Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Qupperneq 2
2 DV. ÞRIÐ JUDAGUR 25. MARS1986. Fréttir Fréttir Fréttir Ævintýramaður blómstrarí Osló - kísl-áburðurínn tekur stefnuna á S-Frakkland „Ég fékk áhuga á þessu máli fyrir fjórum árum og hef lagt mikla vinnu og peninga í þetta síðan. Nú eru sterkir fjáraflamenn famir að sýna kíslinu áhuga þannig að þetta er allt á réttri leið,“ sagði Kristófer Reykdal, kaupsýslumaður í Osló, er nú notar eftirnafnið Magnússon. Kristófer er umboðsmaður kísl- áburðarins sem framleiddur er úr úrgangi í Sjóefnavinnslunni á Reykjanesi og þykir gagna vel gegn psoriasis, exemi, fótraka og flösu. Kristófer Reykdal er 47 ára gamall og hefur verið búsettur í Noregi undanfarin 8 ár. Áður var hann umsvifamikili í rekstri vinnuvéla hér á landi og rak fyrirtækið KR-vinnuvélar þar til það varð gjaldþrota. Umsvif hans í Osló virð- ast ekki vera minni því minnst einn bankastjóri hefur misst starf sitt vegna tengsla sinna við Kristófer eins og greint hefur verið frá í frétt- um DV. Þá má búast við að annar norskur bankastjóri verði að segja starfi sínu lausu áður en langt um líður af svipuðum orsökum. „Við erum nú að láta hanna fal- legar neytendaumbúðir utan um kísl- áburðinn og það eru stórir samningar innan seilingar," sagði Kristófer Reykdal í gær. „Þá hef ég í hyggju að reisa heilsustöð í Sister- one í S-Frakklandi sem byggir meðal annars á græðandi áhrifum kísl- áburðarins." Samkvæmt heimildum DV hefúr Guðmundur Einarsson, verkfræð- ingur og fyrrum stjómarformaður Sjóefhavinnslunnar, verið Kristófer innan handar í Frakklandsævintýr- inu og fóru þeir félagar meðal annars saman til Sisterone til að líta á aðstæður. -EIR Geir Jónsson, formaður Félags mjólkurfræðinga, og Héðinn Þorsteinsson drekkja sorgum sínum í mjólk. DV-mynd KAE Lögbann sett á mjólkur- fræðinga Laust fyrir klukkan eitt í nótt samþykkti Alþingi að stöðva verkfall mjólkurfræðinga með lögum. Frum- varp þess efnis var lagt fram rétt fyrir kvöldmat í gær og ákveðið að af- greiða það með hraði gegnum þingið. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Hæstiréttur tilnefni þriggja manna kjaradóm, sem skal fyrir 1. maí ákveða kaup og kjör mjólkurfræð- inga. Landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Hann sagði að kröfúr mjólkur- fræðinga ifælu í sér verulegar hækk- anir umfram það sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Ef gengið yrði að þeim gætu þær riðlað þvi breiða samkomulagi sem náðst hefúr. Einnig yrði mikið verðmæta- tjón af stöðvun mjólkurframleiðsl- unnar. Það væri óverjandi ef stjóm- völd reyndu ekki að bægja slíku frá. Stjómarliðar greiddu frmhvarpinu atkvæði. Alþýðubandalag og Kvennalisti greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Kvennalistaþingmenn- imir töldu óverjandi að beita lögum gegn frjálsri kjarabaráttu. Þingmenn Alþýðubandalagsins töldu að ekki hefði verið fullreynt að ná samkomu- lagi við mjólkurfræðinga. Þeir hefðu á síðasta samningafundinum fallið frá öllum fyrri kröfum nema einni. Að- eins stæði eftir krafan um fæðis- og ferðapeninga, sem væm réttindi sem flestir launþegar nytu nú þegar. Bandalag jafnaðarmanna sat hjá við atkvæðagreiðslu frumvarpsins. Þingmenn þess vom algjörlega and- vígir þessari aðferð stjómvalda til að koma í veg fyrir frjálsa samninga. Þingmenn Alþýðuflokks sátu einnig hjá og töldu m.a. að ekki hefði verið fullreynt um samkomulag og því ekki tímabært að vísa málinu til gerðar- dóms. -APH Slökkvilið Akureyrar