Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986. I Frétlir Fréttir Fréttir Fréttir Veðurþjónustan veikur hlekkur - segir Helgi Jónsson flugmaður „Veðurþjónustan er veikur hlekk- ur. Það þyrftu að vera betri upplýs- ingar fyrir flug,“ sagði Helgi Jónsson flugmaður er DV ræddi við hann í gær. Helgi rekur flugskóla og leiguflug á Reykjavíkurflugvelli. „Það fást engar nákvæmar upp- lýsingar um skýjahæð og ísingar- skilyrði. Þetta er bara happa- og glappaaðferð," sagði Helgi. Kvaðst hann oft hafa orðið var við mjög ónákvæmar upplýsingar sem fengjust með því að senda loft- belgi upp frá Keflavíkurflugvelli. Vindátt gæti verið þveröfug. Á skýjatoppum gæti skakkað mörg þúsund fetum. Helgi Jónsson kvaðst að morgni síðastliðins laugardags, daginn sem flugslysið varð í Ljósufjöllum, hafa séð á Veðurstofunni veðurtungla- mynd sem sýndi greinilega fjalla- bylgjumar yfir Vesturlandi. „Aðvörun var gefin út eftir að slysið varð. Það var ekki gert um morguninn. Ég tel að of lítið sé gert að því að safna upplýsingum um veður frá flugvélum yfir landinu. Flugvélar eru á ferðinni allan daginn og þær gætu hæglega gefið veðurupplýs- ingar. Veðurstofan ætti að safna þessum upplýsingum þannig að veð- urfræðingar gætu nýtt sér þær til að gefa flugmönnum nákvæmari upplýsingar," sagði Helgi. Helgi Jónsson við skrúfuþotu sína sem búin er jafnþrýstiklefa. DV-mynd GVA Hann bætti því við að óþægilegt væri að hafa enga veðurstofu á Reykjavíkurflugvelli. Þjónustan við flugið hefði verið miklu betri meðan Veðurstofan var í einu her- bergi í flugturninum. -KMU Vandinn upplýsingar um afbrigðilegt veður - segir Markús A. Einarsson, deildarstjóri veðurspádeildar „Þó að við sjáum bylgjuský á veð- urtunglamyndum er það eitt út af fyrir sig engan veginn næg ástæða til þess að senda út sérstaka aðvör- un,“ sagði Markús Á. Einarsson, deildarstjóri veðurspádeildar Veð- urstofu Islands, í framhaldi af gagnrýni sem fram hefur komið. „Veðurtunglamynd segir okkur ekkert um styrkleika bylgjunnar og fjallabylgjur eru algengt fyrirbæri hér á landi. Um fullyrðingar um slaka flug- veðurþjónustu og að það vanti mikið upp á að flugmenn séu aðvar- aðir vil ég gjaman gera grein fyrir því hvemig þetta er starfrækt. Það sem við gerum er að senda út þessi formlegu veðurskeyti, þess- ar formlegu veðurspár fyrir flugvel- lina. Gögnin að öðru leyti sitjum við með hér. Við gefum upplýsingar um flugskilyrði þegar eftir er leitað. Við veitum flugmönnum og flug- félögum upplýsingar sem em byggðar á þeim gögnum sem við höfum. Það er hin almenna regla að flugfélögin koma hingað upp á Veðurstofu, taka ljósrit af veður- geta fengið hér leið- Og það gera flest kortum og beiningar. flugfélögin. Flugfélög úti á landi geta auðvit- að ekki gert þetta en þau hafa þó aðgang að veðurfræðingi hér allan sólarhringinn. Flugmenn geta hvenær sem er hringt til okkar og sem betur fer eru margir sem gera það en því miður eru margir sem gera það ekki. Ég vil gjaman að það komi fram að Flugfélagið Ernir, Flugfélag Norðurlands, svo dæmi séu nefnd, eru aðilar sem em í góðu sambandi við okkur símleiðis. Þannig að ég tel það mjög ósann- gjamt að halda því fram að flug- mönnum sé ekki leiðbeint því að hver einasti flugmaður, sem hefur lært sína veðurfræði þegar hann var að læra að fljúga, veit af þessari þjónustu hér á Veðurstofu. Við höfum þá skyldu að gefa út sérstök aðvömnarskeyti þegar mjög alvarleg og afbrigðileg skilyrði eru, til dæmis mikil ísing og því um líkt. Slíkt gemm við því aðeins að það séu alveg glöggar upplýsingar um að þetta sé eða þá að það hafi kom- ið glöggar upplýsingar frá flugvél- um sem hafa upplifað þetta. Þá em þessi skeyti send út. Að öðm leyti vitum við hér á Veðurstofunni ekki hvert er-flogið, hvenær er flogið og hverjir em að fljúga. Þannig að það er hin al- menna regla að flugfélögin leita upplýsinga hér á Veðurstofu. Þetta vil ég undirstrika. En það er rétt. Það vantar áreið- anlega einhveija miðlun til flug- mannanna sjálfra. Þetta er mér Ijóst og ég hygg að flugmálastjóm sé þetta Ijóst og við höfum