Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Side 15
DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986. 15 Eins og áður er getið í þessum þáttum er eitt af stærstu vandamál- unum, sem Landssamtök um jafn- rétti milli landshluta hafa við að glíma að koma í veg fyrir þá stór- felldu eyðingu byggðar í sveitum landsins sem Reykjavíkurvaldið virðist stefna markvisst að. Nú hafa bændur, sem stunda mjólkurframleiðslu, fengið bréf upp á fyrstu hrellinguna, þ.e. fyrstu lækkun á framleiðslukvóta sínum. Virðist þeim vera settur stóllinn fyrir dyrnar þannig að framleiði þeir umfram hinn lækkaða kvóta þá fái þeir ekkert fyrir það magn og verði jafnvel að borga með því ef það er látið fara í vinnslu. Fyrsta holskeflan Þessi fyrsta lækkun á kvótanum mun vera eitthvað breytileg pró- senta milli héraða. Tökum dæmi um 11% lækkun' hjá einhverjum bónda. (Lækkunin mun yfírleitt RÓSMUNDUR G. INGVARSSON BÓNDI, HÓLI, TUNGUSVEIT, SKAGAFJARDARSÝSLU. um neitt hliðstætt fyrir bænduma. Lágmarksfyrirgreiðsla við þá bændur sem neyðast til að hætta væri að ríkið keypti af þeim eignirnar á viðunandi verði. Hins vegar er það röng stefna að ætla að láta jarðir fara í eyði. Erfið fæðing reglugerðar Þegar kúabændur fengu þennan kvóta loksins yfir sig eru 5 mánuð- ir liðnir af afurðaárinu, sem er frá 1. sept. -1. sept. Eru þá sumir langt komnir að leggja inn mjólk upp í kvótann og er vandséð hvernig þeir fara nú að. Auðvitað þurftu menn að vita hver kvótinn yrði strax i byrjun afurðaársins þ.e. í sept. sl. Þessi seinagangur á út- reikningi kvótans kemur til með að hafa hinar alvarlegustu afleið- ingar fyrir bændur því þeir hefðu dregið úr áfallinu t.d. með því að fækka kúm sl. haust. Ekki skal ef- ast um að útreikningur kvótans hafi verið erfiðleikum bundinn en „Þegar kúabændur fengu þennan kvóta loksins yfir sig eru 5 mán- uðir liðnir af afurðaárinu, sem er frá 1. sept.-l. sept.“ Lækkun kvóta hjá mjólkurframleiðendum vera til muna meiri en þetta jafn- vel 25% hjá sumum.) Þótt hann gripi nú til þess ráðs að fækka kúnum þá lækka ekki allir kostn- aðarliðir búsins við það. T.d. verður viðhald húsa alveg jafn- mikið eftir sem áður, vextirnir af skuldunum lækka ekki heldur, kostnaður við vélar verður næstum eða alveg jafnmikill og sama er að segja um rafmagnskostnað o.fl. Skerðingin dregst að mestu leyti beint af því sem bóndinn átti að hafa til sinna þarfa og fjölskyldu sinnar. Bóndi sem t.d. hefur fram- leitt 70 þúsund 1 og fær skerðingu 11% = 7700 eða ca kr. 200 þúsund. Ef 70% af þessu lenda á bóndanum tapar hann um 140.000 kr. af tekj- um sínum. Hvað bóndinn hafði í tekjur áður er erfitt að giska á því það er mjög breytilegt og fer eftir aðstæðum en tvímælalaust hafa bændur almennt verið með tekju- lægstu stéttum landsins. Ljóst er að ef ekkert kemur í stað- inn fyrir tekjuskerðinguna þá verður einhver hópur bænda gjald- þrota strax eftir þetta fyrsta hrap. Svo er þegar ákveðið að steypa mönnum fram af fleiri hengiflugum næstu árin, líklega alls 5 sinnum og væntanlega oftar ef kaup- staðabúar halda áfram að draga úr neyslu mjólkurvara. Lágmarksfyrirgreiðsla að ríkið kaupi Hvað er hægt að segja um svona meðferð á fólki sem alla ævi hefur unnið baki brotnu til að afla tekna fyrir þjóðfélagið? Mér dettur í hug að e.t.v. sé að hluta til hægt að líkja þessari at- vinnusviptingu við skyndilegt atvinnuleysi starfsmanna Hafskips hf., en aðeins áð hluta því bændur sem standa uppi gjaldþrota með óseljanleg mannvirki, og einnig kýr sem enginn vill kaupa til lífs, eru langtum verr settir en starfs- menn Hafskips. Svo var þegar sett á stofn vinnumiðlun fyrir Haf- skipsmenn og þeim útveguð at- vinna - við hæfi eftir þvi sem mögulegt var en ekki hefur heyrst síðan lögin voru samþ. munu liðnir 8 mánuðir og allan þann tíma hefur málið verið að veltast í landbúnað- arráðuneytinu og annars staðar í kerfinu. Svo þegar þetta loksins kemur þá gildir reglugerðin aðeins fyrir yfirstandandi verðlagsár. Ekki