Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 32
44
DV. FÖSTUDAGUR ll.APRÍL 1986.
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós
Olyginn
sagði...
Priscilla
Presley
fékk mótleikara sina í Dallas-
þáttunum, þar sem hún hefur
fengið hlutverk nú um hrið, til
að glenna upp augun þegar hún
mætti i upptökur með nýja hár-
greiðslu. Ekkja rokk-kóngsins
var margrómuð fyrir sitt síða
svarta hár en nú var það orðið
Ijóst og stutt í þokkabót. Þegar
félagarnir höfðu jafnað sig voru
allir á einu máli um að frúin
hefði yngst um 10 ár.
Elísabet
Englands-
drottning
varð nýverið fyrir barðinu á
hraklegum rekstri þegnanna á
járnbrautum rikisins. Vandræð-
in byrjuðu með eilífum töfum.
Eimreiðin snerist vart heilan
snúning vegna bilana. Lestin
varð þvi mörgum klukkutímum
á eftir áætlun þegar æfareið
drottningin steig loks út á braut-
arpallinn í Lundúnum. Á meðan
starfsmenn járnbrautanna voru
að baksa við að koma lestinni
á leiðarenda mátti drottningin
þola sult og seyru því allt sem
nota átti i eldhúsinu var líka bil-
að. Á endanum mátti drottningin
sætta sig við kaldan morgun-
verð einan matar.
Penelope
Keith
sem sjónvarpsáhorfendur muna
vel eftir úr þáttunum um Ættar-
óðalið. rakar nú saman pening-
um á því að fá Ameríkana til
að trúa því að hún sé í raun og
veru aðalskona. Ferðaskrifstofa.
fyrir vestan hafið hefur gert við
hana samning um að drekka
síðdegiste með bandarískum
ferðalöngum. Bandaríkjamenn
flykkjast nú í te hjá frúnni enda
vita þeir ekkert æðislegra en
enska aðalsmennsku.
Ný Dana-
drottning?
Danir státa nú af
ekta rokkdrottn-
ingu. Hún heitir
Nathalie Kollo, spræk
hnáta með kröftuga
rödd. Það er ekkert
Madonnuvæl sem
hún lætur frá sér
fara heldur rífandi
rokk - þungt og
hrátt.
Hæfileikana á hún
ekki langt að sækja.
Faðir hennar er
Rene Kollo, sem einu
sinni var næstum
heimsfrægur tenór.
Móðir hennar er Dó-
róthea Kollo ein af
þekktustu dægur-
lagasöngkonum
Dana. En sú stutta
kærir sig hvorki um
óperusöng né ástar-
söngva-hún vill
hafa það rokk og ról.
Nathalieernýorð-
in 18 ára gömul en
samt eru plötuút-
gefendur farnir að
slást um samninga
við hana.
Fyrsta
plata kemur út síðar
á þessu ári og er spáð
mikillisölu afþeim
sem heyrt hafa söng-
inn. En Nathalie
gerði aðeins samning
um þessa einu plötu
þannig að áhugas-
amir útgefendur sem
geta boðið vel eiga
möguleika á að gefa
út þá næstu,
Til að styrkja rödd-
ina hefur Nathalie
sótt söngtíma hjá
Florie Darte - frægri
söngkonu í Ham-
borg. Húnfórtil
Cannes til að læra
undirstöðuatriðin í
sviðsframkomu
svona til að fá stílinn
yfir það sem hún hef-
ur lært undanfarin
árí jassballett.
Og nú er allt til-
búið til að taka við
frægðinni þegar hún
kemur í sumar - ef
allt gengur að
óskum.
Prýðilegir
líkamsburðir
eru nauðsyn-
legir í rokk-
inu. Þar er
Nathalie. í
engu áfátt.
Upp komast svik um síðir
Hún Díana prinsessa er klár í
kollinum og kann að drýgja í skart-
gripum sínum. Tískufrömuðum
þykir þó meðferð hennar á skart-
gripum krúnunnar í hæpnara lagi.
