Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Side 19
DY. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986.
31
Iþróttir
iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Saabvann. 27-21. og Tobbi
fékk tilboð frá Savehof
- „Erum komnir með annan fótinn í Allsvenskan/‘ sagði Þorbergur Aðalsteinsson
eftir sigur Saab í gærkvöldi. Tobbi skoraði 7 mörk og lék sinn besta leik með Saab
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, blaða-
manni DV í Svíþjóð:
„Það má segja að við séum komnir
með annan fótinn i Allsvenskan.
Þetta var mjög góður sigur hjá okkur
og ég lék minn besta leik með Saab
frá upphafi," sagði Þorgbergur Aðal-
steinsson sem bæði þjálfar og leikur
með sænska handknattleiksliðinu
Saab.
í gærkvöldi lék Saab á heimavelli
sínum gegn Sávehof í úrslitakeppni
1. deildar, þar sem sex lið leika um
þrjú laus sæti í Allsvenskan, og sigr-
aði Saab með 27 mörkum gegn 21.
Staðan í leikhléi var 11-10 Saab í
hag. Þorbergur lék mjög vel með
Saab og skoraði sjö mörk með lang-
skotum í leiknum. Orslit í öðrum
leikjum voru Saab mjög í óhag. H43
vann Viking 25-24 og efsta liðið í
úrslitakeppninni, Frölunda, tapaði
mjög óvænt á heimavelli fyrir Cliff,
27-29.
Sávehof bauð Þorbergi samn-
ing
„Það var virkilega ánægjulegt að
sigra Sávehof í kvöld vegna þess að
litlu munaði að ég færi til liðsins
fyrir keppnistímabilið. Það var sér-
lega gaman að geta gert þeim þann
óleik að sigra,“ sagði Þorbergur en
eftir leikinn komu forráðamenn
Sávehof til hans og buðu honum
samning og voru ólmir í að fá hann
til liðsins. Ekki skrítið því Þorbergur
hefur gert mjög góða hluti hjá Saab,
bæði sem leikmaður og þjálfari.
Hann verður áfram hjá Saab sem
leikmaður og þjálfari og þá vonandi
í Allsvenskan næsta vetur.
Nú er aðeins ein umferð eftir í úr-
slitakeppninni og staðan fyrir hana
er þannig að Frölunda er efst með 6
stig og markatöluna' 108-98, Cliff er
með 6 stig og markatölu 99-92, Saab
er i þriðja sæti með 5 stig og marka-
töluna 84-79, H43 í fjórða sæti með
4 stig og markatöluna 88-88, Sávehof
er í 5. sæti með 3 stig og markatölu
88-99 og neðstir eru Víkingarnir með
ekkert stig og markatöluna 86-97. f
síðustu umferðinni leikur Frölunda
gegn Saáb, Cliff fær H43 í heimsókn
og Víkingar leika gegn Sávehof.
-SK
• Þorbergur Aðalsteinsson á leið
með Saab í Allsvenskan.
US. Masters keppnin í golfi hófst í gærkvöldi:
ROK OG SLEIP GRÍN í
ADALH LUTVERKUNUM
• Rudolf Havlik.
Havlik
hættur með
HK
- og fer heim til Tékkósió-
vakíu
Tékkneski þjálfarinn Rudolf Hav-
lik, sem þjálfað hefur lið HK í 2. deild
handboltans, mun ekki verða með
liðið á næsta keppnistímabili. Havlik,
sem stjórnað hefur Kópavogsliðinu
sl. þrjú keppnistímabil, mun líklega
halda til síns heima í Tékkóslóvakíu.
Havlik kom hingað til lands fyrir
þremur árum til þess að þjálfa Vík-
ing. Samstarf hans við félagið var
þó með styttra móti, aðeins nokkrir
mánuðir áður en hann gekk til liðs
við HK. Hann var um tíma aðal-
þjálfari tékkneska landsliðsins auk
þess sem að hann þjálfaði lið Dukla
Prag. -fros
Falla meistar-
arnir í Firðin-
um?
íslands- og bikarmeistarar Víkings
munu leika í undanúrslitum bikar-
keppni HSÍ gegn hinu unga og ört
vaxandi Iiði FH í Hafnarfirði en Vík-
ingar slógu Þór frá Vestmannaeyjum
út í 8-liða úrslitunum í Eyjum í fyrra-
kvöld, 31-21. FH kom fyrr upp úr
hattinum er dregið var í gær og þvi
fer leikurinn fram í Hafnarfirðinum.
