Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986.
13
Ný íslensk mynt - ríkisdalir
Áður en nýkrónan var sett í
umferð fyrir nokkrum árum var ég
margsinnis búinn að stinga upp á
að nýtt heiti yrði valið og sett á
hina nýju mynt við myntbreyting-
una. Og margir fleiri höfðu einnig
árum saman bent á þetta sama og
hvatt til að nýtt nafn yrði á hinni
nýju íslenzku mynt.
Mín uppástunga var að við skyld-
um taka upp heitið „ríkisdalur" á
hina nýju mynt íslenzka ríkisins
og hundraðshlutar þar af skyldu
kallast „skildingar“. í daglegu tali
yrði þetta svo væntanlega, dalir og
skildingar.
Aðrir hafa mælt með orðinu mörk
eða mark, en mér finnst þau orð
óþjál og stirð í notkun og ég mæli
ekki með þeim orðum.
Þegar ný-krónan var tekin upp,
þá voru aurar orðnir svo verðlitlir
að börn voru farin að fleygja þeim
eins og hverju öðru einskisverðu
rusli og þau sögðu gjarnan að
ekkert fengist fyrir aura.
Ég óttaðist að verðbólguhugsun-
in væri orðin svo nátengd nafni
„krónu og aura“ að menn kynnu
ekki að meta hina nýju mynt ef hún
héti sama nafni og ásamt mörgum
öðrum þá varaði ég við þessu í
blaðagreinum.
Og þetta fór allt saman eftir.
Börnin- héldu áfram að fleygja
aurunum þótt væru hundrað sinn-
um verðmeiri en áður. Fólki fannst
það fá launalækkun og sprengdi
upp launin og vöruverð rauk upp
úr öllu valdi og margfaldaðist á
stuttum tíma.
Þúsundföldun krónunnar
Þá stakk ég upp á því á sínum
tíma að nýkrónan yrði gerð 1000
sinnum stærri en sú gamla en ekki
bara hundrað sinnum stærri. Doll-
arinn væri þá á kr. 4,20 í dag en
ekki 42 krónur. En á þetta var
heldur ekki hlustað. Þó hefði
1000-földunin verið þjóðinni mun
ódýrari. Það kemur tii af því að
málmpeningarnir, aurarnir, hefðu
Kjallarinn
TRYGGVI HELGASON
FLUGMAÐUR, AKUREYRI
orðið verðmeiri og þar með meira
í umferð og meira notaðir í hlut-
falli við seðla. Málmpeningar end-
ast áratugum saman en seðlar
endast einungis í stuttan tíma þar
til þeir eru orðnir ónýtir. Þá þarf
að prenta nýjan seðil fyrir þann
ónýta og það kostar þjóðina mikið
fé.
Og þvi verðminni sem seðlar eru
því meira ganga þeir úr sér, enda
eru þeir þá meira notaðir og verr
farið með þá.
Ég held að víðast hvar sé myntút-
gáfu þannig hagað að aðalmyntin
er i seðlum en aukamyntin, hundr-
aðshlutarnir (klinkið) er í málm-
peningum. Þó er til að ein (1) eining
aðalmyntar er bæði útgefin sem
seðill og einnig slegin mynt.
Gjaldmiðillinn sprunginn
Mín hyggja er sú, að þegar gjald-
miðill er orðinn það verðlítill að
það þurfi að slá málmpeninga sem
séu stærri að verðgildi en ein ein-
ing aðalmyntar, - þá sé gjaldmiðill-
inn raunverulega „sprunginn".
Það sem ég á við er að okkar
aðalmynt er krónan og þegar þarf
að slá málmpeninga, sem eru stærri
að verðgildi en ein króna, (þ.e. ein
eining aðalmyntar) þá er verðmið-
illinn sprunginn.
Það sem þá í rauninni gerist er
að fólk er farið að nota tvær myntir
í slegnum peningum, bæði aðal-
mynt og aukamynt.
Og þegar önnur myntin er í
hugum fólks orðin verðlaus leiðir
það af sér að hin verðmeiri mynt
fer smám saman að flokkast í sama
flokk, og allir málmpeningar þykja
að lokum einskis virði.
Þá er einnig farið að nota aðal-
myntina, krónuna, bæði í seðlum
og í sleginni mynt, og þegar slegna
myntin er orðin verðlaus í hugum
fólks, þá kippir það fljótt grund-
vellinum undan aðalmyntinni,
einnig þeirri sem er í seðlum.
Og ekki bætti það heldur úr skák,
að barnalegar myndir eru á slegnu
íslenzku myntinni, og seðlarnir eru
allir afspyrnuljótir, nema fram-
hliðin á 500 króna seðlinum.
Hvaðum
erlenda mynt?
Það er því engin furða þótt menn
séu í fullri alvöru farnir að tala um
að réttast væri að taka upp notkun
á einhverri erlendri mynt, svo sem
dollurum eða svissneskum frönk-
um, og taka íslenzku krónumynt-
ina og fleygja henni endanlega í
ruslakörfuna, rétt eins og börnin
fleygja aurunum.
