Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986.
15
Skattkerfisbreytingar
Það er hægt að lifa góðu lífi á ís-
landi. Til þess að svo verði þurfa
laun að hækka, spamaður að aukast
og erlendar skuldir að lækka.
Skattheimta hefur áhrif á þessi
markmið. fslenskt skattkerfi hvetur
til eyðslu frekar en spamaðar. í
versta falli freistar það til hreinnar
sóunar fjármuna og er því verð-
bólguhvetjandi og verðbólga er jú
ekkert annað en skattheimta stjóm-
málamanna sem vilja eyða pening-
um en þora ekki að leggja á meiri
skatta.
Hverju þarf að breyta?
Skattheimta er tekjuöflun í sam-
eiginlegan sjóð sem á að nota til að
bæta og jafha lífskjör. Það er almenn
sannfæring fólks að skattheimtan
skili ekki þessu hlutverki sínu. Þess
vegna verður að breyta henni. Ein-
foldun á skattheimtu auðveldar fólki
skilning á réttmætu hlutverki henn-
ar. Skattalög eiga að stuðla að háum
launum og örva skynsamlega fjár-
festingu.
Skattar og aðstöðujöfnun
KjaUaiinn
Stefán
Benediktsson
8. þingmaður Reykvíkinga
fólks. Eitt gjald og skýr verkaskipt-
ing skattstofu og almannatrygginga
auðveldar einstaklingum skilning á
réttindum sínum og skyldum stjóm-
valda.
Skattar og laun
Núverandi skattalög hvetja til
mikils fjölda launaflokka og þar af
leiðandi til mikils launamunar. Ein
álagsprósenta myndi gjörbreyta
þessu. Launaþrep yrðu færri. Lau-
namunur yrði minni. Verðlag út-
seldrar þjónustu lækkaði og sú gjá,
sem hefur myndast milli há- og lág-
launafólks, minnkaði.
Staðgreiðsla
Forsenda staðgreiðslu á íslandi er
að aðeins sé tekið eitt gjald af öllum
launum á gmndvelli einnar álags-
prósentu. Með staðgreiðslunni verða
þau réttindi manna, sem þeir ávinna
sér, auðskilin og enginn vafi leikur
á hvert ráðstöfúnarfé þeirra er.
Frádráttur
Staðgreiðsla gerir að verkum að
gjöld eða tekjur vegna verðbreytinga
falla niður en auk þess ætti að fella
niður frádrátt og tekjur vegna vaxta,
hlutabréfa og fjárfestinga í atvinnu-
rekstri að undanskildum fymingum.
Auk einföldunar hvetur þetta til fyr-
irhyggju í fjárfestingum. Eini frá-
drátturinn, sem leyfa ætti, væri
vegna peningaspamaðar, t.d. að inn-
legg á verðtryggðum reikningum til
5-8 ára með 1-2% raunvöxtum væm
frádráttarbær frá skattstofhi.
Eignaskattur og húsnæðis-
framlag
Það er erfitt að tala um húsnæðis-
mál við núverandi aðstæður þar sem
þær em ekki mannsæmandi. Um-
ræða um húsnæðisframlag er um
leið umræða um eignaskatt. Allir
verða að eiga rétt á húsnæðisfram-
vaxandi nettóeign og eignaskatts-
stofhi.
Bankakerfið á að fjármagna fast-
eignaviðskipti með löngum lánum,
ekki einstaklingar. Húsnæðisfram-
lag væri til þess ætlað að létta af
fólki þunga greiðslubyrðarinnar á
fyrstu ámnum meðan vaxtabyrðin
væri þyngst miðað við eðlilega fjár-
festingu.
Árangur
Það er hægt að lifa góðu lífí á ís-
landi. Tillögur þær, sem reifaðar em
„Skattalög eiga að stuðla að háum launum
og örva skynsamlega fjárfestingu.“
lagi hvort sem þeir leigja eða eiga.
Leigjandinn fær ffamlag í hlutfalli
við tekjur og fjölskyldustærð. Sá,
sem eignast húsnæði, fær ffamlag til
ákveðins árafjölda sem lækkar með
hér í stuttu máli, stuðla að hækkun
launa, hækkun raunvaxta, auknum
spamaði og lækkun erlendra lána
og þvi endanlega góðu lífi á íslandi.
Stefán Benediktsson.
Nú em um 15 gjöld, sem byggjast
á launum, sem launþegar eða at-
vinnurekendur verða að standa skil
á. Hagkvæmni þess að taka einungis
eitt gjald af öllum launum, hvort sem
þau em greidd í peningum eða öðm,
er augljós. Öll áunnin réttindi til líf-
eyris eða þjónustu, sjúkra-, orlofs-
eða atvinnuleysissjóða tengdust
þessu eina gjaldi.