Þá leika Ármann og Stjarnan um
hitt sætið í úrslitunum og er leikur-
inn heimaleikur Ármenninga.
Leikdagar hafa ekki enn verið
ákveðnir en stefnt er að því að leika
báða leikina á mánudaginn. -fros
„Rokið gerði gæfumuninn í dag.
Grínin voru hræðileg,“ sagði Banda-
ríkjamaðurinn Ken Green eftir að
hann hafði leikið golfvöllinn í Aug-
usta í Bandarikjunum á 68 höggum
og náð forystunni ásamt landa sín-
um, Bill Kratzert, eftir fyrsta keppn-
isdaginn af fjórum á US Masters
golfmótinu sem nú fer fram í Banda-
ríkjunum en mót þetta er eitt hið
allra stærsta hjá atvinnumönnum í
golfi á hveiju keppnistímabili. Mikið
óveður setti svip sinn á leik kylfing-
anna í gær og skor var yfirleitt í
hærri kantinum sökum þess. Þá voru
grínin mjög erfið. Hvítu kúlurnar
runnu mjög hratt á þeim og keppend-
ur urðu að taka mikið tillit til þess.
Þrátt fyrir að Ken Green hafi
kvartað yfir grínunum eftir keppnis-
daginn í gær púttaði hann hvað eftir
annað stórglæsilega og setti meðal
annars niður pútt af 30, 50 og 70 feta
færi. Hann náði sjö sinnum að leika
holur á höggi undir pari (bördí) en
þrisvar á höggi yfir pari.
• Margir frægir kylfingar urðu
veðráttunni að bráð í gær. Þar má
nefna sigurvegarann frá því í fyrra,
Bernhard Langer frá Vestur-Þýska-
landi og Severiano Ballesteros frá
Spáni. Langer lék á 74 höggum en
Ballesteros á 71 höggi. „Eg átti í
vandræðum með vindinn og grínin.
Vindurinn var mjög erfiður," sagði
Langer og bætti við að í einu púttinu
hefði vindurinn feykt kúlunni frá
holunni rétt áður en hún lak ofan í.
„Það er enn mikið eftir af þessari
keppni og ég er ekki úr leik þrátt
fyrir hátt skor í dag,“ sagði Langer
ennfremur.
• „Völlurinn var mjög erfiður. Það
var mjög erfitt að pútta. Ég gerði
aðeins ein stór mistök í dag og það
er ekki mikið á þessum velli,“ sagði
Spánverjinn Severiano Ballesteros
eftir keppnina í gær og virtist ánægð-
ur með skor sitt.
• Bandarikjamaðurinn Tom Wat-
son, sem vann US Masters 1977 og
1981, en hefur ekki náð sér á strik á
síðustu árum var mjög ánægður með
höggin sín 70 í gær: „Ég púttaði sér-
staklega vel og var mjög heppinn að
ná þessu skori.
• Bretinn Sandy Lyle sem vann
stórt mót atvinnumanna fyrir
skemmstu náði sér aldrei á strik í
- á fýrsta degi US Masters golfkeppninn-
ar í gær. TVeir efstu menn á 68 höggum
en Bernhard Langer lék á 74 höggum
Severiano Ballesteros lék á 71 höggi á fyrsta degi US Masters keppn-
innar og var ánægður.
gær og lék á 76 höggum. Greinilegt
er að slæmt veður hefur gert mörgum
kappanum skráveifu í gær og ef svo
heldur áfram getur allt mögulegt
skeð á þessu mikla golfmóti. Og þá
er það staða efstu manna eftir fyrsta
daginn. Fyrst kemur skor eftir fyrstu
níu holurnar, þá síðari níu og loks
samanlagt:
1.-2. Bill Kratzert, USA ...35-33 = 68 högg
1.-2. Ken Green, USA........33-35 = 68-
3.-4. Gary Koch, USA........35 34 = 69-
3.-4. Chung Chen, Taiwan....37-32 = 69-
5.-10. Tom Kite, USA........36 34 = 70-
5. 10. T. Nakajima, Japan...35-35 = 70-
5. 10. Dave Barr, Kanada....37-33 = 70-
5.-10. Bob Tway, USA........37-33 = 70-
5. 10. Tom Watson, USA......35 35 = 70-
5. -10. Greg Norman, Ástral.36-34 = 70-
KNATTSPYRNUÞJÁLFARAR
óskast fyrir 5. fl., 4. fl. og 3. fl. karla og mfl. kvenna.
