Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Side 1
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. 19 Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl. Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, sími 685090. Gömlu dansarnir á föstudagskvöld, gömlu og nýju dansarnir laugardagskvöld. Hljómsveitin Danssporið ásamt söng- konunni Kristbjörgu Löve bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Skemmtidagskráin „Allt vitlaust“ föstu- dags- og laugnrdagskvöld. Evrópa v/Borgartún Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík „Leitin að týndu kynslóðinni", lifandi tón- list áranna fyrir 1975. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavxk, sími 82200 Dansleikir á föstudags- og laugardags- kvöld. Tískusýning öll fimmtudagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 „Laddi og félagar" föstudags- og laugar- dagskvöld. Lennon við/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Miami, Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240. Diskótek fostudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ára. Casablanca við Skúlagötu Diskótek um helgina. Upp og niður, Laugavegi 116, Reykjavík, sími 10312 Opið alla daga vikunnar, lifandi tónlist. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333 Grínveisla ársins, Þórskabarett á föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Santos ásamt 'söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur. TJkyimingar Greifamir á nýjum stað Eigendaskipti urðu nýlega að ungl- ingaskemmtistaðnum High Tech í Kópavogi. Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á skemmtistaðm um og nafninu breytt í Miami. i kjölfar breytinganna er bryddað upp á ýmsum nýjungum. Til dæmis verða Greifarnir góðu þar á upp- hækkuðum palli í kvöld og leika listir sínar. I framtíðinni gefst ungu hljóm- sveitarfólki kostur á að koma þar fram og auk þess verða fengnir vin- sælir piötusnúðar til þess að vera gestaplötusnúðar og verður því mikil fjölbreytni í lagavali staðar- ins. Fyrst um sinn verða dansleikir á föstudagskvöldum en við bætast fleiri kvöld ef áhugi er fyrir hendi. Miami er skemmtistaður sem ætl- aður er 16 ára unglingum og eldri. Mynd: Greifarnir munu láta ljós sitt skína í kvöld á Miami. nýjum skemmtistað að Skemmuvegi 34a í Kópavogi. Náttúru- skoðunar- ferð á flétturíka staði Áhugahópur um byggingu nátt- úrufræðihúss fer í náttúruskoðun- arferð á morgun, laugardaginn 23. maí. Tilgangur ferðarinnar er að kynna lágplönturnar fléttur eða skófír. Þetta er einstakt tækifæri því að Hörður Kristinsson prófessor, sem er eini sérfræðingur okkar fslend- inga í fléttum, er á förum norður til Akureyrar til að taka við for- stöðumannsstarfi við Náttúru- gripasafnið þar. En Hörður verður leiðbeinandi í ferðinni. Farið verð- ur á nokkra flétturíka staði á Innnesjum. Lagt verður af stað frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripa- safninu, Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglustöðinni), kl. 13.45 og Nátt- úrufræðistofu Kópavogs, Digra- nesvegi 12, kl. 14.00. Komið verður til baka milli kl. 17.00 og 18.00. Allir eru velkomnir. Áhugahópurinn hefur sett upp sýninguna íslenskar fléttur í and- dyri Háskólabíós í tilefni ferðar- innar. Þessi sýning stendur fram yfir helgi og er öllum opin frá kl. 16.30 til 19.00 alla dagana. Vorsýning MHÍ Vorsýning Myndlista- og handíðaskóla íslands verður haldin í húsakynnum skól- ans að Skipholti 1 laugardaginn 23. maí og sunnudaginn 24. maí nk. Sýningin verð- ur opin frá kl. 14-22 báða dagana. Sýnd verða verk þeirra nemenda sem nú eru að ljúka námi við skólann. Þeir eru 56 talsins úr öllum deildum. Lokaverkefni textíl- deildar eru með nýju sniði. Þau eru mjög stór og unnin með ákveðnar byggingar í huga. Um er að ræða verk i hið nýja hús Verslunarskóla íslands og tvö verk í Seðlabankann. Þau verða sýnd á þessum stöðum, enda rúmast þau ekki i húsnæði skólans. Hægt er að skoða verkin á báðum þessum stöðum á venjulegum opnunar- tíma stofnananna alla næstu viku og einnig í dag, 22. maí. Sýningin í skólanum stendur aðeins um helgina. Nemendur 3. árs verða með kaffisölu til styrktar ferða- sjóði sínum. Venja er að þeir fari í námsferð áður en þeir hefja nám á síðasta Lokadansleikur prófþreyttra unglinga 1 Tónabæ munu um helgina koma fram þrjár hljómsveitir sem hafa verið í sviðsljósinu að undan- förnu til að skemmta prófþreyttum unglingum. Það eru hljómsveitirnar Bláa bílskúrsbandið, sem vakti mikla athygli í nýafstöðnum Músíktil- raunum. meðal annars fyrir kröft- ugt gítarspil. Stuðkompaníið frá Akurevri sem sigraði í ofangreind- um tilraunum og er komið til höfuðborgarinnar aftur til að hljóðrita sína fvrstu skífu og Síðan skein sól. skemmtileg hljómsveit á skemmtilegum tíma á skemmtilegri hljómplötu Vímulausrar æsku. Skemmtileg nótt. Þetta verður ball fyrir skemmti- legt fólk. fætt árið 1974 og eldra. Ellen Kristjánsdóttir ásamt kvartett treður upp i Duus á sunnudags- kvöld. Ellen Kristjáns- dóttir ásamt kvartett Síðan skein sól, sem segir sig skemmtilega hljómsveit á skemmtilegum tíma, leikur fyrir dansi fyrir próf- þreytta unglinga i Tónabæ í kvöld. Heiti potturinn er enn við lýði og blómstrar að sögn ög nú á sunnu- dagskvöld verður þar band sem enn er ónefnt. Engu að síður er hér um að ræða kunna tónlistarmenn sem hafa verið lengi í bransanum eins og sagt er. Bandið er skipað Ellen Kristjánsdóttur sem sér væntan- lega um söng enda hefur hún átt mörg lögin sem ennþá eiga sér stað í hjörtum margra manna. Eyþór Gunnarsson leikur á píanó, Stefán Stefánsson á saxófón, Gunnlaugur Briem á trommur og Jóhann Ás- mundsson á bassa. Allt eru þetta kúnnir jassgeggjarar. Heiti potturinn færir enn út kvíarnar því á mánudagskvöld verða Skátarnir með jasskvöld vegna fjölda áskorana. Skátarnir eru eins og nafnið bendir til hress- ir og kátir og fara ekki troðnar slóðir í jassflutningi. „Nú er það Svanfríður," sagði Ómar Valdimarsson árið 1972. Og nu er það Svanfriður í Hollywood. „Nú er það Svanfríður“ Eitt stærsta númer sjöunda ára- tugarins, hljómsveitin Svanfríður. tekur nú að sér að leita týndu kvn- slóðarinnar um helgina. Hún var meira að segja svo vinsæl að Trú- brot var talið í mikilli hættu á þeim tíma. Ómar Valdimarsson sagði í apríl 1972 í blaðagrein sem birtist um tónleika sem hljómsveitin hélt í Austurbæjarbíói 23 mars, eða nokkrum dögum áður, að hún hefði stormað upp á sviðið og fryst lýð- inn algjörlega. Svanfríði skipuðu og skipa í Hollywood um helgina Gunnar Hermannsson bassaleikari, Sigurð- ur Karlsson trommuleikari, Birgir Hrafnsson gítarleikari og Pétur Kristjánsson söngvari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.