Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1986, Side 6
28
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986.
Malcom Arnold (Skarpica) og Elín Osk Oskarsdóttir (Tosca) í hlutverkum sinum í
óperunni Tosca.
Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús Leikhús - Leikhús
Tosca
- allra síðustu sýningar
Óperan Tosca, eitt af meistaraverkum ítalska
óperutónskáldsins Puccini, er nú að kveðja
Þjóðleikhúsið þar sem allra síðustu sýningar
verða í kvöld og sunnudagskvöld. Óperan hefur
verið súnd við húsfylli frá því í október. Leik-
stjóri er Paul Ross, hljómsveitarstjóri er nú
Guðmundur Emilsson, æfingastjóri tónlistar
Agnes Löve, hönnuður leikmynda og búninga
Gunnar Bjamason, ljósahönnuður Kristinn
Daníelsson, aðstoðarleikstjóri er Sigríður Þor-
valdsdóttir og sýningarstjóri er Jóhanna
Norðfjörð.
Elín Ósk Óskarsdóttir syngur og leikur titil-
hlutverkið, óperusöngkonuna Floria Tosca á
þessum sýningum. Kristján Jóhannsson fer með
hlutverk listmálarans, Mario Cavaradossi, en
eftir honum bíða nú samningar við ópemhús
erlendis næstu þrjú árin, þar á meðal hlutverk
hertogans af Rigoletto við kanadísku þjóðaró-
peruna í Torontó sem frumsýnd verður í janúar.
Og bandaríski barítonsöngvarinn Malcom Arn-
old er kominn aftur til að fara með hlutverk
Scarpia lögreglustjóra. Breytt hlutverkaskipan
verður í hlutverkum djáknans og Sciorrone þar
sem Sigurður Bergsson fer nú með hlutverk
djáknans og Guðjón Óskarsson með hlutverk
Sciorrone.
í helstu hlutverkum öðrum eru Viðar Gunn-
arsson (Anglotti), Sigurður Björnsson (Spo-
letta) og Stefán Amgrímsson (fangavörður).
Óperan Tosca var frumsýnd í Róm árið 1900
og varð strax óhemju vinsæl. Puccini fékk hug-
myndina að ópemnni þegar hann sá spennu-
leikritið La Tosca eftir Sardou með Söru
Bernhardt í aðalhlutverkinu. Hann fékk síðan
Illica og Giacosa til að semja óperutextann en
þessi svokallaða „heilaga þrenning" stóð einnig
saman að óperunni Manon Lescaut, La Bohéme
og Madam Butterfly.
Atburðarásin gerist í Rómaborg og lýsir því
hvemig miklum ástríðum reiðir af andspænis
hættulegu stjórnmálaástandi. Af frægum aríum
í Tosca má nefna „Recondita aroma“, „Non la
sospiri la nostra casetta“, „Te daum“ og fleiri.
Um 150 manns taka þátt í sýningu Þjóðleik-
hússins á Tosca með einsöngvumm, Þjóðleik-
húskórnum, drengjakór, aukaleikurum og 70
manna sinfóníuhljómsveit. Konsertmeistari er
Sean Bradley.
Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina
Sýningar
Árbæjarsafn
Opið samkvæmt samkomulagi-
Gallerí Islensk list,
Vesturgötu 17
11 þekktir listmálarar sýna þar verk sín,
þeir Bragi Ásgeirsson, Einar G. Baldvins-
son, Einar Þorláksson, Guðmunda
Andrésdóttir, Hafsteinn Austmann. Jó-
hannes Geir, Jóhannes Jóhannesson,
Kristján Davíðsson, Kjartan Guðjónsson,
Vilhjálmur Bergsson, Valtýr Pétursson.
Auk þess á Guðmundur Benediktsson verk
á sýningunni. Sýningin er opin virka daga
kl. 9-17. Lokað um helgar.
„Hér eru stjóm-
málin í návígi“
-segiiforsætisráðherrafrwn, Edda Guðmunds-
dóttir, í Vikuviðtalinu.
Eddasegirfráuppvextismum, viðburðaríku
lítimeðstjómmálamanninum SteingrímiHer-
mannssyniogkynnumafþekktufólki.
Gallerí Svart á hvitu
við Óðinstorg
Þar stendur yfir sýning á verkum Ómars
Stefánssonar. Galleríið er opið kl. 14-18
alla daga nema mánudaga. Sýningin
stendur til 14. desember.
Gallerí Listver
Guðmundur Kristinsson sýnir um 50 verk
unnin á síðustu 5 árum, olíumálverk,
vatnslitamyndir og pastelmyndir. Þetta er
fyrsta einkasýning Guðmundar. Sýningin
er opin dagana 6.-14. desember kl. 16-20.
