Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Side 4
4
DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986.
Fréttir
Fréttir
Slagurinn um pflagrímana:
Hvomgur viður-
kennir undirboð
Flugleiðamenn virðast hafa verið
of bráðir á sér þann 16. febrúar sið-
astliðinn þegar þeir lýstu því yfir
í sjónvarpi og dagblöðum að þeir
hefðu náð samkomulagi við ríkis-
flugfélag Alsír um pílagrímaflug
og áætlunarflug.
Sögðu Flugleiðamenn að samn-
ingurinn ætti að geta fært félaginu
allt að einn milljarð króna í tekjur.
Samningurinn hefði verið sá
langstærsti sem íslenskt fyrirtæki
hefði nokkru sinni gert um erlend
verkefni.
Núna, tæpum átta vikum síðar,
bendir allt til þess að fulltrúi Arn-
arflugs skrifi á morgun undir 270
milljóna króna samning um pila-
grímaflug fyrir Alsírmenn.
Ósamið um áætlunarflugið
Enn er ósamið um áætlunarflugið
milli Alsír og Evrópu en meirihluta
milljarðsins ætluðu Flugleiðir að
fá af því. Pílagrimaflugið átti að-
eins að vera þriðjungur af verkefn-
inu.
Með hruni olíuverðs hefur efna-
Á ýmsu gekk í Algeirsborg
Urslit pílagrímamálsins virðast
hafa ráðist í Algeirsborg síðastlið-
inn þriðjudag. Þann dag voru
mættir til borgarinnar fulltrúar
bæði Flugleiða og Arnarflugs. Þeir
höfðu bókað sig inn á sama gisti-
hús.
Fyrir Flugleiðir voru Steinn Logi
og Baldur Maríusson. Fyrir Arnar-
flug voru Goði Sveinsson og með
honum fulltrúi UAS, United Aviat-
ion Services, þess fyrirtækis sem
ætlar að leigja Arnarflugi þotur í
verkefnið.
Á ýmsu virðist hafa gengið þenn-
an þriðjudag. Arnarflugsmenn
gengu fyrstir um morguninn á fund
fulltrúa alsírska ríkisflugfélagsins.
Flugleiðamenn fóru næstir. Síðar
um daginn fengu Amarflugsmenn
aftur áheyrn.
Keppinauturinn rægður?
Keppinautarnir gruna hvor ann-
an um græsku.
Er Flugleiðamennirnir gengu
Pílagrímar um borð í Flugleiðaþotu.
flugi.
í sumar fljúga þeir með Arnar-
< /'
hagur olíuríkisins Alsír gjörbreyst
á þeim stutta tíma sem liðinn er frá
því flugverkefni þessi voru boðin
út.
Hrun þjóðartekna er trúlega
meginskýringin á því hvað Alsír-
menn hafa dregið að semja. Víst
er að þörf þeirra fyrir leiguvélar í
áætlunarflugið er mun minni en
þeir gerðu ráð fyrir ef nokkur.
„Það er mjög líklegt að við fáum
ekki pílagrímaflugið," sagði Steinn
Logi Bjömsson, aðalsamninga-
maður Flugleiða, er DV ræddi við
hann í gær. Um áætlunarflugið
vildi hann hins vegar ekkert segja.
„Brjóta samninga á okkur“
„Við treystum okkur ekki til að
semja um áhættusamt leiguflug
nema að eiga von á að græða eitt-
hvað á því. Eða eins og Sigurður
Helgason forstjóri sagði í blaðavið-
tali: Við fljúgum ekki bara til þess
að fljúga.
Það er verið að brjóta samninga
á okkur. Alsírmenn gerðu sér grein
fyrir því að þeir væru að brjóta á
okkur samninga. En þeir telja sig
engu að síður geta hagnast á því.
Sparnaður þeirra er það mikill,“
sagði Steinn Logi.
Flugleiðir hafa undir höndum
plagg, sem þeir hafa sagt vera
rammasamning, með undirskrift
forstjóra Air Algerie, sem er bróð-
ursonur forseta Alsír. Sú spuming
vaknar hvort Flugleiðir fari í
skaðabótamál:
„Það hefur ekki verið tekin á-
kvörðun um það. En ég á ekki von
á málaferlum og látum. Við viljum
leysa þetta á annan hátt og ekki
spilla fyrir möguleikum okkar á
samningum við þá í framtíðinni,"
sagði Steinn Logi.
Fréttaljós
Kristján Már
Unnarsson
fyrir alsírsku viðræðunefndina var
sagt við þá: Þið hafið engan samn-
ing um flugvélar.
