Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1986, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986. Utlönd BFBr stríðið um Falklandseyjar: Greftrun hermanns þrætuepli stríðsaðila Fjórum árum eftir stríðið um Falk- landseyjar deila Bretland og Argent- ína um greftrun argentínsks flugmanns. Lík flugmannsins fannst í síðast- liðnum mánuði í herflugvél sem skotin var niður á austanverðum Falklandseyjum þann 28. maí 1982. Samkvæmt ósk föður flugmannsins ákvað Bretland að sjá um að flogið yrði með líkið til Parana í Argentínu en það var heimaborg Miguel Angel Gimenez flugmanns. Argentínsk yfirvöld höfnuðu boð- inu. Sögðu þau að jarðsetja ætti flugmanninn á Falklandseyjum, langt frá syrgjandi ættingjum, „til vitnis um yfirráð Argentínu" yfir eyjunum. Ósveigjanleiki Bretland túlkar svarið sem enn eitt dæmið um ósveigjanlega stefnu Argentínu sem fylgt hefúr verið all- an tímann frá tíu vikna stríðinu um Falklandseyjar þegar rúmlega þús- und manns biðu bana. Argentína leit á boðið sem enn eina tilraun Bretlands til þess að réttlæta yfirráð sín yfir eyjunum. „Hvemig eigum við að flytja lík hermanna okkar „heim“ þar sem þau liggja þegar á argentínskri jörð,“ sagði argentínskur embættismaður. Þessi sömu rök vom notuð strax eftir stríðið þegar Argentína lét Breta jarðsetja 233 argentínska her- menn á Falklandseyjum. Bænir mega sín einskis Þar sem herforingjastjómin er far- in frá völdum virtust nú fjórum árum seinna vera horfur á því að tekin yrði upp mildari stefha af mannúð- arástæðum. En bænir örvæntingar- fullra fjölskyldna, sem ekki einu Enn er deilt um hvar jarðsetja skuli argentínska hermenn sem féllu í stríðinu um Falklandseyjar. sinni mega heimsækja argentínska kirkjugarðinn á Falklandseyjum, mega sín einskis. Argentína neitar að tala við Bret- land nema rætt verði um yfirráð eyjanna. MargaretThatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, sem hrósar sér fyrir ákvörðun sína að senda liðsafla til Falklandseyja til þess að veija þær fyrir Argentínumönnum, segist vera reiðubúin að ræða allt nema yfirráð yfir eyjunum. Auðveldari viðskipti Þrátt fyrir ósamkomulagið hafa íþróttakeppnir verið haldnar milli landanna, viðskipti og ferðalög hafa verið auðvelduð og bankaviðskipti hafa verið tekin upp að nýju. Löndin hafa í sameiningu unnið að málefii- um innan Sameinuðu þjóðanna, argentínskir þingmenn hafa farið í heimsókn til London og breskir þingmenn eru væntanlegir í heim- sókn til Argentínu í október. Samskiptin eru þó stirð og ekki hefúr verið um beint samband að ræða milli stjóma landanna. Heimildarmaður bresku stjómar- innar segir að svo virðist sem Raul Alfonsin, forseti Argentínu, taki upp sömu stefnu og fyrirrennarar hans nema hvað hann beiti ekki ofbeldi. Álítur heimildarmaðurinn að Arg- entína hafi komið á auðveldari viðskiptasamböndum til að bæta samskiptin við Evrópubandalagið frekar en við Bretland. Argentína hefur vakið athygli á málstað sínum, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og á öðrum vettvangi, og væntanlega verður málið reifað á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna síðar á þessu ári. Munur á Anderson og Bildt sem munur á atvinnumanni og viðvaningi? Harka hlaupin í sænska stjómmálaumræðu eftir lognmollu í kjölfar Palmemorðs Gunnlaugur A Jcmssan, DV, Lundi: Tekið er að hitna í kolunum í sænskum stjómmálum að nýju eftir þá deyfð er færðist yfir sljómmála- baráttuna í kjölfar morðsins á Olof Palme í vor. Samtímis hafa nú borgaraflokk- amir í fyrsta sinn eftir morðið meira fylgi en sósíalisku flokkamir, sam- kvæmt skoðanakönnunum, þó að vissulega sé mjög mjótt á mununum. Carl Bildt, hinn nýi formaður sænska íhaldsflokksins, hefur, eins og margir áttu von á, hleypt aukinni hörku í stjómmálaumræðuna. Á dögunum líkti hann nýjum skattaálögum Feldts fjármálaráð- herra við þjófiiað og var auk þess sá sænskra stjómmálamanna sem harðast gagnrýndi Ferm, sendiherra Svíþjóðar hjá Sameinuðu þjóðunum, er töluvert hefur átt í vök að veijast undanfama daga. Var fúllyrt í mál- gögnum borgaraflokkanna að Sten Anderson utanríkisráðherra hefði ákveðið að sparka Ferm fyrir bmðl og margvísleg mistök í starfi, og Bildt virtist vilja leggja sitt af mörk- um til þess að af þessum brottrekstri gæti orðið. Til þess kom þó aldrei, í þess stað hlaut Ferm stuðningsyfirlýsingu frá forsætisráðherranum. í fyrrakvöld fékk Carl Bildt mjög kaldar kveðjur frá einum nánasta samstarfsmanni Palmes, Pierre Schori, ráðuneýtisstjóra í utanríkis- ráðuneytinu. Sagði Schori að munurinn á Sten Carl Bildt, nýkjörinn formaður sænska íhaldsflokksins, hefur hleypt aukinni hörku í sænska stjóm- málaumræðu að undanförnu. Anderson og Bildt væri eins og mun- ur á atvinnumanni og viðvaningi. Svenska Dagbladet, aðalmálgagn íhaldsmanna, tekur þessi ummæli mjög óstinnt upp í leiðara í morgun og segir að maður eins og Schori ætti að tala varlega um viðvanings- hátt. Bætir blaðið við að auki að hins vegar eigi Schori sér fáa jafn- ingja í hroka. Þá hafa Feldt fjármálaráðherra og Bengt Westerberg, leiðtogi Þjóðar- flokksins, átt í deilum undanfama daga. Hófúst málalengingamar með því að Westerberg sýndi fram á reikningsskekkju í skattadæmi Feldt. Feldt svaraði um hæl að West- erberg hefði í sumar ferðast um landið þvert og endilangt með margs konar loforð en aldrei sýnt fram á hvar ætti að taka peningana. Westerberg sagði að þau ummæli ráðherrans væm einfaldlega ósann- indi. Þá var Ingvar Carlsson forsætis- ráðherra á ferð um Skán nýverið og réðst þar harkalega á hina nýju stjóm borgaraflokkanna i Malmö. Sagði Carlsson að það væri nánast glæpsamlegt athæfi hjá borgara- flokkunum að taka lán til að geta staðið við kosningaloforð sín um skattalækkanir, og enn verra væri að þessi stjóm styddist við skánskan stjómmálaflokk er hefði kynþátta- hatur á stefriuskrá sinni. Það virðist því augljóst að sú logn- molla, er færðist yfir sænska stjóm- málaumræðu í kjölfar morðsins á Palme, sé á hröðu undanhaldi þessa dagana. Umsjón Hannes og ingibjörg Bára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.