Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Page 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti r Peningamarkaðurinn Verðlagið allt að 5,3% hærra utan höfuðborgarsvæðis Innlán meö sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða íyrirvara. Reikningam- ir em verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. þriggja stjörnu reikningar em með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður em óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir em 19,5% og ársávöxtun 19,5%. Sérbók. Við fyrsta innlegg em nafnvextir 14% en 2% bætast við eftir hverja þijá mánuði án úttektar upp í 20%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 21,55% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 18% nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Afhverri úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 19% nafnvöxtum og 19,9% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar em annaðhvort með 15% nafnvöxtum og 15,6% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 18% nafnvöxtum og 18,8°/, ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir em 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- urígildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 12%, eftir 2 mánuði 13%, 3 mánuði 14%, 4 mánuði 15%, 5 mánuði 16%, og eftir b mánuði 18%, eftir 12 mánuði 18,6% og eftir 18 mánuði 19*%,. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar em bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 18.8%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af mikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir. 12%, þann mánuð. ; Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. f>á ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni em reiknaðir hæstu vextir spariíjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 16,42*%, eða eins og á verðtryggð- um 6 mánaða reikningum með 2,5% nafn- vöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast al- mennir sparisjóðsvextir, 12,5*%„ og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið ut oftar en einu sinni. Inn- legg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir em alltaf lausir til útborgunar. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin em að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem em 50 þúsund að nafnverði. I>au em: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma em ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstóí hverju sinnj og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini em til fimm ára. Þau em bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir em 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf em til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin em ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunarídi nafnvöxtum. Þau em seld með afíollum og ársávöxtun er al- mennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-Ián, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin em til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-Ián, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings. annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjölskylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa. annárs mest 290 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin em verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól. ' aðeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir em í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. I^án em á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin em verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir em vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yftr þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. . Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22*%,. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Niðurstöður liggja nú fyrir úr um- fangsmikilli könnun sem Verðlags- stofnun lét framkvæma í janúarmán- uði síðastliðnum þar sem gerður er samanburður á verðlagi í matvöru- verslunum í einstökum landshlutum og byggðarlögum. Helsta niðurstaðan er sú að verðlag var hærra þar sem samkeppni er lítil vegna einangrunar eða vegna þess að þar er aðeins ein verslun. Sem dæmi má nefna að verðlag á Hólmavík var 5,7% hærra en á Hvammstanga. Á Melrakkasléttu var verðlagið 4,1% hærra en á Húsavík. Almennt var verðlag utan höfuð- borgarsvæðisins 2,6% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Hæsta verð í einstökum landsfjórð- ungi var á Vestfjörðum en það var 5,3% hærra en á höfuðborgarsvæð- inu. Minnstu munaði á verðlagi á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu eða 0,7%. Á Norðurlandi var einna lægst verðlag á Sauðárkróki. Á Siglufirði var það t.d. 6,6% hærra en á Sauðár- króki og á Blönduósi 2,4% hærra. Athygli vekur að verðlag á Akureyri var 1,7% hærra en á Sauðárkróki. Á Austurlandi var allmikill verð- munur á milli einstakra bæja. Verð- lag á Höfn í Homafirði var t.d. 6,6% hærra en í Neskaupstað og á Eskifirði 3,5% hærra en í Neskaupstað. -KB Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum. 16,5%, með 17,2% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 12*%,. Vextirfærastmisserislega. