Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 27
DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986. 39 Menning Menning Menning Menning FREKARI ÞREIFINGAR Sumir listamenn eru tiltölulega íljótir að taka út þroska og firrna hæfileikum sínum réttan farveg. Aðrir eru seinni til og ganga í gegn- um mörg tilraunaskeið áður en þeir finna sér fótfestu í listinni. Þannig var Píkassó farinn að skapa meist- araverk fyrir tvítugt, en Matisse tæplega fyrr en á fertugsaldri. Sigurður Þórir Sigurðsson mundi sennilega tilheyra hópi seinþroska listamanna. í meira en áratug hefur hann verið upptekinn af því að teikna, bæði á pappír og grafíkplötur og hefur, að mér finnst, ekki alltaf haft erindi sem erfiði. Það var oft eins og vantaði skap í teikninguna hjá honum og fyrir bragðið kvikn- uðu verkin sjaldan til lífs. Einfaldleg þjóðfélagsgagnrýnin í verkum hans varð heldur ekki til þess að auka á aðdráttarafl þeirra. Svo gerist það í fyrra að Sigurður Þórir heldur einkasýningu í List- munahúsinu og er þá orðinn allur annar maður. Þyrrkingsleg teikn- ingin hafði vikið fyrir blæbrigðaríku maleríi og í stað þess að frelsa heim- inn fjallaði listamaðurinn um manneskjuna og tilfinningalíf henn- ar, einkum vegi ástarinnar. Það var einnig eftirtektarvert hve hreint og beint Sigurður Þórir gekk til verks. Hann notaði sjaldnastfleiri en tvær manneskjur, karl og konu, og telfdi þeim saman eða á móti lit- brigðum jarðarinnar. Samsafn af smámyndum Þessi vinnumáti nýttist listamann- inum býsna vel. Sum málverkanna á þessari sýningu eru enn með því besta sem Sigurður Þórir hefur gert, er að þreifa enn frekar fyrir sér á þeim vettvangi. Þau eru dempuð í litum, mest í tónum, nfja upp æsku- minningar listamannsins eða Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON enda festu Jastasafn íslands og Listasafh Háskólans þegar kaup á tveimur þeirra. Um þessar mundir sýnir Sigurður Þórir 32 verk í Gallerí fslensk list við Vesturgötu, olíumálverk, olíu- pastelmyndir og verk unnin með blandaðri tækni. Þetta er óneitan- lega ekki eins metnaðarfull sýning og sú síðasta, fremur samansafii af smámyndum úr ýmsum áttum. Olíumálverkin eru aðeins fjögur og bera þess vott að listamaðurinn Sigurður Þórir Sigurðsson - Málarinn og goðsögnin, olia, 1985 hughrif, og eru ekki alveg laus við áhrif Kjarvals og Chagalls. Það er helst í olíupastelmyndunum að Sigurði Þóri tekst að halda damp- inum frá því í fyrra. Þar gilda einfaldar andstæður, bæði í verkefhavali og litum, og sem fyrr sýnir Sigurður Þórir og sannar að hann ræður ágætlega við þessar forsendur. Þótt litlar séu eru margar um- ræddra mynda bæði þróttmiklar og sannar. Afturkippur Hins vegar er ég efins um stórar fígúratffar samsetningar hans sem eru fyrirferðarmiklar á sýningunni. Þær eru í raun stórar pensilteikn- ingar af elskendum, í einum lit eða örlítið tónaðar. En hér er eins og hugkvæmnin bregðist listamannin- um, uppstillingar eru líflausar og ná ekki að gefa neina tilfinningalega spennu til kynna. Svo vantar tilfinn- anlega litina til að bjarga því sem bjargað verður. En þótt eilítill afturkippur hafi komið í myndlist Sigurðar Þóris á hann nóg eftir, eins og sagt er á íþróttamáli. -ai Ur útlegð Sökum langdvalar í Osló, hefur Margrét Reykdal verið á útjöðrum myndlistarlífs á íslandi. Hún hefur að sönnu þegar haldið fjórar einkasýn- ingar og tekið þátt í nokkrum samsýn- Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON ingum hér heima en þó er eins og verk hennar hafi ekki náð að greypa sig í vitund okkar. Fjarvistir Margrétar hafa ef til vill komið í veg fyrir að við gætum mynd- að okkur skoðanir á „ listamanns- prófíl“ hennar. Sjálfum hefur mér fúndist erfitt að átta mig á því sem hún hefur verið að gera. Kannski er það vegna