Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 8
8 DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Standa vörð um sjúkl- inginn Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV i Lundi: Sænska lögreglan hefur enn ekki fundið nein spor eftir þá tvo menn er síðastliðið þriðjudagskvöld réðust á eiginkonu Hans Holmer lögreglu- stjóra þar sem hún var að skokka úti í skógi í Huddingehverfinu fyrir sunn- an Stokkhólm. Ingrid Holmer hefur legið á sjúkra- húsi frá því hún varð fyrir líkamsárás- inni en hún fékk slæmt taugaáfall auk þess sem læknar hafa staðfest að hún hafi hlotið nokkuð öflug karatehögg í hnakkann. Ingrid Holmer hafði áður fengið hótanir frá óþekktum mönnum og höfðu tveir lífveröir því verið látnir gæta hennar. Þeir sátu hins vegar inni í stofu hjá frú Holmer og horfðu á sjón- varp meðan hún fór út til að skokka. Sænsk blöð segja að mennimir tveir, er réðust á frú Holmer, hafi sagt við hana að þetta væri „síðasta viðvör- un“ þeirra. Lögreglan veit ekki enn hveijir mennimir em en samkvæmt lýsingu frú Holmer em þeir um 35 ára gamlir. Ijögregla segist ekki telja að um sé að ræða neitt samband við Palme- morðið eins og ýmis sænsk blöð hafa þó gefið í skyn. WALDHEIM- SKJOLIN Það er búist við þvi að Sameinuðu þjóðimar ákveði í dag hvort ísrael skuli leyfður aðgangur að fleiri stríðs- glæpaskjölum eftir lestur skjalanna um Kurt Waldheim, íyrrum fram- kvæmdastjóra SÞ. - Það munu vera skjölin yfir Alois Bmnner sem var aðstoðarmaður Eichmanns og eins af diplómötum nasista. Kvittur er á kreiki um að diplómat- inn sé Herman Klenner sem nú er varaformaður mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. ísraelsmenn hafa haldið því fram að hann hafi gengið í nasistaflokkinn 20. apríl 1944 en A-Þýskaland, þaðan sem Klenner kemur, hefur borið á móti því að hann hafi verið nokkuð tengdur nasistum. I aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær var neitunum Wald- heims á ásökunum um hlutdeild í stríðsglæpum á Balkanskaga dreift fjölrituðum í gær. Það var sonur Waldheims, Gerard bankastjóri, sem stóð fyrir því. Sonurinn sagði í sjón- varpsviðtali að hann mundi fagna því mjög ef júgóslavnesk yfirvöld legðu fram allar skýrslur sem þau hefðu hugsanlega í fórum sínum um Wald- heim. Nasistaveiðarinn, Simon Wiesenthal, hafði sagt að Júgóslavía gæti skýrt málið. Waldheim, sem spáð er sigri í for- setakosningum Austum'kis 4. maí næstkomandi, játar að hafa verið á lista Júgóslavíu yfir grunaða stríðs- glæpamenn en segir að sérhver þýskur hermaður, sem þjónaði í Júgóslavíu, hafi farið sjálfkrafa á þann lista. m--------------► Kurt Waldheim, forsetaframbjóð- andi í Austurríki, á nýlegum kosningafundi í Salzburg. Yfirvöld i Austurriki hafa nú skoðað skjöl úr striðsskjalasafni Sameinuðu þjóðanna varðandi meinta aðild Waldheims að grimmdarverkum nasista í síðari heimsstyrjöld. i ' -V í i Bandarísk flugmóðurskip hafa nú yfirgefið bækistöðvar sínar á Spáni og haldið út á Miðjarðarhaf. Heim- ildir í Washington herma að nú sé ekki spurt hvort heldur hvenar Bandaríkjastjórn lætur til skarar skríða gegn Líbýu. Á innfelldu myndinni brennur libýskur fall- byssubátur eftir árás bandarískra flugvéla í síðustu viku. Taugastríð gegn Líbýu Stjóm Hvíta hússins verst allra frétta af ferðum sjötta flotans um