Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1987, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 1987.
3
DV
Fréttir
Mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur:
Hálf ónnur milljón í gúmmítékkum
Fyrir bæjarþingi Reykjavíkur er nú
mál Múrarafélags Reykjavíkur gegn
Alþýðubankanum vegna 10 innstæðu-
lausra tékka að upphæð samtals
rúmlega 1,5 milljónir króna en félagið
var krafið um greiðslu tékkanna hálfu
ári eftir að þeir voru gefnir út.
Forsaga þessa máls er sú að á tíma-
bilinu 26. maí til 15. ágúst fékk
Múrarafélagið þessa tékka frá fyrir-
tækinu Múrafli til greiðslu á vinnu-
launum múrara og handlangara þeirra
fyrir vinnu við nýju flugstöðina á
Keflavíkurflugvelli. Framseldi félagið
tékkana í Alþýðubankann.
Á Þorláksmessu fær svo fram-
kvæmdastjóri Múrarafélagsins áskor-
unarstefhu frá lögfræðingi Alþýðu-
bankans þar sem hann er krafinn um
greiðslu á tékkunum innan tveggja
daga þar sem þeir hafi reynst inn-
stæðulausir.
„Það er eitthvað skrýtið við þetta
og okkur finnst það óeðlileg vinnu-
brögð að við vorum ekki látnir vita
strax eftir fyrsta tékkann að ekki var
til innstæða fyrir honum. Þá hefðum
við getað gert okkar ráðstafanir og
þetta ekki orðið neitt mál,“ sagði Helgi
Steinar Karlsson, framkvæmdastjóri
Múrarafélagsins, í samtali við DV er
við ræddum við hann um málið.
DV hafði samband við Guðjón Ár-
mann Jónsson, lögfræðing Alþýðu-
bankans, vegna þessa máls og
spurðum hann fyrst hvers vegna félag-
ið hefði ekki verið látið vita strax um
að tékkamir væru innstæðulausir, eða
innan 10 daga eins og almenna reglan
væri. Guðjón sagði að 10 daga frestur-
inn væri ekki lagaskylda heldur
samstarfsregla bankanna innbyrðis og
benti á að framseljendur bæru ábyrgð
í allt að sjö mánuði frá útgáfú tékka.
Rúvak 15,6
milljónir
Jóni G. Hautesyni, DV, Akureyri
Rekstrarkostnaður Ríkisútvarpsins
á Akureyri nam um 15,6 milljónum
króna á síðasta ári. Það er um einni
milljón meira en gert hafði verið ráð
fyrir í fjárhagsáætlun. Tekjur vegna
auglýsinga námu um þremur milljón-
um króna á árinu.
Alls greiddi Rúvak 8,6 milljónir
króna í laun á árinu og var það lang-
stærsti útgjaldaliðurinn. Dagskrúr-
gerðarkostnaður vegna þátta á báðum
rásum, nam tæpum þremur milljónum
króna.
í fjárhagsáætlun Rúvak er gert ráð
fyrir að reksturinn kosti 15,7 milljónir
á þessu ári, eða það sama og hann
kostaði í fyrra. Það er því greinilega
um niðurskurð að ræða.
Athugasemd:
Ekki
slfjaspell
Frásögn „konu á fimmtugsaldri"
er birtist sem hluti af grein í helg-
arblaði DV á laugardaginn um
stofhun baráttusamtaka gegn kyn-
ferðisglæpum mátti skilja sem svo
að hún hefði orðið fómarlamb
sifjaspells. Svo er þó ekki. Frásögn
konunnar byggir á reynslu er hún
varð fyrir átta ára gömul þegar
alls ókunnugur maður áreitti hana
kynferðislega. Leiðréttist þetta hér
með að gefnu tilefni. -EIR
- Rukkaðir hálfú ári eför að þeir voni gefnir út
Hvað varðaði þennan mikla drátt
sem orðið hefði á því að Múrarafélag-
inu vom sendir umræddir 10 tékkar
sagðist Guðjón ekki hafa skýringar á
hraðbergi, hann starfaði ekki í bank-
anum heldur sæi um lögfræðistörf og
innheimtur fyrir hann.
„Ég var með þessa tékka undir
höndum í 2-3 mánuði og reyndi mikið
á þeim tíma að ná samkomulagi við
útgefanda þeirra þannig að bankinn
fengi nægar tryggingar fyrir upphæð-
inni og hann var búinn að ábyrgjast
persónulega að bankinn fengi sína
greiðslu," sagði Guðjón.
Sá sem gaf út tékkana, eigandi
Múrafls, hefur nú verið úrskurðaður
gjaldþrota en hann mun hafa reynt
áður en til þess kom að skilja við konu
sína og koma öllum eignum sínum
yfir á hennar nafn. Sagðist Guðjón
telja það hæpna ráðstöfun og er nú
unnið að því að fá henni rift.
-FRI
KOFftL GUTRA HEFUR MEIRI
GUÁA EIM HEFÐBUNDIIM
IIMIMIA/IÁUMIIMG
STEIN. TRÉ, MÁLM OJl JfaiflTT.
vatnsþynnanleg, hAlé“
l\lýja Kópal innimálningin, KÓPAL GLITRA, hefur
sérlega fallega og sterka áferð. KÓPAL GLITRA glansar
hæfilega mikið til að þú getir notið þess að sjá samspil
Ijóss og skugga glitra í umhverfinu.
KÓPAL GLITRA glansar mátulega og hentar því velá
öll herbergi hússins.
Þegar þú notar KÓPAL GLITRU þarf hvorki herðl né
gljáefni. Kópal innimálningin fæst nú í 4 gljástigum;
KÓPAL DYROTON með gljástig 4, KÓPAL GLITRU með
gljástig 10, KÓPAL FLOS með gljástlg 30 og KÓPAL GEISIA
með gljástig 85.
KÓPAL GLITRA Innlmálnlngln gerlr
málnlngarvlnnuna elnfaldarl og skemmtllegrl.
málninglr
- Auglst Öl. St<