Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1986, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1986. Merming Alþýðlegt og upplýsandi glæsi- rit um eldvirkni á íslandi íslandseldar: Höl. Ari Trausti Guömundsson. Útgefandi: Vaka-Helgafell. Menn hafa gjaman talið það hæsta stig kennimennskunnar að geta gert flókin vísindi svo einfold að hver mað- ur skildi. Hversu oft hefur maður ekki dáðst að lærisveinum Pyþagorasar sem gátu gert flóknustu útskýringar hans á torskildustu fyrirbærum auð- skildar hverjum manni. Af einhverjum höfðu þeir lært þessa kúnst og að sjálf- sögðu eignar maður það lærimeistar- anum. Eg hef lengi kunnað vel að meta framsetningu og skýringar Ara Trausta Guðmundssonar á fyrirbær- um náttúru íslands. Þær hafa komið mér og öðrum sem leitast við að leið- segja útlendum ferðalöngum um undur landsins okkar á sumrum afar vel. Raunar hef ég heyrt þá gagmýni frá lærðum mönnum í viðkomandi fræðum að þær væru yfirborðskenndar og jafhvel að jaðraði við glamurstón. Hins vegar hef ég einnig hlýtt á viður- kenningarorð erlendra lærðra manna í þessum greinum, sem að því leyti voru þroskaheftir að þeir höfðu ein- ungis numið fræðin um óumbreytt berg og jómfrúamáttúru lands af bók- um en aldrei komst í snertingu við fyrirbærin, á þá leið að þar færi maður sem kynni að leiða jafnt lærða sem leika í sannleika um undur náttúru íslands. Erglæsileikinn nauðsynlegur? Á sama hátt hlýt ég að fjalla um hið nýútkomna glæsirit Vöku-Helgafells, sem Ari Trausti ritstýrir (þótt Jónas Ragnarsson sé titlaður ritstjóri á en sé í raun réttri útgáfustjóri), sem áhugamaður. Áhugamaður sem nýtur þess um leið að fá að veita öðrum hlut- deild í undrum landsins okkar. Glæsirit sem bók þessi er er verk margra manna. Mynd Sigurðar heitins Þórarinssonar af hraunspýju í Kröflu- eldum segir til dæmis meira en margar blaðsíður af skýringartextum og skýr- ir uppdrættir Gunnars Ingimarssonar stytta mönnum leið að vísdómnum sem á einfaldan og auðskilinn hátt er borinn fram í texta bókarinnar. Mynd- ir Eggerts Péturssonar eru svo kapít- uli út af fyrir sig. Við Jjekkjum verk hans meðal annars úr Islenskri flóru, því aðgengilega riti. En í þessari bók tekur ímynduð myndræn lýsing hans af þeytigosinu í Tindfjöllum fyrir um milljónarfjórðungi ára flestu öðru fram. Uppsetning bókarinnar er hnitmið- uð og úthugsuð. í þessum efhum get ég aðeins jafhað við eina bók íslenska, sem þó kom út á ensku, bók Marks Carwardine, Iceland Natures Meeting Place, en hún kom að vísu út í öðrum og ódýrari búningi. Það vekur aftur upp spuminguna, sem hér verður þó ekki reynt að svara, hvort nauðsynlegt sé að klæða svo ítarlegt, en um leið alþýðlegt, fræðirit í svo glæsilegan en jafnframt dýran búning. Hugsanlegt fréttaefni Þessi nútímalega uppsetning á fátt skylt með þeim reglum og hefðum sem gilt hafa í bókmenntum sem slíkum. Hún er miklu fremmur skyld upplýs- andi blaðamennsku. Sem dæmi um slíkt má nefha tilvísandi fyrirsagnir og smápistla til nánari glöggvunar sem felldir eru inn í meginmálið. Þeir eru samt mjög upplýsandi, samanber innskotspistil um afl Heklugossins 1947. í heild er samspil texta, skýring- armynda, korta og ljósmynda jafh- skemmtilegt og lýsandi og tilgátan um hugsanlegt flakk gosbelta og samspil mismunandi