Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1987, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 1987. 25 Sandkom Valgeröur heggur. Fyrir neðan beltisstað Valgerður Bjamadóttir er op- inská í viðtali við tímaritið Heimsmynd eins og fram hefur komið. Svo opinská að Herdís Þorge(irsdóttir ritstjóri þorði ekki annað en láta lögfræðing lesa viðtalið yfir áður en það fórí prentun. Ritstjórinn hafði mestar áhyggjur af þeim orð- um er viðmælandi hennar lét falla um Jón Baldvin Hanni- balsson, formann Alþýðu- flokksins, sem Valgerður flokkar ekki með manneskj- um. Feitasta bitann i viðtalinu fengu lesendur Heimsmyndar þó ekki að sjá því hann var tekinn út á síðustu stundu. Var það frásögn Valgerðar af orðaskiptum Jóns Baldvins og dóttur hennar er formaðurinn kom eitt sinn á heimili hennar í fylgd Vilmundar heitins Gylfasonar að loknu hana- stélsboði. Lögfræðingurinn hafði lagt blessun sína yfir kaflann en ritstjóranum þótti frásögnin högg fyrir neðan beltisstað. Ullarlyktá landshindi Mörgum fulltrúum á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins V' Ánt Lambalykt á tandsfundi. varð ómótt er líða tók á funda- höld síðdegis á sunnudag. Römm ullarlykt fyllti þá Laugardalshöllina og mátti rekja hana til matseldar á lambakjöti er bjóða átti rúm- lega þúsund landsfundarfull- trúum þá um kvöldið. Landsbyggðarfulltrúar kunnu lyktinni þó vel enda vanir ilm- inum úr heimabyggð sinni. Reykjavíkurliðinu var hins vegar ekki skemmt og einn þekkjum við sem yfirgaf sam- komuna því hann var svo hræddur um að rúskinnsjakk- inn sinn eyðilegðist. Athygli vakti að í veislunni sjálfri var títtnefnt lambakjöt ekki borið fram á pappadisk- um eins og vani er þegar metta á þúsundir í Höllinni heldur voru kræsingarnar framreidd- ar á alvöru diskum með viðeigandi borðbúnaði. Sam- kvæmt heimildum komsafn- ara er uppvaski enn ólokið. Hagkvæm húsaleiga Og áfram með landsfund Sjálf- stæðisfiokksins. Ómar Ragn- arsson skemmti stjórnmála- mönnunum í Laugardalshöll- inni við góðar undirtektir og lét að sjálfsögðu ekki hjá líða að minnast á annan fund sem haldinn var fyrr á árinu, sjálf- an leiðtogafundinn. Sagðist hann hafa ætlað að bjóða allri fjölskyldunni norður í land á meðan á leiðtogafundinum stóð og leigja húsið sitt á 80 þúsund krónur á meðan. Leig- an hækkaði þó snarlega í 130 þúsund krónur þegar hann breytti áætluninni og ákvað að láta nægja að bjóða böm- unum norður í land. Hlógu þá allir landsfundar- fulltrúar nema einn. Eigin- kona Ómars, Helga Jóhannsdóttir, varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisfiokksins. Steingrímur í heimsókn Steingrímur Hermannsson er á ferð og fiugi. Þykir ekki tíð- indum sæta að hann sé erlend- is né heldur að hann láti í sér heyra í gegnum fréttanet er- lendra fréttastofa. Einn daginn ræðir hann við Gor- batsjov, næsta dag er hann kominn inn á gólftil Margrét- ar Danadrottningar. Nú segja gámngarnir að Steingrímur sé í opinberri heimsókn - á íslandi. Kosninga- slagur Ef að líkum lætur verður slag- ur sjónvarpsstöðvanna um að halda athygli sjónvarpsáhorf- enda kosninganóttina ekki síður spennandi en sjálfar kosningarnar. Baráttan er þegar hafin og eftir öllum sól- armerkjum að dæma virðist Stöð 2 ætla að kaffæra ríkis- sjónvarpið. Fyrir það fyrsta hefst kosn- ingasjónvarp Stöðvar 2 hálf- tíma fyrr en sams konar dagskrá hjá ríkissjónvarpinu Strax á Stöð 2. og skiptir þá engu hvenær þeirsíðamefndu byrja. Stöð 2 hefur ráðið hljómsveitina Strax til að skemmta meðan beðið er eftir nýjustu tölum en ríkissjónvarpið býður upp á hljómsveit Áma ísleifs. Þá hefur Spaugstofan, sem reynd- ar er fædd og uppalin á gömlu gufunni, skrifað undir samn- ing við Stöð 2 um að skemmta í kosningasjónvarpinu. Mar- íanna Friðjónsdóttir mun stjóma útsendingum á kosn- ingasjónvarpi Stöðvar 2. Hún hefur mikla reynslu í þeim fræðum eftir að hafa stjórnað útsendingum á kosningasjón- varpi ríkissjónvarpsins svo kosningum skiptir. Það er ástæða til að óska landsmönn- um góðrar skemmtunar. Umsjón: Eirikur Jónsson GAGGENAU VERÐLÆKKUN Þrátt fyrir verulega gengishækkun þýska marksins gera hagstæð innkaup okkur fært að bjóða stórkostlega verðlækkun á takmörkuðu magni af (logo) heimilistækjum. af GAGGENAU heimilistækjum. L_ Nú er ekkert vit í því að kaupa ekki það besta. GAGGENAU Vestur-þýsk hönnun, tækni í heimsklassa. Vorumarkaðurinn hf. Nýjabæ-Eiðistorgi Sími 622-200 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110., 114. og 119. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Olduslóð 41, Hafnarfirði, þingl. eign Guðmars Sigurðssonar, ferfram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 13. mars 1987 kl. 16.30. Baejarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110., 114. og 119. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Kvíholti 1,1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Þorsteins Péturssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri föstudaqinn 13. mars 1987 kl. 16.15. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110., 114. og 119. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Lyngbaröi 3, Hafnarfirði, þingl. eign Eðvarðs Björgvinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri föstudaginn 13. mars 1987 kl. 15.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Kvíholti 3, 2. hæð, Hafnarfirði, tal. eign Ágústs Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 13. mars 1987 kl. 14.00. ___________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. VIKAN er ekki sérrit heldui íjölbreytt og víðlesið heimilisblað og býður hagstæðasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita VIKAN nær til allra stétta og allra aldursstiga. Aug- lýsing í Vikunni nær því til íjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. VIKAN hefur komið út í hverri viku í næstum 50 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er Vikan svona fjölbreytt og þess vegna er les- endahópurinn svona stór og fjölbreyttur. VIKAN selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýsing í Vikunni skilar sér. VIKAN er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óviðkomandi. Þess vegna er Vikan svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. VIKAN veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsam- legu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda Vikunnar. VIKAN hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð Vikunnar eiga við hana eina og þær fást hjá auglýsinga- deild Vikunnar í síma 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.