Flugleiðir höfðu átt í vandkvæð-
um með að tryggja sér flugvélar til
verkefnisins og grunuðu nú kep-
pinautinn um að hafa laumað
þeirri vitneskju til Air Algerie.
Þegar Arnarflugsmenn komu inn
var sagt við þá: Þið eruð gjald-
þrota.
Báðir aðilar neita staðfastlega að
hafa rægt hinn.
„Að við höfum sagt Alsírmönnum
að Amarflug væri gjaldþrota er
rangt. Á fundi okkar með Alsír-
mönnum var ekkert rætt um
Amarflug og því síður um fjár-
hagsstöðu Arnarflugs," sagði
Steinn Logi Bjömsson.
„Okkur aldrei att saman“
„Okkur var aldrei att saman við
einn eða neinn. Þegar við sitjum
fundi er ekki talað um aðra. Það
var aldrei talað um Flugleiðir. Við
höfum aldrei minnst á Flugleiðir
við þá,“ sagði Halldór Sigurðsson,
deildarstjóri erlendra verkefna
Arnarflugs.
í DV í fyrradag var skýrt frá því
að Arnarflug hefði farið þess á leit
við samgönguráðuneytið að það
sendi skeyti til Alsír um stöðu Arn-
arflugs. Sú skýring fylgdi beiðninni
að leiðrétta þyrfti upplýsingar sem
Flugleiðamenn hefðu gefið Alsír-
mönnum um að Amarflug væri
gjaldþrota.
„Þetta er alveg hárrétt. Þeir
sögðu okkur ekki beint frá Flug-
leiðum en þeir komu með spurning-
ar sem við vissum hvaðan voru
komnar. Spurningarnar báru þann
keim. Þessir menn fylgjast ekki
með því sem gerist innanlands hjá
okkur. Flugleiðamenn voru á fundi
þennan sama dag með þeim,“ sagði
Halldór Sigurðsson.
Villandi Moggafyrirsögn
Hvers vegna fengu Flugleiðir
ekki pílagrímasamninginn?
„Þessi fyrirsögn í Morgunblað-
inu í gær, að Flugleiðir segist hafa
boðið lægra en Arnarflug, er geysi-
lega villandi. Þetta er alrangt.
Greinin er rétt en fyrirsögnin er
gjörsamlega út í hött, ekki í nein-
um tengslum við það sem við höfum
sagt,“ sagði Steinn Logi.
„Málið er einfaldlega það að við
vorum ekki tilbúnir að lækka okk-
ur nægilega til að vera samkeppn-
isfærir við lægsta tilboð.
Þegar við gerðum þetta ramma-
samkomulag á sínum tíma vorum
við upphaflega með kröfu um
hækkun en féllumst síðan á sömu
verð og í fyrra.
Eftir að við gerðum samkomulag-
ið um miðjan febrúar er okkur sagt
að þeir hafi fengið lægri tilboð. Við
lækkuðum okkur örlítið til að sýna
lit. Þetta var í byrjun mars.
Síðastliðinn þriðjudag segja þeir
okkur að við verðum að lækka
verðið mjög verulega til að vera
samkeppnisfærir við aðra. Ég spyr
hvað hafi breyst. Þeir segja að aðr-
ir hafi lækkað sín verð verulega.
„Fáránleg verð“
Við fljúgum ekki til þess að fljúga
heldur til að græða á því. Þannig
að við neituðum að gera þetta.
Þegar staðan var orðin svona
slæm, farið að tala um fáránleg
verð, og það var ljóst að við værum
ekki inni í myndinni, vildum við
þó að minnsta kosti reyna að koma
tveimur vélum í vinnu og hafa frek-
ar ekkert upp úr því bara til þess
að koma ekki aftan að þeim aðilum
sem við ætluðum að leigja vélarnar
af. Þess vegna buðum við þeim að
fá vélarnar á kostnaðarverði en
þeir sögðu að það væri samt miklu
hærra verð en aðrir hefðu boðið,"
sagði Steinn Logi Björnsson.
Halldór Sigurðsson sagði hins
vegar í gær að hann teldi að Arnar-
flug hefði boðið ívíð hærra en
Flugleiðir.
„Við héldum okkar verðum allan
tímann."
Þvertók hann fyrir að Arnarflug
hefði lækkað sín verð.
„Við erum með hærri verð en við
vorum sjálfir með í fyrra,“ sagði
Halldór og sagði ástæðuna lægra
verð dollarans.
Stöðug skot i vetur
Flugleiðir og Arnarflug unnu
saman að Alsírfluginu í fyrra.
Flugleiðir sömdu þá um tvær þotur
en leigðu þær af Arnarflugi. Arnar-
flug samdi auk þess beint um tvær
þotur.