þess að hún nálgast viðfangsefhi sitt, lands- lag og þorpslíf, með gleraugum norskra listamanna, en ekki íslenskra. Norðmenn eru meiri sveimhugar í myndlistinni en Islendingar. Þeir eru gjamir á að sveipa viðfangsefnið blá- móðu eða purpuraslöri í stað þess að grípa það föstum tökum og krefja það svars eins og íslendinga er siður. Það er einmitt blámóðan og purpur- aslörið sem hingað til hefúr truflað mig í verkum Margrétar. Ýmislegt er gefið í skyn, ámálgað sem snöggvast eða vakið upp en það er eins og því sé sjaldan fylgt eftir. Ljóðrænn slagkraftur Sýningu Margrétar í Gallerí Borg (lýkur 14. apríl) hefúr þó margt fram yfir fyrri sýningar hennar. Listakonan dregur rökréttar ályktanir af því sem hún hefur verið að gera til þessa með því að sveigja málverk sitt inn á óhlut- lægari brautir. Með því að aðskilja liti og línur frá hinu þekkjanlega slær hún tvær flugur í einu höggi, leysir skreytigáfur sínar úr læðingi og gefur myndum sínum aukinn ljóðrænan slagkraft. Þó rýfúr listakonan ekki alveg trún- aðarsamband sitt við veruleika hlu- tanna, heldur notar hann sem kveikju og til áréttingar því sem er að gerast í litaspili hennar. En sem vonlegt er hefur Margrét þetta nýja málverk ekki alveg á valdi sínu enn, sumar myndimar fara úr böndum hvað uppbyggingu snertir, aðrar fuðra upp í ómarkvissu litabáli. Auk þess hjálpar upphengingin ekki upp á sákimar. Samt fer ekki á milli mála að uppstokkun listakonunnar á forsendum 'sínum hefur gert henni gott. ai Margrét Reykdal ásamt nokkrum mynda sinna. TRIOKUNST Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á Kjarvalsstöðum 7. febrúar. Flytjendur: Halldór Haraldsson, Guöný Guömundsdóttir, Gunnar Kvaran. Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Trió fyrir pianó, fiðlu og knéfiólu i Es-dúr, op. 1 nr. 1; Dmitri Schostakowitsch: Tríó fyrir pianó, fiðlu og knéfiölu i e-moll, op. 67; Johannes Brahms: Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiölu í H-dúr, op. 8. Lokatónleikar þessa starfsárs Kammermúsíkklúbbsins vom haldnir á Kjarvalsstöðum á mánu- dagskvöld. Þessir síðustu tónleikar afmælisársins vom feikna vel sóttir og varð það til að auka á ánægjuna yfir því hve vel þeir heppnuðust. Undantekningarlaust má segja það um tónleika klúbbsins að til þeirra er vandað, bæði í vali flytjenda og efnis og því má yfirleitt ganga að góðum tónleikum vísum sem á hans vegum em haldnir. Og svo var einn- ig í þetta sinn. Stærsta loforðið Tríó Beethovens, sem merkt er opus 1 númer 1, hafa menn stundum kallað stærsta loforð á vettvangi tónlistarinnar. Loforð um öll þau andans stórvirki sem á eftir áttu að koma frá hendi tónjöfúrsins. En burtséð frá öllum samjöfnuði við önnur og viðameiri verk meistarans, sem mönnum er svo tamt að gera, er tríóið yndisleg músík og þá ekki síst ef hún er jafnfallega spiluð og á umræddum tónleikum. Jöfn stígandi Schostakowitsch tríóið hafa marg- ir nefnt stúdíu í kvikindishætti. Einkum em það minniháttar sell- Tónlist EYJOLFUR MELSTED istar sem orðið hafa að láta í minni pokann í glímunni við upphaf þess, sem svo hafa mælt. Á því hála ein- stigi flaututónanna hefúr mörgum strikað fótur. Réttilega spilaði Gunnar byrjunina án víbratós og lék hana fallega en þó ekki alveg áfalla- laust. En þremenningamir unnu sig líka listilega í gegnum þetta þrælerf- iða verk, sem sannarlega er ekki á neinna meðalskussa færi að leika, og með jafhri stígandi spunnu þau það upp í magnaðan flutning. Að lokum Brahms tríóið, og þar var ekki verið að beita vettlingatök- unum. Leikurinn var þmnginn spennu og hér sýndu þremenning- amir allt sitt besta - einstaklings- framtak af bestu gerð og úrvals samleik. Tríókúnstin var semsé í hávegum höfð þetta kvöldið. EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.