Éf til vill væri þetta einnig það
ódýrasta sem við gætum gert í
seðla- og myntmálum og myndi
sennilega spara þjóðinni hundruð
miRjóna nýkróna.
Þótt konungsríkin á Norðurlönd-
um noti k(ó)rónur sem mynt hjá sér
er engin ástæða lengur fyrir okkur
íslendinga að nota k(ó)rónur sem
mynt, enda höfum við engan kóng-
inn. Finnar hafa engan konung og
nota ekki k(ó)rónur sem mynt,
heldur mörk, og þrátt fyrir það
ekki taldir neitt lakari í samstarfi
Norðurlandanna.
Nýtt nafn á myntina
Vil ég því, hér og nú, enn og
aftur, stinga upp á því að við tökum
upp nýja mynt í stað krónu og kalla
ríkisdali og skildinga, - eða hverj-
um þeim nýyrðum öðrum sem betri
þættu, hvort sem það væru dalir
og aurar, mörk og aurar eða eitt-
hvað allt annað - ellegar taka upp
erlenda mynt, að öðrum kosti.
En hin nýja íslenzka mynt, það
er ríkisdalurinn, verði að jafngildi
eitt hundrað núgildandi nýkróna,
og hundraðshlutinn - skildingur-
inn - verði jafngildi einnar ný-
krónu.
En ég vil hins vegar vara við því
að myntbreytingin verði fram-
kvæmd eins og síðast og vil því
einnig koma fram með hugmynd
um það hvernig þetta gæti verið
framkvæmt, en það er í áföngum.
í stað þess að gefa út nýjan 10.000
krónu seðil þá verði fyrsta skrefið
að þessari nýju myntbreytingu að
það verði prentaður og settur í
umferð fyrsti ríkisdalaseðillinn og
að hann verði eitt hundrað ríkis-
dalir og að jafngildi tíu þúsund
núgildandi nýkróna.
Það má einnig vera prentað á
nýja seðilinn skýrum stöfum, að
hann sé að jafngildi 10.000 nýkróna
til þess að fyrirbyggja allan mis-
skilning.
Síðan verði á nokkrum árum
smám saman prentaðir og settir í
umferð 50 dala, 10 dala, 5 dala og
eins dals seðlar (eða aðrar stærðir
ef vill) en krónuseðlarnir teknir úr
umferð smátt og smátt eftir því sem
þeir verða ónýtir og með þessu
móti hefur fólk nægan tíma til að
aðlagast breytingunni og læra að
nota hina nýju mynt.
Lokaskrefið verði svo það að ný
mynt verði slegin, þ.e. skildingarn-
ir og þá hverfi krónurnar og aur-
arnir endanlega úr umferð.
Tryggvi Helgason
a ,,í stað þess að gefa út nýjan 10.000
^ krónu seðil þá verði fyrsta skrefið að
þessari nýju myntbreytingu að það verði
prentaður og settur í umferð fyrsti ríkis-
dalaseðillinn og að hann verði eitt hundr-
að ríkisdalir og jafngildi tíu þúsund nú-
gildandi nýkróna.“
■■ s wmá
,,0g ekki bætti það heldur úr skák að barnalegar myndir (
slegnu íslensku myntinni og seðlarnir eru allir afspyrnuljótir i
framhliðin á 500 króna seðlinum.“
VANDRÆÐIAD LOSNAVIÐ
VERKAMANNABÚSTAD
Vegna greinar í DV þann 12.
mars sl. um auða verkamannabú-
staði um allt land finnst mér rétt
að leggja nokkur orð i belg. Er ég
einn af þeim ólánsömu eigendum
húsa þeirra á Sauðárkróki sem um
getur í greininni.
Vandræði við endursölu
Keypti ég hús mitt í febrúar 1983
og fylgdi því bílskúr. Hús þetta er
raðhús á tveimur hæðum, samtals
240 fm. í febrúar 1985 sendi ég svo
stjórn verkamannabústaða á Sauð-
árkróki bréf þess efnis að ég óski
eftir að þeir kaupi af mér viðkom-
andi hús sem þeir eru reyndar
skyldugir til. Fékk ég stuttu síðar
svarbréf þar sem mér var tjáð að
allt ætti að geta gengið upp fyrir
1. júní sem var afhendingardagur-
inn. Síðan fara mál nú öll að snúast
á annan veg. Alls konar öröugleik-
ar virtust koma upp í sambandi við
útreikning á húsinu og engu líkara
en að enginn kynni að reikna þetta
út. 3 til 4 mánuðum seinna fæ ég
svo útreikningana og var vægast
sagt ekkert ánægður með matið á
sumum hlutum þar, eins og t.d.
endurmálningu á allt húsið og af-
skriftir af húsinu. Til þess að tefja
þó málið ekki meira en orðið var
samþykkti ég þetta mat. Þá kemur
í ljós þetta svokallaða bílskúrs-
vandamál. Sem sagt að stjórn
verkamannabústaða ætlar að
kaupa af mér húsið en ekki bílskúr-
inn. Þetta kom mér mjög á óvart
því enginn hafði áður haft orð á
þessu. Þegar ég kaupi eignina fæ
ég afhent aðeins eitt afsal og hvergi
er getið um nein sérákvæði í sam-
bandi við endursölu á bílskúrnum.