eldstöðvakerfa sem fram kemur í umfjöllun um Dómadalshraun og eldvirkni Torfajökulssvæðisins sem aftur kynni að verða fréttaefrii áður en varir. Það minnir aftur á að nýj- ustu atburðir eru einnig raktir í þessari bók, allt fram að hræringum á þessu hausti. öllum til gagns og gamans Bókin íslandseldar er ekki einungis glæsirit um einn meginþátt daglegs Bókmenntir Eyjólfur Melsted lífs á íslandi, jalht sögu okkar um þúsundir ára, heldur er hún í öllum sínum glæsileik alþýðlegt fræðirit þar sem ráð bestu og fróðustu manna eru þegin, hvort sem þeir eru upplýstir menn úr alþýðustétt og sjálfinenntað- ir, eins og Einar á Skammadalshóli, eða aðrir heimsins viðurkenndustu sérfræðingar, eins og Sigurður heitinn Þórarinsson, eða einhverjir af þeim ungu sérfræðingum sem ábyrgir eru taldir fyrir Kröflueldum. Spumingin er aðeins sú hvort ekki væri rétt að niðurgreiða rit af þessu tagi svo þau megi koma út í ódýrari útgáfu öllum til gagns og gamans. -EM Aðstandendur „íslandselda", höfundur, Arf Trausti Guðmundsson, fyrir miðju. Nýiar bœkm íiá Skuggsjá Árni Óla Reykjavík fyrri tíma III Hér eru tvœr síðustu Reykjavíkur- bœkur Árna Óla, Sagt frá Reykjavík og Svipur Reykjavikur, getnar saman út í einu bindi. Þetta er þriðja og síðasta bindið aí ritinu Reykjavík fyrri tíma. í þessum bókum er geysi- mikill íróðleikur um persónur, sem mótuðu Reykjavík og settu svip á bœinn. Nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höíuðborg landsins og íorverunum er hana byggðu. Frá- sögn Árna er skemmtileg og litandi, og margar myndir prýða bœkurnar. Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt III Þetta er þriðja bindi nýrrar útgáíu aí Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólísdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslcek. í þessu þindi em niðjar Jóns yngra Bjama- sonar. Alls verða bindin íimm í þessari útgáíu aí hinu mikla œtt- írœðiriti Péturs Zophoníassonar. Myndir aí þeim, sem í bókinni em neíndir, em ijölmargar eins og í íyrri bindum ritsins, og mun íleiri heldur en vom í íyrstu útgáíunni. Helga Halldórsdóttir írá Dagverdará Öll erum viö menn Helga Halldórsdóttir segir hér írá íólki, sem hún kynntist sjálí á Snœíellsnesi, og einnig íólki, sem íoreldrar hennar og aðrir sögðu henni írá. Þetta em írá sagnir aí sérstœðum og eítirminni- legum persónum, svo sem Magnúsi putta, Leimlœkjar-Fúsa, Þórði sterka o.íl. Kafli er einnig um Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara og sagt er írá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sigurði Breiðíjörð, Jónasi Hallgríms- syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er aí vísum í bókinni, sem margar haía hvergi birst áður. Pétur Eggerz Ævisaga Davíðs Davíð vinnur á skriístoíu snjalls íjár- málamanns í Washington. Hann.er í sííelldri spennu og í kringum hann er sííelld spenna. Vinur hans segir við hann „Davíð þú veist oí mikið. Þú verður að íara írá Ameríku eins íljótt og auðið er. Þú ert orðinn eins og peningaskápur íullur aí upplýsing- um. Þeir vita að þú segir ekki frá. En þeir óttast að einhverjum slóttugum bragðareí takist að leika á þig, opna peningaskápinn og' hagnýta sér upplýsingarnar." SKUGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF. | I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.