Mið- jarðarhafíð en síðast fréttist af honum á leið til Sídraflóa og að landhelgi Líbýu. Flotadeildin er nú yfir 30 skip og þeirra stærst flugmóðuskipið „Kór- alhaf ‘ með 170 herflugvélar um borð. Kallaði Gaddafi „óðan hund“ Það hefúr ekki undanfamar vikum- ar staðið á yfirlýsingum Bandaríkja- stjómar um ábyrgð Líbýu í hryðju- verkum arabískra skæmliða en í gær tók skyndilega fyrir allt slíkt og al- gjörlega var neitað að veita upplýsing- ar um siglingu flotadeildarinnar. I ræðu i fyrradag hafði Reagan Banda- ríkjaforseti kallað Gaddafi, leiðtoga Líbýu, „óðan hund“ og flogið hefur fyrir að Bandaríkjastjóm telji sig nú hafa vissu fyrir því að Líbýa hafi haft fingur með í spilinu í undirbúningi sprengjuárásarinnar á diskótekið La Belle í Vestur-Berlín. Hvenær stríð? Flestir íjölmiðlar erlendis í morgun tóku þessi teikn sem vísbendingu um að Bandaríkjastjóm hefði í huga ein- hverja hernaðaraðgerð, sem sjötti flotinn mundi taka þátt í gegn Líbýu. Mörgum fannst það meira spurning um hvenær, fremur en hvort. í Vestur-Þýskalandi var haft eftir háttsettum embættismönnum að Bonnstjómin hefði þungar áhyggjur af því að út kynnu að brjótast hernað- arátök milli Líbýu og Bandaríkjanna. Þar taka menn mjög alvarlega hótun Reagans forseta á blaðamannafúndi á miðvikudaginn um „að svara“ Líbýu á verðugan hátt ef rannsókn leiddi í ljós að Líbýumenn væm viðriðnir hryðjuverkaárásir að undanförnu. Hemámsyfirvöld V-Berlín, Banda- ríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa efnt til sérstaks fundar til þess að ræða þann möguleika að banna Líbýumönnum (einnigdiplómötum) að koma frá A-Evrópuríkjum til V-Berlín. Lendir Líbýa í flugbanni? Stéttarfélög flugmanna í farþega- flugi íhuga nú að setja bann við flugi sinna manna í fiugvélum til landa, sem skjóta skjólshúsi yfir flugræningja, eÓa láta undir höfuð leggjast að tryggja öryggi fólks í flughöfnum. Brýna IFALPA-samtökin ríkisstjómir mjög á þvi að gera eitthvað dugandi gegn hryðjuverkum. Loftvarnarflaugar frumskot- mörk Talið er hugsanlegt að loftárásir verði gerðar á skotmörk í Líbýu. Uþp- hafleg skotmörk gætu orðið íjórar loftvamarstöðvar við Sídraflóa, allar búnar eldflaugum. Talið er að næstu skotmörk gætu orðið þrír stórir her- flugvellir í Líbýu. Olíklegt þykir að Bandaríkjamenn grípi til loftárása á olíuvinnslusvæði eða olíuhreinsistöðvar í Líbýu að svo stöddu. Bandarísk stjómvöld unnu í gær að könnun á því hvers konar aðgerðir væm vænlegastar og hvaða vopna- búnaði væri hægt að beita við þær. Líklegt er talið að Sovétmenn séu í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra hemaðaraðgerða Bandaríkjamanna og að stjómvöld í Washington reyni að takmarka aðgerðimar svo Sovét- menn telji sig ekki þurfa að blanda sér í málið. Lokaákvöróun eftir helgi? NBC sjónvarpsstöðin sagði hér i gærkvöldi að Reagan forseti hefði nú til athugunar nokkrar tillögur um framkvæmd árásar á Líbýu en myndi ekki taka lokaákvörðun um hvaða leið yrði farin fyrr en Bush varafor- seti kemur aftir til Washington frá ferð sinni til hliðhollra ríkja í Mið- austurlöndum auk vamarmálaráð- herrans Weinberger sem einnig hefúr verið á ferðalagi erlendis. Bush kemur til Washington á morg- un og Weinberger er væntanlegur frá Kyrrahafslöndum á sunnudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.