Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Side 7
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. ÍR-ingar leika nú í fyrsta skipti i 2. deild og gerðu þeir jafntefli við Leiftur, Ólafsfirði, og er þessi mynd frá þeirri viðureign. íslandsmótið í knattspymu: Boltinn byrjar að rúlla í 3. og 4. deild íslandsmótið í knattspyrnu er nú kómið á fulla ferð. 1 gærkvöldi var leikin fyrsta umferðin í 1. deild en nú um helgina verður leikið í neðri deildunum sem hér segir: Föstudaginn 22. maí: 2. deildKS - Einherji........kl.20 3. deild A Haukar - Fylkir...kl.20 4. deild B Skotf. R. - Grótta....kl.20 4. deild E UMFS - Árroðinn ..kl.20 Laugardagur 23.maí: 2.deild ÍBI - Selfoss.........14 2. deildÍR - ÞrótturR.........14 2. deild UBK - Víkingur.......14 2. deild Leiftur - ÍBV........14 3. deild A Grind.v - UMFN....14 3. deild A Leiknir - Aftureld.14 3. deildAStjarnan - ÍK........16 3. deild A Reynir S. - Skallagr. ...14 4. deild A Stokkseyri - Augnabl. 14 4.deild B Hvatberar - Reynir H. 14 4.deildDBol.vik. - ReynirHn. ..14 4.deild D Bíldudalur - Badmt. ísa- f).............................14 4. deild D Geislinn - Höfrungur.14 Sunnudag 24. maí: 4. deild E Neisti - Hvöt.....14 4. deild A Árvakur - Ármann..14 4. deild F Núpar - HSÞ-c.....14 4. deild C Hafnir - Hveragerði ...14 4. deild F Æskan - Austri E..14 4. deild C Víkverji - Léttir.14 -SMJ Golfkúlurnar þjóta Golfarar eru nú óðum að klæðast sumarbúningi sínum. Þeir hafa flestir æft vel púttin í vetur heima á stofugólfinu. Nú hefst hins vegar alvaran. Nú um helgina verður Flugleiðamótið í golfi og er það Golfklúbburinn Keilir í Hafnar- firði sem hefur veg og vanda af mótinu. Golfmót Kiwanismanna Nú á laugardaginn, 23. maí, verð- ur golfmót Kiwanismanna á golf- velli GS-manna í Leiru við Keflavík. Keppnin hefst kl. 11 og verður ræst út til kl. 13. Spilaðar verða 18 holur. Verð- laun eru fyrir 3 efstu sætin með og án forgjafar, auk margra annarra aukaverðlauna. Sparisjóðurinn í Keflavík gefur öll verðlaun í þetta golfmót og eru þau mjög glæsileg. Farandbikar sá, sem sigurvegarinn fær, er þó gefinn af Tryggingamið- stöðinni hf. Sigurvegari mótsins hlýtur titilinn „golfmeistari Kiw- anismanna 1987“. 29 MYNDARLEGT AKUREYRARBLAÐ fylgir DV á morgun. Fréttamenn DV koma víða við á Akureyri og nágrenni og staldra við það forvitnilegasta. Meðal efnis frá Akureyri má nefna: ^VALUR ARNÞÓRSSON HATT UPPI Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjori á Akureyri, er einkaflugmaður og þarf oft'að gripa til þeirrár kunnáttu sinnar í starfi og leik. - Bæjarstjórinn ýmist gengur eða skokkar í vinnuna. - Presturinn sem datt inn í útvarpið. - Hagkaupsstjórinn sem hefur aðeins einu sinni séð Pálma. - Ingimar og Skódamanían. - Tansanir í Lundaskóla. - Heimskautabangsinn er hættur. - Fegurðardrottning á fjórhjóli. - Lottókóngur tekinn tali. HELGARBLAÐ OVTmorgun BARÁTTA GÓÐS OG ILLS Magnús Þórðarson, sem margir kölluðu NATO-Manga í niðrandi tón, lætur ýmislegt flakka í skemmtilegu viðtali. Magnús minnist fyrri daga þegar herstöðvaandstæðingar töldu hann með verri mönnum, nánast föðurlandssvikara, og rif.u niður fána Atlantshafsbandalagsins eftir fjörugan mótmælafund. Magnús ræðir um NATO og skoðanir hans á varnarsamvinnu vestrænna ríkja, en í byrjun júní verður haldinn fundur utanríkisráð- herra NATO hér á landi. MÁLSNILLINGAR í ÍSLENSKUPRÓFI Grunnskólanemendur, sem þreyttu samræmdu prófin í vor, eru nú sem óðast að fá einkunnir úr þeim prófum. Eins og fyrri daginn er útkoman misjöfn, sumirfagna en aðrir eru slegnir harmi. Til að kanna það hvort prófin hafi verið erfiðfengum við þrjá málsmetandi íslenskumenn til að þreyta hluta íslenskuprófsinsog voru þremenningarnirsammála um það að prófið hafi ekki verið létt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.