að störfum í Hjallalundi á föstudagskvöldið. Akureyri: Stigagangurínn fylltist af reyk Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Eldur kom upp í geymslu í fjölbýlis- húsinu Hjallalundi 17 á Akureyri skömmu fyrir miðnætti á föstudags- kvöld. Skemmdir urðu nokkrar af völdum eldsins. Stigagangurinn fylltist af reyk og einnig komst reykur inn í þær tíu íbúðir sem em við hann. Allir ibúam- ir komust út af eigin rammleik. Eld- supptök em ókunn. Þó liggur fyrir að ekki kviknaði í út frá rafmagni. Um íkveikju gæti hugsanlega verið að ræða. Sigurvegarar í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna: Sverrir Þorvaldsson, Hákon Guðbjartsson og Ágúst Sverrir Egilsson. Ágúst Sverrir og Hákon voru báðir fulltrúar íslands í fyrra en eru nú komnir yfir aldursmörkin. Sverrir er hins vegar aðeins sextán ára og verður því annar islensku keppendanna í Varsjá. DV-mynd KAE. Líkfundur í Friðar- höfn Lík Jóns Kristinssonar, stýrimanns á Helgu II RE, fannst í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum sl. föstudag. Jóns var saknað aðfaranótt 12. febrúar sl. og þrátt fyrir mikla leit fannst lík Jóns ekki þá. Líkið rak upp stutt frá þeim stað sem Helga II lá þegar Jóns var saknað. Pósturogsími: Farsímar sitja á hakanum - Eins og málin standa nú hjá Pósti og síma, er 90 rafeindavirkjar hafa hætt störfum, geta orðið tafir á því að nýir farsímar verði teknir í gagn- ið. Fyrirhugað er að sjálfvirkir far- símar verði komnir á markaðinn um mitt sumar. Á þeim símum geta þeir sem hringja valið númerið sjálfir, hvort sem þeir eru í bílum, á skipum eða í sumarhúsum. „Á meðan ástandið er eins og það er í augnablikinu eru allar nýfram- kvæmdir stopp. Tafir verða á fram- kvæmdum svo lengi sem þetta ástand varir,“ sagði Gústav Amar, yfirverk- fræðingur Pósts og síma. -SOS Sextán árasigur- vegari stærðfræði- keppninnar: „Ekki eins erfittogég bjóstvið‘r Stærðfræðikeppni framhaldsskól- anna lauk með sigri þriggja nemenda úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík, í fyrsta sæti varð Ágúst Sverrir Egilsson, í öðru sæti Hákon Guðbjartsson og í þriðja sæti Sverrir Þorvaldsson. „ Þetta var ekki eins erfitt og ég bjóst við,“ sagði Sverrir Egilsson sem verður fulltrúi Islands í ólympíu- keppninni í stærðfræði. Keppnin verður haldin í Varsjá í Póllandi á næsta sumri. Hinir sigurvegaramir, Ágúst Sverrir Egilsson og Hákon Guðbjartsson, tóku undir en sögðu aðalkeppnina úti í fyrra hafa verið ótrúlega erfiða. „Það þarf að þjálfa stíft áður en farið er út því dæmin em talsvert þyngri í þeirri keppni. Heimsend dæmi vikulega „ Keppnin hófst um miðjan nóvemb- er,“ sagði Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri keppninnar, þegar úrslit vom kynnt. „Rúmlega fjögur hundmð þátttakendur frá fimmtán skólum hófu keppni. í lokakeppni vom tuttugu og þrír sem fengu viku- lega send heim dæmi til þjálfunar. Ólympíukeppnin er svo haldin í fyrstu vikunni í júlí og þá verða menn að vera undir tvítugu. Þeir sem eru þá orðnir eldri em því miður fæddir fyrir tímann. I fyrra vom sendir út tveir og vonandi getum við sent út tvo eða' tvö í keppnina í ár einnig." Þar sem einungis einn sigurvegar-" anna verður undir tvítugu þegar úrslitakeppnin í Varsjá fer fram er ljóst að eftir er að finna annan full- trúa og verður það gert síðar. Að keppninni standa hérlendis Islenzka stærðfræðifélagið og Félag raun- greinakennara. Kostnaðinn greiðir IBM á íslandi. -baj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.