Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Page 32
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986. ..Valda- **7 L L hroki Það var þungt hljóðið í mjólkur- fræðingum i nótt þegar ljóst var að Alþingi hafði stöðvað verkfall þeirra með lögum. „Við hörmum þessa meðferð. Þetta er árós á verkalýðshreyf- inguna og ég tel fullvíst að þetta eigi eftir að hafa alvarlegar af- leiðingar," sagði Gcir Jónsson, formaður Mjólkurfræðingafé- lagsins, í viðtali við DV. „Við lítum á þetta sem valda- hroka og það var að okkar mati 4-,?ki reynt til þrautar að ná samkomulagi. Atvinnurekendur höfðu engan óhuga ó að semja, því úrslitin höfðu verið ákveðin fyrir löngu.“ Á samningafundi i gær féllu mjólkurfræðingar frá öllum kröf- um sínum nema einni. Eftir stóð krafa um fæðis- og ferðapeninga. Sú krafa var metin upp á 4-5% launahækkun umfram nýgerða kjarasamninga. Að mati mjólkur- fræðinga eru þetta réttindi sem JBrir iðnaðarmenn hafa þegar. -APH -sjáeinnigabls.2 Þungurfíkni- efnadómur Þungur dómur var í gær kveðinn upp í Sakadómi i ávana- og fíkni- efnamálum. Þrír menn, 27 og 28 óra gamlir, voru fundnir sekir um tilraun til að smygla 5,2 kilóum af hassi, 240 grömmum af amfet- amíni og 17 grömmum af kókaíni frá Hollandi. Efnin fundust við Jsitfíkniefnalögreglu og tollvarða unt borð í Iagarfossi í Straums- vikurhöfn í nóvember 1983. Kristjón Aðalsteinsson og Sig- urður Haukur Engilbertsson hlutu þriggja óra fangelsi. Árni Árnason hlaut tveggja ára fang- elsi.' Dóminn kvað upp Guðjón Marteinsson. -KMU RAUSTIR f MENN 125050 I SEnDIBiLHSTÖÐin LOKI Samband • Made in Hong Kong! Fjógurra leitað í hríð á hálendinu Allt er í óvissu með mennina fjóra sem ekkert hefúr spurst til á hálendinu fyrir norðaustan Vatnajökul frá því á laugardaginn. Mjög slæmt veður er ó hálendinu og er vonast til að mennim- ir séu í skálanum Bjamarhíði við Hombrynju. Sjö manna leitarflokkur er í snjóbíl aðeins um einn km frá skálanum og bíður eflir að veður lægi en snjómugga og skafrenningur var á svæðinu í morgun. Skyggni var innan viðlOmetrar. Það er vonlaust að fara á vélsleðum upp á hálendið, skafrenningui-inn er svo mikill. Það verður tekin ákvörðun um það nú eftir hádegi hvað verður gert. Veðurspá er þokkaleg þannig að vonast er til að hægt verði að fljúga yfirsvæðiðídag. Þrír mannanna em frá Stöðvaifirði og einn frá Fáskrúðsfirði. Þeir fóm á fjómm vélsleðum upp á hólendið fyrir norðaustan Vatnajökul ó laugardag- inn og ætluðu að koma aftur til byggða á sunnudaginn. Slæmt veður hefúr verið á þessum slóðum frá því ásunnudaginn. í gær var hafin leit að fjórmenning- unum. Sjö menn fró Egilsstöðum, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði héldu upp á hálendið. Það var ekki fyrr en kl. 21 í gærkvöldi sem fjórir leitar- menn firá Stöðvar- og Fáskrúðsfirði komust upp úr Breiðdalnum. Veður var mjög slæmt. Þar mættu þeir þrem- ur Egilsstaðabúum við Axarvegamót Haldið var þaðan á snjóbfl og stefn- an tekin á skálann Bjamarhíði við Hombrynju sem er á milli Skriðdals og Fljótsdals. Þann skála á einn leit> armannanna, Bjami Jónsson. Vegna veðurs gekk ferðin hægt. Skálinn er 15 km frá Axarvegamótum. Þegar leitarmenn áttu ófarinn einn km að skálanum í morgun var veður orðið mjög vont, skafrenningur og skyggni aðeins um 10 metrar. Björgunarsveitir á Austfjörðum em í viðbragðsstöðu. Um leið og veður lægir verður farið í öll sæluhús á svæðinu. Vélsleðaflokkar em tilbúnir til að leggja af stað og þá verða flug- vélar einnig notaðar við leitina. -SOS Skemmdir unnará 70 bílum í Kopavogi Skemmdarvargar gengu berserks- gang í Kópavogi í nótt. Þar var ráðist á bíla í Brekkunum og á mörgum stöðum í austurbænum og vom marg- ir bílar mikið skemmdir. Þegar DV fór í prentun í morgun vom ekki öll kurl komin til grafar. Síminn hjá lögreglunni í Kópavogi var rauðgló- andi. Það var kl. 3.05 sem tilkynnt var um að tveir ungir strákar á aldrinum 14-15 ára væru að berja þar á bílum í Túnbrekku. Góð lýsing var gefm á öðrum stráknum. Þegar lögreglan fór á staðinn kom í ljós að skemmdir höfðu verið unnar á bílum ó mörgum stöðum. Flestir bílamir, sem skemmd- ir vom, vom við Lyngbrekku, eða alls 28. Skemmdarvargamir brutu rúður í bílunum, allar í sumum. Einnig bmtu þeir útvarpsstangir og spegla. -SOS Þannig litu sumir bílanna út í morgun. DV-mynd PK Óvíst hvort Veðrið á morgun: Umhleypinga- samtveðurlag Veður á morgun, miðvikudag, verð- ur bjart og þokkalegt fýrir Norð- lendinga og Austfirðinga en öllu hráslagalegra fyrir sunnan- og vest- anmenn. Á öllu norðan- og austanverðu landinu verður norðaustanátt ríkj- andi en á Suður- og Suðvesturlandi verður vindáttin suðaustlæg. Sunn- anlands verður þungskýjað og élja- veður en tiltölulega bjart og úr- komulaust fyrir norðan, austan og á stærstum hluta Vesturlands. -S.Konn. Amarflug fær hlutafé Stjóm Amarflugs ákvað í gær að framlengja frest til áskriftar að nýju hlutafé til 7. apríl. Er þetta í annað sinn sem fresturinn er framlengdur. Övissa ríkir um hvort Arnarflug fái nýtt hlutafé frá aðilum þeim sem helst hefur verið leitað til. Mikil fundahöld hafa verið und- anfama daga með þeim fúlltrúum ferðaskrifstofa, hótela og annarra, sem sýnt hafa áhuga á að endur- reisa Ámarflug. Líklegt er að þessi hópur taki sameiginlega ákvörðun um hvort lagt verður fjámiagn til félagsins eða ekki. Verði svo er ekki búist við að neinn aðili verði áberandi stór. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.