bólar á kvóta sauðfjár- bænda ennþá enda má búast við enn erfiðari fæðingu þar. Til þess að bændur gætu eitthvað búið sig undir skellinn af honum hefði hann einnig þurft að liggja fyrir sl. haust því þá þegar voru lögð drög að framleiðslu sem kemur næsta haust. Okkur er nú sagt að skerð- ingin á fyrsta árinu verði lítil vegna þess mikla samdráttar í kindakjötsframleiðslu sem þegar er orðin en skerðingin verður væntanlega veruleg á öðru kvóta- ári og svo áfram. Heimatilbúinn vandi En hvað gerir svo harkalegar aðgerðir nauðsynlegar? Fram- leiðslan er of mikil, segja menn - en er það rétt? Ég vil meina að hægt hefði verið að komast hjá öllum þessum hol- skeflum. Þetta er í rauninni heimatilbúinn vandi og sök á hon- um eiga bæði stjórnvöld og almenningur í landinu, einkum á suðvesturhorninu. Neysluvenjur fólksins hafa breyst og að þeirri breytingu hafa aðgerðir valdhafa stuðlað og raunar valdið að veru- legu leyti. Þessar aðgerðir stjórn- valda eru stórlækkun niður- greiðslna og stiglækkun útflutningsbóta svo og lagabreyt- ing. Áróður stórblaða í Reykjavík hefur mjög ýtt á þessa þróun. Sam- tök bænda höfðu ekki, samkvæmt fyrri framleiðsluráðslögum, nægi- legt vald til að stjórna framleiðsl- unni eins og þurft hefði. Um slíkt vald höfðu þau þó beðið. Ef fólk tæki sig á og yki aftur neyslu ís- lenskrar hollvöru upp í sama magn á mann eins og var fyrir nokkrum árum, þá bæði leystist að verulegu leyti vandi bændastéttarinnar og hagur þjóðarinnar út á við færi batnandi. Heilsufar okkar ætti einnig að skána því innlenda fram- leiðslan er hollari en margt af innfluttum matvælum. Rósmundur G. Ingvarsson a „Ljóst er að ef ekkert kemur í staðinn ^ fyrir tekjuskerðinguna þá verður ein- hver hópur bænda gjaldþrota strax eftir þetta fyrsta hrap.“ Bylting í hugsunaitiætti: Samvinna i stað hemaðarandspænis „Allt hefur breyst nema hugs- unarhátturinn,“ sagði Albert Einstein þegar búið var að smiða fyrstu kjarnorkusprengj- una. „Við þurfum byltingu í hugarfari, við þurfum hugarfar kærleikans,“ sagði Martin Lut- her King. „Við þurfum ekki byltingu í vigbúnaðartækni - við þurfum byltingu í hugsunar- hætti - í stað hernaðarandspæn- is allra gegn öllum komi samvinna allra við alla,“ sagði Mikhail Gorbachjov á 27. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Annar dagur þingsins: Lev Seimeiko afvopnunarsér- fræðingur: Mannkynið getur og verður að ganga til móts við 21. öldina í heimi friðar og án hættu á tortímingu. Aðeins þannig er hægt að treysta því að komandi kynslóðir eigi sér framtíð. Þetta er erfitt viðfangsefni en þó viðráðan- legt. Leiðir til útrýmingar kjam- orkuvopna em m.a. taldar upp í nýlegri skýrslu M. Gorbachjovs. Norman Solomon, frá alþjóða- samtökum um kjamorkurann- sóknir, bandarískur: Við höfum reynt mikið að koma sovésku til- lögunum á framfæri. Þar er við erfiðleika að etja. Reynt er að inn- prenta þjóðinni að „við verðum að þvinga Sovétríkin að samninga- borðinu með vopnavaldi“. Vladimir Petrovskí, yfirmaður skipulagsdeildar utanríkisráðu- neytis Sovétríkjanna: Víða á Vesturlöndum er sagt að Sovétrík- in beygi sig aðeins fyrir vopna- valdi. Þetta er alrangt, sem sjá má af því að ef Bandaríkin setja upp ný vopn gera Sovétríkin það líka. Bandaríkin hafa haft frumkvæði að smíði hverrar einustu vopnateg- undar sem smíðuð hefur verið og Sovétríkin komið á eftir. Þetta á einnig við um geimvopn ef smíðuð verða. En Sovétríkin hafa frá upp- hafi reynt að gera heiminum ljósar afleiðingar vígbúnaðarkapp- hlaupsins, það hafa Bandaríkin ekki gert. Við höfum lagt áherslu á að enginn getur sigrað í víg- búnaðarkapphlaupi eða kjarn- orkustyrjöld. Norman Solomon: Það er óvinar- ímyndin sem vopnaframleiðslan nærist á. Til að fá fjárveitingu til vopnasmíði þarf að benda á ein- hvern óvin sem ógni öryggi manns. Þetta er það sem við verðum að uppræta. Hvað getum við gért, hér og nú, hver og einn, til að byggja upp traust meðal ríkja, stofnana og einstaklinga? Petrovskí; Þetta