Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Síða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986.
Frjáist,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
A/ ýsköpunarstjórn ?
Þröstur Ólafsson,framkvæmdastjóri Dagsbrúnar og
áhrifamaður í Alþýðubandalaginu, kastaði sprengju á
fundi fyrir helgina.
Þröstur mælti með samstarfi Alþýðubandalags og
Alþýðuflokks. Sú fylking skyldi síðan leita samstarfs
við Sjálfstæðisflokkinn með stjórnarmyndun þessara
flokka fyrir augum eftir næstu kosningar. Þröstur sagði
nauðsynlegt að skapa nýjan pólitískan veruleika í kjöl-
far kjarasamninganna. Halda yrði áfram því starfi að
koma á jafnvægi í efnahagsmálum og gera atvinnulífinu
kleift að borga laun, sem tryggðu sambærileg kjör við
það, sem þekktist í grannríkjum okkar. Þá yrði að leita
samninga hjá ákveðnum hópum um hið pólitíska fram-
hald. Þröstur kvaðst ekki hrópa húrra fyrir Sjálfstæðis-
flokknum en taldi stjórnarsamstarf A-flokkanna við
þann flokk bezt tryggj a hið æskilega framhald.
Þröstur er mikill áhrifamaður í verkalýðshreyfing-
unni. Að vonum hafa margir talið hann einn helzta
frumkvöðul þess, að sú leið var farin í síðustu samning-
um, sem raun varð á. Forysta Alþýðusambandsins hlust-
ar á Þröst. Hins vegar eru ekki allir flokksbræður hans
honum sammála í aðalatriðum. Það kom strax í ljós,
þegar DV bar síðustu hugmyndir Þrastar undir Ragnar
Arnalds. Ragnar sagði, að stjórnarsamstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn væri ófýsilegur kostur, ekki sízt meðan
áköfustu hægri öflin, sem kenndu sig við frjálshyggjuna,
réðu ferðinni í Sjálfstæðisflokknum.
Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi ganga til
næstu kosninga með óbundnar hendur um stjórnar-
myndun. Flokkurinn legði áherzlu á að mynda stjórn
um þau málefni, sem hann vildi, að kæmust í höfn.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði, að flokkurinn yrði að hafa forystu í næstu stjórn,
ætti árangur kjarasamninganna að varðveitast.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks-
ins, hefur áður biðlað til Sjálfstæðisflokksins um stjórn-
arsamstarf. Hann fjallaði í DV-viðtali um, að það yrði
kúvending frá fyrri stefnu Alþýðubandalagsins, tækist
samstarf milli þess flokks og Alþýðuflokksins. Alþýðu-
bandalagið hefði verið of mikill kerfis- og ríkisforsjár-
flokkur.
Ljóst er af þessum ummælum, að samstarfi A-flokk-
anna og Sjálfstæðisflokksins, nýskoþunarstjórn, er ekki
hafnað, þótt foringjarnir séu ekki skýrmæltir um slíkt.
Sitthvað gæti mælt með slíku. Þótt Jón Baldvin segi
það ekki, hafa alþýðubandalags- og alþýðuflokksmenn
víða náið samstarf í verkalýðshreyfingunni, og er
stærsta sambandið, Verkamannasambandið, þar gott
dæmi. Þessir menn hafa einnig unnið með sjálfstæðis-
mönnum í verkalýðshreyfingunni, sem eru þar öflugir
sem kunnugt er. Síðustu samningar voru gerðir með
þátttöku ríkisstjórnarinnar, en forystan var í Garða-
stræti, hjá verkalýðsfulltrúunum og fulltrúum atvinnu-
rekenda. Ríkisstjórnin tók við pakka frá þessum aðilum.
Stjórnin verður um fátt sökuð í því efni, en misskilning-
úr er, ef einhver heldur, að forsætisráðherra hafi haft
frumkvæðið.
Það er virðingarvert sjónarmið, að þessir áðurnefndu
flokkar gætu séð um framhald ávinnings kjarasamning-
anna, þótt of snemmt sé að fara að mynda nýja stjórn.
Haukur Helgason.