I allan vetur hafa hins vegar stöð-
ug skot gengið á milli flugfélag-
anna. I slag sem þessum um erlent
verkefrn hljóta menn að spyrja
hver hagnist.
„Kannski hefði verið skynsam-
legra út frá þjóðhagslegu sjónar-
miði að félögin hefðu unnið saman
að þessu,“ sagði Arnárflugsmaður-
inn Halldór Sigurðsson.
-KMU
Stjórnmál Stjórnmál
Upplýsingar um
einkahagi manna
„Það er að mínu mati óþolandi að
það sé verið að dreifa upplýsingum
um menn án þess að þeir viti af því
sjálfir," segir Kristófer Már Kristins-
son, varaþingmaður Bandalags
jafnaðarmanna.
Hann lagði fram frumvarp til laga
um að aðilum, sem skrá niður upplýs-
ingar um einkahagi einstaklinga og
fyrirtækja, verði skylt að upplýsa við-
komandi um að það sé verið að dreifa
þessum upplýsingum.
I greinargerð segir að tilgangurinn
með firumvarpinu sé að koma í veg
fyrir að upplýsingar um einkahagi
manna gangi kaupum og sölum án
þess að þeir sjálfir hafi hugmynd um
áreiðanleika þeirra eða notkun.
-APH
Óvissa um fram-
gang bjór-
frumvarpsins
Óvíst er að það takist að ljúka af-
greiðslu bjórfrumvarpsins á þessum
síðustu dögum Alþingis sem nú fara
í hönd.
Frumvarpið hefúr nú um nokkurt
skeið verið í umfjöllun í allsheijar-
nefnd efri deildar Alþingis. Að sögn
formanns nefndárinnar, Jóns Krist-
jánssonar, er gert ráð fyrir að
frumvarpið verði afgreitt úr nefndinni
í dag og jafnvel tekið til umræðu í
efri deild á mánudag. Ógemingur er
að sjá fyrir hvaða framgang frum-
varpið fær eftir það.
Frumvarpið er efhislega það sama
og lagt var fram á síðasta þingi. Hins
vegar er gert ráð fyrir að í þjóðarat-
kvæðagreiðslu verði endanlega
skorið úr um hvort þjóðin vill fá bjór Bjórmálið bíður afgreiðslu þingsins
eða ekki. -APH og er afgreiðsla málsins í óvissu.
Ekkert samráð
haft við Albert
Tilgangur ferðar forsætisráðherra
til Sviss fyrri hluta marsmánaðar
var að vera viðstaddur leiki lands-
liðs íslands í handknattleik á
heimsmeistaramótinu. Jafnframt
notaði hann tækifærið til að ræða
við forráðamenn Alusuisse. Ekkert
samráð var haft við iðnaðarráð-
herra um þessar viðræður. Niður-
stöður þessara viðræðna hafa ekki
verið ræddar í ríkisstjóminni.
Þetta kemur fram í svari forsætis-
ráðherra við fyrirspurn um ferðir
hans til Sviss á dögunum. Hann
segir að þessi ferð hafi verið ákveð-
in með 10 daga fyrirvara. Fundur-
inn með Alusuisse var ákveðinn í
samráði við stjórnarformann ís-
lenska álfélagsins, Halldór H.
Jónsson. Einn fundur var haldinn
og segist forsætisráðherra hafa
fengið fróðlegar upplýsingar um
það sem er að gerast í æðstu stöðum
hjá fyrirtækinu, einnig um viðhorf-
in til ísals og um möguleika á
stækkun í Straumsvík.
Þá kemur einnig fram að ráðherr-
ann ræddi við Ernst Furgler,
ráðherra efnahags- og viðskipta-
mála í Sviss. -APH
Onýtt vaxta-
gjöld færð yfir
á næsta ár
Lagt hefur verið fram frumvarp á
Alþingi sem gerir ráð fyrir því að
hægt verði að færa vaxtagjöld hús-
næðiskaupenda umfram hámarks-
vaxtafrádrátt yfir á næsta framtalsár.
Flutningsmenn eru varaþingmenn-
imir Jón Sveinsson, Framsóknar-
flokki, og Jón Magnússon, Sjálfstæð-
isflokki.
Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði
að lögum nú þegar. Það þýðir að
ónýttur vaxtafrádráttur frá 1984 sem
féll niður á skattárinu 1985 kæmi til
framdráttar á þessu skattári.
Fram kemur í greinargerð að til-
tölulega fáir verði fyrir þessari
skerðingu og tekjutap ríkissjóðs yrði
því óverulegt vegna þessara breyt-
inga. Þessi breyting sé hins vegar
réttlætismál þeirra sem fyrir skerð-
ingunni verða.
-APH