Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Blaðsíða 9
9
DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Byrjaðir tilraumr að
nýju með kjamavopn
Bandaríkjastjóm hefur daufheyrst
við öllum mótmælum erlendis sem
heima fyrir og hóf í gær að nýju til-
raunir með kjamavopn, þótt Sovét-
Bandaríska kjarnorkusprengjutil-
raunin í gær er áætluð hafa verið
um 1,6 kilótonn, „barnasprengja“ í
heimi kjarnorkuvísindanna.
menn hafi sjálfviljugir og einhliða
stöðvað sínar tilraunir nú í átta mán-
uði.
Orkumálaráðuneytið greindi frá því
að sprengt hafi verið 1300 fetum undir
yfirborði Nevada-eyðimerkurinnar í
gær en þeim sprengitilraunum hafði
tvívegis áður verið frestað.
Um tilraunimar í gær var ekki ann-
að látið uppi en sprengjan hefði verið
minni en 20 kílótonn og hefði verið
til þess að kanna áhrif kjamorku-
sprengju á ótilgreint skotmark. - Þetta
var níunda tilraun Bandaríkjamanna,
síðan Sovétmenn hættu í bili sínum
tilraunum.
Sovéska fréttastofan Tass fordæmdi
strax tilraunina í gær og sagði hana
hættulega vígbúnaðarjafnvæginu.
Sakaði hún Bandaríkjastjóm um að
Bobby Ewing
endurlHgaður?
Halldór Valdimarsson, fréttaritari
DV í Bandaríkjunum:
Patrick Dufíi, líklega betur þekkt-
ur sem Bobby Ewing, hugleiðir nú
möguleika á að hefja störf við Dallas
sjónvarpsmyndaflokkinn að nýju.
Duffy hætti störfum fyrir um ári
þar sem samningar milli hans og
framleiðenda náðust ekki. Á þeim
tíma varð úr að láta Bobby Ewing
farast í bifreiðarslysi og hefur sorg
og eftirsjá ríkt í þáttunum í allan
vetur.
Eftirsjáin er ekki síðri meðal áhorf-
enda því þættirnir hröpuðu svo
mikið í vinsældum að nú hefur alvar-
lega verið íhugað að fá Duffy inn í
þá aftur.
Ljóst er að erfitt verður að endur-
lífga Bobby Ewing svo líklega verður
Duffy nýfundinn tvíburabróðir eða
eitthvað álíka.
Patrick Duffy, betur þekktur sem
Bobby Ewing í Dallas-mynda-
flokknum, var sem kunnugt er lát-
inn farast i bílslysi fyrr í þáttaröð-
inni.
ítalir herða
eftiriitá
vínum sínum
Reisa stærsta spila-
víti í heimi
Áströlsk-bandarísk fyrirtækjasam-
steypa hefúr opinberað áætlanir
sínar um að reisa stærsta spilavíti í
heimi í borginni Sidney í Ástralíu.
Fyrirtækin em ástralska Hoover
samsteypan og bandaríska Harrah
spilavítasamsteypan og ætla þau
kostnað við smíðina ekki undir hálf-
um milljarði dollara.
„Við ætlum okkur að reisa mest
spennandi spilavíti í heimi,“ sagði
talsmaður fyrirtækjanna er bygging-
aráætlanir vom boðnar út.
Hér yrði um fyrsta löglega spilavít-1
ið í Sidney að ræða og er því áætluð
staðsetning í miðborginni skammt
frá aðalfjármálahverfinu.
Bandarísk-áströlsk fyrirtækjasam-
steypa íhugar nú byggingu á
stærsta spilavíti í heimi og skal það
rísa í Sidney í Ástralíu.
Stærsta spilavíti heims í dag er
rekið af Harrah spilavítasamsteyp-
unni í bænum Lake Tahoe í
Nevadaríki í Bandaríkjunum sem
þekkt er fyrir lögleg spilavíti sín.
Sagði talsmaður Hoover og
Harrah að búist væri við að hið
nýja spilavíti yrði með að minnsta
kosti 500 herbergi, 300 spilaborð og
yfir 1500 sjálfvirka spilakassa.
í frumdrögum að spilavítinu er
gert ráð fyrir að það verði opnað
eigi síðar en í lok ársins 1988.
ítölsk stjómvöld kynntu í gær nýja
reglugerð er miðar að því að koma í
Tveir ítalskir lögreglumenn kanna
vínflöskur í vínbúð í Róm í vikunni.
veg fyrir að eitruð vín geti borist á
markað í framtíðinni.
