Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Qupperneq 8
30
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
\ _______-
Átökin um toppsæti DV listans
fara harðnandi. Salvador er nú
númer eitt. Vestrinn Silverado er
þar með kominn í annað sætið og
í því þriðja situr sem fyrr ævintýra-
myndin Cocoon. Ágæt þrenning
það. Af nýjum myndum á listanum
má geta njósnamyndarinnar Gotc-
ha og gamanmyndarinnar um
sjálfboðaliðana í Thailandi. Fleiri
nýjar myndir eiga vafalaust eftir
að sjást á listanum á næstunni.
Allt er með kyrrum kjörum á þát-
talistanum þessa vikuna.
Á bandaríska leigulistanum er
Jewel of the Nile komin í efsta
sætið. Back to the Future er á nið-
urleið eftir mikla velgengni.
Murphys Romance og Delta force
eru hins vegar á hraðri uppleið.
Sömu sögu má segja um Iron Eagle.
Hún er ný á listanum og stefnir
hærra.
-ÞJV
DV listinn
Myndir
1. ( 2) Salvador
2. ( 1) Silverado
3. ( 3) Cocoon
4. ( 6) Revolution
5. ( 4) Goonies
6. ( 5) Eye Witness
7. ( 7) Windows
8. ( —) Gotcha
9. ( —) Volenteers
10. ( 8) Ladyhawke
Þættir
1. ( 1) H Tomorrow Comes
2. ( 2) The Twilight Zone
3. ( 3) Harem
4. ( 4) Police in Action
5. ( 5) Blood and Orchids
6. ( 7) Kane and Able
7. ( 6) Umsátriö
8. ( 8) Space
9. ( 9) Feigðarsýn
10. (12) Til lífstíðar
Bandaríkin
1. ( 2) Jewel of the Nile
2. ( 1) Back to the Future
3. ( 5) Spies like us
4. ( 4) White Nights
5. (19) Murphys Romance
6. ( 3) Jagged Edge
7. ( 6) Nigthmare on Elm
Street-2
8. (16) Delta Force
9. ( 7) Cocoon
10. (—) Iron Eagle
Einstök ævisaga
Rithöfundurinn Yukio Mishima. Hann framdi sjálfsmorð 1970.
MISHIMA
Framleiöendur: Mata Yamamoto.Tom
Luddy
Handrit: Paul Schrader, Leonard Schrad-
er
Leikstjóri: Paul Schrader
Aðalhlutverk: Ken Ogata, Kenji Sawada
Bönnuö yngri en 16 ára
Yukio Mishima var einn af þekkt-
ustu rithöfundum Japana eft.ir
stríð. Hann framdi sjálfsmorð (har-
akiri) árið 1970, eftir misheppnaða
tilraun til að ná völdum innan jap-
anska hersins.
Þetta er skrýtið efni í vestræna
kvikmynd. Enn undarlegra er þó
að einhverjir skuli vilja leggja fé í
annað eins fyrirtæki. Francis
Coppola og George Lucas létu til-
leiðast enda frægir fyrir dirfsku á
því sviði. Eða kannski var það trú-
in á leikstjóra og handritshöfund
myndarinnar, Paul Schrader, sem
reið baggamuninn. Schrader hefur
áður leikstýrt myndum eins og
American gigolo og Cat people.
Síðast en ekki síst skrifaði hann
handritið að þeirri frábæru mynd
Taxi driver.
í þessari mynd Schraders er ekki
ráðist á garðinn þar sem hann er
lægstur. Fyrir utan að vera snjall
rithöfundur var Mishima stórbrot-
inn persónuleiki. En á ótrúlegan
hátt tekst Schrader að draga upp
heilsteypta mynd af þessum sér-
staka manni. Til þess notar hann
aðallega atriði úr leikritum Mis-
hima. Þau atriði lýsa vel brennandi
áhuga höfundarins á að endur-
vekja stolt japönsku þjóðarinnar
eftir niðurlægingu stríðsáranna.
Mishima var annt um að endur-
reisa keisaraveldið og var tilraun
hans til valdaráns innan hersins
hápunktur þess.
Við gerð þessarar myndar mætti
Schrader miklum erfiðleikum. Það
er ekki hlaupið að því fyrir Banda-
ríkjamann að gera mynd um eina
af þjóðsagnapersónum Japana. Að
minnsta kosti voru Japanir ekki
par hrifnir af því. En erfiðið hefur
skilað sér. Eftir stendur hreint ein-
stök ævisaga.
★ ★ 'i
I kvermat>úri
HAREM
Framleiöandi: Michael Dryhurst.
Handrit: Karol Ann Hoeffner.
Leikstjóri: Billy Hale.
Aöalhfutverk: Art Malik, Sarah Miles,
Omar Sharif, Ava Gardner.
2 spólur.
Bönnuö yngri en 16 ára.
