Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Síða 17
17 Lesendur Lesendur Lesendur DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986. „Skyldu ekki flestir fanganna vera þarna inni vegna neyslu vímuefna og ýmissa glæpa sem þeir fremja undir áhrifum þeirra? Geta svo haldið áfram neyslunni á hælinu og komið verri út en inn.“ Þarf meira eftirlit á Litla-Hrauni 7193-9685, RK, skrifar: Væri ekki rétt að eiturlyfjalögregl- an sæi um leit á gestum sem koma á Litla-Hraun á sunnudögum, sem er eini leyfilegi heimsóknardagurinn, karlar leiti á körlum og konur á kon- um. Eiturlyfjaneysla á hælinu við- gengst, það er sannleikur og á allra vitorði, að minnsta kosti þeirra sem eiga þar ættingja. Fanginn, sem sagði frá í blöðunum, sagði satt frá ástand- inu þar. En Lrúnaðarmaður fanga segir það uppspuna. Forstöðumaður- inn segir fangana óhressa yfir við- talinu, annars nennti hann ekki að mótmæla svona vitleysu, en hann getur ekki mótmælt þessu nema hann sé svona andvaralaus og óábyrgur í starfi sínu. Frændi minn á Hrauninu segist eiga auðvelt með að fá dóp Eg á ungan frænda þarna og hefur hann oft verið undir annarlegum áhrifum þegar ættingjar hafa heim- sótt hann. Aðspurður segist hann eiga mjög auðvelt með að fá dóp þarna. Ég kom til hans í mars, en hef ekki komið þama fyrr, hann átti von á mér og var því eðlilegur. Þrír verðir, stórir og stæðilegir, voru í anddyrinu. Ég spurði þá hverjir það væm sem kæmu með vímuefni á hælið. „Ýmiss konar fólk,“ sagði einn, „jafnvel mömmur og ömmur.“ Við vorum fimm sem heyrðum þetta svar svo ekki þýð- ir fyrir þá að mótmæla þessari játn- ingu á því að þarna væm vímuefni. Leitin, sem gerð var á mér, var sú að þeir gáðu í veskið mitt og sögðfi mér að taka upp úr vösum mínum. „Já, auðvitað tek ég allt nema dópið ef ég er með slíkt,“ en því var nú ekki ansað. Kona hefði til dæmis átt að leita á mér og afklæða mig, konur geta til dæmis falið dóp í brjóstahald- aranum. Svona leit er tómt kák. Unnar Hansen lýsti ástandinu rétt hvað sem verðimir segja. Skyldu ekki flestir fanganna vera þarna inni vegna neyslu vímuefna og ýmissa glæpa sem þeir fremja undir áhrifum þeirra? Geta svo haldið áfram neyslunni á hælinu og komið verri út en inn. Ég krefst meiri löggæslu þarna, það má ekki bíða deginum lengur. Vonandi verða fleiri fangar til að tjá sig um þetta mál, svo alvar- legt sem það er. BLAÐBERA VANTAR í Helgalandshverfi í Mosfellssveit Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 66481. AIROBIC AIROBIC Nú byrjar airobic á fullu í Orkulind mánudaginn 14. apríl. Mánaðarkort á aðeins 1500 kr. Airobic púl- og svitatímar 3 daga í viku. Hver tími 90 mín. Mánud. kl. 18.00. Miðvikud. kl. 18.30. Laugard. kl. 14.00. Einnig bjóðum við upp á músíkleikfimi fyriralla aldurshópa. Hvertími 60 min. Þriðjud. kl. 17.30. Föstud. kl. 17.30. Það er líka mjög góð aðstaða til vaxtar- ræktar. Ljós og sána á staðnum að sjálfsögðu. Líttu hraustlega út og láttu þig alls ekki VANTA. ORKULIND, BRAUTARHOLTI 22. FRONSKUNAMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE Seinni námskeið vorannar hefjast mánudag 21. apríl. - 8 vikna námskeið - Kennt verður á öllum stigum - Bókmenntaklúbbur (10 vikur) Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise alla virka daga frá kl. 3-7 og hófst fimmtudag 10. apríl. Nánari upplýsingar í síma 23870. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% stað- greiðsluafsláttur fyrir námsmenn. „Bubbi Morthens hefur sagt frá því hvernig skólakerfið var að gera út af við sig, þessi klári strákur varð utanveltu vegna þess að enginn áttaði sig á jafn augsýnilegri takmörkun og lesblindu. Hvað ætli séu mörg álíka dæmi til?“ Uppeldisblinda skólakerfisins Björgvin skrifar: Ekki get ég lýst óánægju minni með skólakerfið og uppeldismál nógsam- lega í litlu lesendabréfi sem fáir koma til með að lesa, en þó vil ég reyna að vekja athygli á henni þau uppeldis- og skólamál þurfa ítarlega endur- skoðun. Böm eru svo misjöfn sem þau eru mörg og þó að sé erfitt að taka tillit til þarfa hvers og eins, er það engu að síður grundvallaratriði í bar- áttunni fyrir betra þjóðfélagi. Bubbi Morthens hefur sagt frá því hvemig skólakerfið var að gera út af við sig, þessi klári strákur varð utanveltu vegna þess að enginn áttaði sig á jafn augsýnilegri takmörkun og lesblindu. Hvað ætli séu mörg álíka dæmi til? Þau börn sem á einhvem hátt eru öðruvísi fá ekki möguleika, öllum er nauðgað gegnum sama nálaraugað, sama þó þriðjungur komi út illa bækl- aður. Ég þori ekki að segja um það hversu mikil áhrif uppeldið hefur, en það skiptir örugglega meira máli en flest annað. Foreldrar þurfa að gera sér það ljóst að manneskjan er ekki fullsköpuð þegar hún kemur í heim- inn. Erfiðasta hlutverk lífs þeirra er þá eftir, það ættu þeir reyndar að vita áður en barnið er getið. Jli Jón Loftsson hf. T Z3 U Hringbraut 121 Sími 10600 Útborgun kr. 10.000, afgangur á 8 mánuðum Vönduð hjónarúm úr kirsuberjaviði, rúm + springdýnur + 2 náttborð. Verð aðeins kr. 54.600. Opið til kl. 20 i öllum deildum. Verð aðeins kr. 56.400.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.