Nú hafa að minnsta kosti 20 manns
látist vegna eitraðra italskra vína á
undanfömum vikum og segja sérfræð-
ingar að það muni taka langan tíma
þar til ítalskur víniðnaður jafriar sig
á þeim álitshnekk er hann hefur orðið
fyrir í kjölfar vínhneykslisins.
Stjómvöld hafa mátt sæta mikilli
gagnrýni að undanfömu fyrir að-
gæsluleysi í málefnum vínframleið-
enda og segja gagnrýnendur að
yfirvöld hafi einnig sýnt of mikla lin-
kind við rannsókn á útbreiðslu eitmðu
vintegundanna.
í nýrri reglugerð stjórnvalda er eftir-
lit hert með framleiðslu vínbænda og
komið á harðari refsingum gagnvart
þeim er uppvísir verða að því að
blanda ólöglegum efnum í vínfram-
leiðslu sína.
Stjómarandstaðan á ítalska þinginu
hefur krafist afsagnar ráðherra heil-
brigðis- og landbúnaðarmála og sakar
þá um vanhæfni í starfi og óbeina
ábyrgð á því hvemig komið er.
Italskir fjölmiðlar sögðu í gærmorg-
un að vínútflytjendur byggjust við að
minnsta kosti þriðjungs samdrætti í
útflutningi á vínum í kjölfarið á vín-
hneykslinu og kváðu þá geta haft
alvarlega áhrif á atvinnuástand vissra
vínframleiðsluhéraða í landinu.
Bandarísk yfirvöld bönnuðu í gær
innflutning ítalskra vína, sem ekki
hafa áður verið prófuð, til þess að
ganga úr skugga um hvort þau séu
neysluhæf. Ítalía hefur árlega flutt um
73 milljónir gallona af víni til Banda-
ríkjanna.
sýna almenningsálitinu í heiminum
„glæpsamlega fyrirlitningu". - Green-
peace-samtökin sögðu að endurkast
þessarar sprengingar í heiminum
mundi ekki linna í mörg ár. „Þetta
sýnir með sann hræsni Reagans for-
seta í aistöðu hans til vopnatakmark-
ana,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna.
Upphaflega hafði verið ætlunin að
gera tilraunina á þriðjudag en þann
dag kvaddi Reagan sovéska sendiherr-
ann Dobrynin og ræddi við hann um
væntanlegan leiðtogafund þeirra Gor-
batsjovs.
Fjórir
prestar
fórust
ísnjó-
flóði
Gizur Helgason, fréttaritari DV í
Zúrich:
Mikið snjóflóð varð í fyrradag fjór-
um prestum að bana hér í vesturhluta
Sviss.
Fimm kaþólskir prestar ásamt leið-
sögumanni voru á leið í fjallakofa sem
liggur í fjallgarði á landamærum ítal-
íu, Frakklands og Sviss er mikið
snjóflóð úr fjallinu Saint Martin
Vesubie féll á þá og grófúst þeir allir
sex undir henni.
Talið er að fjórir prestanna hafi þeg-
ar látist en einn komst af ásamt
leiðsögumanninum. Er þeim loksins
tókst tveim stundum síðar að gera
hjálparsveitum viðvart var komið svo
mikið vonskuveður á þessum slóðum
að ekkert var hægt að aðhafast í bili.
Síðdegis í fyrradag hafði björgunar-
mönnum þó tekist að finna þrjú lík
og það síðasta fannst svo í gærmorgun.
Rannsókn
Palme-morðs
Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari
DV í Lundi:
Dagblaðið Arbetet, eitt helsta mál-
gagn sænska jafhaðarmannaflokksins
krafðist þess í leiðara í gær að skipuð
yrði óháð nefrid til að kanna rannsókn
Stokkhólmslögreglunnar á Palme-
morðinu.
Sex vikur eru nú liðnar síðar Olof
Palme var myrtur og gagnrýnin á
hendur lögreglunni, fyrir árangurs-
leysi í leitinni að morðingjunum, fer
stöðugt vaxandi.
Karin Söder, formaður Miðflokks-
'ins, tók í gær undir kröfur er fram
hafa komið um að rannsókn hefjist
þegar í stað á starfi lögreglunnar.
Bengt Vesterberg, leiðtogi Þjóðar-
flokksins, og Ulf Adelsohn, leiðtogi
íhaldsflokksins, sögðust einnig telja
ástæðu til þess að óháð nefhd rannsak-
aði starf lögreglunnar í Palme-morð-
inu.
Sten Wickbom dómsmálaráðherra
sagði að nefiid yrði skipuð en taldi það
hins vegar enn sem komið væri ekki
timabært. Nú væri þýðingarmest að
lögreglan fengi starfsfrið til að leysa
morðgátuna.