Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 36
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1986. Stúdentapólitík: Bylting í bifreið „Jú, ökuferðin var farin,“ sagði Ari Edwald, einn af fulltrúum hins ný- stofnaða stúdentafélags, Stígandi, í samtali við DV. Eins og kunnugt er af fréttum hafa orðið miklar sviptingar varðandi myndun meirihluta í stúdentaráði Háskóla Islands sem nú samanstend- ur af 12 Vökufulltrúm og 4 Stígandi- mönnum. Eftir sitja 13 vinstrimenn og einn umbótasinni. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV fór formaður Vöku og núverandi formaður Stúdentaráðs með tvo umbótasinna í ökuferð um Suðurland, meðal annars til að ræða við einn umbótasinna er var við störf íJÞorlákshöfn. Átti að reyna til þraut- ar hvort meirihlutasamstarf þessara aðila væri mögulegt. Annar umbóta- sinninn í bifreiðinni og sá er var við störf í Þorlákshöfn voru til í slaginn en eitthvað vafðist ráðabruggið fyrir þriðja umbótasinnanum, Gylfa Ást- bjartssyni, sem jafnframt var formað- ur Félags umbótasinna. Var þá ekið með hann vítt og breitt um Suðurland þar til numið var staðar á Stokks- eyri, stúdentafélagið Stígandi stofn- að, Gylfi gerður að formanni, nauðsynlegar ráðstafanir gerðar í ~ gtignum síma, brunað í bifreiðinni til Reykjavíkur og völdin tekin. Kom þetta ráðabrugg mönnum í opna skjöldu og gátu andstæðingarn- ir ekkert aðhafst. -EIR Þjoðaratak gegn krabbameini Vigdís gengur ekki í hús Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, mun ekki ganga í hús og safna í landssöfnun Krabbameinsfélagsins sem gengur undir kjörorðinu „Þjóð- arátak gegn krabbameini - þín vegna“. ‘Vigdís er að vísu skráð sem einn af sjálfboðaliðum söfnunarinnar en hennar framlag veður fólgið í því að heimsækja miðstöðvar söfnunarinnar á höfuðborgarsvæðinu á laugardag- inn, heilsa upp á fólk og fylgjast með framgangi mála. Vigdís er einnig vemdari átaksins. -KB Geriö uerösamanburö og pantiö úr 1 utÁ7\ 1 k V/ M \ I I r V Sl 7 Simi: 52866 Nægir Albert ekki kollur í stað ráðherra- stóls ef hann er hálfur út úr stjórninni? Þeir þvælast fyrir öllum mínum málum „Það er rangt að ég hafi farið af ríkisstjórnarfundi i síðustu viku. Hins vegar fór ég strax að honum loknum. Ég sagði það þá að ég sæi ekki til hvers ég væri að mæta á slíka fundi á meðan framsóknar- menn brygðu fæti fyrir öll mál mín sem iðnaðarráðherra og ég hefði ekki annað erindi en að taka þátt í afgreiðslu mála fyrir aðra ráð- herra.“ Þetta sagði Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra í morgun. Málgagn Framsóknarflokksins, dagblaðið Tíminn, fullyrti eftir um- ræddan ríkisstjórnarfund að Albert væri kominn hálfur út úr ríkls- stjóminni. Hann hefði gengið af fundinum, skellt hurðuin og sagst ekki mæta framar nema sérstaklega boðaður til þess að Qalla um mál- efni síns ráðuneytis. Forsætisráð- herra var sagður staðfesta brottgönguna og þykja þetta slæm hegðun. Albert hló kankvíslega að þessu í morgun og sagði það ekki óvanalegt að bunan stæði út úr Steingrími Hermannssyni eins og stórfoss þeg- ar minnst varði. Hann sagðist hins vegar bíða með að svara honum þangað til hann kæmi aftur heim og hefói kynnt sér ummæli forsætis- ráðherra og samflokksráðherra hans. „En mér er full alvara í því að eiga erindi sem erfiði