Sögusvið Harem erDamaskus um
aldamótin. Þangað kemur breskur
sendiráðsstarfsmaður ásamt heit-
konu sinni. Uppreisnarmenn vaða
uppi í landinu. Þeir stela stúlkunni
og selja hana í kvennabúr soldáns-
ins. Mannsefnið leggur allt í
sölurnar til að fá unnustu sína aft-
ur. En honum verður lítið ágengt
fyrr en hann fær sökudólgana
sjálfa, uppreisnarmennina, í lið
með sér.
Eitthvað á þessa leið er sögu-
þráðurinn í Harem. Þetta eru
spánýir breskir þættir sem byggja
ævintýri upp á gamla móðinn.
Prinsessan/unnustan er seld í
ánauð og vaskir menn reyna að
koma henni til hjálpar. Uppreisn-
arforinginn verður hlutskarpastur.
Þau ríða ástfangin út í eyðimörk-
ina í lokin.
Fjöldi stórleikara kemur við sögu
í þáttunum. Frammistaða þeirra er
upp og ofan. Ava Gardner stendur
fyrir sínu sem eiginkona soldánsins
og Nancy Travis er ósköp sæt í
hlutverki stúlkunnar sem allir vilja
eiga.
Á heildina litið er Harem ákaf-
lega þægileg afþreying. Örlagasaga
af gamla skólanum og endirinn
með afbrigðum rómantískur.
★ ★
Löggulíf
THE POLICE STORY
Framleiöandi: Joseph Wambaugh
Handrit: E. Jack Neuman
Leikstjóri: William Graham
Aðalhlutverk: Vic Morrow, Edward Asner
Bönnuö yngri en 16 ára
Myndin The police story er ein
af sjö í þáttaröðinni Police in act-
ion. Eins og nöfhin gefa til kynna
eiga myndimar sammerkt að fjalla
um líf og störf lögreglumanna.
I The police story segir frá lög-
reglumanninum Joe La Frieda.
Hann á í höggi við þann stórhættu-
lega glæpamann, Slow boy. Sá er
hið mesta varmenni og stundar rán
í stórmörkuðum. Hart er barist þar
til skúrkurinn liggur í valnum.
The police story er ekki í um-
ræddum myndaflokki fyrir ekki
neitt. Hér er allt upp á gömlu lög-
reglubókina lært. La Frieda er
dæmigerður harðjaxl og lætur sér
fátt fyrir brjósti brenna. Undir
skelinni leynist samt hjartgóður
maður, sem einungis hefur öruggi
samborgaranna að leiðarljósi. Dá-
góð afsökun fyrir fólskuverkin. Ed
Ásner leikur yfirmann þessa kvika
löggumanns. Hann er auðvitað
alltaf geðillur og á stöðugt reiði
lögreglustjórans yfir höfði sér.
Traustur leikari Asner enda ekki i
fyrsta skipti sem hann bregður sér
í þetta hlutverk.
Lögreglumyndir hafa ætíð verið
vinsælar. Það er sama hvar drepið
er niður í myndaflokkinn Police in
action. Hér er um sígilda afþrey-
ingu að ræða.
wHTj";
tstmsmm nxrt
iMKOÚiðui
★ ★
FaUeg umgjörð
CANNERY ROW
Framleiðandj: Michael Phillips
Handrit David S. Ward
Gerö eftir sögum John Steinbeck
Leikstjóri: David S. Ward
Aöaffilutveric Nick Notte, Debra Winger
Öllum leyfð
Þessi mynd er gerð eftir tveimur sög-
um John Steinbeck, Cannery row og
Sweet Thursday. Handritshöfundur
og leikstjóri er David S. Ward sem
líklega er þekktastur fyrir handrit sitt
að þeirri margfrægu mynd Sting.
Hér tvinnar Ward saman sögu
tveggja ungmenna sem búa í smábæn-
um Cannery row í Califomiu. Dokki
(Nolte) er fyrrverandi homaboltahetja
sem stundar rannsóknir á sjávardýr-
um. Súsí (Winger) er aðkomustelpa
sem finnur sér ekkert betra að gera
en að vinna í hóruhúsi bæjarins. Á
ýmsu gengur áður en ást þeirra nær
að blómstra.
Cannery row er falleg mynd. Kvik-
myndatökumaðurinn er sjálfur Sven
Nykvist, dyggur aðstoðarmaður Ing-
mars Bergman í gegnum tíðina.
Leiktjöld em ennfremur íburðarmikil.
Annað er ekki til mikillar fyrirmynd-
ar. Hvorki handrit Ward né leikur
stórstimanna, Nick Nolte eða Debm
Winger (Officer and a gentleman), rís
upp fyrir meðalmennskuna. Umgjörð
Cannery row er falleg. En myndin sjálf'
er aðeins léleg eftirlíking.