Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1987. 21 Sjónvarpið laugardag kl. 21.55: Hawaii Myndin gerist snemma á 19. öld- inni á draumaeynni Hawaii og segir frá Englendingnum Abner Hale, ofstækisfullum trúboða sem sendur er til Hawaii til að kenna frjálslyndum eyjarskeggjum guðs- ótta og góða siði. Með honum í ferðinni er nýbökuð eiginkona hans, Jerusha Bromley, sem giftist honum vegna annarlegra aðstæðna og í raun elskar hún ekki eigin- mann sinn. Spinnast allar aðstæð- ur myndarinnar út frá þessum tveimur ástæ'ðum, þ.e. ofstækinu og ástleysinu. I aðalhlutverkum eru Julie Andrews, Max von Sydow, Richard Harris og Gene Hackman. Leik- stjóri er George Roy Hill. | "*' » 'ýiV’ Ofstækisfullur trúboði reynir að kenna frjálslyndum eyjarskeggjum guðs- ótta og góða siði. RÚV, rás 1, kl. 9.30: Böm í sjúkrahúsheimsókn I morgunmund, sem er á dagskrá ríkisútvarpsins í fyrramálið, verður farið í heimsókn i leikskólann Iðavöll á Akureyri, samverustund með börnunum. Þar er glatt á hjalla og meðal annars syngja börnin og fara með þulu. Forstöðukona leikskólans, Sigríður Gísladóttir fóstra, ræðir við börnin um sjúkrahús. Mörg börn eru hrædd við slíkar stofnanir og vita lítið sem ekkert um hvað er að gerast innan veggja þeirra. Undanfarna viku hefur verið fræðsla um þetta efni og hópar barna farið í heimsóknir á Fjórðungsjúkrahúsið á Akureyri þar sem þau fengu að sjá með eigin augum hvað var að gerast. Farið var með einn slíkan hóp á vegum barnaheimilisins. Hjúkrunarfólk barnadeildar tók á móti börn- unum og sýndi þeim rannsóknarstofuna, röntgendeildina, eldhúsið og barnadeildina. Þessi ferð vakti mikla hrifningu hjá börnunum og þau fóru heim reynsl- unni ríkari og sögðust ekki vera vitund hrædd við sjúkrahús eftir þetta. Umsjónarmaður þáttarins er Heiðdís Norðfjörð. Lagakrokur er hinn nýi bandariski framhaldsmyndaflokkur og segir frá lögfræöingum sem starfa i Los Angeles. Stöð 2 sunnudag kl. 21.15: Halla Linker hefur lifað viðburðaríku lífi og ferðast til fleiri þjóðlanda en nokkur annar Islendingur. Stöð 2 sunnudag kl. 20.40: Halla Linker í L.A. sótt heim Hans Kristján Árnason heldur áfram heimsóknum sinum vestur um haf að heimsækja ísléndinga er halda sitt heimili vestanhafs. Halla Linker verður fyrir valinu að þessu sinni. Hún er búsett í Los Angeles og hefur alið manninn þar undanfarna áratugi. Halla hefur lifað viðburðaríku lífi og ferðast til fleiri þjóðlanda en nokkur annar íslendingur. I dag rekur hún fvrir- tæki í Bandarikjunum. Hún segir frá lífi sínu á opinskáan og hrein- skilinn hátt á sunnudag. Bylgjan laugardag kl. 12.30: Asgeir á uppleið Ásgeir Tómasson, hinn kunni útvarpsmaður, hefur nú fært þætti sínu til kl. 12.30 á laugardögum og fyllir þar skarð forvera síns. Jóns Axels, hláturmilda, Ólafssonar er mun vera hættur á Bylgjunni. Ás- geir hóf þætti sína klukkan 17.00 undanfarna laugardaga en nú ætl- ar hann sem fyrr segir að vera með tveggja og hálfs tíma þátt rétt um og eftir hádegisbilið á laugardög- um í framtíðinni Hann mun þar leika öll gömlu uppáhaldslögin sín og annarra með skemmtilegu ívafi