Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Qupperneq 18
18 ÐV. FÖSTUDAGUR11. APRlL 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir • Kristján Arason. Sexmörk Kristjáns dugðu ekki Frá Atla Hilmarssyni, fréttarit- ara DV i V-Þýskalandi: Kristján Arason og félagar hjá Hameln í 2. deild v-þýska hand- boltans töpuðu leik sínum gegn Bayer Leverkusen, 24-20, í fyrra- kvöld. Á meðan vann efsta liðið og Hameln féll þar með úr efsta sæti deíldarinnar. Lokatölur urðu 24-20. Kristján Arason átti þokkaleg- an leik fyrir Hameln. Hann skoraði sex mörk, þar af tvö þeirra úr vítaköstum. Sex um- ferðir eru nú eftir í deildinni og hefur lið Dormagen tveggja stiga forystu. Hameln er í öðru sætinu með tveimur stigum minna. L Bradv úti í kuldanum Jack Charlton, landsliðseinvaldur íra, kom mjög á óvart er hann til- kynnti að hinn þekkti leikmaður, Liam Brady, myndi ekki verða í liði hans sem mætir landsliði Uruguay þann 23. apríl næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti í um tíu ár sem Brady kemst ekki í landslið íra. Charlton setti fleiri þekkta leikmenn út í kuldann fyrir leikinn gegn Ur- uguay. Þannig eru þeir Ronnie Whelan, Liverpool, og David Lang- an, bakvörður hjá Oxford, ekki í landsliðshópnum hjá Jackie Charl- ton. Sjálfur segir hann að það að þessir þekktu leikmenn leiki ekki með gegn Uruguay þýði ekki að fer- ill þeirra með írska landsliðinu sé á enda. „Ég þarf enn að líta á nokkra leik- menn og það hefur engan tilgang að kalla á leikmenn í landsleiki ef þú ert ákveðinn í að nota þá ekki þegar á hólminn er komið,“ sagði Jackie Charlton í gærkvöldi. Brady skammt frá landsleikja- metinu Liam Brady, sem er þrítugur, er mjög nálægt því að setja nýtt lands- leikjamet. Hann hefur leikið 55 landsleiki fyrir írland en metið er 57 leikir og er í eigu hins þekkta Jo- hnny Giles. Brady leikur sem kunnugt er með ítalska liðinu Inter Milan. Þrátt fyrir fjarveru Bradys gegn Uruguay er talið nær víst að kappinn verði í eldlínunni með írska landsliðinu í Mexíkó í sumar. -SK • Liam Brady hlýtur ekki náð fyr- ir augum Jackie Charlton sem telur sig geta verið án hans. Enn verður Hamborg að selja - liðið hefur hætt við kaupin á Schiister Hamburger SV, eitt þekktasta knattspyrnufélag V-Þýskalands, á nú í miklum ijárhagsörðugleikum. Hefur það ákveðið að selja leikmenn úr aðalliði sínu til að mæta þeim, hefur reyndar þegar selt fimm leik- menn. Meðal þeirra eru skoski landsliðsmaðurinn Mark McGhee og norski landsliðsmaðurinn Erik Soler og nú á að selja þrjá til viðbótar. Hamborg hefur þegar náð sam- komulagi við Bayer Leverkusen um kaupverð á framverðinum Wolfgang Rolff. Hann fer eftir keppnistímabilið fyrir 1,5 milljónir marka, tæpar 27 milljónir króna. Þá voru Michael Schröder og Manfred Wasner settir á sölulista félagsins í gær. „Við hörmum þessa þróun mála en það er ekkert annað hægt að gera,“ sagði Gúnther Netzer, framkvæmda- stjóri félagsins, í Hamborg i gær. Hann hættir hjá félaginu eftir leik- tímabilið og tekur Felix Magath, þekktasti leikmaður Hamborgarliðs- ins, við af honum. Hættir um leið í knattspyrnunni. Netzer og forseti fé- lagsins, Wolfgang Klein, hættu í gær við ferð til Barcelona. Hamborg hafði vonast til að kaupa Bernd Schúster frá