Upplýsingar í síma vs. 13334, hs. 83751, Sveinn.
Knattspyrnudeild Ármanns.
• Pétur Arnþórsson. Búinn að
ná sér og hefur vakið athygli í
Noregi.
Pétur búinn
að ná sér
-oghefurfengiðgóða
domaíNoregi
Pétur Arnþórsson, knatt-
I spyrnumaðurhjá Viking, Stavan-
ger í Noregi, er nú að fullu búinn
að ná sér eftir ristarbrotið sem
háði honum i vetur og hann hefur
[ átt góðu gengi að fagna hjá liði
sínu það sem af er í æfingaleikjum
| félagsins fyrir komandi keppnis-
| tímabil.
Pétur hefur verið fastamaður í
I liðinu og hefur fengið góða dóma,
meðal annars hjá dagblaðinu Aft-
enposten sem tók stutt viðtal við
hann i vikunni. Blaðið kvað
þennan unga íslending eiga eftir
að gera góða hluti á miðjunni hjá
| Viking.
„Það eru margir góðir leik-
I menn hér hjá Viking en ég hef
þó lítið náð að kynnst þeim enn-
þá. Ég býst við að ná að vinna
mér fast sæti í liðinu í sumar en
annars er erfitt að segja um slíkt
| þar sem liðið er ekki mótað,“
gði Pétur. Alls gengu ellefu
I leikmenn yfir i raðir Viking eftir
síðasta keppnistímabil svo ljóst
er að baráttan um sæti kemur til
| með aö verða hörð.
Jón Erling Ragnarsson sem
[ gekk til liðs við Viking á sama
I tima og Pétur mun taka sér hvíld
frá knattspyrnunni næstu daga
| eftir að hafa tognað á æfmgu í
j vikunni. Hann mun þó væntan-
lega verða klár í slaginn fyrir
keppnistímabilið sem hefst eftir
tæpar þrjár vikur. -fros
11.-16. S. Ballesteros, Spáni....35-36 = 71-
11.-16. Corey Pavin, USA....34-37 = 71
11. 16. Roger Maltbie, USA ....35-36 = 71-
11.-16. Ben Crenshaw, USA....36-35 = 71-
11.-16. Hubert Green, USA...35-36 = 71-
11. -16. Danny Edwards, USA .37-34 = 71
16,-17. Bill Glasson, USA...35-37 = 72
16.-17. Fred Couples, USA...35-37 = 72-
18.-23. D. Hammond, USA.....38-35 = 73-
18.-23. Fuzzy Zöller, USA...38-35 = 73-
18. -23. Wayne Levi, USA....38-35 = 73-
18.-23. Larry Rinker, USA...37-36 = 73-
18.-23. Larry Nelson, USA...34-39 = 73-
18. 23. Curtis Strange, USA....37-36 = 73-
Á 74 höggum voru meðal annarra Jack
Nicklaus, Craig Stadler, Mark OMeara
og Raymond Floyd. Calvin Peete var á
75 höggum, Lee Trevino á 76 höggum,
Hale Irwin á 76, Lanny Wadkins á 78
og Bill Rogers á 80 höggum svo ein-
hverjir næstu menn séu nefndir.
-SK
Barcelona
og
Zaragoza
- leika til úrsllta í
spænsku
bikarkeppninni
Það verða Barcelona og Real
Zaragoza sem leika til úrslita í
spænsku bikarkeppninni. í fyrra-
kvöld kom Zaragoza verulega á
óvart og sló Real Madrid úr
kcppninni. Að visu sigraði
Madrid-liðið Zaragoza þá 3-2 á
leikvelli sínum. Það nægði ckki.
Zaragoza sigraði 2 0 i fyrri leikn-
um og vann því samanlagt 4-3 í
undanúrslitunum. Barcelona
sigraði Atletico Bilbao, 2-1
fyrrakvöld og sigraði í báðum
leikjum liðanna í undanúrslitum,
samanlagt 3-1. Úrslitaleikur
Barcelona og Real Zaragoza verð
ur á Vincente Calderon leikvang-
inum í Madrid 26. april. hsím