rætt þetta. Menn eru að reyna að leita lausnar á þessu. Það er tvennt sem skortir á. I fyrsta lagi, og það ætti Helgi að vita sjálfur og athuga sjálfur, að það skortir mjög mikið á það að flug- menn láti strax vita þegar þeir verða fyrir ísingu eða kviku í lofti. Vandinn er upplýsingar um af- brigðilegt veður hér yfir landinu. Þar erum við í þeirri stöðu að við höfum ekki á neinn að treysta ann- an en flugmanninn, að hann aðstoði okkur og láti flugtum vita. Þá koma upplýsingamar til okkar. I öðm lagi vildi ég gjarnan vita af því að allir flugmenn, einkaflug- menn og atvinnuflugmenn, hefðu nýjustu upplýsingar um veður yfir landinu. Veðrið er svo breytilegt hér að það er oft ótrúlegt, enda eðli- legt í fjöllóttu landi,“ sagði Markús Á. Einarsson. -KMU Neytendafélag Reykjavíkur kærir ÁTVR vegna sölu á ítölskum vínum: Eldurinn komst í einangrun í hænsnahúsinu og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig. DV-myndir Snorri. Stórtjón er kjúklingabúið að Hýrumel í Borgarfirði brann: Talið að kviknað hafi í út frá rafmagni Frá Snorra Kristleifssyni, fréttaritara DV í Borgarfirði: Stórtjón varð er hænsnabúið að Hýrumel í Borgarfirði brann til kaldra kola í fyrrakvöld. Ekki er vit- að nákvæmlega hversu mikið það er, en allir kjúklingamir á búinu dráp- ust, sextán þúsund talsins. Þeir vom tryggðir, svo og húsnæðið sem brann. Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni. Eldsins varð fyrst vart um sexleytið í fyrrakvöld. Slökkviliðið kom mjög fljótt á staðinn. Gekk greiðlega að slökkva eldinn. Hænsnabúið var bámjámsklætt stálgrindahús, einangrað með frauð- plasti. Komst eldurinn í einangmnina og breiddist út um allt húsið á skammri stundu, með ofangreindum afleiðingum. Hænsnabúið var rekið af fyrirtæki sem heitir Ungar sf. Það eru Ægir Jónsson og Aðalheiður Þorsteins- dóttir sem em bústjórar á Hýrumel. Búið var ^fullum rekstri og kjúkling- arnir nær tilbúnir til slátrunar þegar v bmninn varð. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort búið verður byggt upp aftur. Forstjórinn vill ekki lík á skrifstofuna „Ég hef ekki séð þessa kæm og það hefur enginn frá Neytendafé- laginu komið hingað til okkar. Kæran virðist vera byggð á al- mannarómi eða blaðaskrifum," sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, en fyrirtæki hans hefur nú verið kært af Neytendafélagi Reykjavíkur og nágrennis vegna sölu á ítölskum vínum. „Þegar menn kæra verða þeir að leggja fram eitthvað annað en almanna- róm. Við höfum vissu fyrir því að meginþorri þeirra ítölsku vína sem við seíjum em yngri en þau sem í hefur ftmdist tréspíritus á Ítalíu og hin sem em yngri em frá viður- kenndum fyrirtækjum sem á engan hátt tengjast þessu vínhneyksli, Neytendafélaginu er hins vegar frjálst að kaupa hjá okkur ítölsk vín og rannsaka að vild. Við að- höfumst ekkert fyrr en einhver gögn liggja fyrir sem benda til nð við sé- um að selja eitruð vfn. Ég er hins vegar ekki að fara fram á að Neyt- endafélagið komi með lík sem sönnunargagn hingað á skrifstof- umar til okkar,“ sagði Höskuldur Jónsson. í kæru Neytendafélagsins til Rannsóknarlögreglu ríkisins er meðal annars vitnað í hegningarlög þar sem segir að hver só sem hefur á boðstólum eða vinnur að því að útbreiða neysluvömr sem em skemmdar geti átt von á 6 óra fang- elsi. „Forstjóri ÁTVR eða aðrir geta ekki ákveðið upp á eigið eindæmi að ekkert sé athugavert við sölu á ítölskum vínum, sérstaklega ekki núna þegar fréttir berast um að það séu ekki einvörðungu léleg, ítölsk vín sem mafían sé að versla með sem hér eiga hlut að máli,“ sagði Guð- steinn V. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Neytendafélagsins. „Forstjórinn og félagar hans eiga ekki að selja þessi vín nema þeir geti lagt sálu sína að veði um að þau séu óeitruð. Hér er á ferðinni mál sem þolir ekki að tekin sé áhætta. Það er ukki nóg að spyrja yfirvöld í Danmörku hvort einhver hafi látist þar í landi af völdum vín- drykkju. Það er ábyrgðarlaust að selja ítölsk vfn eins og óstatt er.“ -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.