Barcelona en Netzer sagði að spánska félagið vildi fá of mikla pen- inga fyrir leikmanninn. -hsím -fros Skinfaxi stækkar Skinfaxi, blað Ungmennafélags íslands, hefur vcrið stækkað og efnisval og uppsetning nokkuð breyst. Fyrsta tölublaðið 1986 er nýkomið út. Af efni þess má ncfna „Þeir kölluðu mig Big Red“, við- tal við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra. Einnig eru við- töl við Eggert Hauksson söngv- ara, sem segir frá íþróttaferli sínum, og Sigrúnu Lárusdóttur. Grein er um íjármál íþróttahreyf- ingarinnar, hugleiðing um sund, rætt við Þiðrik Baldvinsson, sem sótt hefur 51. þing UMFÍ. Samúel Örn Erlingsson fréttamaður skrifar um HM í Sviss, Jón L. Árnason um skák og Guðmundur Páll Amarson um bridge svo fátt eitt sé nefnt af efni blaðsins. Skin- faxi er 40 síður og margar myndir prýða blaðið, m.a. frá HM í Sviss, myndir sem Bjamleifur Bjarn- leifsson tók þar. Guðmundur Gíslason er ritstjóri Skinfaxa. hsím Fyrstatap Stavanger - á heimavelli í norska handbottanum Stavanger tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli í norska hand- boltanum er liðið mætti Skiens Starclub í fyrrakvöld. Leikurinn var liður í 4 liða keppni þar sem fjögur efstu lið deildarinnar leika saman um peningaverðlaun að upphæð 25 þúsund norskar krón- ur. Liðin munu mætast aftur á sunnudaginn, þá á heimavelli Starclub, og sigri Stavanger þurfa liðin að leika þriðja leikinn um sæti í úrslitunum. íslensku leikmennimir í liði Stavanger voru með rólegra móti að þessu sinni. Sveinn Bragason skoraði tvö og Jakob Jónsson eitt. -fros Uppgjör Liverpool og Lundúnaliða í lokin! Líverpool leikur á Stamford Bridge 3. maí-West Ham á Goodi- son Park 5. maí. Lawrenson meiddur- Lineker með á ný dag. Hann slasaðist í leiknum við Man. Utd á Old Trafford 31. mars og gat ekki leikið með Everton þegar liðið sigraði Sheff. Wed. í undanúr- slitum bikarsins á laugardag. Búast má við látum á Highbury, mikil gremja er meðal stuðningsmanna Lundúnafélagsins vegna brotthvarfs stjórans, Don Howe. Eftir jafnteflis- leikinn við Nottingham Forest nú í vikunni á Highbury söfnuðust nokk- ur hundruð þeirra saman og létu í ljós óánægju sína. Búist er við skipu- lögðum mótmælum á laugardag. Eftir sigur Chelsea á Man. Utd á Old Trafford í fyrrakvöld virðast möguleikar United á meistaratitlin- um úr sögunni. Stjórinn, Ron Atkinson, er þó á annarri skoðun. Eftir leikinn sagði hann. „Við teljum að við eigum enn möguleika. Liðið hefur leikið af miklum krafti að und- anförnu." Þetta sagði Atkinson er leikmenn hans nýttu ekki færin. Það kom vel I ljós gegn Everton og Chelsea á Old Trafford. Leikir sem áttu að vinnast en gáfu aðeins eitt stig. Síðustu 20 mínúturnar sótti United stöðugt gegn Chelsea og var betra liðið allan leikinn. En inn vildi knötturinn ekki þrátt fyrir gífurlega hættu við mark Lundúnaliðsins. Nokkrum sekúndum fyrir leikslok náði Chelsea skyndisókn, allir leik- menn Man. Utd á vallarhelmingi Chelsea nema markvörðurinn Turn- er og Kerry Dixon skoraði sigurmark Chelsea. Liverpool-liðin, Everton og Li- verpool, standa best að vígi hvað meistaratitilinn snertir en Lundúna- liðin, Chelsea og West Ham, hafa einnig allgóða möguleika. Svo írski landsliðsmaðurinn snjalli, Mark Lawrenson, mun