úr lífinu. getraunum og glensi. Ásgeir Tómasson RÚV, rás 1, sunnudag kl. 13.30: Menntafrömuður og skáld á Mosfelli Gunnar Stefánsson tók saman þátt er nefnist Menntafrömuður og skáld á Mosfelli sem fluttur verður í Ríkisútvarpinu. rás 1. á sunnu- dag. Þar er íjallað um séra Magnús Grímsson (1825-1860). Hann var einn fjölhæfasti menntamaður sinnar samtíðar. Eftir hann liggja ljóð. sögur. leikrit og þýðingar. Einnig fékkst hann við náttúru- og eðlisfræði og vann að landkönnun og jarðfræðirannsóknum. Magnús Grímsson er þó þekktastur sem brautryðjandi í þjóðsagnasöfnun. Hann var þar samstarfsmaður Jóns Árnasonar en lést áður en hið mikla safn þeirra kom út og er það því kennt við Jón einan. Síðustu æviár sin var Magnús Grímsson prestur á Mosfelli í Mosfellsdal og andaðist þar. I dagskránni á sunnudag verður fjallað um ævi og störf þessa merk- ismanns. lesið úr ritum hans og Ögmundur Helgason sagnfræðing- ur segir frá þjóðsagnasöfnum hans. Lesarar eru Edda Heiðrún Back- man og Viðar Eggertsson. Sjónvarpið sunnudag kl. 16.10: Tónlist og tíðarandi Hirðskáld 1 hallarsölum Nýr breskur heimildarmvnda- flokkur hefur göngu sína á sunnu- dag í sjónvarpinu um tónlist og tíðaranda frá ýmsum öldum. Einn- ig verður lýst umhverfi. menningu og aðstæðum sem tónskáldin bjuggu við og mótuðu verk þeirra og heitir fvrsti þátturinn. sem sýndur verður. Monteverdi í Mantúa. Fyrstu fjórir þættirnir fjalla um tónskáld sem voru lengst af í þjón- ustu aðalsmanna eða konungsætta í Evrópu og dvöldust við hirð þeirra. Sá fvrsti. Claudio Monteverdi. var fremsta tónskáld ítala um alda- mótinm 1600 og samdi m. a. eina fyrstu óperuna. Orfeus. Nýi heimildarmyndaflokkurinn, er hefur göngu sina á sunnudag í sjónvarpinu, fjallar um tónlist og tíðaranda frá ýmsum öldum. Lagakrókur Nýr Golden globe verðlaunaþáttur Golden globe verðlaunaþáttur- inn Lagakrókur (L.A. Law) hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudag og er í honum fylgst með nokkrum lögfræðingum í starfi sínu og utan þess í stórborginni Los Angeles. Fyrirtækið er rekið af Leland McKenzie sem hefur i vinnu hjá sér marga færa lögfræðinga, alla.á sínu sviði. þar á meðal í skattamál- um, félagsmálum og fleiru. í aðalhlutverkum eru Harrv Hamlin, Susan Dey, Corbin Berns- en, Jill Eikenberry, Michele Greene og fleiri. Stöö 2 laugardag kl. 17.10: Koppafeiti Grease eða Koppafeiti, eins og hún heitir á íslensku, verður. sýnd á Stöð tvö á laugardag. Hún er með þeim Oliviu Newton-John og John Travolta í aðalhlutverkum. Þau urðu goð allra ungmenna árið 1978 er myndin var sýnd enda sló hún öll aðsóknarmet og kom af stað hinu svokallaða „grísaæði". Sag- an. sem svo oft áður. endurtók sig og mátti vart sjá unga drengi á götum úti án þess að þeir væru með koppafeiti í hárinu og í svörtum leðurjakka eða dömur sem ekki voru komnar með liði eða hárband og háan stert. Dansinn dunar og hver söngur- inn á fætur öðrum prýðir þessa mvnd. en hún gerist á rokktímabil- inu svokallaða þegar bensínið var ódýrt og stórar glæsikerrur voru mikið í tísku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.