Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Side 5
22 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. 27 Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 24. maí 1987 Bænadagur Þjóðkirkjunnar Árbæjarprestakall. Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju á bænadegi Þjóð- kirkju kl. 11.00 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Uppstigningardagur: Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14.00. Organleikari Jón Mýrdal. Allt eldra fólk í söfnuðinum sérstaklega boðið velkomið til guðsþjónustunn- ar. Kaffiveitingar í boði Kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Áskirkja. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall. Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. (Ath. breyttan messutíma.) Organisti Daníel Jónas- son. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Borið fram kaffi. Æskulýðsfélags- fundur þriðjudagskvöld. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall. Messa kl. 11.00 í Kópavogskirkju. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan. Kl. 11. Bænadagsmessa. Ræðu- og bænarefni: Fjölskyldan og heimilið. Sr. Þórir Stephensen pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guðmundssyni. Orgelleikar- inn leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Þórir Step- hensen. Aðalfundur Dómkirkjusafn- aðarins verður haldinn í kirkjunni mánudaginn 25. maí kl. 20.30. Landakotsspítali. Messa kl. 13.30. Organleikari Birgir Ás Guðmunds- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Anders Jósepsson. Uppstign- ingardagur: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson messar. Org- anisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja. Messa kl. 11.00. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. Uppstigningar- dagur: Messa kl. 14. Kaffi og kökur eftir messu. Eldri borgurum er sér- staklega boðið í þessa messu og að þiggja veitingar að henni lokinni. Kvöldmessa kl. 20.30. Altarisganga. UFMH tekur þátt í messunni. Þor- valdur Halldórsson stjórnar söng og tónlist. Kaffisopi á eftir. Allir vel- komnir. Sr. Halldór Gröndal. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjömsson. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Organ- leikari Orthulf Prunner. Sr. Arn- grímur Jónsson. Kársnesprestakall. Guðsþjónusta á uppstigningardag á degi aldraðra í Kópavogskirkju kl. 14 á vegum beggja safnaðanna í Kópavogi. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Á bænadegi kirkjunnar fjöl- menna hestamenn á gæðingum sínum til guðsþjónustunnar kl. 11. Listamenn úr röðum þeirra aðstoða við flutning guðsþjónustunnar, þeirra á meðal Lárus Sveinsson og dætur hans, Ingibjörg og Hjördís Elín, Sveinn Birgisson, Gunnar Eyj- ólfsson, Jón Sigurbjörnsson og Garðar Cortes. Prestur sr. Sig. Hauk- ur Guðjónsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Þjóðkirkjan helgar daginn umhugsuninni um heimilið og fjöl- skylduna. Leiðumst því saman í kirkju, njótum helgrar stundar með frábærum listamönnum. Safnaðar- stjórn. Laugarneskirkja. Laugardagur 23. maí. Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudagur: Guðsþjón- usta kl. 11. Margrét Hróbjartsdóttir hjúkrunarfræðingur prédikar. Fé- lagar úr kristilegu félagi heilbrigðis- stétta lesa ritningarorð. Laufey G. Geirlaugsdóttir syngur einsöng. FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. Yngve Zakarias, Norðmaóur bú- settur i Berlín, heldur sýningu á grafík og málverkum í Norræna húsinu. Norskur myndlistarmaður: Yngve Zakarias í Norræna húsinu Yngve Zakarias, þrítugur Norð- maður frá Þrándheimi, opnar sýningu á málverkum og grafík i sýningarsölum Norræna hússins á morgun, 23. maí, kl. 15. Yngve Zakarias nam við Kunst- skolen í Þrándheimi frá 1976 til 1977 í grafík og málaradeild og fyrstu einkasýningu sína hélt hann þar í Kunstskolens gallerí árið 1977. Næstu fimm árin starfaði hann að krafti við gerð grafík- mynda og teikninga. Frá árinu 1984 hefur hann búið í Berlín. Yngve hefur haldið átta sýningar víða um heim á undanförnum árum. Þj óðminj asafnið: Eldhúsið . frain á okkar daga Opnuð verður um helgina sýning í Bogasal Þjóðminjasafns Islands sem ber yfirskriftina Hvað er á seyði? Eldhúsið fram á okkar daga. Á sýningunni er saga eldhússins rakin frá upphafi byggðar hér og sýnd eldhúsáhöld frá ýmsum tím: um. Sýningin verður opin fram í okt- óber á venjulegum opnunartíma Þjóðminjasafnsins, eða daglega frá kl. 13.30 til 16.00. ivær syningar eru um helgina í Gallerí Borg, sýning Eddu Jónsdóttur og Vignis Jóhannssonar, en hann er nú búsettur í Nýju-Mexíkó. Gallerí Borg: Vatnslitamyndir, ætingar, olíumyndir og kolateikningar Tvær sýningar verða í gangi í Gallerí Borg um helgina. Annars vegar sýning Eddu Jónsdóttur í nýja sýningarsalnum í Austur- stræti 10 þar sem hún sýnir vatn- slitaþrykk og ætingar og hins vegar sýning Vignis Jóhannssonar í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, á olíumyndum og kolateikningum. Edda stundaði nám í Myndlista- skólanum í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla Islands og í ríkis- akademíunni í Amsterdam. Þetta er áttunda einkasýning Eddu en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og er- lendis. Vignir stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1974 til 1978 og við Rhode Island Sehool of Design í Bandaríkjunum 1979 til 1981 þar sem hann lagði stund á grafík og málun. Sýning þessi er 9. einkasýning Vignis en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningarnar báðar eru opnar virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 nema mánudaga frá kl. 12.00 til 18.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 18.00. Sýningu Vignis lýkur 2. júní en Eddu 3. júní. FÍM-salurinn: „Land og fólk“ Guðrún Svava Svavarsdóttir opnar sýningu í FÍM-salnum, Garðastræti 6, Reykjavík, í dag kl. 17.00 og sýnir hún þar teikningar unnar með ýmsum aðferðum. Sýn- ingin ber yfirskriftina Land og fólk. Við opnun sýningarinnar mun Erik Mogensen leika á klassískan gítar en hann hefur lært list sína á Spáni. Guðrún Svava stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Stroganov myndlistaháskólanum í Moskvu og er sýning þessi hennar fjórða á einkavegum en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Guðrún Svava hefur hannað leik- myndir, búninga og brúður fyrir fjölmargar leiksýningar allra at- vinnuleikhúsanna í Reykjavík. Auk þess hefur hún gefið út eina' ljóðabók er nefnist Þegar þú ert ekki. Sýningin er opin daglega frá og með morgundeginum til 8. júní frá kl. 14.00 til 18.00. Verkið sem Jóna Imsland sýnir í Verslunarskóla Islands er 11 metrar á lengd og 1 metri og 25 sentímetrar á hæð. Lokaverkefni nemenda Mynd- lista- og handíðaskólans Sýning verður á lokaverkefnum nemenda sem eru að útskrifast úr Myndlista- og handíðaskóla fs- lands í húsnæði hans að Skipholti 1 um helgina. Þar munu nemendur hátt í 60 talsins úr öllum deildum skólans sýna verk sín. Einnig verða tvö útibú frá sýningunni, annars vegar í Seðlabanka íslands og hins vegar í Verslunarskóla fslands, nýja skólanum, þar sem Jóna Ims- land sýnir verk sem er 11 metrar á lengd og 1 metri og 25 sentímetrar á hæð, allsérstætt verk sem hlotið hefur nafnið Saga og er mjög litríkt tauþrykkverk sem kemur til með að setja svip sinn á skólann í fram- tíðinni. Hún notar nýtt efni, álamímumduft, í verkið sem ekki hefur verið notað hér á landi áður og gefur það verkinu sérstæðan blæ. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 22.00 laugardag og sunnudag. Borghildur Óskarsdóttir hefur sýnt verk sín víða um lönd, þar á meðal í Skotlandi, Júgóslavíu, á ítaliu og Norðurlöndunum. Borghildur Óskarsdóttir sýnir keramikskúlptúr í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg opnar Borghildur Óskarsdóttir sýningu á keramikskúlptúr á morgun, laugardag, kl. 14.00. Borghildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1959-60 og árið eftir til 1964 var hún við nám við Edin- bourgh Collage of Art í Skotlandi. Hún hefur þegar haldið tvær einkasýn- ingar hér á landi, sú fyrri var í Ásmundar- sal 1983 og síðari sýningin var í Gallerí Langbrók 1984. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars á Kjarv- alsstöðum 1980 og „Leirlist 82“ í List- munahúsinu. Auk þess var hún þátttak- andi í farandsýningu undir heitinu „Form ísland" um Norðurlönd árið 1984. Verk hennar hafa einnig veríð sýnd á Ítalíu, í Júgóslavíu og Skotlandi. Á síðasta ári varð Borghildur félagi í International Academy of Ceramices sem hefur aðsetur í Genf í Sviss. í sýningarskrá segir Halldór B. Runólfs- son listfræðingur meðal annars um verk Borghildar: „í þessum nýju verkum sínum nálgast Borghildur ekki einasta náttúru landsins heldur er hún komin í tæri við sjálfar höfuðskepnurnar.“ Listasafn ASÍ: Norrænn heimilisiðnaður Sýning, unnin í tilefni norræns heimili- siðnaðarþings í Kuopio, Finnlandi, verður opnuð í Listasafni ASI við Grensásveg á morgun, laugardag, kl. 14.00. Þema þingsins var vöruþróun í heimili- siðnaði, frá hugmynd til fullmótaðra hluta, og tók hvert land mið af því við undirbúning sýningarinnar. Sýningin er mjög fjölbreytt að efni, allt frá textílvinnu af ýmsum toga til málm- og beinasmíði. Sýningin er opin virka daga kl. 14.00 til 20.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 22.00 og lýkur sunnudaginn 31. maí. Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir í Norræna húsinu Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari heldur tónleika ásamt Selmu Guö- mundsdóttir í Norræna húsinu i kvöld. Síðustu tónleikar í tónleikaröð Norræna hússins, Ungir norrænir einleikarar. verða haldnir í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari. fulltrúi Islands á tónlistarhátíðinni í Hels- inki í fvrravor. og Selma Guðmunds- dóttir sem leikur á píanó. Þær stöllur fengu mjög góða dóma fvrir tvenna tónleika sem þær héldu á hátíðinni í Helsinki í fvrra og er ekki að efa að margir hafa beðið með óþrevju að hevra þær leika saman hér á landi. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Bach, Beethoven, Mozart og Zimbalist/Sarasate og verða að- göngumiðar seldir við innganginn. Þriðjudagur 26. maí: Bænaguðsþjón- usta kl. 18. Uppstigningardagur: Guðsþjónusta kl. 14 á degi aldraðra. Biskup Islands, herra Pétur Sigur- geirsson, prédikar. Boðið verður upp á kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Sóknarprestur. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðjudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Uppstigningardagur: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur óskar Ól- afsson. Seljasókn. Guðsþjónusta í Öldusels- skólanum kl. 11 árdegis. Sóknar- prestur. Seltj arnarneskirkj a. Guðsþj ónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Akraneskirkja. Messa kl. 10.30. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson prédik- ar. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sóknarprestur. Ti3kyimingar Háskólafyririestur Peter Kemp, lektor f heimspeki við Kaup- mannahafnarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Há- skóla Islands sunnudaginn 24. mai 1987 kl. 15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um kenningar franska heimspek- ingsins Pauls Ricoeurs um frásagnir og tíma sem hann setur fram í ritverki sem nýlega er komið út í þremur bindum, bæði á frönsku og ensku. Peter Kemp er þekkt- ur danskur fræðimaður og heimspekingur og hefur hann áður flutt fyrirlestra hér á landi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. Gönguferð um Kópavogskaupstað Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands stendur fyrir gönguferð milli útivistar- svæða og merkisstaða í Kópavogskaup- stað á morgun, laugardag, 23. maí. Þessi gönguferð verður farin að mestu umhverf- is meginbyggðina og verða þræddir gangstígar þar sem þeir eru, annars valin besta leiðin. Ýmislegt verður gert til fróð- leiks og skemmtunar á leiðinni. Allir eru velkomnir. Gangan hefst á Borgarholtinu við kirkjuna. Fólk er beðið að mæta kl. 8.45 en lagt verður af stað kl. 9. Göngunni lýkur við kirkjuna um kl. 12.30. Ekkert þátttökugjald. Ýmsir góðir gestir verða með í ferðinni, s.s. jarðfræðingur, lífíræð- ingur, sagnfræðingur og landslagsarki- tekt. Lúðrasveit Kópavogs mun leika í Kópavogsdal og Fossvogsdal ef veður leyf- ir. Strætisvagnar Kópavogs munu flytja fólk í gönguna og úr henni, kl. 10 og kl. 11 frá Borgarholti og úr henni kl. 10.10 frá Fífuhvammsvegi og kl. 11.10 úr Fossvogs- dal. Leikferð til Danmerkur Leikhúsið í kirkjunni hefur þegið boð um að koma í leikferð til Danmerkur og Sví- þjóðar með leikritið um Kaj Munk sem sýnt hefur verið í Hallgrímskirkju í vetur við góðan orðstír. Til ágóða fyrir sýningar- ferð þessa verður efnt til aukasýningar nk. sunnudag kl. 16. Leikararnir sjálfir munu einnig leggja sitt af mörkum til að gera þessa ferð fjárhagslega mögulega. Allur ágóði af sýningunni á sunnudaginn mun renna í ferðasjóð og einnig munu þeir leita til velunnara kirkju- og menn- ingarlífs um fararstyrk. Forráðamenn Hallgrímskirkju hafa ennfremur óskað eftir því að sýning á leikritinu verði einn liður í kirkjulistarhátíð sem haldin verður í kirkjunni dagana 6.-13. júní. Ágóði af þeirri sýningu mun einnig renna í ferða- sjóð. Harmóníkuleikarar frá Noregi heimsækja íslands Sigmund Deli leiðir hljómsveitina sem samanstendur af fjórum harmóníkuleik- urum, bassaleikara, gíitarleikara, raf- magnsharmóníku og trommum. Sigmund Deli hefur tvisar orðið Noregsmeistari og tvisvar Norðurlandameistari í harmón- íkuleik. Hann hefur ferðast um öll Norðurlöndin en er að spila núna í fyrsta sinn á íslandi. Hann spilar að mestu gamla, norska tónlist en með spilar hann einnig ný lög. I kvöld spilar hann á Akur- eyri og annað kvöld á Húsavík. Litli skátadagurinn Sunnudaginn 24. maí nk. mun Bandalag íslenskra skáta gangast fyrir miklum há- tíðarhöldum í Öskjuhlíð. Dagurinn ber yfirskriftina „litli skátadagurinn" og er ætlaður skátum á aldrinum 7-10 ára. Margt verður sér til gamans gert og má þar meðal annars nefna þrautabraut, metasvæði, íþróttakeppni, varðeld, útield- un, söng glens og gleði. Dagskráin hefst kl. 11 og er áætlað að henni ljúki kl. 17. Kl. 15.30 hefst varðeldur með söng og skemmtiatriðum og eru borgarbúar hvatt- ir til að koma þá upp í Öskjuhlíð og taka þátt í dagskránni. Leikfélag Reykjavíkur Djöflaeyjan verður sýnd í kvöld og annað kvöld kl. 20 í leikskemmu LR v/Meistara- velli. Dagur vonar, sýning á laugardagskvöld kl. 20. Óánægjukórinn, sýning á sunnudags- kvöld kl. 20.30. Aðeins þrjár sýningar eru eftir á „Óánægjukórnum" og fjórar sýn- ingar eftir á „Degi vonar" á þessu leikári. Vegna utanfarar með Land míns föður á leiklistarhátíð í Gautaborg í næstu viku (26.