Ekki er altt
sem sýnist
Kunningi minn; einn af þeirri
kynslóð, sem aðhyllist sjálfseignar-
stefnuna í húsnæðismálum og er
því á góðri leið með að verða eigna-
laus maður, kom að máli við mig
eftir kjarasamningana og sagði
sínar farir ekki sléttar. „Einasti
varasjóður minn í öllu þessu hús-
næðisbasli var bifreiðin sem ég og
konan höfðum komið okkur upp á
„velmektardögunum" áður en við
fórum að byggja," sagði hann.
„Bíllinn okkar var metinn á 800
þúsund krónur í endursölu og höfð-
um við ráðgert að selja hann til
þess að bjarga húseigninni. Með
nokkrum undirskriftum vestur í
Garðastræti var þessi varasjóður
okkar lækkaður í verði um 240
þúsund krónur. Með þeirri „kaup-
hækkun", sem samið var um, mun
það taka okkur hjónin þrjú ár að
vinna upp það eignatjón sem samn-
ingarnir færðu okkur.“
Kjallarinn
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
FYRRVERANPI
ALÞINGISMAÐUR
a ,,..að það fólk hefði orðið fyrir veru-
^ legu eignatjóni sem hefði haft í huga
að nota bifreiðar sínar sem eins konar
,,varasjóð“ vegna fasteignakaupa.“
Ekki aliar manneskjur eins
En ekki eru allar manneskjur
eins, svo er guði fyrir að þakka.
Samið hefur verið um lægri meðal-
kaupmátt umsaminna launa á ár-
inu 1986 en hann var á árinu 1985
en jafnframt um hærri meðalkaup-
mátt ráðstöfunartekna með að-
gerðum sem ríkið borgar. Ég hef
líka velt því fyrir mér hvernig sá
maður ætti að fara að sem vildi ná
mögulegum hámarkskjarabótum
samkvæmt þessari niðurstöðu.
Ályktun mín er eftirfarandi.
1. Fyrst þarf viðkomandi að kaupa
sér nýjan bíl, helst tvo. Því
dýrari sem nýju bifreiðarnar eru
þeim mun meiri eru kjarabæt-
urnar.
2. Á leiðinni heim í nýja bílnum
þarf viðkomandi að hafa viðdvöl
í raftækjabúð og festa þar kaup
á einum ísskáp, einni eldavél,
einni frystikistu og einum ör-
bylgjuofni. Því fleiri eintök af
hverri gerð, sem keypt eru, þeim
mun meiri eru kjarabætumar.
3. Þaðan liggur leiðin í radíóbúð
þar sem festa skal kaup á hljóm-
flutningstækjum, vídeótæki og
nýju sjónvarpi.
4. Þá liggur leiðin í matvörubúð-
ina en áður en þangað er komið
er rétt að hafa viðdvöl hjá hjól-
Umhugsunarefni
Þessi ábending hins unga manns
í fjárhagskröggum hefur orðið mér
ærið umhugsunarefhi. M.a. ræddi
ég málið við nokkra fasteignasala.
Þeir tjáðu mér að þær eignir, sem
ungt fólk, sem væri að stofna heim-
ili, hefði yfir að ráða til íbúða-
kaupa, væru yfirleitt fólgnar ann-
ars vegar í sparimerkjum og hins
vegar í bifreið eða bifreiðum. „Flest
þetta unga fólk, sem oft hefur búið
i foreldrahúsum og unnið fyrir
kaupi í nokkur ár, hefur komið sér
upp allgóðum bifreiðum og þær,
ásamt sparimerkjunum, mynda þá
eignauppistöðu sem gerir unga
fólkinu kleift að festa sér sitt fyrsta
húsnæði. Með verðlækkun á bif-
reiðum um 27-30% er ekki nokkur
vafi á að geta þessa unga fólks til
þess að ráðast í húsnæðisöflun
hefur mjög takmarkast." Um þetta
voru fasteignasalarnir allir sam-
mála. Þegar ég þá spurði hvort
áformin um stórhækkuð íbúðalán
kæmu e.t.v. ekki þar á móti svör-
uðu menn fáu. Sumir brostu í
kampinn og sögðu að áform væri
nú ekki sama og aðgerðir og enn
hefði ekkert frétzt af efndunum.
Aðrir bentu á að talsverðar tekjur
þyrfti til þess að standa undir 2ja
milljón króna lánum - ef þau
myndu þá einhvern tíma fást - og
jafnvel þótt svo færi breytti það
ekki því að það fólk hefði orðið
fyrir verulegu eignatjóni sem hefði
haft í huga að nota bifreiðar sínar
sem eins konar „varasjóð“ vegna
fasteignakaupa.
