Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Page 9
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 25. MARS1986.
9
Utlönd Utlönd
Þrjú bandarísk flugmóðurskip eru nú í nánd við Líbýu og fylla fylgdarskip
þeirra úr flotanum nú þriðja tuginn.
„Gera Gaddafi
aðhetju
íaraba-
heiminum
Tilvalin fermingargjöf.
Borð fyrir heimilistölvur, stillaiúeg.
TÖLVUBORÐ
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi.
- segja gagniýnendur
Bandaríkjastjómar
Bandarískar herþotur eyðilögðu
líbýska eldflaugastöð, sökktu einum
líbýskum fallbyssubáti og stór-
skemmdu annan í loftárásum í hefnd-
arskyni fyrir eldflaugaárás á bandar-
ískar herþotur í gær. Sovéskir fjöl-
miðlar birta í morgun fréttir af því
að Bandaríkjamenn hafi misst þrjár
flugvélar sinar í árásum Líbýumanna
og hafa fyrir því líbýskar heimildir.
Weinberger, vamarmálaráðherra
Bandaríkjanna, hefur vísað öllum
fregnum um tjón Bandaríkjamanna á
bug.
Vara við auknum átökum
Bandaríska stórblaðið New York
Times varar í morgun við auknum
átökum við Líbýu og segir að Banda-
ríkjastjórn verði að halda átökunum
innan ákveðinna marka. Blaðið segir
að aukin átök geti gefið Gaddafi
Líbýuleiðtoga ástæðu til þess að leiða
sovéska bandamenn sína í átökin
gegn Bandaríkjunum og á slíkt sé
ekki hættandi fyrirBandaríkjamenn.
„Það er ekki að ástæðulausu sem
Sovétmenn hafa farið varlega í sam-
skiptum sínum við Líbýu og Gaddafi
Líbýuleiðtoga og hafa fram að þessu
neitað öllum óskum Gaddafis um
bindandi vináttusáttmála ríkjanna,"
segir blaðið í forystugrein í morgun.
„Sovétríkin hafa ekki stutt staðhæf-
ingar Líbýu um yfirráð yfir Sidra flóa
þó þau hafi harðlega gagnrýnt banda-
rískar heræfingar á svæðinu. Það er
ekkert sem betur myndi þjóna hags-
munum Gaddafis en það að geta flækt
sovéska bandamenn sína í átökum
við Bandaríkjamenn."
Aukin hermdarverk?
Sérfræðingar í málefnum Líbýu eru
fullir varkárni í morgun og telja
aukin átök Bandaríkjamanna og
Líbýumanna geta orðið varasöm er
til lengdar lætur. Telja sérfræðing-
arnir að líbýskt stríð við Bandaríkin
verði aðeins til að styrkja Gaddafi í
leiðtogasætinu og sameina sundrað-
an heim araba gegn Bandaríkjunum
og bandamönnum þeirra.
Vara sérfræðingamir ennfremur
við hættunni á auknum hermdar-
verkum araba hliðhollum Líbýu sem
þegar hafa hótað að beita öllum til-
tækum ráðum til að klekkja á Banda-
ríkjamönnum „hvar sem til þeirra
næst“, eins og sagði í fréttatímum
líbýska ríkisútvarpsins .1 morgun og
nótt.
Aðgerðir Bandaríkjamanna virðast
njóta stuðnings beggja deilda þings-
ins sem lýst hafa yfir stuðningi við
Reagan forseta. Aðrir em þó fullir
efasemda. „Reagan var að ögra Líbýu
af ásettu ráði til að sýna styrkleika
sinn,“ sagði Eugene Larocque, fyrrum
aðmíráll, kunnur vamarmálasérfi-æð-
ingur vestra „en um leið er hann að
gera Gaddafi að hetju í arabaheimin-
um“.
Svo hvarf eimreiðin
Frá Ketilbirni Tryggvasyni,
fréttaritara DV í V-Berlín:
Lestarfarþegar á ferð milli Þýska-
lands og Austurríkis upplifðu fyrir
skömmu nokkuð sem hingað til hefur
frekar tilheyrt bíómyndum en raun-
vemleika. A ferð niður dal einn ná-
lægt borginni Wurzburg í Vestur-
Þýskalandi fór lestin stöðugt að
hægja á sér og eftir að hafa stöðvast
augnablik að renna aftur á bak.
Nokkm síðar, þegar lestin stöðvaðist
algjörlega, fóm hinir undrandi far-
þegar að rýna út um glugga til að sjá
hvað ylli þessu mjög svo undarlega
háttarlagi lestarinnar.
Skýringin olli mikilli furðu og
kannski ekki nema von þvi að á lest-
ina vantaði allt í einu eimreið. Hafði
dráttarvagninn sem sé gert sig frjáls-
an og farið fram úr vögnunum, upp
brattann.
Nokkrum mínútum síðar, þegar
flestir farþegar vom búnir að stíga
út, kom síðan eimreiðin bmnandi
niður hlíðina, aftur á bak.
Forsvarsmenn þýsku jámbraut-
anna sögðu seinna að ástæðan fyrir
þessu óhappi væri smá mistök við
tengingu vagnanna. Var ljóst á máli
þeirra að atvik þetta var þeim all-
neyðarlegt enda má telja mestu mildi
aðekkifórverr.
FERMINGARGJAFIRNARIÁR.
GEFIÐ GÓÐAR GJAFIR.
Verð kr. 4.536,-
Viðleguútbúnaður og garðhúsgögn í miklu Ú rvali. Hagstætt verö. ^Uger^
Eyjaslód 7, Reykjavík Póslhólf 659 Simar 14093 - 13320 Nafnnr. 9879 -1698