-30. maí) verða engar sýningar hjá LR frá mánudeginum 25. maí til laugardagsins 30. maí (báðir dagar meðtaldir). Alþýðuleikhúsið Nú fer sýningum Alþýðuleikhússins á leikritinu „Eru tígrisdýr í Kongó?" að fækka. Næstu sýningar verða laugardag- inn 23. maí, fimmtudaginn 28. maí og föstudaginn 29. maí og eru þetta allra síð- ustu sýningar. Miðaverð er kr. 750 og í því er innifalið leiksýningin. léttur hádeg- isverður og kafii. Miðapantanir eru í síma 11340 í Kvosinni og í síma 15185 tekur sjálfvirkur símsvari við pöntunum allan sólarhringirin. Þjóðieikhúsið Eg dansa við þig er á fjölum Þjóðleik- hússins í kvöld. Örfáar sýningar eftir. Hallæristenór. Næstsíðasta sýning á laugardagskvöld. Rympa á ruslahaugnum. Síðasta sýning á sunnudag kl. 15. Yerma verður sýnd í 5. sinn á sunnudags- kvöld. Tónleikar i íslensku óperunni Um miðjan næsta mánuð mun Kristinn Sigmundsson bregða fyrir sig betri fætin- um, brýna raust sína og taka þátt í söngkeppni ungra óperusöngvara, „Singer of the World". Keppni sú er haldin á tveggja ára fresti á vegum BBC útvarps- stöðvarinnar í Cardiff í Wales. Af þessu tuemi mun is.nstinn. asamt Jonasi Ingi- mundarsyni, halda tónleika í Islensku óperunni nk. sunnudag. 24. maí kl. 20.30. Á efnisskránni verða sönglög og aríur eft- ir Richard Strauss. Wolf. Ives. Hageman. Griffes, Mozart, Wagner. Verdi. Giordani. Gounod og Bizet. Þar á meðal eru verk sem Kristinn er að undirbúa fyrir keppn- ina. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Islensku óperunnar. Júgóslavneskur sellósnillingur hjá Tónlistarfélaginu Síðustu tónleikar Tónlistarfélagsins í Reykjavík veröa haldnir í Islensku óper- unni. Gamla bíói. laugardaginn 23. maí kl. 14.30. Þar mun ungi sellósnillingurinn Valter Despalj spila á 300 ára gamalt hljóðfæri. smíðað í Cremona af Gianbatt- ista Rogeri. tónlist eftir Beethoven. Schumann. Lukas Foss og Brahms. Píanó- leikarinn. sem einnig er júgóslavneskur. heitir Arbo Valdma. Valter Despalj hefur unnið til margra verðlauna og hefur leikið einleik með flestum frægustu hljómsveit- um heims og haldið tónleika um allan heim. Alls staðar þar sem hann hefur kom- ið fram hefur hann vakið gífurlega athygli og hlotið lof fvrir óaðfmnanlega tækni og sjaldgæfar tónlistargáfur. Á sunnudag munu listamennirnir fara til ísafjarðar og halda tónleika þar í sal grunnskólans fyr- ir Tónlistarfélag Isafjarðar og hefjast þeir tónleikar kl. 17. Nokkrir aukamiðar verða til sölu við innganginn í íslensku óper- unni á laugardagstónleikana. Húsavíkurkórinn flytur messu eftir Dvorák í Kristskirkju Tónlistarfélag Kristskirkju heldur fimmtu tónleika sína á þessu starfsári nk. laugar- dag kl. 16. Verða þeir í Kristskirkju í Landakoti. Að þessu sinni kemur kór frá Húsavík, Húsavíkurkórinn, og mun hann flytja messu í D dúr op. 86 eftir tékkneska tónskáldið Antonin Dvorák. Með kómum syngja fjórir einsöngvarar: Margrét Bóas- dóttir, sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt, Michael Clarke, tenór, og Robert Faulkn- er, bassi. Orgelleikari verður Bjöm Steinar Sólbergsson og stjórnandi Ulrik Ólason. Þessi messa Dvoráks þykir ein af fáum rómantiskum kirkjuverkum sem eru jafnvel fallin til