Stórfellt eignatjón
Talið er að „einkabílar" á íslandi,
þ.e. fólksbílar sem ekki eru notaðir
í atvinnuskyni, séu u.þ.b. 80 þúsund
talsins. Þessir bílar eru auðvitað
misgamlir og misjafnlega verðmæt-
ir en áætlað hefur verið að verð-
mæti þessa bílaflota á endursölu-
verði hafi verið u.þ.b. 25 milljarðar
króna. Með samningunum um
lækkun tolla á nýjum bifreiðum í
því skyni að ná niður vísitölu fram-
færslukostnaðar er talið að verð
nýrra bifreiða hafi að meðaltali
lækkað um 27% að teknu tilliti til
áhrifa gengisbreytinga. Almennt
er álitið að lækkun á verði notaðra
bíla í endursölu sé álíka eða um
27%. Þetta þýðir að bílafloti
landsmanna hefur lækkað í verði
um 6,75 milljarða króna. Ef allar
fjölskyldur í landinu héldu heimil-
isbókhald og færðu þar inn eignir
sínar á endursöluverði myndu bíla-
samningar aðila vinnumarkaðar-
ins hafa í för með sér lækkun á
bókfærðum eignum meðalfjöl-
skyldunnar um 140 til 150 þúsund
kr. Lætur nærri að rétt sé hjá við-
mælanda mínum að það tæki með-
alfjölskylduna 2-3 ár að vinna það
eignatap upp með þeirri kaup-
hækkun sem samið var um að öðru
óbreyttu.
Einfölduð mynd
Auðvitað er sú mynd, sem ég hef
hér dregið upp, stórlega einfölduð.
Litið er fram hjá ýmsum atriðum,
svo sem eins og áhrifum lækkandi
verðbólgu á lánskjaravísitöluna til
lækkunar og þar með til lækkunar
á skuldastöðu fjölskyldna o.s.frv.
Þessar ábendingar gagnast þó til
þess að vekja athygli á að þegar
reynt er að ná fram kaupmáttar-
aukningu með öðrum hætti en með
samningum um aukinn kaupmátt
umsaminna launa þá er hætt við
að gæðunum verði feikilega mis-
skipt, ekki sízt þegar valdar eru
leiðir sem frekar eru miðaðar við
þarfir reiknimaskínanna en mann-
eskjanna. Hvað ég á við með því?
Jú, reiknimaskínurnar meta niður-
greiðslur á verði bifreiða miklu
meira en jafnkostnaðarsama nið-
urgreiðslu á verði matvæla. Það
er ekki alveg víst að manneskjurn-
ar séu á sama máli.
barðasala og kaupa sér svo sem
eins og eina umferð undir bilinn
sitt af hvoru, vetrardekkjum og
sumardekkjum.
5. í matvörubúðinni gildir að
vanda valið ef hugsa skal kjara-
lega og einbeita sér að smjöri,
gúrkum, selleríi, jcebergi,
brokkólíi, rósakáli (nánari
upplýsingar hjá tollstjóra).
6. Svo er bara að koma sér heim
til þess að raða upp græjunum,
setja smérið í frystikistuna og
hleypa upp suðunni á græn:
metinu áður en kveikt er á sjón-
varpinu, vídeóinu og hljóm-
flutningstækjunum. Tilvalið
væri að koma við á Grensásveg-
inum til þess að vita hvort eitt-
hvað væri þar eftir af blómum
til þess að geta fært konunni
(sinni, ekki Matthíasar).
Á þessum kjarabótum er bara
sá eini galli - að þær kosta tals-
verða peninga. En til allrar
hamingju eru ekki allar mann-
eskjur því markinu brenndar að
eiga ekki peninga.
Ég er hins vegar ekki alveg sáttur
við að þarna sé ríkisstjórnin að
framkvæma stefnu verkalýðs-
flokkanna. Fyrir hverju ætla
menn þá að berjast í næstu kosn-
ingum ef ríkisstjórnin er farin að
framkvæma þeirra stefnu? Fyrir
því að A-flokkarnir gagnist íhald-
inu betur til slíks en Framsóknar-
flokkurinn? A-flokkarnir séu
traustari liðsmenn? Um það má nú
deila - ætla ég að vona.
Sighvatur Björgvinsson.