Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 28
40 DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986. Andlát Björn Jóhannsson vélstjóri lést 5. mars sl. Hann fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1952. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Björnsson og Ingunn Símonardóttir. Björn lauk námi frá Vélskólanum í Reykjavík. Lengst af starfaði hann á skipum Hafskips. Útför hans verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag kl. 13.30. Helga Grímsdóttir er látin. Hún fæddist á Grímsstöðum í Reykjavík árið 1888. Hún giftist Magnúsi Magnússyni en missti hann frá sjö börnum árið 1934. Útför Helgu verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Theodór Gíslason lést 3. apríl sl. Hann fæddist 4. ágúst 1907. Theodór réðst til Reykjavíkurhafnarárið 1941 en áður hafði hann verið stýrimaður hjá Slysavarnafélagi íslands á björg- unarskipinu Sæbjörgu. Theodór var kvæntur Sigríði Helgadóttur og eignuðust þau þrjú börn. ÚtförTheo- dórs verður gerð frá Langholtskirkju í dág kl. 13.30. Halldóra Gunnarsdóttir lést 1. apríl sl. Hún fæddist 15. janúar 1893 á Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Gunn- ar Halldórsson og Þorbjörg Jóns- dóttir. Halldóra giftist Guðmundi Vigfússyni en hann lést árið 1958. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Útför Halldóru verður gerð frá Hallgrimskirkju i dag kl. 13.30. Guðmundur J. Frímannsson lést 3. apríl. Hann fæddist þann 6. júlí árið 1910. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jónsdóttir og Frímann Guð- mundsson. Guðmundur lauk námi frá Kennaraskóla íslands vorið 1936. Nokkru síðar hóf hann kennslustörf í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu og þar kenndi hann til ársins 1945. Guðmundur gegndi starfi skólastjóra á Hjalteyri í 20 ár. Síðustu starfsárin kenndi hann við barnaskólana á Akureyri. Guðmundur var giftur Evu Kristínu Magnúsdóttur, en hún lést árið 1981. Þeim hjónum varð tveggja bama auðið. Útför Guðmundar verð- ur gerð frá Akureyrarkirkju í dag. Thor R. Thors lést 30. mars sl. Hann fæddist 15. júní 1919 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Richard Thors og Jóna Thors. Thor lauk námi í Verslunarskóla íslands árið 1936 og stundaði framhaldsnám í viðskipta- fræði, fyrst í Englandi og Þýskalandi og síðan í Bandaríkjunum. Er Thor kom heim til íslands að loknu námi gerðist hann framkvæmdastjóri Kveldúlfs hf. Hann gegndi því starfi til ársins 1967 er hann var ráðinn forstjóri Bjamarins hf. Hann var aðalræðismaður Ítalíu á íslandi frá 1963. Eftirlifandi eiginkona hans er Helga Möller. Þau hjónin eignuðust einn son. Útför Thors verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Andrés Eyjólfsson, fyrrverandi bóndi og alþingismaður, Síðumúla í Borg- arfirði, lést í sjúkrahúsi Akraness 9. apríl. Margrét Árnadóttir, Skeggjagötu 21, andaðist í Borgarspítalanum 9. aprii. Þórunn Jóhannesdóttir, Kleppsvegi 8, lést 9. þessa mánaðar. Kristín Á. Gustavsson lést 2. apríl í Helsingborg í Svíðþjóð. Útförín verður gerð frá Helsingborgs Kre- matorium þann 15. apríl. Guðmunda Gísladóttir, Brekku, Hvalfjarðarströnd, verður jarðsung- in frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 12. apríl ki. 14. Páll Eyjólfsson, Eyjahrauni 12, Vest- mannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 12. apríl kl. 14. Guðmundur Lúðvík Þorsteinsson, Ólafsvegi 