Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Side 3
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. 21 Sólheimaleik- arnir 1986 Nú um helgina verður haldin geysimikil Qölskyldu- og íþróttahá- tíð að Sólheimum í Grímsnesi sem nefnist Sólheimaleikarnir 1986. I kvöld verður kvöldvaka en Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, set- ur hátíðina formlega á morgun, laugardag. íþróttakeppni í helstu keppnis- greinum fatlaðra, sundi, boccia og borðtennis, fer fram á morgun en á sunnudaginn.verður síðan fjöl- skylduhátíð. Hefst hún klukkan tíu með göngu og geta þátttakendur valið milli mismunandi vega- lengda. Eru fatlaðir hvattir til að taka aðstandendur með í þessa al- þýðuíþrótt. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og veglegan verðlaunapening. Hátíðinni lýkur síðan með því að Stuðmenn standa fyrir stórdans- leik í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi staðarins. Geysimargt verður til skemmtun- ar á Sólheimum þessa helgi, dansleikir, kvöldvökur, flugelda- sýning og margt fleira. Auk Stuðmanna koma fram Lúðrasveit verkalýðsins og Big Band V.L. Á staðnum verður einnig blakvöllur, knattspyrnuvöllur, þrautabraut, safarí, sundlaug, heitur pottur og gufa. Sætaferðir verða frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík og matsala og gisting verður á staðnum gegn vægu verði. Þátttaka í íþrótta- keppni óskast tilkynnt mótstjórn í síma 99-6430. Aðstoð við fram- kvæmd leikanna og öryggisgæslu annast skátar. Stuðmenn verða meðal gesta á Sólheimaleikunum og munu þeir sjá um fjörið á stórdansleik á sunnudags- kvöldið. Þýskt segl- skip til sýnis í Reykja- víkurhöfn f gær sigldi þrímastra glæsilegt seglskip inn á Reykjavíkurhöfn. Skipið, sem heitir Gorch Fock, er í eigu þýska sjóhersins og er notað sem æfingaskip fyrir sjó- liða. Störf á seglskipi eru sögð sérlega vel fallin til að bæta sam- vinnu og samstarfsanda. Skipið er í mjög góðu standi þótt það sé að nálgast þrítugsaldurinn, hafi siglt rúmar 400 þúsund sjómílur og komið við í meira en 200 höfn- um. Skipið heitir eftir sjómannssyni sem fórst í sjóorrustu í fyrri heimsstyrjöldinni. Hafið var hon- um mjög hugleikið og samdi hann nokkrar smásögur um það. Skipið verður i Reykjavíkur- höfn fram á mánudag og er almenningi boðið að skoða skipið á sunnudaginn milli kl. 15 og 17. Kristján Oskarsson og Andri Bachmann leika á Mímisbar um helgina eftir langt sumarfri. DV-mynd Óskar örn. DúettáMímisbar Félagarnir Andri Bachmann og Kristján Óskarsson munu sjá um fjörið á Mímisbar á Hótel Sögu nú um helgina en þeir hafa verið í sumarfríi undanfarið. Þetta er þriðji veturinn sem þeir leika á Mímisbar og hafa þeir jafnan skapað þar góða stemmningu. Kristján leikur á allskyns hljómborð en Andri sér um söng og trommuleik. Tónlistin er allra handa og fyrir alla aldurshópa. Þeir verða á Mímisbar í allan vetur og leika á föstudags- og laugardagskvöldum frá tíu til hálf þijú. ■Hl :;-;C Á NÆSTA BLAÐSOLUSTAD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.