Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Side 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
SIMINN SVARAR
Jóhann Hjálmarsson, blaöafulltrúi
Póst- og símamálastofnunar, skrifar:
í DV (7. febr. sl.) deilir Símnotandi
á að reikningar Pósts og síma séu
ekki sundurliðaðirí innanlandssímtöl
og utanlandssímtöl.
Samfara því að framkvæma slíka
deilingu er gífurlegur kostnaður
vegna þess að breyta þarf hverri ein-
ustu símstöð á öllu landinu þannig
að númer þess sem hringir sendist
jafnframt upplýsingum um númer
þess sem hringt er í. Kostnaðurinn
við þessa breytingu þyrfti að greiðast
með verulega hærri gjöldum frá öllum
símnotendum án þess að gæði síma-
þjónustunnarbötnuðu að öðru leyti.
Vegna þessa mikla kostnaðar hefur
Póst- og símamálastofnunin frestað
ákvörðun um þessar framkvæmdir.
Notendur, sem vilja fá stundurliðaðar
upplýsingar um notkun sima sinna,
geta fengið þær hjá stofnuninni. Þá
er tengt sérstakt tæki við símalínur
þeirra sem skráir alla notkun símans,
númerin sem hringt er í, dagsetningu
og tíma, tímalengd samtalsins ásamt
fjölda notaðra skrefa fyrir hvert sím-
tal. Þessa skráningu er hægt að panta
hjá stofnuninni gegn sérstakri
greiðslu.
Rangt er hjá Símnotanda að aðrar
þjóðir hafi almennt áðumefnda
skráningu notkunar. Öll Evrópulönd
em með sama kerfi og við höfum,
ósundurliðaðan reikning fyrir sjálf-
virka innanlands- og utanlandsnotk-
un. Þetta er byggt á þeirri aðferð sem
Evrópulönd nota í gjaldtöku fyrir
símanotkun, en það er að senda skref
inn á notendateljara að mismunandi
lengdum eftir því hvert hringt er
innanlands og utan. Aftur á móti em
engir notendateljarar í flestum tilfell-
um í Bandaríkjunum og Kanada og
öll innanstöðvarnotkun greidd með
fostu mánaðargjaldi. Sérstakt tölvu-
kerfi fær upplýsingar, bæði um númer
þess sem hringir og númer þess sem
hringt er í þegar um langlínusímtöl
og utanlandssímtöl er að ræða. Út
úr þessu tölvukerfi koma sundurlið-
aðir reikningar fyrir þessa notkun.
Þrátt fyrir þessa auknu þjónustu
hvað reikningana varðar þá em ýmsir
gallar í bandaríska kerfinu miðað við
evrópsku kerfin, eins og til dæmis að
langlínu- og utanlandsnotkun frá
sjálfsölum er háð handvirkri af-
greiðslu.
Síminn á íslandi hefur verið rekinn
með það fyrir augum að veita bestu
þjónustu fyrir sem minnst verð. Stór-
fyrirtækið Siemens hefur á undan-
fömum árum skrifað til nær allra
símastjóma eftir upplýsingum um
„Síminn á íslandi hefur verið
rekinn með það fýrir augum að
veita bestu þjónustu fyrir sem
minnstverð.“
símakostnað og hefur fyrirtækið gefið
út skýrslu um könnunina á þriggja
ára fresti (Study on National Telep-
hone Tariffs Worldwide). I einni af
töflunum í þessari skýrslu er lagður
saman áætlaður meðalkostnaður
notkunar á síma í mörgum löndum í
heilt ár. Þessi kostnaður samanstend-
ur af 10% af stofngjaldi, árlegu fasta-
gjaldi, greiðslu fyrir 700 bæjarsímtöl
og greiðslu fyrir 200 langlínusímtöl
(3 mínútna) á því gjaldi sem gildir
innan 100 km fjarlægðar. Bæjarsím-
tölum og langlínusímtölum er skipt,
65% á dagtaxta og 35% á nætur- og
helgartaxta.
I skýrslunni miðað við 1. jan. 1979
voru Bandaríkin og ísland jöfn með
heildarkostnað 497 þýsk mörk á ári.