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 2,75% á mánuði eða 33*%, á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,9167*%,. Vísitölur Lánskjaravísitala í mars 1986 er 1428 stig en var 1396 í febrúar og 1364 stig í janúar. Miðaðervið grunninn lOOíjúní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11 -20.03. 1986 INNLÁNMEÐ SÉRKJÖRUIVt SJÁ SÉRUSTA flli UÍÍÍiíf iffflhi INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARtSJÚDSBÆKUR Úbundin innstzða 13.0 13.0 12.5 12.0 13.0 12.0 12.0 12.0 12.5 12.0 SPARIREIKNINGAR 3jamÁn uppsogn 14.0 14.5 14.0 13.0 13.5 14.0 13.0 14.5 14.0 13.0 Emén uppsogn 17.0 17.7 17.0 14.0 15.0 17.0 15.5 15.5 14.0 12 mán uppsogn 18.5 19.4 18.5 15.0 18.0 SPARNAÐUR- LANSRtTTURSparnd3-bmán. 17.0 17.0 13.5 14.0 12.0 14.5 14.0 13.0 Sp. 6mán. ogm. 17.0 17.0 14.0 15.5 15.5 14.0 TÉKKAREIKNINGAR A.iíana.mkning,, 11.0 11.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0 Hlaupareikningar 5.0 4.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3,. mán uppsogn 1.5 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mánuppsogn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 3.0 2.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.0 7.5 7.0 7.5 7.5 Sterlingspund 11.5 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 Vestur-þýsk mork 4.5 4.5 3.5 4.0 3.5 4.5 3.5 4.5 4.5 Oanskar krónur 10.0 9.5 7.0 8.0 7.0 9.0 7.0 10,0 8.0 ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGD ALMENNIR ViXLAR |lnivt«ir| 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 VIÐSKIPTAVlXLAR 2) (torneilir) 24.0 kge 24.0 kge kgt kge kge ALMENN SKULDABREE 3} 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF2) kge 24.5 kge 24.5 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 U.S SKULDABRÉF3) A42l/2ín 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐStU SJÁ NTÐANMÁLS1) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 19,25% vöxtum. Vegna útílutnings, í SDR 10,0%, í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum möricum 6,0%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum'stærstu sparisjóðunum. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjöre vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Egg á þrjár krónur stykkið „Það selst alveg ótrúlegt magn af eggjum núna, enda hafa þau sjaldan verið ódýrari. Fólk kemur meira að segja til þess að kaupa egg fyrir næstu jól. Það er hægt að frysta eggin og geyma þau þangað til,“sagði starfs- maður í Hagkaupi. Kílóverð af eggjum hefur verið að smálækka að undanfomu og er nú komið niður í 48 49 krónur kílóið í flestum stórmörkuðum. Það þýðir að stykkið kostar á 2,80-3,00 krónur og 10 stykkja bakki af sæmilega stómm eggjum um 30 krónur. Einnig ér.verð á kjúklingum mjög lágt núna. Frá ísfugli em þau ódýr- ust, um 189 kr. kílóið, t.d í Hagkaupi ogVíði. „Það er ekkert sem selst eins vel um þessar mundir og egg og kjúkling- ar. Það má búast við að þetta verð haldist svona lágt fram yfir páska,“ sagði þessi sami stafsmaður í Hag- kaupi. -KB Sumarbæklingur Ferðamiðstöðvarinnar Ferðamiðstöðin sendir nú einu sinni enn frá sér vandaðan ferðabækling. í honum kennir margra grasa. Benidorm á Spáni, aðalsólarstaður Ferðamiðstöðvar- innar er geysivinsæll. Þaðan er flogið í leiguflugi og lent í Alicante sem er næsti flugvöllur við Benid- orm. Pantanir í ferðir til Benidorm hafa verið með ólíkindum í ár, það virðist auðsætt að fólk ætlar að tryggja sér ömgga sól í sumarfríinu í þetta sinn. Onnur ástæða fyrir vinsældum Benidorm er ákaflega hagstætt verð ferðanna, u.þ.b. það sama og árið 1985. Þriðja ástæðan er að sjálfsögðu hve tiltölulega ódýrt það er að dvelja í Benidorm - það er að segja í mat og drykk og öðrum nauðsynjum. I tengslum við leiguflugið til Ali- cante verða einnig ferðir til La Manga sem er staður, heimsþekktur fyrir frábæra golfaðstöðu og góðan aðbúnað við golfáhugafólk. Calpe er smáþorp nálægt Benidorm þar sem hægt er að gista í íbúðum eða einbýlishúsum á fallegri sólar- strönd. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að fljúga til Alicante og fá sér bíla- leigubíl fyrir þá sem vilja vera frjálsir og ferðast um landið. Það er heimilislegt á Benidorm og Spán- verjar taka óneitanlega vel á móti íslendingum. Sumarhúsin í Þýskalandi, Sviss og Austurríki eru sívinsæl og það er óneitanlega skemmtilegt að hafa bíl til umráða og skoða sig um á þessum fögru stöðum. Rútuferðir um Bretagneskagann, með dvöl í Paimpol, heimkynnum frönsku sjó- mannanna er sóttu íslandsmið forð- um, og dvöl í París á heimleiðinni er eitt af því sem Ferðamiðstöðin hefuráboðstólumíár. _Mg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.