flutnings í guðþjónustum og á tónleikum. Kór Langholtskirkju heldurtil Færeyja Undir lok maímánaðar heldur kór Lang- holtskirkju í tónleikaferð til Færeyja. Daginn fyrir brottför kórsins, þann 26. maí, heldur kórinn tónleika í Langholts- kirkju og hefjast þeir kl. 20.30 með efnis- skrá þeirri sem flutt verður í Færeyjum. Nemendaleikhúsið Allra síðustu sýningar á ..Rúnar og Kyl- likki" verða á laugardag og sunnudag kl. 20. Sýningar hefjast tímanlega. Miðapant- anir em í síma 21971. Sýningin er bönnuð börnum. Ferðalög Útivistarferðir 22.-24. maí 1. Eyjafjallajökull - Seljavallalaug. Gengið frá Þórsmörk yfir að Seljavalla- laug. Gist í Básum. Góð jöklaferð. 2. Þórsmörk - Goðaland. Gönguferðir við allra hæfi. ásamt skoðunarferð að Eyja- fjöllum (Seljavallalaug). Gist í útivistar- skálanum Básum. Munið sumardvöl í heila eða hálfa viku í Þórsmörk. Dagsferð sunnudaginn 24. mai. kl. 13 á útilegumannaslóðum á Reykja- nesskaga. Ekið verður suður að bor- holunni hjá Eldvörpum vestan við Svartsengi og gengið þaðan að útilegu- mannakofum og niður að húsatóftum vestan Grindavíkur. Einnig skoðaður úti- legumannahellir með mannvistarleifum og gálgaklettur. Merkar fornminjar og eld- stöðvar. Létt ganga. Verð kr. 600. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl. bens- ínsölu. Hengilsferð er frestað. Kvöldferð i Búrfellsgjá miðvikud. 27. maí kl. 20. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 24. maí. 1. kl. 10.30 Skógfellaleið/gömul þjóðleið á Reykjanesi. Gangan hefst á móts við Voga á Vatnsleysuströnd á Skógfellavegi. sem gengið verður eftir til Grindavíkur. Þægileg gönguleið en í lengra lagi. Verð kr. 600. 2. kl. 13 Selatangar - fjölskylduferð. Þessi ferð er sérstaklega skipulögð fyrir fjölskyldufólk með böm. Ekið verður um Grindavík áleiðis að Selatöngum. Sela- tangar eru gömul verstöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Fjölmennið með börn og barnabörn í þessa ferð. þar sem sérstakt tillit er tekið til yngstu far- þeganna. Farþegar eru teknir við bensin- stöðina á Kópavogshálsi og við kirkju- garðinn í Hafnarfirði. Verð kr. 600. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fvlgd fullorðinna. Dagsferð 28. maí (uppstigningardag). kl. 13 Sveifluháls - Seltún. Ekið í Vatns- skarð og gengið þaðan eftir Sveifluhálsi. komið að Ketilstíg við Arnarvatn og geng- ið þaðan niður að Seltúni sunnan Kleifar- vatns. Verð kr. 500. Helgarferð 22.-24. maí. Þórsmörk - EyjafjalInjökuII. Gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. Gengið yfir Evja- fjallajökul frá Þórsmörk og komið niður hjá Seljavallalaug. Dvöl í Þórsmörk fyrir þá sem vilja. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I.. Öldugötu 3. ATH: Greiðslukortaþjónusta. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga frístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun. laugardaginn 23. maí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Garðar bæjarins skarta nú fegursta sumarskrúði. Takmark göngunnar er: samvera. súrefni. hreyfing. Góður félagsskapur. Nýlagað molakafii. Söguferð til Þingvalla Sögufélag Kjalamesþings gengst fyrir söguferð til Þingvalla laugardaginn 23. maí nk. Lagt verður af stað frá Hlégarði í rútu kl. 13 og áætlað að koma til baka um kl. 17. Leiðsögumaður verður Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti í Þingvalla- sveit. Auk þess sem hann rekur sögu Þingvalla mun hann fræða fólk um jarð- sögu og náttúrufar staðarins. Gengnar verða ótroðnar slóðir. Fólk er beðið um að taka með sér nesti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.