Allar tilfærslur til einstaklinga
kæmu ffá almannatryggingum og
það væri hlutverk þeirra, en ekki
skattstofunnar, að jafna aðstöðu
„Það er erfitt að tala um húsnæðismál við núrverandi aðstæður þar sem þær eru ekki mannsæmandi. Umræða um húsnæðisframlag er um leið
umræða um eignaskatt."
Nú em hátíðahöld Davíðs í baksýn
og sjálfsagt allir búnir að jafha sig
eftir tertuát og gleðiölvun hátíðar-
innar, enda mánuður liðinn síðan. -
Og forsætisráðherra er farinn að
gefa nýjar yfirlýsingar: Ekkert viss
um að virða beri bandarísk lög ffam
yfir íslensk og ekkert viss um að
vemdaramir eigi að fá að flytja inn
kjöt þar sem hann má ekki gera það
sjálfur.
Því kennir forsætisráðherra ekki
vemdurunum hvalaát?
Það ættu ráðherrar lítillar þjóðar
að skilja að margra áratuga þjónkun
og undirlægjuháttur við risaveldi
færir þeim aðeins auðmýkingu og
fyrirlitningu risans þó að honum
þyki gott að nota þá og láta þá
kijúpa og sams konar auðmýkingu
kalla þeir yfir þjóð sína. Og varla
getur þess orðið langt að bíða, ef
óbreytt utanríkisstefna ræður ferð-
inni, að sjálfstæði íslands heyri
sögunni til.
Svo er nú komið að hörðustu fylgj-
endur vamarsamningsins, sem ég
kalla nú reyndar hemámssamning,
virðast orðnir mjög uggandi um að
eitthvað alvarlegt hafi verið gert og
þörf sé að taka öll samskipti fslands
og Bandaríkjanna til nákvæmrar
athugunar. - Inn á milli koma fram
sár angistarvein um „kjaftshögg frá
vinum“. - Það er næstum því eins
og maður sjái það vinsæla húsdýr,
sem gegnum tíðina var talið trygg-
asti vinur mannsins, leggja trýnið á
hné húsbónda síns og mæna á and-
lit hans tárvotum augum.
Hverjir eru í sauðargæru?
Þó að afmælishátíðahöld Reykja-
vikur séu komin í dálitla fjarlægð
ætla ég að virða þau svolítið fyrir
mér í víðara samhengi. - 1 blöðum
mátti sjá hástemmdar yfirlýsingar
um fullkomleika og glæsibrag, sem
KjaUaiinn
Aðalheiður Jónsdóttir
verslunarmaður
ekki verður farið nánar út í hér.
Þessi stórfenglega hátíð átti að
halda uppi reisn og virðingu borgar-
innar og nafrii Davíðs Oddssonar svo
lengi sem land byggðist. - En innan
um allt lofið og hástemmdar yfirlýs-
ingar um fögnuð flestra, gætti þó
gremju út í aðra, sem ekki voru í
takt við heimsborgaralegan blæ há-
tíðahaldanna, eins og eftirfarandi
dæmi úr einni lofgjörðinni sýnir:
„Flestir hafa fagnað afinæli Reykja-
víkurborgar af heilum hug.... En
úrtölumennimir og fólkið á sauð-
skinnsskónum, sem vill hverfa aftur
til moldarkofanna, er alls staðar....“
Dálítið braut ég heilann um hverj-
ir væru þessir menn sem vildu hverfa
aftur til moldarkofanna. - Voru það
kannski þeir sem höfðu mest barist
gegn hagsmunum þeirra verst settu
í þjóðfélaginu? - Þeir sem hafa látið
sjúka og aldraða standa hjálparvana
og húsnæðislausa í hundraðatali
árum saman? - Voru það mennimir
sem vildu færa heilbrigðisþjón-
ustuna í hendur gróðaaflanna og
helst leggja niður alla félagslega
þjónustu - en höfðu varið fjármun-
um borgarinnar til að hyggla flokks-
gæðingum og sjálfum sér til lofe og
dýrðar? - Nei, varla gat það verið.
Aldrei hafði heyrst talað um að þeir
notuðu sauðargæruna sem sér-
stakan fótabúnað?
Kirkja og kristni
Af öllum þáttum þessara hátíða-
halda hygg ég að þáttur kirkjunnar
sé sá merkilegasti. Að borgarfulltní-
ar og varaborgarfúlltrúar Sjálfetæð-
isflokksins skyldu prédika í öllum
kirkjum borgarinnar 17. ágúst nema
einni ætti að verða lengi í minnum
haft.
