Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Qupperneq 8
30
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
ISLENSKUR TEXTI
Mynd-
bönd
Umsjón:
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
og Sigurður Már
Jónsson
Það eru litlar breytingar sjánlegar
á listanum að þessu sinni. Nýjar
myndir eru aðeins tvær - mynd um
strákinn -Joey og konurnar í Na-
polí sem segja mafíunni stríð á
hendur. Hetjan Hávarður víkur úr
efsta sætir.u fyrir annarri hetju sem
er orðin vön því að verma efsta
sætið, nefnilega hinuro hollenska
Rutger Hauer sem leikur reyndar
einnig í annarri mynd á listanum,
A Breed Apart.
A þáttalistanum eru litlar breyt-
ingar. Þættirnir u^ fjölmiðlafólk-
ið, ril Take Manhattan, eftir sögu
Judit Kranz eru áfram í efsta sæti.
Greinilegt að fólk er ekki enn orð-
ið leitt á fjölmiðlafólki og undrast
það margir. I Englandi er Freddy
djöfulóði í efsta sæti og vill ekki
hleypa Monu Lísu að. -SMJ
★★
Brellumeistarar
SHORT CIRCUT/Ráðgóði róbotinn
Útgefandi: Steinar/Tri Star.
Leikstjóri: John Badham. Aðalhlutverk
Ally Sheedy, Steve Guttenberg, Fisher
Stevens, Austin Pendleton. Tónlist: David
Shire. Handrit: S.S. Wilson og Brent
Maddock. Framleiðendur David Foster
og Lawrence Turman. Bandarisk, 1986.
96 min.
Öllum leyfð
Tölvusnillingnum Newton hefur
tekist að búa til mjög fullkomið
vélmenni sem er til margra hluta
nytsamlegt. Herinn vill vitaskuld
nýta sér þessa uppgvötvun og því
er leysigeislavopni komið fyrir á
vélmenninu sem er reyndar til í
fleirtölu. En þegar eldingu lýstur
niður í eitt vélmennið (númer 5)
gerast einkennilegir hlutir. Vél-
mennið hættir að hlýða skipunum
og fer út í heimin til að skoða sig
um og kynnast lífmu. Þar eignast
það góðan vin en hættursteðja að...
Það er nóg til af peningum í
Hollywood þegar kemur að því að
búa til tæknibrellur. í Ráðgóða
róbotinum eru brellur alfa og
omega og hafa h'klega nokkrar
milljónir farið í þær. Afraksturinn
er lítið greindarleg en þokkalega
hugljúf saga um járnhrúgu sem á
að heita vélmenni og fær allt í einu
líf. Auðvitað er ekki hægt að taka
svona sögu alvarlega en hins vegar
er hér heilmikið grín á ferðinni.
Oft má hlæja og til þess er leikur-
inn gerður.
-SMJ
Útgefandi: Háskólabió/Cannon
Aöalhlutverk: Chuck Norris, Lou Gosset
jr. og Melody Anderson.
Leikstjóri: J. Lee Thompson.
Bandarísk 1986.
Bönnuó yngri en 12 ára
Hér segir frá þeim félögum Max
og Leo sem neita að vinna frá 9-5
og þola ekki jakkaföt. Þeir lifa
mjög svo ævintýralegu lífi þar sem
þeir þvælast úr einu klandrinu í
annað án þess að hafa svo mikið
sem bót fyrir rassinn á sér upp úr
þvi. Þeir kynnast ungri stúlku sem
kveðst vita hvar mikill íjársjóður
er falinn og þá hefst stóra ævintýr-,
ið.
Chuck Norris sýnir á sér dálítið
aðra hlið en venjulega í þessari
ævintýra/spennu/gamanmynd og
er það nokkuð gáfulegt hjá karli.
Hann kemst líklega betur frá þessu
hlutverki en flestum sem hann hef-
ur leikið um dagana. Söguþráður-
inn hér er ósköp hefbundinn og
tekur greinilega mið af þeim vin-
sældum sem innihaldslausar
ævintýramyndir hafa notið á und-
anförnum árum. Með því að hafa
þokkalegar brellur og hraða at-
burðarás þykir framleiðendum
þessara mynda þeim allir vegir fær-
ir. Þessi mynd er hvorki betri né
verri en þær myndir af þessu tagi
sem sést hafa að undanförnu.
Rokk í eyðimörkmni
Staðið á öndinni
Thompson hefur áratugareynslu
af því að starfa með hörkunöglum
eins og Charles Bronson og kann
sitt fag sem leikstjóri. En frumlegur
er hann ekki. Gossett er hér greini-
lega til að slappa af og græða
peninga sem er sjónarmið út af fyr-
ir sig. Þá er kannski gaman að
geta þess fyrir kvikmyndaáhuga-
menn að stóri indíáninn úr
Gaukshreiðrinu er hér mættur til
leiks. -SMJ
Útgefandi: Laugarásbió/CIC
Handrit og Iramleiöendur: Willard Huych og Gloria
Katz. Myndataka: Richard H. Kline. Aðstoðarfram-
leiöandi: Gorge Lucas. Leikstjóri: Willard Huyck.