í skýrslunni 1. janúar 1982 var heild-
arkostnaður á íslandi 474 mörk, en í
Bandaríkjunum 928 mörk. I síðustu
könnun, 1. jan. 1985, var heildar-
kostnaður á íslandi 435. mörk, en
Bandaríkin orðin dýrust allra landa
með 1448 mörk á ári. Á miðju ári 1985
voru símgjöld lækkuð á Íslandi og
einnig hafði gengi milli þýska marks-
ins og íslensku krónunnar breyst
verulega þannig að í nóvember 1985
var heildarkostnaður á íslandi kom-
inn niður í 322 mörk á ári og var
ekkert land í Vestur-Evrópu þá lægra.
Þessi samanburður ætti að sýna
ljóslega að hægt er að kaupa bætta
þjónustu of háu verði.
Frábær mynd um Jesúm
Spurningin
Notar þú strætisvagna oft?
Guðlaugur Guðmundsson ellilífeyris-
þegi: Nei, ég druslast á mínum bíl.
En það væri mjög ódýrt fyrir mig að
nota strætó því ég þyrfti ekki að
borga nema hálft gjald.
Ólafia Jónsdóttir húsmóðir: Já, alltaf
þegar ég þarf á að halda, það borgar
sig, 25 krónur þykir mér ekki dýrt.
Ef ég þarf stöðvarbíl kostar það
minnst 150 krónur.
Einar H. Hjartarson fulltrúi: Nei -
og venjulega er hann nýfarinn eða
langt í hann þegar ég ætla að taka
hann. En verðið er ósköp sanngjarnt.
Sesselja Björnsdóttir nemi: Nei, af
því ég bý svo nálægt Hlemmi og
sæki mest þar í kring. Það er ekki
dýrt að nota vagninn ef maður þarf
þess ekki oft, en það safnast þegar
saman kemur.
Gunnar Nielsen, boðberi SVK: Svo-
lítið, það er góð þjónusta á mínum
leiðum og alls ekkert dýrt miðað við
annað.
Laufey Guðmundsdóttir nemi: Ekki
neitt, en það er ekki vegna þess að
það sé dýrt.
„Hafm er í sjón varpinu sýning á þeirri
frábæru mynd, Jesús frá Naszaret."
Friðþjófur skrifar:
Ég vil vekja athygli þjóðarinnar á
því að hafin er í sjónvarpinu sýning
á þeirri frábæru mynd, Jesús frá
Nazareth. Hætt er við því að ýmsir
láti hana fram hjá sér fara þar sem
Þorbjörg Jónsdóttir skrifar:
Við erum 6 manna fjölskylda, þ. e.
hjón með fjögur böm. Við áttum
gamla 100 m2 íbúð í Hafnarfirði sem
við seldum vegna skulda. Eftir þetta
reyndum við að fjárfesta í bíl til að
eignast eitthvað og erum með tvo bíla
á samtals 900.000 en skuldum enn um
400.000 í öðrum bílnum. Við ætluðum
að reyna að byggja húsnæði í róleg-
heitum en nú eftir aðgerðir í launa-
málum varðandi skattalækkun á bíl-
um stöndum við uppi 270.000 kr. fá-
tækari og getum því ekki reynt að
koma okkur áfram. Eftir margra ára
basl stelur verkalýðsforystan og rík-
isstjómin 270.000 krónum úr vasa
okkar, þ.e. heils árs launum hjá eigin-
manni mínum. Hvers eigum við og
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
ýujgERDAR
um páskana, jafnvel fremur en á
öðrum tímum, er margt sem glepur.
Mér hefur gefist kostur á að sjá þessa
mynd og það verð ég að segja að ég
vildi ekki hafa misst af því, þrátt fyrir
að mér gefist nú annað tækifæri til
margir aðrir, sem hafa tapað aleig-
unni, að gjalda? Er ekki búið að fara
nógu illa með okkur með óðaverð-
bólgu og vaxtabrjálæði og síendur-
teknum loforðum ríkisstjóma sem öll
þess. Fjöldi heimsfrægra, góðra leik-
ara fer á kostum í henni og mynda-
taka og öll vinnsla er með eindæmum
góð. Sem sagt, íslendingar: Ekki
missa af Jesú frá Nasaret.
em svikin strax eftir kosningar. Við
fáum engar kjarabætur heldur lækka
laun okkar um heil árslaun verka-
manns. Hvað á að gera fyrir okkur
í launamálum?
„Nú eftir aðgerðir í launamálum varðandi skattalækkun á bílum stönd-
um við uppi 270.000 kr. fátækari“.
s'
vV
LÆKNISVITJUN
V'
,0"'
^"Vrsí
V h™ð er hæa,
Sex íslenskir
læknar svara
VIKAN
Basl og böl