Reyndar var mér gert að borga
hann út í hönd við kaupin en aldrei
getið um það að annar háttur yrði
hafður á við endursölu. Þegar ég
svo fór að athuga útreikninginn á
bilskúrnum sé ég að hver fermetri
í bílskúrnum er jafndýr og í húsinu.
Þeir sem eitthvert vit hafa á bygg-
ingum hljóta að sjá hversu fárán-
legt slíkt er, sérstaklega með tilliti
til þess að bílskúrinn var ekki
nema tilbúinn undir tréverk en
húsið fullbúið. Eins hljóta allir að
sjá fáránleikann í því að stjórn
verkamannabústaða kaupi húsið
en fyrri eigendur eigi áfram bíl-
skúrinn sem er ekkert annað en
hluti af húsinu.
Bílskúrinn vilja þeir ekki
Haft er eftir Éinari Páli Svavars-
syni, bæjarritara á Sauðárkróki, í
fyrrnefndri grein að „stjórnir
verkamannabústaða hafi enga
tekjustofna til þess að kaupa bíl-
skúra á hinum almenna fasteigna-
markaði". Neita ég því kröftuglega
að þessir bílskúrar séu á hinum
almenna fasteignamarkaði því að
þeir eru jú keyptir af stjórn verka-
mannabústaða. Og ég spyr: Hefur
hinn almenni launþegi einhverja
tekjustofna til að standa straum
af afborgunum af bílskúr sem hann
er skyldaður til að kaupa og losnar
ekki við? Þvi það var þannig með
mig eins og svo marga aðra sem
kaupa eign í fyrsta skipti að meiri-
hlutinn af útborgun var tekinn að
láni. Þegar ég keypti húsið þurfti
ég að borga 340.000 kr. í útborgun
og var bílskúrinn u.þ.b. helmingur
af þvi. í júní 1985 var bílskúrinn
svo metinn á 390.000 kr. samkvæmt
STEINAR ÞÓR
ÓLAFSSON
PÍPULAGNINGAMAÐUR
í REYKJAVÍK
útreikningum stjórnar verka-
mannabústaða. Munar nú um
minna ef fólk ætlar að kaupa sér
aðra eign. Þannig standa semsagt
mál hjá mér að ég á bundið fé í
bílskúr sem ekki selst og get þar
af leiðandi ekki fjárfest í öðru
húsnæði. í greininni getur Einar
Páll einnig um að verkamannabú-
staðir séu miklu dýrari en sam-
bærilegar eignir á frjálsum mark-
aði. Þar kemur nú fyrst og fremst
til stefna stjórnvalda, þ.e.a.s. mjög
mikil verðbólga á þessum árum.
Eins og þeir sem þekkja til þessa
kerfis vita, þá eru lánin há í byrjun
og fljót að vinda upp á sig i 60 til
80% verðbólgu ár eftir ár.
Raunverulegt fasteigna-
verð er lægra
Eðlilegt er að verkamannabú-
staðir séu dýrir eftir að búið er að
framreikna þá eftir slíkan verð-
bólgutíma. Ánnað kemur líka til
og það er óeðlilega lágt verð á
íbúðum á frjálsum markaði, sérs-
taklega á mörgum stöðum utan
Reykjavíkur, íbúðum sem seldar
eru langt undir kostnaðarverði.
Ekki góður samanburður það. í
sambandi við bílskúrana er bent á
það í greininni að þeir séu ekki
lánshæfir hjá Húsnæðisstofnun.
Þeir menn sem ég hef talað við hjá
Húsnæðisstofnun segjast mælast
til þess við stjórnir verkamannabú-
staða að þeir byggi ekki hús með
bílskúrum. En af hverju eru þá
þessir bílskúrar byggðir? Eru það
stjórnir verkamannabústaða sem
beita Húsnæðisstofnun þrýstingi
til að samþykkja teikningar með
bílskúrum eða bílskýlum? Ef svo
er finnst mér að þær eigi að bera
ábyrgð á því og kaupa inn bílskúra
sem.til endursölu koma, allavega
að gera fólki grein fyrir því áður
en það kaupir að þeir ætli ekki að
kaupa þá til baka. Hverjum er um
að kenna? Hver á að taka á sig
ábyrgðina? Hver á að leysa þetta
vandamál? Ég spyr þá sömu: Er
ekki kominn tími til að vakna?
Steinar Þór Ólafsson.
a „Eins hljóta allir að sjá fáránleikann
^ í því að stjórn verkamannabústaða
kaupi húsið en fyrri eigendur eigi áfram
bílskúrinn sem er ekkert annað en hluti
af húsinu.“