Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1987, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1987, Page 3
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987. 3 Fréttir Norðuriand: Hætta á tjóni vegna svella Jón G. Hanltsson, DV, Akureyn; „Grös undir svellbunkunum eru lík- lega þegar steindauð sums staðar og mér líst ekki ó blikuna ef svellin hverfa ekki fljótlega," sagði Bjami E. Guðleifsson, róðunautur hjá Ræktun- arfélagi Norðurlands, í gær. Gríðar- legir svellbunkar eru nú um miðbik Norðurlands og liggja tún bænda und- ir skemmdum. Svellin mynduðust í nóvember og desember. Talið er að grös kafhi hafi svell verið yfir þeim í 2-3 mánuði. Bjami sagði að víða á Norðurlandi væri svellalaust og ætti það sérstak- lega við vestast og austast ó Norður- landi. „í Eyjafirði og Suður-Þingeyjar- sýslu er ástandið langverst." „Það var meiri snjókoma á miðju Norðurlandi í nóvember og desember. Og í hlákum þá mynduðust þessi svell. Við verðum bara að vona að hlýindin sem em núna endist og að svellin hverfi sem fyrst.“ Bjami sagði að lokum að endanlegur dómur um tjónið sem af þessu gæti hlotist lægi ekki fyrir fyrr en í vor. 1 **»&»*&**<*« " ................tftcdw rVýKíij vf: l {*• Ávs íiil kii firf.'Vú mmui S&í Jé í úk'<a ið ‘■ v-n-Á.w i&w <« íaté «.'« i <«««tð þjitó tatipt- fííia iii þ*' getö mwm og tmmíg iixti se að íu«w> i fyt« sftU. ****«> A VÁUfiM SÉ* ÍSRI6 an t)M»nrc<UA U H«m*AUS *»*» << ‘-<5 Hættulaust kynlíf - fræðslubæklingur homma um varnir gegn eyðnismiti. DV-mynd GVA. Kvartað yfir bæklingi um eyðni: „Betra að fá fyrir brjóstið en drepast“ „Við reyndum að orða textann í bæklingnum eins varlega og við gát- um. Þessa hluti er ekki hægt að segja öðmvísi en ég veit að fólk hefur verið að kvarta yfir orðalaginu. Hins vegar er betra að fá fyrir brjóstið en drep- ast,“ sagði Böðvar Bjömsson, tals- maður Samtakanna 78 og tengiliður landlæknis við homma í baráttunni gegn eyðni. Samtök homma og lesbía hafa sent frá sér bækling sem ber heitið Hættu- laust kynlíf og fjallar hann á opinská- an hátt um hvað sé hættulaust og hvað hættulegt í kynlífi samkyn- hneigðra. Bæklingnum er dreift í 2500 eintökum meðal homma, í apótek og á ýmsar opinberar stofiianir. „Við tókum þátt í að greiða prent- kostnaðinn en allt sem í bæklingnum stendur er alfarið á ábyrgð þeirra sem að honum standa,“ sagði Ólafur Ólafs- son landlæknir í samtali við DV. -EIR Síldarútvegsnefhd: Leitar undanþágu Síldarútvegsnefnd ætlar að leita eft- ir undanþágu hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur varðandi síldarflutninga til Sovétríkjanna. „Okkur ber að skila ákveðnu magni á ákveðnum tímum og við erum orðn- ir á eftir hvað þetta varðar. Þess vegna höfum við áhyggjur af farmannaverk- fallinu og lendum í miklum erfiðleik- um ef það dregst á langinn," sagði Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, í samtali við DV. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins, sem stjómar samninga- viðræðunum við farmenn fyrir hönd skipafélaganna, em útflytjendur iðn- aðarvara orðnir áhyggjufullir líka. Margir þeirra hafa verið að gera nýja viðskiptasamninga þar sem áhersla er lögð á varan sé afgreidd á umsömdum tímum. Nú raskast þetta í farmanna- verkfallinu og svo gæti farið að þessi viðskiptasambönd töpuðust fyrir bragðið. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur þegar veitt undanþágu frá verkfallinu fyrir flutning á frystum fiski til Banda- ríkjanna en þungt mun vera fyrir fæti um frekari undanþágur. -S.dór Eldur á Djúpavogi Lá við stórljóni Siguiður Ægisgan, DV, Djúpavogi: Litlu munaði að stórtjón yrði þegar kviknaði í vélgröfu inni í síldar- bræðslu Búlandstinds á Djúpavogi í fyrrakvöld. Það var rétt fyrir klukkan m’u í fyrrakvöld að tveir menn áttu leið inn að síldarbræðslunni sem er rétt utan við þorpið. Þegar þeir komu þangað sáu þeir að reyk lagði út úr hús- næðinu. Þeir tilkynntu verkstjóra hjá Búlandstindi þegar um reykinn. Slökkviliðið var kvatt á staðinn og kom það í bræðsluna rétt rúmlega níu. Þá stóð vélgrafan í ljósum logum. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins. Grafan, sem kostar ný um þrjár milljónir króna, er gjörónýt. Þá skemmdust tveir lyftarar, svo og hluti þaks sfldarbræðslunnar. Vélgrafan hafði verið í notkun til kl. sjö í fyrrakvöld. Er talið að kvikn- að hafi í henni út frá rafmagni. Hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum hefðu mennimir ekki átt leið þama framhjá um kvöldið. Rannsóknarlögreglan á Eskifirði vinnur nú að rannsókn málsins. BOND SEM BREGÐAST EKKJ LIMBÖND TIL ALLRA NOTá •Úrval lita, breidda, eiginleika og efna «Hita og frostþolin •Áprentuð í litum, óáprentuö eða glær •Ótrúlegir notkunarmöguleikar Einnig: Papplrsllmbönd — Máln- ingarbönd — Teppallmbönd — Strapp- límbönd — Llmbandastatlv — Llmbandabyssur — Bindivélar — Bindiþræðir r Reynsla, fullkominn tækjabúnaður og fyrsta flokks efni tryggja stuttan afgreiðslutfma og vandaða vöru. 0 Plastprent hf. Höfóabakka 9 — Slmi 68 56 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.