Drottningarmóðirin átti eitt sinn
ennisband forkunnarfagurt með
dýrum steinum og öllu. Díana fékk
þetta band en gafst fljótt upp á að
hafa það á höfðinu og gengur nú
með það um hálsinn. Auðvitað er
ekkert athugavert við að venjulegt
fólk hagi sér svona en prinsessur...
Ellen Kinnally: Ég skipti skapi eftir bíómyndum sem ég sé, eftir að hafa
séð rómantíska mynd langar mig að líta út eins og Ófelía - og þá fæ ég
mér þannig hárkollu.
Hár á hár ofan
„Þegar ég var ung stúlka á sjöunda
áratugnum elskaði ég þær og lang-
aði ekki jafnmikið í neitt í jóla- og
afmælisgjöf," segir Ellen Kinnally
tiskuhönnuður, sem er sérhæfð í
hártísku og förðun, um hárkollur.
„Leon Bucheit, einn fremsti hár-
kolluhönnuður þeirra tíma, bjó í
grennd við mig og ég fór iðulega i
heimsókn til hans og horfði á hann
vinna hárkollur á stjömur eins og
Jackie Kennedy og Faye Dunaway.
En það þýddi ekki fyrir mig að
biðja um eina, hann hefði aldrei
látið mig hafa, en þegar ég var fjög-
urra ára gaf hann mér hárkollut-
ösku sem ég nota enn þann dag í
dag.“
Ellen er dæmigerð fyrir þá sem
lifa og hrærast með hárkollur í
næturklúbbamenningu Manhatt-
an. „Þetta er ekki raunverulegur
heimur og enda enginn sem heldur
því fram. Þetta er heimur þeirra
krakka sem hafa alist upp fyrir
framan sjónvarpið, horfandi á end-
ursýningar, og lesandi gamanblöð.
Rétt eins og foreldrar þeirra vilja
líkjast Ronald Reagan vilja þau
líkjast Fred Flintstone. Og kannski
er þá hárkolla allt sem þarf.“
-JSÞ
Oteljandi andlit
á einum manni
Yfirleitt eru það örlög amerískra
kvikmyndastjarna að geta ekki lá-
tið sjá sig á götu án þess að eiga í
vandræðum með aðdáendaskarann
sem situr um hvert fótmál þeirra.
Joel Grey er þó laus við þessi vand-
ræði. Ekki vegna þess að hann
hafi ekki getið sér gott orð á hvíta
tjaldinu. Galdurinn er sá að leika
aldrei án þykks andlitsfarða.
Hann lék til frægðar í Kabarelt
á móti Lizu Minnelli en var óþekkj-
anlegur í hlutverkinu vegna þess
að andlitið var málað hvítt. Þess
vegna segir enginn sem sér Grey á
götu: „Nei sko, er þetta ekki sá
frábæri úr Kabarett." Þannig hefur
andlitsfarðinn reynst Grey skjól-
góður í næðingnum á toppnum.
Nú er væntanleg ný mynd með
Joel Grey í aðalhlutverki. Þetta er
„Remo“ sem nú er verið að sýna í
einu af kvikmyndahúsum borgar-
innar. Enn er kappinn óþekkjan-
legur. I þetta sinn leikur hann
gamlan Kóreubúa að nafni Chiun,
mikinn meistara í austurlenskri
bardagalist.
Dag hvern sem unnið var að upp-
tökum myndarinnar þurfti Grey að
eyða fimm klukkutímum í að koma
gervinu upp og taka það af sér aft-
ur. Árangurinn var í samræmi við
erfiðið en samt er Grey það skapi
næst að hætta þessum leik með
farðann og nota sitt eigið andlit í
næstu mynd.
Joel Grey varð fyrst frægur fyrir
leik sinn á móti Lizu Minnelli í
Kabarett. Enginn þekkti hann þó
undir gervinu.