19, Ólafsfirði, verður jarð- sunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 12. apríl kl. 14. Ólafía Sigríður Þorsteinsdóttir, Hringbraut 111, Reykjavík, sem lést 5. apríl, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík miðvikudag- inn 16. apríl kl. 15. Utvarp_____________Sjónvarp Eiríka Á. Friðriksdóttir hagfræðingur Fréttir ekki nógu skipulegar Ég heyrði fréttir og íslenskt mál i gær og það vár allt og sumt, ég hef venjulega annað að gera við tímann minn. Það er þá helst að ég hlusti á tónlist meðan ég vinn eitt- hvað annað. Það sem helst vakti athygli mína í innlendum fréttum í gær voru væntanleg bankakort. Ég veit að þau hafa verið notuð nokkur ár í löndunum í kringum okkur. Þau eiga eftir að koma í veg fyrir ávísanafals að einhverju leyti - en konan í húsinu á móti mér lenti einmitt í því að heftinu hennar var stolið. Svo tók ég líka vel eftir því sem sagt var um síldarstofninn. Þó ég hlusti alltaf á fréttir verð ég að segja að þær eru allt of hratt lesnar, ekki einu sinni komma eða punktur á eftir setningum og allt í sama tón. Ég er ekki ein um þessa skoðun, hef talað um þetta við fjölda fólks sem er á sama máli. Mér fyndist líka betra ef fréttir frá hverju landi væru tilkynntar með sama hætti og í BBC, sagt: Banda- ríkin! og þá kæmi allt um Bandarík- in, ísland! og þá innlendu fréttimar, frekar en hafa þetta í einni hrúgu hvað innan um annað. Auk þess ætti að hafa eins og í gamla daga ákveðið lag á undan fréttum svo fólk vissi að þær væru að koma. Nú er spiluð poppmúsík alveg þang- að til allt í einu fréttir eru byrjaðar og maður missir kannski af byrjun- inni. I sveit era útvarps- og sjón- varpsfréttir ákaflega mikilvægar af því að blöðin era svo sein og þar er svona fréttalag mjög mikilvægt. Ég horfi ekki mikið á sjónvarp - nema fréttir - þar er gott að hafa myndirnar. En biddu fyrir þér! ég horfi ekki mikið á þessar myndaser- íur frá nítján hundrað sjötíu og fjögur sem keyptar eru í kílóavís. Tilkynningar Einkaframtak og aímenningsálit Verzlunarráð Islands heldur al- mennan félagsfund í Átthagasal Hótel Sögu miðvikudaginn 30. apríl 1986 kl. 08.15-09.30. Efni fundarins verður: Einkafram- tak og almenningsálit. Antony Fisher, formaður „Átlas Economic Research Foundation“ í San Fran- cisco, flytur erindi. Fisher er Breti og.var orrustuflug- maður í flugher hennar hátingar þar til 1948. Samkvæmt ráleggingum Fri- edrich Hayeks, hins kunna austur- ríska hagfræðings, ákvað hann að helga sig útgáfu rita um hagfræðileg málefni. Til þess þurfti fjármagn svo Fisher stundaði viðskipti um árabil. Árið 1955 stofnaði hann I.E.A., „Inst- itute of Economic Affairs". Núver- • andi framkvæmdastjóri þeirrar stofnunar er Lord Harris sem er fé- lögum VÍ að góðu kunnur en hann var gestur á viðskiptaþinginu 1985. Fisher hætti í viðskiptum árið 1975 og hefur helgað sig formennsku í stofnunum i Kanada og Bandaríkj- unum sem starfa á sama grundvelli og I.E.A. Bækur þessar skipta nú orðið hundruðum og eru lesnar í u.þ.b. 40 löndum. Sagt er að bækur þessar sé að finna jafnt á borðum nemenda sem og helstu ráðamanna í þjóðfélaginu. Þátttaka á morgunverðarfundin- um tilkynnist sem fyrst á skrifstofu VÍ í síma 83088. Morgunverður kost- ar kr. 450. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík Vorfagnaður félagsins verður hald- inn í Domus Medica laugardaginn 12. apríl og hefst kl. 21. Félagar íjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Eftirgjöf aðflutningsgjalda vegna bifreiðakaupa til öryrkja Samkvæmt tillögum úthlutunar- nefndar bifreiða til öryrkja mun íjármálaráðuneytið á næstu dögum senda tilkynningu þeim öryrkjum sem í ár verður veitt eftirgjöf að- flutningsgjalda vegna bifreiðakaupa. Að þessu sinni var 546 öryrkjaleyf- um úthlutað sem er áþekkur fjöldi og úthlutað hefur verið á undan- förnum áram. Fjárhæð eftirgefinna gjalda af 530 bifreiðum var ákveðin allt að kr. 25.000,- af hverri bifreið en full eftirgjöf vegna 16 bifreiða samkvæmt sérstakri heimild toll- skrárlaga. Eins og við fyrri úthlutanir var við ákvörðun eftirgjafarinnar tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa á framfærslukostnaði og aðflutnings- gjöldum á bifreiðum frá því núgild- andi grunnfjárhæð eftirgjafar vai lögfest 1981. Alyktun stjórnar Húseigendafé- lagsins Stjórn Húseigendafélagsins mót- mælir harðlega framkomnum hugmyndum um framlengingu á tímabundnum eignarskatti á íbúðar- húsnæði. Reynsla hefur sýnt að tímabundnir skattar hafa reynst ærið lífseigir hér á landi. Kvennadeild Rangæingafé- lagsins verður með kökusölu og flóamarkað á Hallveigarstöðum laugardaginn 12. apríl nk. kl. 14. Gullbrúðkaup eiga á morgun, laug- ardaginn 12. apríl, hjónin Kristjana Enn hefur verðið á islensku agúrk- unum lækkað. Heildsöluverð hjá Sölufélaginu er komið í 77 kr. fyrir I. flokk. Heildsöluverð hefur þá lækk- að um helming frá því að gúrkumar Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirði: Framboðslisti óháðra borgara á Fáskrúðsfirði, vegna komandi sveit- arstjómarkosninga, var ákveðinn i gærkvöld. Að sögn Eiríks Stefánsson- ar, formanns Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar, ríkti mikil eining og baráttuhugur á fund- inum þar sem listinn var ákveðinn. Eiríkur hafnaði, sem kunnugt er, 3. sæti á lista Alþýðubandalagsins eftir að hafa gefið kost á sér í prófkjöri innan þess. Listi óháðra er þannig skipaður: 1. sæti: Eiríkur Stefánsson, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Fundir Fundur kvenfélags Bústaða- sóknar verður haldinn mánudaginn 14. apríl kl. 20.3Ö í safnaðarheimili Bústaða- kirkju. Spiluð verður félagsvist og rætt um sumarferðina. Kvenfélag Breiðholts Fundur verður í Breiðholtsskóla mánudaginn 14. apríl kl. 20.30. Spilað verður bingó, kaffiveitingar. Félags- konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Ásbjörnsdóttir og Dagbjartur Sig- urðsson, Álftagerði í Mývatnssveit. Þau hófu búskap þar fyrir 50 árum 1936. komu fyrst á markaðinn fyrir fáeinum vikum. Við sögðum frá, 30% verð- lækkun á Neytendasíðu í gær. Gúrkumar hafa lækkað aftur um 30% síðan þá. -A.Bj. Fáskrúðsfjarðar, 2. sæti: Birgir Krist- mundsson verkamaður, 3. sæti: Vignir Hjelm verkamaður, 4. sæti: Óðinn Magnason verkamaður, 5. sæti: Ing- ólfur Hjaltason vélvirki, 6. sæti: Guðný Sigmundsdóttir verkakona, 7. sæti: Grétar Arnþórsson verkstjóri, 8. sæti: Ingvar Sverrisson sjómaður, 9. sæti: Benedikt Sverrisson stýrimað- ur, 10. sæti: Jón Kárason sjómaður, 11. sæti: Agnar Sveinsson útgerðar- maður, 12. sæti: Lúðvík Daníelsson iðnverkamaður, 13. sæti: Sigurbjörg Kristmundsdóttir húsmóðir og í 14. sæti er Þórarinn Bjamason á Borg, elsti íbúi Fáskrúðsfjarðar, kominn á tíræðisaldur. Enn lækka gúrkurnar Listi óháðra á Fáskrúðsfirði: Verkalýðsfor- maðurinn í 1. sæti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.