Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1987, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 1987. Andlát Bjarni Vilhjálmsson lést 2. mars sl. Hann fæddist að Hátúni á Nesi í Norðfirði 12. júní 1915, sonur hjón- anna Kristínar Árnadóttur og Vil- hjálms Stefánssonar. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og kandídatsprófi í íslensk- um fræðum frá Háskóla íslands. Hann varð síðar kennari við ýmsa skóla hér í Reykjavík. Hann réðst sem skjalavörður að Þjóðaskjala- safni Islands 1958, en var skipaður þjóðskjalavörður 10 árum síðar, 1968, og gegndi því embætti til árs- loka 1984. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Eiríksdóttir. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Utför Bjarna verður gerð frá Há- teigskirkju í dag kl. 13.30. Áslaug Ólafsdóttir lést 2. mars sl. Hún fæddist 17. nóvember 1927 á Norðfirði og voru foreldrar hennar Guðný Haraldsdóttir og Ólafur Stef- ánsson. Að gagnfræðaprófi loknu vann Áslaug ýmis störf, m.a. á sím- stöðinni í Keflavík. Auk þess stund- aði hún nám við Handíða- og myndlistarskóla Islands. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Árni Bjarna- son. Þau hjón eignuðust sex börn og ' eru fimm þeirra á lífi. Útför Áslaugar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15. Sigurveig Steingrímsdóttir, Álfa- skeiði 43. Hafnarfirði, lést að kvöldi 8. mars. Auður Marinósdóttir, Suðurhólum 22, lést í Landspítalanum að kvöldi 8. mars. Þórir Bergsson, tryggingastærð- fræðingur, lést í Landspítalanum laugardaginn 7. mars. Guðbjörg Sandholt, Reynimel 31, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 8. mars. Þorsteinn Guðbrandsson, fyrrver- andi vitavörður, Loftsölum, Mýrdal, ' andaðist á Hrafnistu 7. þ.m. Halldór Bachmann Hafliðason, Álfheimum 68, lést í Borgarspitalan- um 6. mars. Guðrún Hallsteinsdóttir, áður Leifsgötu 14, andaðist á Hrafnistu laugardaginn 7. mars. Bjarni Pétursson Walen, fyrrv. bústjóri á Kópavogsbúinu, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 13.30. Páll Pálsson lést 28. febrúar sl. Ut- förin hefur farið fram. Gunnar Júlíusson bóndi, Laugar- bóli, Laugardal, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðviku- daginn 11. mars kl. 15. Útför Guðmundar Breiðfjörðs Jó- hannssonar fer fram frá Kópavogs- kirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 13.30. Útför Erlu Þórdísar Jónsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 11. mars kl. 13.30. Margrét Halldórsson lést 27. febrú- ar sl. Fullu nafni hét hún Inger Margrethe Eriksen, fædd í Kaup- mannahöfn 25. desember 1908. Eftir- lifandi eiginmaður hennar er Gísli Halldórsson. Þau hjón eignuðust einn son. Útför Margrétar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Ragnhildur Björg Methúsalems- dóttir lést 27. febrúarsl. Hún fæddist 27. júní 1917 á Eiðum í Eiðahreppi í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hennar vou Methúsalem Stefánsson og Guðný Jónína Óladóttir. Eftirlifandi eiginmaður Ragnhildar er Bjarni Konráðsson. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið. útför Ragn- hildar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Fundir Kvenfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn í félagsheimili bæjar- ins 12. mars nk. kl. 20.30. Sagnfræðingafélag íslands Fundur verður haldinn í kvöld, þriðjudag 10. mars, kl. 20.30 í húsi Þjóðskjalasafns Islands að Langhpltsvegi 162 (gömlu Mjólkurstöðinni). Á dagskrá er efnið: Framlag dr. Björns Þorsteinssonar til ís- lenskrar sagnfræði. Félagar og aðrir áhugamenn eru hvattir til að fjölmenna. Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík er með tískusýningu og góukafíí fyrir fé- lagsmenn og gesti í Drangey, Síðumúla 35, miðvikudaginn 11. mars kl. 20.30. Prófastar funda Prófastar landsins, 15 að tölu, koma saman til árlegs fundar, að þessu sinni í Reykja- vík dagana 10.-16. mars. Prófastafundur- inn hófst með athöfn í Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30 þar sem biskup Islands setur fjóra nýja prófasta inn í embætti, þá sr. Birgi Snæbjörnsson á Akureyri próf- ast Eyfirðinga, sr. Tómas Guðmundsson í Hveragerði prófast Árnesinga, sr. Þorleif Kjartan Kristmundsson á Kolfreyjustað prófast Austfírðinga, og sr. Örn Friðriks- son á Skútustöðum prófast Þingeyinga. Síðdegis í dag verður fjallað um drög að erindisbréfum sóknamefnda, safnaðarfull- trúa, meðhjálpara, hringjara og kirkju- varða. Um kvöldið bjóða biskupshjónin til kvöldverðar í Biskupsgarði. Á miðvikudag verða þeir sr. Sigurður Árni Þórðarson, rektor í Skálholti, og sr. Bragi Friðriks- son, prófastur í Garðabæ, framsögumenn um efnið: Námsbraut í safnaðarþjónustu (diakonia) og þörfm á þeirri þjónustu í kirkjum. Síðdegis sama dag verður greint frá undirbúningi kristnitökuhátíðar árið 2000 og þætti prófastanna í þeim undir- búningi. Borgarstjórahjónin bjóða pró- fostunum til hádegisverðar í Höfða. Á fimmtudag verður rætt um sóknargjöld og hugsanlegar breytingar á gjöldum til kirkju og kirkjugarða vegna nýrra skatta- laga. Þann dag hedur Prófastafélagið aðalfund sinn en núverandi formaður þess er sr. Ólafur Skúlason dómprófastur. Pró- fastafundinum lýkur með altarisgöngu í Dómkirkjunni á fimmtudag kl. 18. Fundir prófastanna verða í fundarsal Kirkjuhúss- ins, Suðurgötu 22, í Reykjavík. í gærkvöldi dv Heiðar Ástvaldsson danskennari: „Hræðilegasta dæmi um mannvonsku“ Ég horfði heilmikið á sjónvarp í gær og var mjög ánægður með dag- skrána en að vísu hafði ég ekki tíma til að horfa fyrr en ég kom heim því ég var að kenna um eftirmiðdaginn og langt fram á kvöld og hóf því ekki að horfa fyrr en um miðnætti. Fréttimar var ég mjög ánægður með svo og þáttinn frá Orator, félagi laganema, um slit á sambúð. Sem kennsluþáttur var hann alveg frá- bær, fræðandi og vel framsettur. Að því búnu sá ég bláendinn af Eldlín- unni og þar kom fram eitt hræðileg- asta dæmi um mannvonsku hér á landi og satt að segja hélt ég að ekki væru til svona vondir menn á íslandi. Maður heíúr gott af því að fá að vita af svona löguðu. Ég hef gaman að sjá Ginger Rogers dansa við Fred Astaire en ekki við Cary Grant. Apaspil var léleg mynd og Marilyn Monroe, sem hefúr verið í miklu uppáhaldi hjá mér, var satt að segja ömurleg í þessari mynd. Að Ástvaldsson lokum horfði ég á viðtal CBS við Diahann Carrol, sem er glæsileg og freistandi útlits, þrátt fyrir að vera komin á fimmtugasta og annað ald- ursár. Ef ég hefði sjálfur mátt hafa áhrif á valið í sjónvarpið í gær þá hefði dagskráin verið á þessa leið: Frétt- irnar í fyrstu, því næst Goya sem bæði er sögulegur og skemmtilegur þáttur. Einnig hefði ég viljað hafa einhvem skemmtilegan grínþátt, Benny Hill eða jafhvel MASH og til þess að svala forvitninni hefði ég að lokum haft Nýjustu tækni og vísindi. Sjónvarpið hér á landi er mjög gott en ég var ekki undrandi á því er rás 2 fór niður á við. Fólk verður svo agalega þreytt á að hlusta alltaf á sömu tónlistina dag eftir dag og ég veit dæmi þess i mínum dans- skóla að krakkamir hafa verið að biðja um sama lagið aftur og aftur en eftir smátíma em þeir orðnir hundleiðir á því. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar verður með fund í félagsheimilinu mið- vikudaginn 11. mars kl. 20.30. Torfi Geirmundsson hársnyrtir kemur á fund- inn. Fundur lyfjafræðinga haldinn að Óldugötu 4 í Reykjavík föstu- daginn 6. mars 1987 harmar það að Ólafur Ólafsson landlæknir skuli hafa látið sér sæma að taka undir aðdróttanir og dylgjur óábyrgra manna í garð íslenskra lyfia- fræðinga. Þá lítur fundurinn svo á að landlæknir hafi sjálfur beinlínis reynt að óírægja þessa stétt íslenskra heilbrigðis- starfsmanna og gera hana tortryggilega í augum almennings með yfirlýsingum sín- um í fjölmiðlum. Fundurinn ákvað að kannaður yrði grundvöllur fyrir málssókn á hendur landlækni vegna atvinnurógs. Tónleikar Sænskur harmóníkuleikari með tónleika í Garðabæ Sænski harmóníkusnillingurinn vinsæli Lars Ek kemur til landsins nú fyrir helg- ina og mun halda hér eina tónleika. Þetta er í þriðja skipti sem hann kemur, hann hefur mikinn áhuga á Islandi og íslending- um. Lars Ek er allur á léttu nótunum og leikur tónlist Píetro Frosinis, Ragnars Sundqvist Nisse Lind o.fl., einnig eftir sjálfan sig. Að þessu sinni leika með hon- um Þorsteinn Þorsteins á gítar og Þórður Högnason á bassa. Tónleikarnir fara fram í Garðabæ, safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli, og heíjast kl. 16. laugardaginn 14. mars. Unnendur hinnar léttu og líflegu harmóníkutónlistar ættu ekki að sleppa þessu einstæða tækifæri. Ýmislegt Skólamálaráð KÍ hefur miklar áhyggjur af skipan sér- kennslumála á landinu. Á undanförnum árum hefur stórt átak verið gert til þess áð greina þörf fyrir sérkennslu víða um land, en því miður hefur komið í ljós að hvergi nærri er séð fyrir því fjármagni sem nauðsynlegt er til að mæta henni. Af þess- um sökum hefur ekki verið hægt að sjá öllum nemendum með sérþarfír fyrir slíkri kennslu. Skólasýning Ásgrímssafns Skólasýning Ásgrímssafns hefur verið opnuð. Leitast var við að hafa sýninguna sem fjölbreyttasta, bæði hvað viðfangsefni og tækni snertir. Sýndar eru olíu- og vatnslitamyndir auk íjölda þjóðsagna- teikninga. I vinnustofu málarans á efri hæð hússins eru sýndar olíu- og vatnslita- myndir og er þema þeirra að þessu sinni: Árstíðimar í list Ásgríms Jónssonar. Á heimili málarans á neðri hæð hússins eru sýndar þjóðsagnamyndir. Rakel Péturs- dóttir safnakennari annast í vetur safn- kynninguna á vegum menntamálaráðu- neytisins. Hún mun skipuleggja heimsóknir bama úr grunnskólum lands- ins og tekur á móti pöntunum um heim- sóknir í safnið á þriðjudögum kl. 8-12 í síma 10665. Sýningin er að sjálfsögðu opin öðrum en grunnskólanemum, á opnunar- tíma safnsins: sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgangur er ókeypis. Ættfræðinámskeið Senn heíjast ný ættfræðinámskeið í Reykjavík á vegum Ættfræðiþjónustunnar - þau síðustu á þessum vetri. Boðið verður upp á átta vikna grunnnámskeið ( eitt kvöld eða síðdegi í viku) og einnig fimm vikna námskeið fyrir framhaldshóp. Skráning er hafin hjá forstöðumanni í síma 27101. Markmið þessara námskeiða er að gera menn færa um að rekja ættir sínar og annarra af kunnáttusemi og ör- yggi, fyrst og fremst með notkun frum- heimilda, auk útgefinna