Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Page 7
FÖSTUDAGUR 29. ÁQÚST 1986.
29 ▼
íslandsmótið í knattspyrnu:
Bikarúrslitaleikuriim um helgina
Nú um helgina má segja að knatt-
spymuvertíðin nái hápunkti sínum
en á sunnudaginn kl. 14.00 verður
sjálfur bikarúrslitaleikurinn á dag-
skrá. Bikarkeppnin ber heitið
mjólkurbikarinn að þessu sinni.
Það em Fram og Akranes sem
bítast um bikarinn í ár. Bæði liðin
em mikil bikarlið þó að þau hafi
aðeins einu sinni áður mæst í úr-
slitaleiknum sjálfum. Það var árið
1984 og þá unnu Skagamenn 2-1.
Forsala aðgöngumiða hófst í gær
og stendur fram að leik. í dag verð-
ur forsala frá kl. 12.00 til 18.00 í
Austurstræti. Á morgun, laugar-
dag, verður forsala niðri í Laugard-
al frá 10.00 til 16.00 og á sunnudag
frá kl. 10.00. Á Akranesi verður hún
í versluninni Óðni.
2. deild karla
Völsungur-fBÍ..30. ágúst kl. 14.00
KS-Njarðvík.....30.ágústkl. 14.00
KA-Skallagr.....30. ágúst kl. 14.00
Þróttur-Selfoss....30. ágústkl. 14.00
Einherji-Víkingur
................30. ágúst kl. 14.00
3. deild karla
Stjarnan-ÍK....29. ágústkl. 19.00
Reynir-ÍR.......29. ágúst kl. 19.00
Leiknir, F.-Tindastóll
...............30. ágúst kl. 14.00
Magni-Leiftur.30. ágúst kl. 14.00
Reynir, Á.-Austri30. ágústkl. 14.00
Þróttur, N.-Valur, Rf.
...............30. ágúst kl. 14.00
Kvennaknattspyrnan
Úrslitaleikurinn í bikarkeppni
Opna Old Chaim golftnótið
• Veröur það Guðmundur Steinsson fyrirliði Fram, sem hér sést fagna sigri i Reykjarvíkurmótinu, sem fagn-
ar eftir bikarúrslitaleikinn ...
Opna Old Charm mótið fer fram á Hvaley r-
arvelli sunnudaginn 31. ágúst. Leikfyrir-
komulag verður 7/8 Stableford punktar.
Keppt verður bæði í karla- og kvenna-
fiokki. Gefendur verðlauna eru Wood-
brothers og fyrirtækið Heimilisprýði,
Hallarmúla. Ræst verður út frá kl. 8 árd.
Skráning í skálanum, s. 53360. Æfingar-
dagur verður fbstudaginn 29. ágúst.
Drengjamót í golfi laugardaginn 30.
ágúst.
Á Hvaleyrarvelli verður haldið golfinót
íyrir drengi 16 ára og yngri. Ræst verður
út frá kl. 9 f.h. Skráning í síma 53360.
• eöa verður það Sigurður Lárus-
son, hinn harðskeytti fyrirliði
Skagamanna, sem lyftir mjólkur-
bikarnum aö leiksiokum?
kvenna er einnig á dagskrá um
helgina og fer fram á morgun kl.
18.30.
Þá verður einn leikur í 2. deild
kvenna. Grindavík Og Grundar-
fjörður eigast við í Grindavík 30.
ágúst kl. 14.00.
-SMJ
Opið
öldunga-
mót
Golfklúbbur Ness stendur fyrir
opnu öldungamóti í golfi um helg-
ina. Verða leiknar 18 holur á
laugardaginn og verður ræst út á
milli kl. 9.00 og 11.00. Leikið verður
á Nesvelli. Þátttaka tilkynnist í
dag, föstudag, í síma 611930. SMJ
Humaraskja
og
síldarkútur
Um næstu helgi fer fram opið
golfmót hjá Golfklúbbi Homa-
fjarðar á Silfurnesvelli. Leiknar
verða 36 holur og em verðlaun hin
glæsilegustu. Fyrir holu í höggi er
fargjald með Flugleiðum, Reykja-
vík-Höfn-Reykjavík. Sá kylfingur
sem næstur verður holu á 7. braut
fær maríneraðan síldarkút og sá
sem næstur verður holu á 8. braut
fær forláta humaröskju. I tilefni
mótsins bjóða Flugleiðir 25% af-
slátt á flugi til Hornafjarðar um
helgina og Hótelið á Höfn verður
með sértilboð á gistingu, 900 krón-
ur fyrir tveggja manna herbergi og
1.320 krónur fyrir eins manns her-
bergi. Þátttaka tilkynnist í síma
97-8120. ‘ -SK
Skagamenn og Fram keppa um mjólkurbikar-
inn á sunnudaginn. Helgarblaðið kynnti sér
stemmninguna hjá hörðustu stuðningsmönn-
um liðanna.
Frjálst, óháð dagblað
Á MORGUN
„I mínum huga
eru vísindaveið-
arnar bara yfir-
skin, allar þessar
veiðar eru miðað-
ar við afkomu
Hvals hf.," segir
grænfriðungurinn
og Akureyringur-
inn Konráð
Jóhannsson i
helgarviðtalinu.
Bylgjan er komin í loftið. Helgarblaðið var að sjálf-
sögðu á staðnum og festi atburði fyrsta útsendingar-
dagsins á blað.
John Guðjónsson er einn fremsti sjón-
varpsmyndatökumaður Bandaríkjanna.
- Og hann er islenskur. Allt um Jón
Guðjónsson i helgarblaðinu.