Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Side 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Bréfog ökuskír- teini hækka um mötg hundmðprúsent „Það eru allir jafnundrandi á þess- ari hækkun, jafnt við hér á skrifstof- unni sem viðskiptavinirnir. Fólk verður alveg orðlaust yfir þessu og verður að koma aftur því það hefur ekki gert ráð fyrir að þurfa að greiða svo hátt gjald fyrir ökuskírteini eða vegabréf," sagði Valdimar Sigurðs- son á skrifstofu lögreglustjóra í samtali við DV. Ástæðan er hækkun á skírteina- gjöldum sem ákveðin var í desember á síðsta ári og tók gildi um áramót. Með þessari nýju reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs hækkar öku- skírteini úr 180 krónum í 1000 krónur og vegabréf úr 330 krónum í 1000 krónur. Þetta eru hækkanir um mörg hundruð prósent, 203% hækkun á vegabréfum og 455% á ökuskírtein- um. Á meðan hið opinbera gefur sig út fyrir að fylgja aðhaldsstefnu í kjölfar kjarasamninga og ýmsum stofnunum hefur verið neitað um hækkanir á þjónustu sinni skýtur það nokkuð skökku við að hækkanir sem þessar séu ekki endurskoðaðar. Bitnar verst á ellilífeyrisþegum Raunar bitna þessar hækkanir mest á ellilífeyrisþegum því eftir 67 ára aldur þarf að endurnýja ökuskír- teini á 5 ára fresti og oftar þegar fólk verður eldra. Enginn afsláttur er veittur þeim sem komnir eru á þennan aldur né heldur þeim sem eru að fá ökuskírteini í fyrsta sinn og þurfa að endurnýja eftir árið. Lárus Ögmundsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagðist vel geta viðurkennt að þetta væri geysi- lega mikil hækkun og sagðist ekki geta gefið neina viðhlítandi skýringu aðra en þá að þetta væri pólitísk ákvörðun sem tekin væri með tekju- öflun í huga. Engin umræða til þessa „Varðandi lækkanir og aðhald í kjölfar kjarasamninga þá gaf ríkis- stjórnin eftir tollalækkanir og annað en þessir liðir hafa ekki verið ræddir svo ég viti. Hækkanir eru aldrei fagnaðarefni og það má skoða hvort ekki megi brjóta upp skírteinagjaldið þannig að mismunandi gjald verði lagt á eftir gildistíma skírteina. Það hefur engin athygli verið vakin á þessu þar til nú og breytingar hafa ekki enn komið til tals en eru vel athugandi," sagði Lárus að lokum. Fyrir þá sem þurfa að endurnýja á 1-5 ára fresti er hér um mikið hags- munamál að ræða en auk skírteina- gjaldsins þarf einnig að greiða fyrir myndatöku sem er nú um 500 krónur auk læknisvottorðs sem kostar orðið sitt. 180 krónur voru ef til vill í lægra lagi en hækkun um rúm 450% fer langt yfir það sem eðlilegt má teljast. -S.Konn. Þriðjudagsuppskriftm hambo RTYKT svin Skiptir máli hvernig ég legg í bílastæði? Starfsfólk á skrifstofu lögreglustjóra er jafnundrandi á hækkuninni og þeir sem þangað leita eftir nýjum ökuskírteinum eða vegabréfum. „500 krónur hefði verið meira en nóg,“ sagði einn starfsmaðurinn í samtali við DV. Mynd: KAE Ofnbakaður blómkálsréttur Nú er grænmeti orðið svo ódýrt að við ætlum að gæða okkur á blómkálsrétti í kvöld. Það er líka skynsamlegt að halda svolítið í við sig áður en páskahátíðin með öllum stórsteikunum skellur á. í þetta sinn er blómkálið með skinku, spaghetti og ostasósu, s.s. ágæt upplyfting í byjun vikunnar. Undirbúningur: 15 mínútur Bakstur: um 30 mínútur Ofnhiti: 240 gráður, grill 1 stórtblómkálshöíúð salt og pipar 250 g skinka 200 g soðið spaghetti 300 ml ostasósa 50 g rifinn ostur rifið múskat 25gsmjör Ostasósa 25 g smjör 1 msk. hveiti 200 ml blómkálssoð 200mlijómi rifinn ostur múskat Undirbúningur 1) Skiptið blómkálinu niður í nokkra hluta, þvoið vel og sjóðið í söltu vatni þar til kálið er orðið mjúkt. 2) Lagið ostasósuna þannig að smjörið er brætt og hveitinu smám saman bætt út i við lágan hita. Þá er soðinu af blómkálinu hellt var- lega saman við og rjómanum þar næst og hrært í þar til sósan er orðin þétt. Sjóðið í nokkrar mínútur en takið síðan af hitanum og stráið osti og múskat yfir. 3) Blandið saman blómkálinu, saxaðri skinku og spaghetti í vel smurt ofnfast mót. 4) Hellið því næst ostasósunni yfir og stráið ostinum og múskatinu yfir réttinn. 5) bakið í u.þ.b 30 mínútur og setjið grillið á síðstu mínútumar þannig að yfirborðið verði gullið og skorpukennt. Rétturinn er ætlaður fyrir 4. Verði ykkur að góðu. -S.Konn. KJOTMIÐSTÖDIN 686511 62 2511 Hefurðu nokkum tíma hugleitt það hvemig best sé að leggja í stæði? Flestir ökumenn læra það fyrir ökuprófið að betra sé að bakka í stæði sem em langsum meðfram akbraut. Þá eigi að aka svolítið fram íyrir stæðið og bakka svo inn í það. En hefúrðu hugleitt það hvemig best sé að leggja í stæði, sem er þvert á akbraut, eða bifreiðastæði fjölbýlishúsa, eða jafnvel í heim- keyrslunni hjá þér? Það bendir allt til að betra sé að BAKKA INN I þau bifreiðastæði líka. En hvers vegna? Það em margar ástæður sem liggja þar að baki. Nefnum nokkrar. 1. Ef stæðið er við umferðargötu er auðveldara að komast úr því inn í umferðina. 2. Ef þú kemur að bílnum þínum að morgni, seinn og illa fyrirkallað- ur, þá ertu fljótari í vinnuna. 3. Ef rígning er vill oft setjast móða innan á rúður og það tekur tíma fyrir miðstöðina að hreinsa hana. Þá er betra að aka beint út úr stæði en að þurfa að bakka með móðu á gluggum. 4. Ef frost er og snjór er oft erfitt að sjá út um hliðar- og afturrúðu þótt skafið hafi verið af þeim, sem er að sjálfsögðu skilyrði áður en ekið er af stað. Þar tekur einnig sinn tíma fyrir miðstöðina að hreinsa alveg rúður bílsins. Ef bílnum er bakkað í stæði þegar hann er heitur og rúður án móðu eða hélu er mun ömggara að bakka. Við mælum með því að þú leggir ætfð bíl þínum þannig að kvöldi, eða ef bíllinn á að standa nokkurn tíma óhreyfður, að þú getir ekið beint út úr stæðinu. Það er meira öryggi fyrir þig og fyrir samferða- menn þína í umferðinni og stuðlar að bættri umferðarmenningu. EG. BETRIUMFERÐARMENNING -1UMSJA BINDINDISFELAGS OKUMANNA ( 1 r ) 1 r r ] i ] i I ]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.