Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Side 5
5
DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986.
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Sjávarútvegssjóðir lagðir niður:
Tvö hundruð og fimmtíu milljóna arfur
Verði sjóðaskrímsli sjávarútvegsins
höggvið leggjast alveg af tveir sjóðir
og sá þriðji verður settur í frost fyrst
um sinn. Talið er að í þessum sjóðum
verði um 250 milljónir króna 14. maí,
þegar áformað er að aftökunni ljúki.
Ekki er talið víst að neitt verði eft-
ir í Aflatryggingasjóði sjávarútvegs-
ins, allt eins gæti þar orðið um skuld
að rsgða. En verði afgangur fær Fisk-
veiðasjóður íslands það fé. Búist er
við að 130-140 milljónir króna verði
eftir í Tryggingasjóði fiskiskipa. Af
því eiga 12 milljónir að renna til ör-
yggismála sjómanna og björgunaræf-
inga á fiskiskipum og aðrar 12
milijónir til undirbúnings byggingu
sjávarútvegshúss í Reykjavík. Þær
100-110 milljónir, sem þá kunná að
standa eftir, eiga að ganga til Fisk-
veiðasjóðs.
Þá er áætlað að 110 115 milljónir
króna standi eftir í Ureldingarsjóði
fiskiskipa. Af því á að verja 6 milljón-
um til varðveislu sjóminja, meðal
annars gamalla fiskiskipa. Að öðru
leyti á að frysta eftirstöðvarnar og
ávaxta þær á bestu kjörum, eins og
þar stendur, þar til starfsemi sjóðsins
og Aldurslagasjóðs fiskiskipa hefur
verið endurskoðuð frá grunni.
Þetta sjóðakerfi virðist ekki hafa
verið flókið, fljótt á litið. Það hefur
hins vegar verið vettvangur flókinna
millifærslna sem nú verður hætt.
Áætlað var að þessar millifærslur
næmu rúmlega 2,4 milljörðum króna
á þessu ári. Millifærsluflóðið var
slíkt, og er raunar þangað til sjóða-
skrímslið er allt, að í útreikningum
um afkomu til dæmis togaranna á
þessu ári fækkar færslum úr 51 í 26.
Fyrir utan sparnað á vinnu og pappír
þýðir þessi breyting nánast nýjan
skilning á verðmætamyndun í helstu
útflutningsgreinum okkar.
HERB
Sjóðakerfi sjávarútvegsins hefur ver-
ið vettvangur flókinna millifærslna
sem nú verður hætt.
DV-mynd Heiðar Marteinsson
Sjálfstæðisflokkurinn
á Seyðisfirði:
Jafnrétti
á listanum
Skipað hefur verið á lista Sjálfstæð-
isflokksins á Seyðisfirði fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor. Þessir
eiga sæti á listanum:
Guðmundur Ingvi Sveinsson læknir
i 1. sæti, Ambjörg Sveinsdóttir skrif-
stofumaður í 2. sæti, Sigfinnur
Mikaelsson framkvæmdastjóri í 3.
sæti, Lilja Kristinsdóttir forstöðu-
kona í 4. sæti, Adolf Guðmundsson
framkvæmdastjóri í 5. sæti, Sigur-
björg Óskarsdóttir húsmóðir í 6. sæti
og Davíð Gunnarsson lögregluþjónn
í 7. sæti.
Það þykir í frásögur færandi varð-
andi þennan lista að algert jafnrétti
ríkir um skipan frambjóðenda. Af 18
frambjóðendum eru 9 konur og 9 karl-
ar og er þeim raðað til skiptis á
listann.
Listi
sjálfstæðis-
manna á
Skagaströnd
Uppstillingarnefnd sjálfstæðis-
manna í Höfðahreppi á Skagaströnd
hefur skipað á framboðslista flokks-
ins í komandi hreppsnefndarkosning-
um. Þessir eiga sæti á listanum: 1.
Adolf J. Berndsen umboðsmaður, 2.
Heimir L. Fjeldsted framkvæmda-
stjóri, 3. Sveinn S. Ingólfsson fram-
kvæmdastjóri, 4. Sigrún Lárusdóttir
verslunarmaður, 5. Kári S. Lárusson
húsasmíðameistari, 6. Þórey Jóns-
dóttir húsmóðir, 7. Rúnar Loftsson
verkamaður, 8. Guðmundur Ólafsson
rafvirki, 9. Árni Björn Ingvarsson
vélstjóri og 10. Gylfi Sigurðsson stýri-
maður.
Sjálfstæðismenn
í Grundarfirði:
Sigríður efst
Frá Bæring Cecilssyni, fréttarit-
ara DV í Grundarfirði:
Skipað hefur verið á lista sjálfstæð-
ismanna í Grundarfirði fyrir komandi
sveitarstjómarkosningar. Þessir eiga
sæti á honum:
Sigríður Þórðardóttir í 1. sæti,
Kristjón Guðmundsson í 2. sæti, Ámi
Emilsson í 3. sæti, Sigríður Gísladótt-
ir í 4. sæti og Páll Harðarson í 5. sæti.
í fyrra færði Leiðtoginn okkur
HiFi hljómgæðin -
í ár færir hann okkur HQ
myndgæðin
Myndbandstæki
HighQuality [VHS
STEREO
í tilefni 10 ára afmælis VHS kynnir JVC á íslandi
nýtt myndbandstæki, HR-D566 HQ Hi-Fi. Nýjar rásir
frá JVC skýra útlínur myndar um 20% (V/CL) og auka
skerpuna til muna (DE). Niðurstaðan er sú að HR-D566
skilar betri mynd en nokkurt annað VHS tæki. HiFi
eiginleikinn gerir það jafnframt að besta upptöku- og
hljómflutningstæki samtímans. En það nægir ekki,
HR-D566 hefur líka hljóðsetningu, upptökuminni í ár,
lyklaborð til að stimpla inn upplýsingar, ljósborð með
stórum táknmyndum, þráðlausa Qarstýringu sem tíma-
stillir og sjálfvirka gangsetningu fyrir utan allt annað.
Verðið er ótrúlegt, kr. 60.400*
HR-D250 WCL myndgæði, 4 myndhausar.
Truflunarlaus kyrrmynd. Margföld hægmynd.
Myndavélatenging. Hentugt fyrir stofnanir og
skóla. Verð: 52.900'
GR-C2 Videomovie. Nýja, sambyggða vélin frá
JVC með sjálfvirkum fókus. Hentugasta upp-
tökuvélin á markaðnum. Taska fylgir með ótal
fylgihlutum. Verð: 118.900"
HR-D158MS. Glænýtt fjölkerfa tæki fyrir
NTSC-PAL-SECAM sjónvarpskerfin. WCL
myndgæði. Lyklaborð. Þráðlaus fjarstýrinq.
Verð: 56.400'
BJÓÐUM HINA FRÁBÆRU TÖLVUSKJÁI FRÁ BARCO 2740F: 27". MEÐ TENGI FYRIR
RGBOG VIDEO. FJÖLKERFA. HENTUGIR FYRIR SKÓLA OG STOFNANIR. VERÐ: 65.600*
MUNIÐ JVC MYNDBÖNDIN. ENGINN ÞEKKIR ÞARFIR VHS BETUR EN JVC.
FACO
LAUGAVEGI89,
SÍMI13008
lOára afmœli
VHS
ÖRUGGT KERFI Í F0RTÍÐ 0G FRAMTÍÐ
*Staögreidsluverö 07.04. ’86.