Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1987.
29
Glíma:
Landsflokka-
glíma íslands
Það verður nóg að gera hjá
glímumönnum landsins því nú um
helgina fer fram landsflokkaglíma
Islands. Þetta er ein mesta glímu-
keppni ársins en nú er búið að skrá
56 glímumenn til keppni. 24 kepp-
endur koma úr Þingeyjarsýslu en
þar hefur löngum verið höfuðvígi
glímunnar hér á landi. 21 kemur
- i i r ■ .....
Knattspyma:
Úrslitaleikur
um sæti í
3. defld
Á morgun, laugardag, fer fram
fyrsti úrslitaleikur ársins i knatt-
spyrnu. Þá mætast Ármann og
Leiknir á gervigrasvellinum í
Laugardalnum og hefst leikur
þeirra kl. 14.00.
Þetta er úrslitaleikur um laust
sæti í 3. deild og verður aðeins leik-
inn einn leikur. Það er því mikið
í húfi fyrir bæði liðin sem .hafa
undirbúið sig af kostgæfni. Bæði
liðin hafa fengið liðsauka og má
þar fremstan í flokki telja Magnús
Bergs sem hefur tekið að sér þjálf-
un Ármanns. Hann mun að öllum
líkindum leika með liðinu í þessum
mikilvæga leik.
Leiknismenn skarta einnig mik-
illi stjörnu þar sem er Trausti
Haraldsson, fyrrverandi bakvörður
landsliðsins og Fram. Það ætti því
enginn að verða svikinn af því að
fylgjast með viðureign þessara liða
í Laugardalnum á morgun.
-SMJ
frá KR-ingum en þeir hafa sinnt
glímunni einna best allra Reykja-
víkurfélaga. Þá koma 6 þátttak-
endur frá HSK en þar hefur
uppgangur verið mikill í glímunni
á síðustu árum. Lengi vel leit út
fyrir að þátttaka Skarphéðins-
manna yrði enn meiri en að sögn
settu árshátíðir á Lauga'rvatni
strik í reikninginn.
Að þessu sinni fer glímukeppnin
fram fyrir norðan, nánar til tekið
í íþróttaskemmunni á Akureyri.
Keppnin hefst kl. 14.00 á morgun,
laugardag. Keppt verður í þrem
þyngdarflokkum og fimm aldurs-
flokkum.
-SMJ
• Þrír fræknir glímumenn, Ólafur H. Ólafsson, Jón Unndórsson og Helgi Bjarnason. Þeir verða liklega fremstir
í flokki harðskeytts liðs KR-inga sem leggur i viking norður á Akureyri til að keppa í landsflokkaglimu íslands.
Gunna
Myndlistarkonan
Guðrún Tryggvadóttir
og list hennar
Róðurinn
Smásaga frá Seyðisfirði eftir
Karólínu Þorsteinsdóttur
• Pálmar Sigurðsson
Karfa:
Loka-
spretturinn
að hefjast
Lokaspretturinn í ^körfuknatt-
leiknum verður nú um helgina. í
úrvalsdeildinni eru síðustu leikirn-
ir fyrir úrslitakeppnina og fæst nú
úr því skorið hvaða lið leika til
úrslita.
Eftirfarandi leikir verða um helg-
ina:
KR-Valur.............kl.20
Haukar-fBK...........kl.20
UMFN-Fram............kl.20
Allir þessir leikir verða á sunnu-
dagskvöldið.
Þá verður úrslitaleikurinn í 1.
flokki karla í Hagaskólanum á
sunnudag kl. 15.30.
í kvöld verður einn leikur i 1.
deild. UBK og Tindastóll mætast í
Kópavogi kl. 20. Á sunnudag mæta
Sauðkrækingar síðan ÍS i Haga-
skóla kl. 14.
Tvífætlingar
við Tjörnina
Valdís, endurnar
og myndavélin
í tilefni
dagsins
r
Saga eftir Bergþóru Arna-
dóttur vísnasöngkonu og
hún er nafn Vikunnar
Hin hliðin á
Peter Falk
Óróaseggur eða mannúð-
legur meiuimgarpólitíkus
Katrín Fjeldsted læknir og borgaiMtrúi í Vikuviðtalinu
Jónína Michaelsdóttir ræðir við Katrínu
„Þótt ótrúlegt megi virðast hafa verið hér einstaklingar
sem kunnu ekki að skrifa sitt eigið nafn“
-SMJ