ekki leika með Liverpool næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla. Hann leikur þvi varla fleiri deildaleiki á þessu keppnistíma- bili en verður væntanlega orðinn góður 10. maí þegar Liverpool mætir Everton í úrslitaleik ensku bikar- keppninnar á Wembley. Gary Gille- spie er nú miðvörður hjá Liverpool með Hansen, Beglin og Nicol bak- verði. Howard Kendall, stjóri Everton, reiknar með að enski landsliðsmið- herjinn, Gary Lineker, geti leikið gegn Arsenal á Highbury á laugar- • Mark Lawrenson. skemmtilega hittist á að þau mætast í lok keppninnar. Það verður uppgjör borganna Liverpool og Lundúna ef svo má segja. Chelsea og Liverpool leika á Stamford Bridge í Lundúnum 3. maí, Everton og West Ham leika á Goodison Park í Liverpool 5. maí. Frestaður leikur frá 5. apríl vegna bikarleiks Everton. hsím • Gary Lineker. Beckenbauer skellti hurðum - eftir sigurteik þýskra í Sviss „Það sem ég sá líkist ekki á neinn hátt knattspyrnuleik. Við verðum að fara í undirstöðuatriðin á ný, hvernig stöðva á knöttinn, senda hann og hlaupa. Það var vissulega hægt að búast við öðrum leik af vestur-þýsku landsliði. Þetta voru bara átök, slagsmál um knöttinn,“ sagði Franz „keisari“ Beckenbauer, landslið- seinvaldur Vestur-Þýskalands í knatt- spyrnunni, og skellti hurðum eftir að lið hans hafði sigrað Sviss, 1-0, í landsleik í Basel í fyrrakvöld. Beckenbauer hældi aðeins einum leik- manni þýska landsliðsins, hinum 33ja ára Dieter Hoeness, og sagði að hann ætti góða möguleika á að komast í HM-liðið sem leikur í'Mexíkó. Hoeness, sem er miðherji Bayern Múnchen, lck í fyrsta sinn í landsliðinu í sjö ár og skor- aði eina mark leiksins á 34. mín. Skallaði knöttinn í mark i þessum þriðja sigur- leik þýska . landsliðsins í röð. Þriðji landsleikur hans og fjórða mark hans í þeim. Þegar fréttamaður þýska sjónvarpsins spurði Beckenbauer hvort hann hefði haft ánægju af einhverju í leiknum sagði hann aðeins „nei“ og svaraði ekki fleiri spurningum fréttamannsins. Hvarf hann síðan á brott og hætti við fund með vest- ur-þýskum fréttamönnum sem voru í Basel. hsím I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I • Franz Beckenbauer. Verona vill 108 i milljónir j -fyrir Hans-Peter Briegel g en Sampdoria vill greiða minna ■ Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV: ■ Flest bendir nú til þess að knatt- Q spymumaður ársins í V-Þýskalandi, * Hans-Peter Briegel, sem nú leikur með | Verona, muni skrifa undir þriggja ára _ samning við Sampdoria. Briegel mun þá | fylla skarð Graeme Souness sem skrifaði i undir samning við Rangers í vikunni. I Nokkuð er þó deilt um kaupverðið á I Briegel. Sampdoria hefur lýst sig reiðu- • búið til að greiða 4,5 milljónir þýskra I marka (u.þ.b. 81 millj. ísl.) en Verona hefur farið fram á sex milljónir marka ] (u.þ.b. 108 millj. ísl. króna.) -fros Sigurjón með j sigurmarkið j Sigurjón Kristjánsson skoraði sigurmark- I ið í gærkvöldi í leik Vals og lR í leik liðanna ■ á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Sigur- | jón leikur nú með Val en lék áður með ÍBK. | Markið kom á 35. mínútu leiksins. _ Næsti leikur á mótinu verður á sunnudag- I inn en þá leikur KR gegn Þrótti. -SK. "

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.