Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1987, Blaðsíða 4
22 FOSTUDAGUR 13. MARS 1987. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró- fastsdæmi sunnudagínn 15. rnars 1987 Árbæjarprestakall. Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug- ardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðs- þjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14. Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Áskirkja. Kirkjudagur safnaðarfé- lags Ásprestakalls. Barnaguðsþjón- usta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir söngkona syngur einsöng. Þórhallur Birgisson leikur á fiðlu og Ragna Gunnarsdóttir á selló. Veislukaffi í safnaðarheimili Áskirkju eftir messu. Föstumessa í Áskirkju mið- vikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall. Barnaguðs- þjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daní- el Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antonsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Æskulýðsstarf þriðju- dagskvöld. Félagsstarf aldraða miðvikudagssíðdegi. Föstumessa á miðvikudagskvöld í Hajlgrímskirkju kl. 20.30. Kristniboðssamkoma fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Ólafur Skúlason. í Digranesprestakall. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla- stíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan. Laugardagur: Barna- samkoma kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnudagur: Messa kl. 11. Dómorg- anistinn leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Þórir Step- hensen. Messa kl. 14. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. formaður starfs- mannafélagsins Sóknar. prédikar. Elín Sigurvinsdóttir óperusöngkona syngur einsöng. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Eftir messuna verður kaffisala KKD á Hótel Loftleiðum. Þriðjudagur 17. mars kl. 20.30. helgi- stund á föstu. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 14. Ólöf Ólafsdóttir guðfræðinemi prédikar. Sr. Bjarni Sigurðsson þjón- ar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Föstudagsguðsþjón- usta miðvikudag kl. 18.10. Sr. Krist- ján Bjömsson guðfr. Fella- og Hólakirkja. Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14. Sunnudagur: Barnasamkoma - Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Svemsdóttir djákni. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fundur í æskulýðs- félaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. Frikirkjan í Reykjavík. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Þorsteinn Björnsson, fyrrv. Fríkirkjuprestur, prédikar. Safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Félagsvist í Oddfellowhúsinu sunnu- dagskvöld 15. mars kl. 20.00 á vegum kvenfélags Fríkirkjunnar. Allir vel- komnir. Föstudag 20. mars kl. 13.30 verður lagt af stað í samveru ferm- ingarbárna í Skálholti. Bænastundir á föstu eru í kirkjunni þriðjud., mið- vikud., fimmtud. og föstudag kl. 18. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja. Barnasamkoma kl. 11. Barnakór Álftamýrarskóla kem- ur í heimsókn. Stjórnandi Hannes Baldursson. Messa kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fimmtudagur: Almenn samkoma kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja. Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Þriðjudagur: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Mið- vikudagur: Föstumessa kl. 20.30. Kvöldbænir með lestri Passíusálma alla virka daga kl. 18 nema laugar- daga. Kirkjan opin kl. 10-18 alla daga nema mánudaga. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Leiklistarklubbur MI Hassið hennar mömmu í Hlaðvarpanum Gamanleikurinn Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo verður sýnd- ur í Hlaðvarpanum á sunnudag og mánudag kl. 20.30. Það er Leiklistarklúbbur Menntaskólans á Isafirði sem stendur að þessari sýningu og leik- stjóri er hinn landsþekkti leikrita- höfundur Oddur Björnsson. Þetta er fyrsta verk Leikklúbbs MÍ. Nú þegar hefur það verið sýnt víða um land við fádæma undir- tektir. Því var ákveðið að bjóða höfuðborgarbúum upp á að sjá þennan frábæra gamanleik. Þess má geta að leikrit þetta er hið sama og var sýnt hjá Leikfélagi Reykja- víkur fyrir 5-6 árum við gífurlegar vinsældir. En sem fyrr segir verða sýningar kl. 20.30 í Hlaðvarpanum á sunnudag og mánudag. Hassið hennar mömmu sem Leikklúbbur Ml sýnir i Hiaðvarpanum um helgina er ærslafullur í meira lagi. Aríur úr óperum á Kjarvalsstöðum Robert W. Becker barítónsöngv- ari og David Knowles píanóleikari halda tónleika í vestursal Kjar- valsstaða á morgun. laugardag. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni opnun sýningar Guðrúnar Tryggvadóttur en sýningin verður opnuð kl. 14. Tónleikarnir hefjast kl. 15.30. Fyrst á dagskrá eru ,.