Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1986, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1986, Qupperneq 32
FRÉTT ASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986. Hella: Tvö þúsund búniraðtjalda í morgun voru um tvö þúsund manns búnir að slá upp tjöldum á Gadda- staðaflötum á Hellu þar sem landsmót hestamanna hefet í dag. Hestamenn með þúsundir hesta streyma að úr öll- um áttum, margir komnir langt að og reikna mótshaldarar með að gestir verði á bilinu 10-20 þúsund áður en yfir lýkur á sunnudagskvöldið. Landsmótið hefst formlega klukkan 13.00 í dag með dómum á kynbóta- hrossum. Aðstaða fyrir gesti, jafnt manneskjur og dýr, er hin ákjósanleg- asta á Hellu. Búið að græða upp alla sanda innan mótssvseðisins en að- gangseyrir er 1200 krónur. -EIR Rannsókn á máli Sólbergsins í biðstöðu Rannsókn á máli Sólbergsins ÓL 12 „frá Ólafsfirði, vegna gruns um meinta Íolsun á löndunarskýrslum, hefur ekki enn verið hafin og liggur ekki ljóst fyrir hvaða stefna verður tekin í mál- inu. í mars fyrr á þessu ári sendi sjávar- útvegsráðuneytið beiðni um rannsókn til Rannsóknarlögreglu ríkisins, vegna gruns um stófellda fölsun á löndunar- skýrslum Sólbergsins, bæði við löndum innan lands og utan. Grunur vaknaði vegna upplýsinga sem komu fram í skrifúm Bjöms V. Gíslasonar þar sem birtar vom tölur um raun- verulegan afla og löndunarsk'ýrslur ónefnds skips. RLR hefur nú sent málið til ríkisak- sóknara til umsagnar um „hvort og með hvaða hætti rannsókn skuli fara --fi-am'f Bragi Steinarsson, sem hefúr mál Sólbergsins til umfjöllunar, sagði í samtali við DV að engin ákvörðun lægi fyrir ennþá. „Ég er ekki farinn að fletta þessu ennþá og get ekki sagt hvaða stefna verður tekin í þessu máli.“ -S.Konn. ALLAR GERÐIR SENDIBÍLA •*-** Skemmuvegur 50 LOKI Svona getur sænsk sál fræði leikið menn. Innbrotsþjófar slógu lógreglu og lögðu á flótta: Teknir eftir öfluga mótspyrnu Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var vom tveir menn í búðinni. Urðu að handjáma annan þeirra eftir skömmu síðar á harðahlaupum á lögreglunni tilkynnt um innbrot í mennimir ekki lögreglunnar varir nokkur átök en hinn sló lögreglu- Bugðulæknum. íljóskomaðþarvar verslunina Lækjarkjör við Brekku- fyrr en hún hafði umkringt staðinn. þjón í höfuðið og lagði á flótta. á ferðinni strokufangi af Litla- læk. Bmgðust þeir engu að síður hart við Fleiri lögreglumenn vom kallaðir á Hrauni sem lýst hafði verið éftir í Þegar lögiæglan kom á staðinn og veittu öfluga mótspyrnu. Tókst vettvang og náðist maðiuinn gær. Báðh menmmir em í vörslu lögreglunnar. -ÞJV Sálfræðingur og sænskur goði Thure Claus og Sveinbjörn Beinteinsson á gangi í Hallargarðinum í Reykjavik i gær. DV-mynd S. „Ég var með Sveinbimi Bein- teinssyni allsherjargoða að Draghálsi í nótt. Hann talaði ís- lensku og ég sænsku og við skildum hvor annan ágætlega," sagði Thure Claus, allsherjar- goði sænskra ásatrúarmanna, í samtali við DV í gær. Thure Claus er staddur hér á landi í sambandi við listahátíðina N’art’86 sem hefst á túninu við Norræna húsið 18. júlí. N’art’86 er nokkurs konar afmæliskveðja til Reykjavíkur á 200 ára af- mælinu, hingað streyma á annað hundrað norrænir listamenn, ferðast um landið og sameinast svo í Reykjavík seinni hluta mánaðarins. „Nú em á milli 3 og 400 ásatrú- armenn í Svíþjóð en þeir höfðu ekki allir ráð á að koma á hátíð- ina hér í Reykjavík," sagði Thure Claus sem er menntaður sálfræð- ingur og starfar sem slíkur á sjúkrahúsi í Stokkhólmi. Hann er 31 árs og áhugi hans á ásatrú vaknaði snemma: „Ég hef lagt stund á yoga og hugleiðslu frá 12 ára aldri og skynjaði snemma ýmsa krafta í náttúrunni og út- geislun frá fólki. Það lá beint við að rækta þessa eiginleika í ásatr- únni.“ Thure Claus ætlar að halda fyrirlestra um seið og ýmsa fom- eskju 19. og 20. júlí. Þá hyggst hann einnig verða með sýni- kennslu í ýmsum siðum ásatrú- armanna enda blóta sænskir ásatrúarmenn guði sína á annan hátt en íslenskir: „Ég blóta Óðin en Sveinbjöm Beinteinsson blótar Þór,“ sagði ’lhure Claus allsherjargoði. -EIR Veðrið á morgun: 4 Hæg- viðri Fremur hæg austlæg átt á landinu. Þokuloft á annesjum norðvestan- lands en súld eða rigning við suð- austurströndina. Rainbow-málið: Viðræður í dag Hans G. Andersen mun í dag eiga viðræður við Derwinsky, sérlegan ráð- gjafa bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, um það hvaða hugmyndir bandaríkjastjóm hefur um breytingar á útboðum varðandi vöruflutninga til vamarliðsins. Þessar viðræður em framhald af við- ræðum Matthíasar Á. Mathiesen utanríkisráðherra og Schultz utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna í Halifax í vor þar sem Schultz talaði um að athuga nýjar leiðir í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu er ekki mikilla tíðinda að vænta af fundi Hans G. Andersen og Derwinsky í dag og frek- ar búist við að framhald verði á viðræðunum. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.