Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Síða 1
Umhelgina Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl. Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, sími 685090 Gömlu dansarnir á föstudagskvöld, opið kl. 21-03. Nýju og gömlu dansarnir laugar- dagskvöld, opið kl. 22-03. Hljómsveitin Danssporið ásamt söngkonunni Krist- björgu Löve bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500 Skemmtidagskrá Beny Rehman verður á föstudags- og laugardagskvöld. Casablanca, Skúlagötu Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Duus hús, Ficherssundi Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Jass í Heita pottinum sunnudagskvöld. Glæsibær, Álfheimum Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Evrópa v/Borgartún Söngsveitin Boney M. skemmtir í Evrópu á föstudags- og laugardagskvöld í tilefni af eins árs afmæli Evrópu. Jafnframt munu ýmsir innlendir listamenn koma fram, s.s. hljómsveitimar Greifarnir og MAO, Mód- elsamtökin og m. fl. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík „Leitin að týndu kynslóðinni" föstudags- og laugardagskvöld. Tónlist frá 7. ára- tugnum. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarnir sunnudagskvöld. Hljóm- sveit Jóns Sigurðssonar leikur. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Kaskó leikur.Tískusýning öll fimmtudagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221 Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leik- ur fyrir dansi í Súlnasal föstudags- og laugardagskvöld. Á Mímisbar leikur Andri Backmann. Lennon við/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Miami Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240 Diskótek föstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ára. Abracadabra Laugavegi 116, Reykjavík, sími 10312 Opið alla daga vikunnar, lifandi tónlist. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333 Hljómsveit Stefáns P. leikur á efri hæð- inni föstudags- og laugardagskvöld, diksótek á þeirri neðri. Hin gamla góða Boney M. er komin saman að nýju og skemmtir i Evrópu um heigina. Boney M. skemmtir á eins árs afmæli Evrópu Veitingahúsið Evrópa á eins árs starfsafmæli um næstu helgi. Af því tilefni hafa forráðamenn Evrópu fengið til liðs við sig söngsveitina Boney M. til þess að skemmta í afmælisveislunni sem verður í kvöld. Jafnframt munu hinir ýmsu listamenn koma fram, þar á meðal hljómsveitirnar Greifarnir og Mao, einnig Módelsamtökin og margir fleiri. Hljómsveitin Boney M. var stofn- uð árið 1975 og starfaði óslitið til ársins 1981. Á starfsferlinum naut sveitin mikilla vinsælda og var velgengnin nánast ótrúleg. Á ör- skömmum tíma varð Boney M. eitthvert alstærsta metsöluatriði tónlistarsögunnar. Hvorki fleiri né færri en eitt hundrað milljónir Boney M. hljómplatna seldust á þessu tímabili og hafa margar selst síðan. Árið 1981 hætti söngvarinn Bobby Farrel og flokkurinn logn- aðist út af, þrátt fyrir það hljómuðu lög hljómsveitarinnar og gera enn víðast í útvarpi og á dansstöðum. í vor hóf Boney M. starfsemi sína að nýju og voru forráðamenn Evr- ópu ekki lengi að t'aka þá ákvörðun að fá hljómsveitina hingað enda eru meðlimir hennar upphafsmenn svokallaðrar Evrópudiskótónlist- 'ar. Hljómsveitin skemmtir einnig á laugardagskvöld en fer svo á sunnudag til Parísar þar sem troðið verður upp sama kvöld. Beny Rehman show í Broadway - með í för eru 200 túristar frá Sviss Beny Rehman er í fremri röð fyrir miðju en allt i kringum hann eru meðlimir hljómsveitar hans. Beny Rehman er einn þekktasti og vinsælasti skemmtikraftur í heimalandi sínu, Sviss. Þeir hafa um árabil verið með sinn eigin sjónvarpsþátt þar í landi sem nýtur gífurlegra vinsælda. En nú um helgina munu þeir skemmta í veit- ingahúsinu Broadway, þ.e. i kvöld og annað kvöld. Skemmtidagskrá þeirra félaga byggist aðallega á tónlis.t úr ýmsum áttum. Einnig bregða þeir á leik með ýmsum bráðskemmtilegum uppákomum. Á ferli sínum hafa Beny og félag- ar gefið út fjöldann allan af hljómplötum sem allar hafa fengið góðar viðtökur. 1 kjölfar þess hafa þeir fengið 11 gullplötur og 5 plat- ínu plötur fyrir sölu í Evrópu. Þess má einnig geta að það verða um 200 túristar frá Sviss sem koma hingað til lands til að skemmta sér í Broadway með Beny Rehman og hljómsveit, auk þess að eyða helg- inni í að skoða sig um í Reykjavík og nágrenni. Það verður dansað, sungið og jóðlað við undirleik Beny Rehman og hljómsveitar um helgina. Áningin í eina viku enn Sýningin Áning ’87 í Listasafni ASÍ hefur verið framlengd um eina viku. Á sýningunni tefla ellefu lista- menn í ýmsum greinum fram verkum sínum sem eru um margt ólík en mynda þó spennandi heild. Listamennirnir eru: Ása Ólafsdótt- ir, Gestur Þorgrímsson, Guðný Magnúsdóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, Halla Haraldsdóttir, Jens Guðjónsson, Ófeigur Björnsson, Sigrún Einarsdóttir, Sigrún Guð- jónsdóttir. Sigrún Guðmundsdóttir og Sören Larsen. Sýningin er opin virka daga kl. 16.00 til 20.00 en laugardag og sunnudag kl. 14.00 til 22.00. Henni lýkur sunnudaginn 26. júlí. Nils Rase leikur á klarínettu og Ole Rasmusen á kontrabassa. Heiti potturirm: Frit Lejde dúettinn með djass- tónleika Danskir djassistar, Frit Lejde dúettinn, frá Kaupmannahöfn skemmta í Heita pottinum á sunnu- dagskvöld. Dúettinn er skipaður þeim Ole Rasmusen, sem leikur á kontrabassa, og Nils Raae sem leikur á klarínettu. Þeir félagar hafa starfað saman frá því 1984 en þar til höfðu þeir starfað í stórsveitum, spilað djass, rokk og funktónlist. Félagarnir hafa saman spilað um þvera og endilanga Danmörku, á kaffihús- um og veitingastöðum, auk þess að hafa spilað mikið í einkasamkvæm- um. Tónlist þeirra nær yfir breitt svið, allt með djassívafi og er mik- ill persónulegur bragur á tónlist þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.