Ástir skáldsins" eftir Robert Schumann við texta Heinrichs Heine. Eftir hlé syngur Robert aríur úr óperum eft- ir Richard Wagner. Róbert er búsettur hér á landi og hefur sung- ið m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands og í Þjóðleikhúsinu. nú síð- ast sem Scarpia í Tosca. David Knowles býr einnig á Islandi og er þekktur sem undirleikari. auk þess að vera organisti í Kristskirkju. Robert W. Becker og David Knowl- es halda tónleika á morgun í tilefni opnunar sýningar Guðrúnar Tryggvadóttur. Allir eru velkomnir á tónleikana og sýninguna. Aðgangur er ókeyp- is. Menrdngarstomun Bandaríkjanna Undraveröld J.E. Sydow Nýlega var opnuð sýning í húsi Menningarstofnunar Bandaríkjanna að Neshaga 16, Reykjavík, á verkum eftir J.E. Sydow og stendur hún til 20. mars næstkomandi. Sydow er bandarískur listamaður í stuttri heimsókn hér á landi. Hann . er einn popplistarmannanna og sækir sterklega í seinni tíma verk Andy Warhol. Hann vinnur verk sín úr plastfrauði og skapar brosleg viðfangsefni. Sýningin er opin um helgina frá klukkan 14.00 til 22.00 en virka daga frá klukkan 8.30 til klukkan 17.30. Sýningin er öllum opin. Samsýning Félags íslenskra myndlistarmanna hefur nú hlotið nafnið Tviæringur í framtíðinni. Árleg samsýni á Kjarvalsstc Samsýning Félags íslenskra myndlistarmanna verður hald- in í austursal Kjarvalsstaða dagana 14.-29. mars 1987 og verður opin daglega frá kl. 14-22. Opnun er laugardaginn 14. mars kl. 14. Sú nýbreytni hefur átt sér stað á sýningahaldi FÍM að nú er sýning að vorlagi í stað hinna árlegu haustsýninga og hyggst félagið gera það annað hvert ár. Hefur sýningin hlot- ið nafnið Tvíærinj þessu heiti í náinr I Félagi íslenskrí að listamenn úr fl eflst mikið á unda efnilegir í hópinn. Jóhanna Wathne sýnir í Hveragerði Jóhanna Wathne myndlistarmað- ur sýnir þessa dagana á Heilsuhæl- inu í Hveragerði 14 olíumyndir á striga og mun sýningin standa fram yfir næstu helgi. Jóhanna stundaði nám í myndlist í Reykjavik um 8 ára bil og í tvö ár í Kanada og Norður-Dakota í sex ár. Hún giftist íslenskum manni, Oswald Wathne, sem nú er látinn. Stunduðu þau samtímis nám í Ríkisháskólan- um í Dakota en hann var enskufræð- ingur og stjórnunarfræðingur. Jóhanna hefur haldið fjórar mál- verkasýningar auk þess sem hún hefur fengist við skriftir og skrifað sögur fyrir tímaritið Æskuna. Einnig hafa sögur hennar verið lesnar upp í útvarpi. Háteigskirkja. Messa kl. 10. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Föstuguðsþjónusta mið- vikudagskvöld kl. 20.30. Borgarspitalinn. Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Tómas Sveinsson. Kársnesprestakall. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 ár- degis. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Sr. Sig. Haukur Guðjónsson og Jón Stefáns- son sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sig. Haukur Guð- jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja. Laugardagur 14. mars: Guðsþjónusta í Hátúni 10B kl. 11. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Mánu- dagur: Æskulýðsstarf kl. 18. Þriðju- dagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Orgeltónlist frá kl. 17.50. Píslarsagan - Passíusálmar - altarisganga og fyr- irbænir. Sóknarprestur. Neskirkja. Laugardagur: Samveru- stund aldraða kl. 15. Sýndar verða litskyggnur frá Skotlandsferð sl. sumar. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Mánudag- ur: Æskulýðsstarfið kl. 19.30. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Fimmtu- dagur: Föstuguðsþjónusta kl. 20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljasókn. Barnaguðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðs- þjónusta í Seljaskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Þriðjudagur: Fuhdur í æskulýðsfé- laginu Sela, Tindaseli 3, kl. 20.00. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja. Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Opið hús fyrir unglingana mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Föstuguðsþjónusta fimmtu- dagskvóld kl. 20.30. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barnasam- koma kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. Kirkja óháða safnaðarins. Messa verður í kirkjunni kl. 14 eftir gagn- gerðar endurbætur. Fermingarbörn lesa ritningalestra. Barnastarf í Kirkjubæ meðan á messu stendur. Aðalfundur safnaðarins verður hald- inn í Kirkjubæ eftir messuna og er safnaðarfólk hvatt til þátttöku. Sr. Þórsteinn Ragnarsson.. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjóriusta kl. 14. Hljóðritun fyrir út- varp til útsendingar á pálmasunnudag. Sóknarprestur. Ferðalög Feröafélag íslands Dágsferðir sunnudaginn 15. mars: 1. kl. 13. Vífilsfell og nágrenni gönguferð. 2. kl. 13. Skíðaganga á Bláfjallasvæðinu. Ekið verður um Bláfjallaveg eystri fram- hjá Rauðuhnúkum, þar sem göngufólkið fer úr bílunum, skíðahópurinn heldur áfram að Þjónustumiðstöðinni í Bláfjöll- um. Verð kr. 400. Brottför frá Umferðar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.