Galleri Gangskör
Amtmannsstíg
Jólasýning Gangskörunga. Gangskörung-
ar eru Jenný Guðmundsdóttir, Kristjana
Samper, Lísbet Sveinsdóttir, Sigurður Ör-
lygsson, Egill Eðvarðs, Hafdís ólafsdóttir,
Kristín ísleifsdóttir, Lísa K. Guðjónsdótt-
ir, Sigrid Valtingojer og Þórdís Á. Sigurð-
ardóttir. Sýningin er opin út desember-
mánuð. Virka daga kl. 12-18 og kl. 14-18
um helgar.
Gallerí Langbrók-Textíll
Bókhlöðustíg 2
Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og
laugardaga kl. 11-14.
Gallerí Skipholti 50 c
Gunnar örn sýnir 16 mónótýpur frá þessu
ári. Hann hefur haldið 18 einkasýningar
og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um
Evrópu. Sýningin er opin virka daga og
laugardaga kl. 14-18.
Gallerí Hallgerðar
Þar stendur yfir sýning á klippimyndum
Valgerðar Erlendsdóttur. Sýningin er opin
frá kl. 14-18 daglega til 14. desember.
ára. Sýningin er opin daglega kl. 9-22
nema sunnudaga kl. 12-19 og stendur hún
til desemberloka.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg
Á morgun opnar Ólafur Sveinn Gíslason
sýna fyrstu einkasýningu, „ísland", í Ný-
listasafninu. Ólafur sýnir auk fimm
skúlptúra, blýantsteikningar og málaðar
myndir. Jafnhliða sýningunni gefur ólafur
út bók með blýantsteikningum frá árunum
1984-1985 og verður hún til sölu á sýning-
unni. Opnunartími um helgar kl. 14-22,
virka daga kl. 15-20. Aðgangur að sýning-
unni er ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar
við Njarðargötu
er opið alla daga nema mánudaga frá kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 10-17.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90
verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri
listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn-
inu er ókeypis.
Listasafn íslands
Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum
Valtýs Péturssonar. Sýningin spannar all-
an listferil Valtýs allt frá því að hann var
við nám í Bandaríkjunum 1944-46 til verka
frá þessu ári. Eru þar alls 127 verk, olíu-
myndir, mósaík og gvassmyndir. 1 tilefni
sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð
sýningarskrá og litprentað plakat. Sýn-
ingin er opin virka daga frá kl. 13.30>-18
en kl. 13.30-22 um helgar.
Jólamatur
KiæsmgarísérQokki
YErþijátíu uppskriftiifyrirjóliii
Vikanleitaðitilnokkurra einstaklingasemkunna
veltilverka ogárangurinn ersextánsíðnablað-
auki, alltílit, afdýrindisjólamat.
Síðasta tölublað Vikunnar, kökublaðið, seld-
ist upp. -Betra aðhafa snörhandtökog
tryggja séreitteintakafþessari Viku.
Mokkakaffi
Skólavörðustíg
Pétur Þór sýnir 21 verk, bæði olíu- og
pastelmyndir sem unnar eru á síðustu
mánuðum. Þetta er fyrsta sýning Péturs í
höfuðborginni en hann hefur áður sýnt í
Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð
Hafnaríjarðar, og tekið þátt í samsýning-
um í Danmörku þar sem hann stundar
nám. Mokkakaffi er opið mánudaga til
laugardaga frá kl. 9-23.30 og á sunnudög-
um frá kl. 14-23.30.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg
Síðasta sýningarhelgi á verkum Ólafs
Sveins Gíslasonar. Á sýningunni eru
teikningar og skúiptúrar sem Ólafur hefur
unnið á árunum 1985-86. Á sýningunni er
seld nýútkomin bók eftir Ólaf með blýants-
teikningum frá árunum 1984-85. Aðgang-
ur að sýningunni er ókeypis. Opnunar-
tímar virka daga kl. 13-20 og um helgina
kl. 14-22.
Norræna húsið
I anddyri hússins stendur yfir sýning á
finnskum minnispeningum. Á þessari sýn-
ingu eru munir úr tveimur söfnum: Urval
finnskra minnispeninga fyrri alda úr safni
Anders Huldéns, sendiherra Finna á Is-
landi, og úrval finnskra minnispeninga
síðari tíma úr sláttu fyrirtækisins Kultate-
ollisuus/Finnmedal, sem nú er nærri 100
Listver
Austurströnd 6, Seltjarnarnesi
Guðmundur Kristinsson sýnir olíumál-
verk, vatnslitamyndir og pastelmyndir.
Sýningin er opin frá kl. 15-20. Síðasta
sýningarhelgi.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns
Einholti 4.
Opið til 20. des. kl. 16-19 virka daga en
14-16 um helgar eftir 20. des. Á sunnudög-
um kl. 14-16.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning opin á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14-
16.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8, Hafnarfirði
Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18.
Sædýrasafnið
Opið alla daga kl. 10-17.
Ingólfsbrunnur
Aöalstræti
Birgir Schiöth sýnir 22 myndir, teikningar
og vatnslitamyndir í Ingólfsbrunni við
Aðalstræti. Sýningin stendur út desember
og er sölusýning. Opið á verslunartíma.