Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Page 7
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987.
29
Iþróttir helgariimar:
Knattspyman á fullu
Vormót öldunga
Kappamót öldunga í frjálsum
íþróttum fer fram á Valbjarnar-
velli mánudaginn 8. júní kl. 14.
Keppt verður í öllum aldurs-
flokkum karla (35 ára og eldri)
og kvenna (30 ára og eldri). Fimm
ára bil er á milli flokka. Skráning
fer fram á mótsstað. Verðlaun
verða veitt. Þátttökugjald er 250
kr., fyrir fyrstu grein, síðan 150
kr. hver grein. Mótsstjóri er Ólaf-
ur Unnsteinsson, formaður
Öldungaráðs FRÍ.
Keppnisgreinar verða: Karlar:
200 m, 400 m, 800 m, 10.000 m
hlaup, 110 m grindahlaup, lang-
stökk, hástökk, kúluvarp,
kringlukast og sleggjukast. Kon-
ur: 200 m, 400 m og 5000 m hlaup,
hástökk, langstökk, kúluvarp og
kringlukast.
Fjáröflunarmót hjá GR
A morgun fer fram annað fjár-
öflunarmót hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur. Ætlunin er að
kaupa sjónvarpsskerm á Golf-
skálann til móttöku á sjónvarps-
sendingum um gervihnetti
þannig að hægt verði að horfa á
beinar útsendingar frá stærstu
golfmótum erlendis. Sl. fimmtu-
dag fór fram sams konar mót og
þá safnaðist um helmingur þess
fjár sem þarf til kaupanna en
skermur með tilheyrandi tækjum
kostar um 170 þús. kr. Leikin
verður punktakeppni með fullri
forgjöf og ræst út frá kl. 9. Eru
allir kylfingar hvattir til að mæta
svo að hægt verði að kaupa
skerminn sem fyrst. Á mótinu sl.
fimmtudag voru 92 þátftakendur
og urðu úrslit þessi:
1. Hjalti Atlasón, 46 punktar
2. Óskar Ingason, 45 punktar
3. Gunnar P. Herbertsson, 42
punktar.
íslandsmótið
Heil umferð fer fram í 1. deild
SL. mótsins í knattspynu nú yfir
hvítasunnuhelgina. Verða leikir
í 1. deild sem hér segir:
KA - Valur, laugardag..kl. 14
FH - Víðir, laugardag..kl. 14
Völsungur - í A, laugardag ,.kl. 14
ÍBK - Þór, laugardag...kl. 14
Fram - KR, laugardag...kl. 20
2. deild
KS - Víkingur, föstud..kl. 20
ÍR - ÍBV, föstud.......kl. 20
UBK - Selfoss, föstud..kl. 20
ÍBÍ - Leiftur, laugard.kl. 14
Einherji - Þróttur, laugard. kl. 14
Þá verður leikið í 3. og 4. deild
yfir helgina.
HRESST BLAÐ VIKULEGA
Sliklur Péturs Guðjónssonar
leiðtoga Flokks mannsins. Hann segir með-
al annars í Vikuviðtalinu: -„Það sem Ólafur
(Ragnar Grímsson) er að gera er alls ekki
svo vitlaust en ég hef ekki mikla trú á þess-
um þjóðaleiðtogum vegna þess að ég þekki
þá. Ég þekki Alfonsin, ég þekki Miguel de
la Madrid; alger skunkur og mafíuforingi.
Ég þekki líka Felipe Gonzales; skúrkur og
svikahrappur. Radjiv Gandhi er frjáls-
hyggjugaur frá Indlandi, mömmustrákur
sem veit ekkert í sinn haus. Svona í hrein-
skilni sagt þá er þetta tómt plat."
Leiðtogafundurinn í augum Bandaríkjamanna
Þeirra atvinna er að ferðast
- hvert fara þeir í fríum?
Rætt við fjóra einstaklinga um draumaferðina.
Gunnbjörg
Óladóttir
er nafn
Vikunnar
Nýr megrunarmatseóill og meira um megrunartöflur
níunda áratugarins sem kynntar voru í síðustu viku.
HELGARBLAÐ
Frjálst.óháð dágblað
Á MORGUN
HELSTU TJALDSVÆÐI LANDSINS LOKUÐ UM HVÍTASUNNUHELGINA
Er lokað á unglingana um hvítasunnuna? Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur fengið verða öll helstu
tjaldsvæði landsins lokuð núna um helgina, eina af mestu ferða- og útileguhelgum ársins. Að öllum líkindum
mun þó straumurinn liggja í Borgarfjörðinn, að Geirsárbökkum, þar sem Stuðmenn verða með skipulagða útihá-
tíð. Helgarblaðið kannaði þessi mál.
Spennandi spurningakeppni
i Helgarblaöinu veröur kynnt spennandi spurningakeppni sem er aö fara af
stað I blaðinu og mun standa fram yfir verslunarmannahelgina. í þessari
keppni verða skólamenn og skólastjórar teknir á beinið og baunað á þá erfið-
um og flóknum spurningum. Einn forráðamanna keppninnar sagði að hann
hefði mikla ánægju af þvi að semja spurningar fyrir keppnina þar sem með
því fengi hann tækifæri til að hefna sín á skólakerfinu.
I þessu Helgarblaði verður keppnin, keppendur og tilhögun kynnt.
íslensk nútímatónlist fyrir Kínverja
Nokkrir islenskir tónlistarmenn fóru nýlega til Kína til að kynna fyrir þarlend-
um islenska nútímatónlist. Þeirra á meðal var Áskell Másson tónsmiður.
Hann segir í skemmtilegu viðtali frá viðtökum Kínverja og viðhorfi þeirra til
Islendinga og nútimatónlistar.