Það fer að verða skiljanlegt að
ekki var unnt að fá samþykkta á
prestastefnu tillögu um bann við
bandarískum hemaðarratsjárstöðv-
um á íslandi. Prestar, sem kveina
yfir lélegri kirkjusókn, ættu að hug-
leiða - hvers vegna?
íslenskir prestar, sem þora ekki að
beita sér gegn hervæðingu langsins
og brottför hersins, verðskulda
vissulega ekki að þeir sem vilja
hreinsa landið af þeim ófögnuði
hlusti á þá. Hins vegar er eðlilegt
að Sjálfstæðisflokkurinn sæki kirkj-
ur þeirra. - En ég leyfi mér að efast
um að slíkir prestar flytji boðskap
Jesú Krists.
Hápunktur hátíðahaldanna
En þennan þátt kirkjunnar hefir
Ólafur Skúlason dómprófastur talið
hápunkt hátíðahaldanna. - Nokkra
punkta hefi ég náð í úr prédikun
Davíðs, - sem mér skilst að hafi
gengið aftur og leitað álits þeirra,
sem lifðu hér fyrir 200 árum og hafi
þeir orðið yfir sig undrandi á öllum
dásemdunum í borg Davíðs.... Þá
vissi borgarstjóri að hin svokallaða
fátækt var ekki annað en það að
fólk komst ekki eins oft til útlanda
og það langaði til eða þurfti að fresta
því um tíma að kaupa nýjan bíl. -
En ekki var borgarstjóri að hrósa
sér, minntist ekki á skömmtunars-
eðlana, sem hann gaf þeim sem
ekkert áttu til fyrir mat. Það er ekki
hið eina góða við Davíð Oddsson,
að vinstri höndin skuli aldrei vita
hvað sú hægri gjörir.... Eitt er víst,
að það hefir verið fagur samhljómur
frá prédikunarstólunum f kirkjum
borgarinnar þennan dag. Ekki trúi
ég öðru en Haraldur Blöndal hafi
átt til hlýleg orð um „velferðarfá-
tækt“ á íslandi.
I grein, sem dómprófastur sendi
dagblöðum eftir hátíðahöldin, segir:
„Ég harma það, að þessi þáttur
hinna kjömu fúlltrúa borgarinnar í
messuflutningi skuli fá nokkuð ann-
að en jákvætt þakklæti, svo mikils
virði finnst mér það.“ - Þá segir
hann einnig: „Hygg ég að enginn lái
presti, þótt hann freistist frekar til
að bjóða þeim borgarfulltrúum stól-
inn, sem hann hefir reynt að
jákvæðri afetöðu til kirkju og safn-
aðarstarfe og vitanlega fylgjast
prestar með atkvæðagreiðslum í
borgarstjóm sem á Alþingi, þegar
um kirkjumál er fjallað." - Nú efast
ég ekki um að dómprófasturinn fylg-
ist með fleiri atkvæðagreiðslum en
þeim sem snerta kirkjumál. t.d.
hverjir vilja færa heilbrigðisþjón-
ustuna í hendur gróðaaflanna og
helst leggja niður alla félagslega
þjónustu og ég er viss um að hann
veit hvaða flokkar hafa með svikum
og undirferli gert Island að banda-
rísku vighreiðri og þá og þegar að
NATO-flotastöð og ég efast ekki um
að hann veit hvaða flokkar berjast
gegn tillögu um kjamorkuvopnalaus
Norðurlönd. - En þetta eru reyndar
flokkamir, sem þykjast vilja efla
kristindóm í landinu.
- En er þetta að efla kristindóm?
Skiptir engu máli hvemig þessir
menn vinna að þjóðmálum, aðeins
ef þeir sækja kirkju, taka þátt í safii-
aðarstarfi og greiða atkvæði með
fjárveitingu til kirkna?
Mega þeir þá brjóta niður í stað
þess að byggja upp, setja auðgildi
ofar manngildi - jafiivel selja ömmu
sína og útskúfa jafnréttis- og
bræðralagshugsjón úr sínum lífestíl?
Nú spyr fávís syndari, sem ekki
getur hælt sér af kirkjusókn. Hvað
táknar orðasambandið - að kross-
festa Krist?.... Getur hugsast að
þeir sem sækja kirkju og em já-
kvæðir í safhaðarstarfi taki þátt í
að krossfesta Krist?
Aðalheiður Jónsdóttir.
„Það ættu ráðherrar lítillar þjóðar að
skilja, að margra áratuga þjónkun og und-
irlægjuháttur við risaveldi færir þeim
aðeins auðmýkingu og fyrirlitningu
risans.“