Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1987, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987. Spumingin Lesendur Hvað finnst þér um brott- vikningu fræðlustjórans á Norðurlandi eystra? Hjördís Haraldsdóttir húsmóðir: Mér fannst hún íyllilega réttmæt, að vísu hefði mátt segja honum upp um stundarsakir á meðan málið hefði verið rannsakað. En það er kominn tími til að hreinsa til því ríkissjóður borgar allt of mikið. Margrét Eggertsdóttir ritari: í fyrsta lagi finnst mér að menn eigi að fara að lögum og allt að koma fram áður en blöðin fella dóma um fólk á hvorn veginn sem er. Gissur Elíasson: Mér finnst hún al- veg sjálfsögð ef maðurinn hefur gert eitthvað af sér. Það er náttúrlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Annars er maður kannski ekki dóm- bær um þetta því maður veit ekki hvað fór þeirra á milli. Ólafur Hafsteinsson verkamaður: Eg hef nú ekki fylgst neitt mikið með þessum ágreiningi milli Sverris og Sturlu. En ef hann hefur ekki farið að fyrirmælum ráðherra þá hlýtur hann að eiga það skilið. Ég trúi ekki öðru en ráðherra hafi ríka ástæðu til að reka manninn fyrst hann gerir það. Ómar Blöndal Siggeirsson verslunar- maður: Ég styð Sverri alveg 100%. Ef Sturla lætur ekki að stjórn, ein- falt mál, óhæfur í starfi. Þetta er nú samt orðið leiðindamál og hefði verið eðlilegra ef Sverrir hefði vikið hon- um úr starfi um stundarsakir. Guðmundur Torfi nemi: Það hlýtur bara eitthvað að vera að hjá Sverri, þetta er annar maðurinn sem hann sparkar. Það er bara spurning hven- ær hann rekur sjálfan sig, ég bíð spenntur eftir því. Fimmtudagslokun fáránleg Jón Gíslason skrifar: Nú þegar tvær sjónvarpsstöðvar eru á markaðnum og önnur þeirra er opin alla daga vikunnar, sú sem ekki heyrir undir hið opinbera, fer maður að hugsa sinn gang. Hvers vegna sendir ríkissjón- varpið ekki út alla daga eins og hin stöðin? Er eitthvað verra að koma við frítímum starfsfólks hjá hinu opinbera? Það má fullljóst vera að ef ríkis- sjónvarpið tekur sig ekki á og sendir út alla daga vikunnar eins og Stöð 2 fer fólk smám saman að verða afhuga ríkissjónvarpinu og krefst þess að verða undanþegið því að þurfa greiða afnotagjaldið til sjónvarps sem það nýtir sér ekki. Ég hef ekki enn fengið mér af- ruglara fyrir Stöð 2 en að því kemur því ég mun hafa af henni betri not en ríkissjónvarpinu þegar til lengdar lætur. Það er raunar tímaspursmál hvenær fólk gerir mál út af því að þurfa að greiða fullt afnotagjald til RUV ef það vill ekki nota sjónvarp þess. Er það hugsanlegt í frjálsu landi að maður megi ekki eiga sjónvarp til að horfa einungis á Stöð 2? Hvers vegna er ekki boðið upp á fréttir og annað efni á fimmtudögum? Ef hins vegar ríkissjónvarpið stendur jafnfætis Stöð 2 í útsend- ingartíma, þótt ekki sé nú annað, er öðru máli að gegna. En hvaða rök skyldu vera fyrir því að ekki er enn, eftir áratuga reynslu, sjón- varpað í ríkissjónvarpinu alla daga vikunnar? Vitað er að markaður fyrir aug- lýsingar hjá sjónvarpsstöðvunum báðum er ekki eins girnilegur og áður þegar aðeins var ein stöð. Það hlýtur því að verða breyting á út- sendingartíma hjá ríkissjónvarp: inu nema verið sé að leggja drög að lokun þess bráðlega. Meiri háttar líkamsrækt Sigrún Björnsdóttir hringdi: Mig langar að þakka heilsustúdíó- inu í Skeifunni, World Class, fyrir alveg meiriháttar líkamsrækt. Ég er mjög ánægð að hafa farið þangað því allt er svo snyrtilegt og kennaramir eru alveg ferlega hressir og koma skapinu í gott lag. Valgeir slær öllum við Aðdáendur skrifa: Við erum hér nokkrar stelpur sem getum ekki lengur staðist þetta rugl í fólki að vera að gagnrýna Valgeir Guðjónsson, meðlim Stuðmanna, og teljum við það aðeins stafa af öfund- sýki fólks. í viðtali fyrir nokkru á Bylgjunni sagði einhver viðmæl- andinn, sem heldur líklega að hann sé vinsælasti og flottasti maður heims, að Valgeir væri smekklaus. Hann ætti að athuga áður en hann er með svona rógburð um jafnmikilsverðan mann og Valgeir hvort hann sé sjálfur eitt- hvað skárri en aðrir. Einnig viljum við þakka Valgeiri fyrir að bjarga áramótunum hjá okkur með því að vera kynnir á áramótaball- inu, hann var svo fyndinn að við vorum varla búin að jafna okkur í maganum þegar maður byrjaði að hlæja aftur. Gæfi rikissjónvarpið eða Stöð 2 ekki sýnt meira af ballskák? Sýnið meira af snóker Guðjón Bachmann hringdi: hér á landi er alltaf yfirfullt. Gæti rík- Á undanfömum mánuðum hafa vin- issjónvarpið eða Stöð 2 ekki sýnt sældir ballskákar (snókers) aukist meiraafballskák?EnframboðafsIíku gífurlega hér á landi. Á þeim örfáu efni er mest í Bretlandi. stöðum sem hægt er að spila snóker Mótefnaprófið fólk sem starfar í matvælaiðnaði K.K. hringdi Vegna greinar er birtist í DV um stúlku sem er með eyðni og hafði unn- ið í fiystihúsi og var að fara að vinna i bakaríi langar mig að vita hvort Valgeir bjargaði áramótunum hjá okkur með þvi að vera kynnir á áramótaball- borgarlækni finnist ekki orðið tíma- inu. bært að láta mótefhaprófa alla þá er vinna við matvælaiðnað, eins og t.d. þá er vinna við kjöt og fisk. Það segir sig náttúrlega sjálft að það verður að fara að gera eitthvað er lýt- ur að þessum málum. Það er allavega í alla staði óeðlilegt að fólk með eyðni vinni við matvæli. HRINGIÐ í SÍIVTA 27022 MILLIKL. 13 OO 15 EÐA SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.