Alþýðublaðið - 27.06.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.06.1921, Blaðsíða 4
4 ÁLff»ÝÐ'OBLAÐIÐ ÍSLANDS oL’rj fer [héðaa í hringferð vestur og norður um land laugar- daginn 2. júlí kl. io árdegis. — Vörur afhendist þannig: Á morgun (þrifljudag) tll Vestmannaeyja, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Gskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafj., Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavikur og Akureyrar. Á mlOvikudagf tll Siglufjarðar, Hofsóss, Sauðárkróks, Kálfskamarsvíkur, Skaga- strandar, Blönduóss, Hvammstanga, Borðeyrar, Bitrufjarðar, Hólmavikur, Reykjarfj., Norðurfj , Ingólfsfj. og ísafjarðar. Allar vörnr verða ad vera greínilega merktar. Herpinöt, 130 faðma, í góðu standi, er til sölu fyrir mjög lágt verð. Semja ber við Emanuel J. Bjarnas. Bergststr. 33 B. Komið og kynnið ykkur hin hagfeldu viðskifti í Matvöru- verzl. „Voa“. Nýkomið hangikjöt, ekta saltkjöt, smjör, reyktur rauð- magi, kæfa, egg og miklar birgð- ir af kornvörum, kaffi, sykri, ex porti, kartöfluoi og margt fleira. Virðingarfylst Gunnar S. Sigurðsson. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Alþbl. kostar I kr. á mánulL Ritstjórl og ábyrgðarmaðnr: ólafur Friðriksson. Frentsmiðjan Gutenberg. fach London'. ÆfintýrL strax — hann hafði alls ekki gelt að þeim, sem fóru í land; og þögnin varð enn þá agalegri og myrkrið margfalt svartara. Eg átti mjög bágt með, að kalla ekki til Curtis, sem beið við land í bátnum, bara til þess að ganga úr skugga um, að eg væri þó ekki einasti hvíti maðurinn. Auðvitað var þögnin ekki eilíf. Eg vissi, að til skarar hlaut að skríða, en þegar hávaðinn byrjaði varð eg þó hræddur. Aldrei á æfi minni hefi eg heyrt önnur eins óhljóð og óp. Svertingjarir hljóta að hafa flúið í ofboði inn í skógana, án þess að líta í kringum sig, þegar hún og Tahitimennirnir hennar réðust á þá og skutu af byssunum upp 1 loftið, til þess að koma þeim því fyr á stað. Og nú — alt 1 einu varð aftur dauðaþögn að eins heyrðist grátur ungbarns, sem móðirin hafði tínt á flóttanum. Rétt á eftir heyrði eg þau brjótast í gegnum sefið, og hlátur Jóhönnu kvað við; þá vissi eg að alt hafði hepnast vel. Við komumst á skipsfjöl án þess að skjóta einu skoti. Og svei mér þá hafði hún gert söguna að veruleika, því sjálfur Kina-Kina gamli var skjálfandi og gnístrandi tönnum eins og api dreginn yfir borðstokkinn Nú gekk alt eins og í sögu. Fyrirskipanir Kina-Kina voru lög, og við hræddum hann nærri til bana. Við héldum honum á skipsfjöl og létum hann gefa út til- kynningar allan tfmann sem við vorum við Poonga- Poonga. Þetta var á margan hátt ágæt veiði. Hún lét Kina- Kina gefa skipun um, að allir vélahlutir, sem menn hans höfðu stolið úr Martha, skyldi skilað aftur. Og bráðlega kom leiðarvísirinn, draghjól og standar, segl og kaðlar, meðalaskápar og merkjaflögg — í stuttu máli altsaman — aftur, auðvitað að undanteknum vör- unum og matvælunum, sem þeir höíðu eytt. Jæja, hún gaf þeim fáeina tóbaksmola til að halda þeim f góðu Síkapi. „Já, sem eg lifi," greip Sparowhawk fram í, „hún gaf þeim fimtán álnir af lérefti fyrir stórseglið, tvo tóbaksbita fyrir klukkuna og skeiðarhníf, sem kostaði ellefu og hálft penny, fyrir hundrað faðma af fimm þumlunga gildum manillakaðli. Hún lét sverðið svífa yfir höfði Kina-Kina gamla, og hún — nú, þarna kem- ur húnl" Sheldon hnykti við af undrun þegar hann sá hana koma. Meðan þeir sögðu söguna af viðburðinum við við Poonga-Poonga, hafði hann alt af séð hana í hug- anum, eins og hún var vön að vera, einfalt klædda — í kjól úr gluggatjaldaefni og karlmannstreyju, með stráilskó á fótum, barðastóran hatt á höfði, og til að fullkomna myndina með skammbyssuna við hlið sér Fötin frá Sidney höfðu algerlega breytt henní. Slétt pils og treyja úr einhverju góðu efni, setti óvenjulega kvenlegan blæ á hana. sem hann aldrei hafði séð áður. Brúnir skór komu f ljós, þegar hún gekk yfir garðinn og hann sá bregða fyrir ökla í brúnum gegnsæum sokk- um. Alt þetta hafði breytt henni dásamléga og gert hana kvenlega, svo honum féll enn ver að sætta sig við æfintýri hennar. Þegar þau gengu til snæðings, sá hann, að Munster og Sparrowhawk voru eins hissa og hann. Lagsmensku- bragurinn var horfinn úr framkomu þeirra, og þögn og virðing komin 1 staðinn. Eg hefi opnað alveg nýjan markað," sagði hún meðan hún helti kaffinu í bollana. „Kina-Kina gamli gleymir mér aldrei, og eg get sótt til hans verkamenn hvenær sem eg vil. Eg heimsótti Morgan í Guvutu, hann vill gjarna gera samning um þúsund menn, sem honum verði afhentir fyrir Ijörutíu shilling á nef. Hefi eg sagt frá því, að eg hefi keypt verkráðningaleyfi handa Martha. Já, eg gerði það; og Martha getur siglt í einu með áttatíu rnenn." Sheldon gat ekki varist þess að brosa biturt, Yndis- lega konan, sem hann hafði séð trítla yfir garðinn í nýtísku fötum var horlin, en í stað þesss hlustaði hamí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.