ættfræðiverka. Fer kennslan að nokkru fram í fyrirlestr- um, þar sem fjallað er um heimildir, aðferðir, vinnubrögð og hjálpartæki ætt- fræðinnar, en umfram aílt veitir nám- skeiðið þátttakendum tækifæri og aðstöðu til rannsókna á eigin ættum og frænd- garði. Gagnasafn og tækjabúnaður Ætt- fræðiþjónustunnar hefur verið stóraukið síðan í haust og hafa þátttakendur aðgang og afnot af fjölda heimilda, m.a. filmusöfn- um af öllum manntölum frá upphafi til 1930, kirkjubókum, skiptabókum, ættar- tölubókum o.s.frv., auk útgefinna niðja- tala, stétta- og ábúendatala, íbúðaskráa, manntala og annarra ættfræðiheimilda. Eru þátttakendum útveguð þau frumgögn, sem til þarf, s.s. ættartré, margvíslegar heimildaskrár og aðrar leiðbeiningar. Fær hver og einn leiðsögn í þeirri ættarleit, sem hann kýs sem viðfangsefni í námskeiðinu. Forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar og leiðbeinandi á þessum námskeiðum er sem fyrr Jón Valur Jensson. Hugeflisþjálfun Þann 13. mars nk. mun Þrídrangur standa fyrir kvöldnámskeiði í hugeflisþjálfun að Hótel Loftleiðum. Hugeflisþjálfun kennir aðferðir til að auka sköpunarhæfni, minnisgetu og hæfileikann til að finna úrlausn vandamála. Virkjaðir verða ónot- aðir möguleikar einstaklingsins með djúpslökun, sjálfssefjun og notkun ímynd- unaraflsins til að yfirvinna slæmar lífs- venjur eins og reykingar og ofát. Jafnframt verða kenndar aðferðir til að bæta sjálfsímynd, efla sjálfstraust og yfir- vinna neikvæða sjálfsgagnrýni. Hugeflis- þjálfun byggir m.a. á aðferðum búlgarska vísindamannsins dr. Georgi Lozanov. Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þrídrangs frá upphafi og hefur leiðbeint og túlkað á ýmsum námskeiðum um heild- ræn málefni. Upplýsingar fást að Tryggva- götu 18 í síma (91)-622305. Tímarit H&H heimsækir Arnór Guð- jónsson Arnór Guðjónsson og kona hans, Ólöf Einarsdóttir, búa í snotru húsi í litlu þorpi í Belgíu, en Arnór spilar sem kunnugt er með belgíska liðinu Anderlecht, sem varð belgískur meistari i fyrra. H&H heimsóttir Arnór og Ólöfu fyrir nokkru og segir frá þeirri heimsókn í nýjasta tölublaðinu. Fleiri falleg heimili voru heimsótt fyrir þetta blað. Ennfremur er litið inn á nokkra skemmtilega innréttaða skemmtistaði. Þá er þess að geta að í þessu tbl. fer af stað lesendaþjónusta arkitekts. Arkitektinn, sem mun leitast við að greiða úr vanda- málum lesenda, heitir Eyjólfur Bragason og eru nokkur verka hans kynnt í blað- inu. Annar arkitékt veitir lesendum Húsa & híbýla góð ráð, sá er landslagsarkitekt og heitir Áuður Sveinsdóttir. Fjallar hún um mikilvæg atriði, sem hafa ber í huga þegar garðurinn er skipulagður. Sigurður Garðarsson matreiðslumaður hefur tekið sér fastan matreiðsluþátt í H&H. Ýtir hann úr vör með uppskriff af pönnu- steiktri tindaskötu. Þá eru einnig í blaðinu leiðbeiningar varðandi meðhöndlun fugla- kjöts. Af öðru efni má svo nefna peysuup- skrift, heilræði múrarameista, úrslit í verðlaunasamkeppni H&H og IKEA, kostnaðaráætlun húsbyggjenda, mynda- uppsetningu á heimilum, tiltekt í bílskúr- um, húsráð og sitthvað fleira. Þetta er fyrsta tölublað H&H á þessu ári. Útgef- andi er SAM-útgáfan. Ritstjóri er Þórar- inn Jón Magnússon. Afmæli 60 ára verður á morgun, miðvikudag- inn 11. mars, Árni Gunnlaugsson hrl., Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í Góðtemplarahúsinu þar í bæ eftir kl. 20.30 í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.