Jean Claude Bouvier, leikmaður frá Afríkuríkinu Zaire, er lék með belg- íska liðinu AA Gent. Eins og sagt hefur verið frá á íþróttasíðum blaðsins lenti Bouvier i bílslysi, margbrotnaði og missti meðvitund. Það voru leikmenn Gent sem gengu síðustu metrana með kistuna. • „Við förum til Mexíkó“, syngur belgíska landsliðið á nýrri plötu. Platan hefur notið mikillar hylli í Belgíu og er um þessar mundir ein allra vinsælasta karnivalplatan. • Þjálfarar tólf þekktustu liðanna á HM voru beðnir um að spá um líklegustu sigurvegarana á HM. Hver fékk að nefna tvö lið og reynd- ust þeir hafa mesta trú á Brasiliu. Átta þjálfarar nefndu Brasilíu, sex Argentínu, fimm Frakkland og næstir voru V-Þjóðverjar, Danir og Englendingar. -fros • Enzo Scifo. Keilukeppni Keppnin í 1. deild í keilu er nú orðin mjög spennandi og greinilegt að mörg lið deildarinnar beijast um sigurinn. Eftir leiki helgarinnar eru Keiluvinir i efsta sætinu með 29 stig en síðan koma þrjú lið jöfn með 28 stig. Það eru PLS, Keilubanar og Glennurnar. Víkingasveitin kemur næst með 26 stig, Fellibylur er með 25 stig, Hólasniglar með 23, Gæjar og píur 19, Þröstur 18 og neðst er Kaktus með 16 stig. í 2. deild hafa Gúmmígæjar forystu með 12 stig en síðan koma tvö lið með tíu stig, Dúkpjötlur og bjór- menn. -SK FER SEPP PIONTEK TIL REAL MADRID? — Spánska félagið bauð danska landsliðsþjálfaranum álitlegan samning ATTA UNGUNGAMET Á SUNDMÓTIKR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.