Aðalhlutverk: Lea Thompson, Jeffrey Jones og Tim
Robbins sem „Howard The Duck. Bandarisk 1986.
105 min.
Bönnuð yngri en 12 ára
Öndin Hávarður lifir sæl og glöð á sinni
plánetu þar til fyrir „tæknileg mistök“ að
hún berst til jarðar. Á jörðu stingur þessi
talandi önd eðlilega dálítið í stúf. Hávarði
tekst þó að vingast við nokkra jarðarbúa
og í samvinnu við þá berjast þeir gegn illum
öflum alheimsins sem hafa borist til jarðar.
- Og þá reynir á hetjuskap Hávarðar...
Hávarður reyndist framleiðendum sínum
dýrkeyptur enda er hér um þokkalega dýra
framleiðslu að ræða. Tæknibrellur eru
margar og kosta sitt í stúdíói Lucasar. Eftir
fremur misheppnaða markaðssetningu í
Bandaríkjunum var reynt að breyta um
ímynd og nafni myndarinnar m.a. breytt -
líklega til að fólk ruglaði Hávarði ekki sam-
an við fjarskyldan ættingja hans úr
Andabæ.
Af þessari mynd má læra að erfitt er að
búa til ímyndaðar (figurativar) persónur
sem öllum líkar. Spielberg tókst það með
ET enda var geimálfurinn okkur jarðarbú-
um Qarlægur og forvitnilegur í útliti. Öfugt
við Hávarð sem fljótlega fer að virka á okk-
ur sem dvergur í grímubúningi. Þá var ET
í raun hlutlaus persónuleiki með mjög svo
þægilega lund. Hávarður er „mannlegri",
skiljanlegri og því miklu síður spennandi.
Ævintýri hans tekur fljótlega venjubundna
stefnu og þó að aðalhetjan sé vissulega fiðr-
aðari en maður á að venjast þá er hér allt
eftir formúlunni.
-SMJ
Ally Sheedy og leikstjóri Ráðgóða Róbotsins, John Badham,
myndatökuna
Útgefandi: Laugarásbió/Universal
Höfundar: Tim Rice og Andrew Lioyd Webber.
Aðalhlutverk: Ted Neeley, Carl Anderson, Yvonne
Elliman og Barry Dennen.
Kvikmyndahandrit: Melvyn Bragg og Norman Jewi-
son.
Leikstjóri: Norman Jewison.
Framleiðendur: Norman Jewison og Robert Stig-
wood.
Stjórnandi tónlistar: Andre Previn.
Bandarisk, 1973. 107 min.
öllum leyfð.
Rokkóperur voru eitt af einkennum hippa-
tímans og er þessi ópera um ævi Jesú Krists
líklega einna frægust þeirra verka. Þeir
Rice og Webber eiga glæsilegan feril að
baki. Evita og Cats hafa tryggt feril þeirra
enn frekar sem hófst þó með Superstar.
Sagan af Jesú er hér sögð frá sjónarhóli
Júdasar og er myndin færð upp í eyðimörk-
um Israel. Tónlistin er sem fyrr mögnuð og
undrast þeir sjálfsagt sem ekki voru orðnir
háir í loftinu á hippatímanum hve vel þeir
muna eftir lögunum. Sviðsmyndin er hins
vegar öll mjög losaraleg og nær ekki að
setja svipaða dýpt í söguna og tókst við
kvikmyndun Hársins enda Superstar mun
nær upprunalega sviðsverkinu. Þetta verð-
ur til þess að myndræn upplifun verður
takmörkuð án þess þó að segja að hún sé
ónóg - eftir sem áður stendur frábært tón-
verk sem er sterkur vitnisburður um áhrif-
amikið tímaskeið i rokksögunni. j
**____________________(0Ð
Chuck Norris aö grínast
DV-LISTINN
________MYNDIR_________
1. (2) Wanted Dead or Alive
2. ( 1) Howard
3. ( 5) Extremities
4. ( 4) Out of Bounds
5. ( 6) Enemy Mine
6. ( 3) Armed and Dan-
gerous
7. ( 8) A Breed Apart
8. (10) Pretty in Pink
9. (-) Joey
10. (-) Camorra
ÞÆTTIR l
1. (1) ril Take Manhattan
2. ( 4) Sterk lyf
3. ( 2) The Great Booke
Robbery
4. ( 3) Anna í Grænuhlíð
5. ( 5) Pirates
BRETLAND I
1. (4)Nightmare on Elm.
St.ll
2. ( 2) Mona Lisa
3. ( 1) Karate Kid II
4. ( -) Aliens
5. ( 3) Nílarsteininn
6. (-) Poltergeist
7. (10) Back to the Future
8. (19) Police Academy III
9. ( 6) Commando
10. ( 5) Cobra