er kjarni máls- ins. Sú blindgata, sem samskipti austurs og vesturs eru í, er tilkom- in vegna þessa. Þetta er það sem við viljum breyta. Við þurfiim ekki óvinarímynd, við megum ekki trúa á hana, við trúum henni ekki nema við mætum henni holdi klæddri. Einhver úti í sal segir dæmisögu: Einu sinni kom upp sá kvittur í Bandaríkjunum að Rússar hefðu orðið svo leiðir á vígbúnaðarkapp- hlaupinu að þeir hefðu yfirgefið plánetuna og numið land á annarri plánetu þar sem friðvænlegra væri að búa. Yfirmenn Pentagon urðu illa skelkaðir og kom saman um að þeir yrðu að búa sér til annan óvin til að hægt væri að halda áfram vígbúnaði. Kína kom til greina en það var illa staðsett, auk þess sem Bandaríkin áttu þar hags- muna að gæta. Japan væri of tæknivætt og aldrei að vita nema Japanir hefðu eitthvert leynivopn sem gæti eytt Bandaríkjunum á augabragði. Víetnam kom til greina ef ósigurinn þar væri ekki enn í fersku minni. Að lokum sagði einhver: „Ætli bölvaðir Rússamir komi ekki aftur.“ Og allir vörpuðu öndinni léttar og ákváðu að bíða um sinn eftir að Rússar kæmu aft- ur. Sally Curry, friðarrannsóknar- stofnun Kanada: Sovésku tillög- urnar em það ákveðnasta og jákvæðasta sem ég hef séð um þessi mál. En það tekur langan tíma að beyta hugsunarhætti fólks, það tekur kannski lengri tíma en við höfum til umráða, jafnframt hugar- farsbreytingu verður að koma afvopnun. M. Racz, Hollandi: Nauðsyn ber til að byggja upp traust meðal þjóða. Það er hægt að stöðva kjarn- orkusprengingar, það er hlutlæg leið, en hvað um þá huglægu sem er enn mikilvægari? MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR Zgaldin: Þetta er mergurinn málsins. Hvort tveggja verður að fylgjast að. Traust er ekki skapað með aðgerðum einum heldur með stöðugri viðleitni. Það er ekki hægt að leysa vandamál tölvuvæddrar 21. aldar með meðulum 19. aldar. Bandarískum eldflaugum úr kaf- bátum er miðað á 40.000 skotmörk í Sovétríkjunum. Eitt kjamorku- slys í kafbát eða í eldflaug á landi þýddi að kjarnorkustríð væri hafið, ekki fyrir tilverknað mannsheilans heldur vegna bilunar í tölvu, og það yrði rekið af tölvum ... Klaus Balzer, Hamborg, minnir á eldflaugarslys sem varð í Vestur- Þýskalandi, í bandarískri herstöð, á sl. ári. Á eldflauginni var ekki kjarnaoddur, annars hefði byrjað kjarnorkustrið, svo nærri emm við bjargbrúninni. Niki Brown, frá kristilegum sam- tökum í Danmörku: Hugarfars- breyting er það sem Kristur boðaði fyrir hartnær 2000 árum, bylting í hugarfari, að elska hverjir aðra, okkur hefur ekki tekist það enn ... Kraftaverk? Og tekst okkur það? Þurfum við ekki blátt áfram að trúa á krafta- verk til að halda áfram að trúa því að friðaröflum heimsins takist að hindra helför alls lífs á jörðinni? Og ef það tekst, verður það þá heimur hinna auðugu og hins veg- ar hinna örsnauðu sem framtíðin ber í skauti sér, sá heimur sem Doris Lessing lýsir í bók sinni. Verður það heimur þar sem „iðju- laust fjármagn á féleysi elst, eins og fúinn í lifandi trjám, og hug- stola mannkynsins vitund og vild er villt um og stjórnað af fám“, (fjölmiðlum hinna auðugu), eins og Stephan G. Stephansson segir í ljóði sínu, Kveld. Eða getum við haldið áfram að trúa á það kraftaverk að „villunótt mannkyns“ kunni að taka enda? Getum við vonað að afkomendur okkar og öll æska heimsins fái að ganga til móts við 21. öldina í vopn- lausum heimi, þar sem traust ríkir meðal þjóða og hungrinu hefur verið útrýmt úr heiminum, og þeim peningum, sem nú er varið til víg- búnaðar, verði varið til að hjálpa þjóðum þriðja heimsins til að standa á eigin fótum og brauðfæða sig sjálfar? Ég held að við verðum að trúa því og þá verðum við að stuðla að því. María Þorsteinsdóttir g* „Þurfum við ekki blátt áfram að trúa ™ á kraftaverk til að halda áfram að trúa því að friðaröflum heimsins takist að hindra helför alls lífs á jörðinni?“ STARFSMAÐUR SOVÉSKU FRÉTTASTOFUNNAR APN A ÍSLAN.DI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.