Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1986, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1986. Utlönd Efla rannsóknir á óson-laginu Bandarískir og sovéskir embættis- menn tilkynntu í gær að efla eigi sameiginlegar rannsóknir vísinda- manna þeirra á vaxandi vanda vegna efna, sem eyði óson-laginu í andrúmslofti jarðar. Enníremur er ætlunin að gefa meiri gaum að or- sökum og afleiðingum súrs regns. Tilkynningin var gefin út í lok tí- unda ársfundar samstarísnefndar þessara risavelda varðandi rann- sóknir í þágu umhverfisvemdar. Var þar boðað til nýs fundar í Moskvu í seinnihluta janúar næsta til þcss að fjalla sérstaklega ástand óson- lagsins. Óson-lagið er aðalvöm jarðarbúa gegn útfjólubláum geisl- um sólarljóssins, en þeir em húð- krabbameinsvaldandi. Hefur mönnum staðið stuggur af því að ýmis efhi, eins og gasið í úðunar- brúsum, hafa eyðandi áhrif á óson- lagið. Niðurstöður bandarískra rann- sókna em á þá lund, að haldi eyðing óson-lagsins áfram sem horfir, muni það leiða til þess að 40 milljón Amer- íkumenn hafi árið 2075 fengið húðkrabba og þar af 800 þúsund verið dregnir til bana. í þessu samhengi hefur athygli manna aðallega beinst að klórflúor- karboni, efni sem þykir hafa verið einn helsti skaðvaldurinn, og hafa umhverfisvemdarsamtök í Banda- ríkjunum lagt til að notkun þess verði bönnuð. En á ársfundinum í gær kom fram að ýmis önnur efhi legja hönd á plóginn við að eyða óson-laginu. Þá mun ætlunin að efla rannsókn- ir á súm regni sem mjög hefur spillt skógum á norðurhveli jarðar. Eins verður athyglinni beint að loftmeng- un sem berst milli ríkja. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ingibjörg B. Sveinsdóttir Ræða aðgerðir gegn mengun í Rín Umhverfismálaráðherrar Rínarlanda halda ráðstefnu í dag þar sem þeir ræða aðgerð- ir til þess að koma í veg fyrir að úrgangur með eiturefhum verði látinn í Rínarfljót sem nú er farið að kalla holræsi Evrópu. Þeir ætla einnig að koma sér saman um skaðabótakröfur vegna þeirra þrjátíu tonna af eiturefhum sem runnu út í fljó- tið við bruna í efnaverksmiðju í Sviss þann 1. nóvember. Þar með urðu margra ára tilraunir til þess að bæta lífið í ánni að engu. Slys þetta varð til þess að athygli beindist að algengari og minni leka út í Rín og það var seinast í gær sem þýska iðnfyrirtækið Basf tilkynnti að fimm hundruð kíló af efnaúr- gangi hefði lekið út í fljótið. Slysið í Sviss varð tíl þess að mikið af fiski drapst og jafn- framt var öðru dýralífi ógnað. i 9 • m vo Topptón á frábæru verði M9711 MW-211 L LV/ MW/SW/FM stereó/ FM mono, 10 w, tón- jafnari, hraöupptaka, innbyggðir míkrófónar fyrir upptöku, lausir hátalarar o.m.fl. Kr. 8.270. M 9711 LW/MW/SW/FM stereó, FM mono, tón- jafnari, lausir hátalarar, o.m.fl. Kr. 5.995. M 9704 LW/MW/SM/ FM stereó,/ FM mono, innbyggöir míkrófónar fyrir upp- töku, tæki með öllum helstu eiginleikum topptækis. Bestu tækin á besta verðinu. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 91 35200 Nýr bankasfjóri Alþjóða gjald- eyrissjóðsins Framkvæmdaráð Alþjóða gjald- eyrissjóðsins hefur nú loks eftir margra mánaða þref valið nýjan forstöðumanna eða bankastjóra sjóðsins. Michel Camdessus, seðla- bankastjóri Frakklands, sem var valirrn mótatkvæðalaust, tekur við starfinu 16. janúar af landa sínum, Jacques de Larosiere, sem til- kynnti í september að hann ætlaði ekki að gegna starfinu út allt tíma- bilið til 1988 heldur snúa heim til sinna fyrri starfa. Það hefur verið viðtekin hefð að Evrópumaður gegni þessu starfi og því voru það einvörðungu evr- ópsk aðildarríki sjóðsins sem gengu til atkvæða um valið á for- stöðumanninum. Venjulegast hefur forstöðumannsvalið verið formsatriði en að þessu sinni hefur valið staðið nokkra mánuði í jám- um milli Camdessus og hollenska fjármálaráðherrans, Onno Ruding, sem verið hefúr formaður bankar- áðs gjaldeyrissjóðsins. Á síðustu stundu dró Ruding sig í hlé enda þótti þá séð iyrir að Frakkinn færi með sigur af hólmi. Camdessus þykir mjög hæfúr maður í alþjóðlegum fjármálum og sérdeilis vel að sér um samninga varðandi skuldir austantjaldsríkja og Suður-Ameríkulanda. HLJSA SMIOJAIM SÚÐARVOGI 3-5,104 REYKJAVÍK - SÍMI 687700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.