í ríkis- stjórninni á meðan ég er þar,“ sagði Albert. „Ráðhemar Framsóknarflokksins hafa lagst á öll mín mál í vetur, sum síðan í haust. Sprengipunkturinn var svo viðbrögð þeirra við hug- mvndum mínum um aðgerðir til þess að halda sem mestu af end- urnýjun togaraflotans, sem nú er að hefjast, í íslenskum skipasmíða- stöðvum. Við erum að missa þessi - segir Albert Guðmunds- son iðnaðar- ráðherra um fram- sóknarráð- herrana verk öll til þess að halda uppi út- lendingum á okkar kostnað. Það er heimskulegt að sporna ekki við fæti í þessu máli, við höfum engin efni á því að haga okkur þannig sé finnanlegur flötur á því að halda þessum verkefnum í landinu. Fram- sóknarmenn voru hins vegar ekki til viðræðu um það.“ Albert vildi ekki svara því hvort hann ætlaði að mæta á næsta ríkis- stjómarfund eftir heimkomuna án sérstakrar boðunar. „Ég hef ekki aðstöðu til þess að svara því fyrr en ég kem heim.“ HERB ■ ..1 .................■■■■'- Veðrið á morgun: Skúrir og slyddafyrir norðan Á morgun verður hæg, breytileg eða norðvestlæg átt á landinu, lít- ilsháttar skúrir eða slydduél verða á annesjum norðanlands en súldar- vottur sunnan- og vestanlands, aðallega við strandlengjuna. Frem- ur svalt í veðri. Heldur hlýrra sunnanlands þar sem hiti getur far- ið upp í 6 stig. -A.Bj. Vorhugur er kominn í æsku landsins. Þróttmiklir krakkar nota hvert tækifæri til þess að leika sér í boltaleik, snú-snú, teygjutvist og ýmiss konar eltingarleikjum. Þessi börn voru frelsinu fegin er hringt var út í friminútur eftir kennslustund i Hlíðaskóla, gripu strax til boltans eða brugðu sér i Sólarhrings- verkfall - veitingahús almennt opin í kvöld Sólarhringsverkfall ófaglærðs starfsfólks á veitingahúsum hófst á hádegi í dag. í morgun slitnaði upp úr viðræðum aðila eftir um 20 klukkutíma samningafund hjá sátta- semjara ríkisins sem hófst klukkan 13 í gær. Ekki hefur verið boðaður nýr sáttafúndur en starfsfólkið hefur boðað tveggja sólarhringa verkfall sem hefst klukkan 9 að morgni 18. apríl nk. . Að sögn veitingahúsaeigenda hefur verkfallið núna sáralítil áhrif á rekst- ur húsanna. Almennt verður opið á veitinga- og skemmtistöðum. Það kemur til af því að eigendur munu starfa sjálfir og einnig að fagfólk verður við störf, s.s. þjónar óg mat- reiðslumenn. Það eru kaupkröfur starfsfólksins sem viðsemjendur þeirra sætta sig ekki við og telja allt of háar.-APH Utanríkisráð- herra dreginn fyrir dóm „Deilan stendur um hvort utan- ríkisráðherra hafi sveitarstjómarvald á varnarsvæðunum. Hann telur að svo sé en Miðneshreppur telur að svipta verði sveitarstjómir því valdi með lögum,“ sagði Olafur Ragnars- son, lögfræðingur Miðneshrepps. Hreppurinn hefur höfðað mál gegn utanríkisráðherra vegna byggingar- leyfisgjalda nýju flugstöðvarbygging- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Flugstöðin er staðsett í Miðneshreppi en utanríkisráðherra neitar að greiða byggingargjöldin vegna þess að flug- stöðin er byggð á varnarsvæði. „Byggingarleyfisgjaldið er rúm milljón með vöxtum en fasteignagjöld um ókomin ár em umtalsverð fjár- hæð,“ sagði Ólafur Ragnarsson. „Málflutningur fer fram á föstudag- inn eftir viku,“ sagði Þorgeir Þor- steinsson, lögreglustjóri á Keflavík- urflugvelli í gær. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.