Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Síða 3
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987. 21 Stöð 2 laugardag kl. 21.15: Líf og starf Winston Churchill - framhaldsþættir Líf og starf Winston Churchill verður í brennidepli Stöðvar 2 á laugardag og næstu átta laugar- daga í formi leikins heimildar- myndaflokks um þennan þekkta mann sem barðist af alefli gegn nasistum Hitlers í síðari heims- styrjöldinni. Örlagasumarið 1940 átti Bretland láni að fagna sem fáum hefur hlotn- ast á neyðartímum. I nýja forsætis- ráðherranum, sem hét fullu nafni Winston Leonard Spencher Churc- hill, hafði þjóðin eignast foringja með því sniði orðs og æðis, því geðslagi og því uppeldi og reynslu, sem gerðu hann hverjum manni betur fallinn til þess að leiða hana á ófriðartímum. Þama var einmitt rétti maðurinn til að taka í tau- mana í þessu hrjáða landi rétt í því er flugher Görings ríkismarskálks tók til við loftárásimar. Churchill var slyngur tækifæris- sinni í stjórnmálum og ekki yfir það hafinn að skipta um flokk þeg- ar honum hentaði enda er léttilega talað um flokkaskipti í Bretlandi „To cross the floor“. Síðast en ekki síst var hann einlægur og ófeiminn sérgræðingur. Með aðalhlutverk í þáttaröðinni fara Robert Hardy, sem leikur Churchill, Sian Phillips, Nigel Ha- vers, Peter Barkworth, Eric Porter, Edward Woodward, Peter Vaug- han og Sam Wanamaker. Leikstjóri er Ferdinand Fairfax. Heljarmennið Churchill var ekki yfir það hafið að skipta um stjórn- málaflokk þegar það hentaði. RUV, rás 2, laugardag kl. 18.00 Heitt í kolunum hjá Magdalenu Schram Við grillið verður á sínum stað á rás 2 á laugardag. Eins og nafnið bendir til verður matargerð efst á baugi er ýmsir landsþekktir menn kokka í eina klukkustund og koma með skemmtilegar uppskriftir að grillréttum og fleiru, spjalla við hlustendur og leika létta tónlist. Þessi þáttur verður á dagskrá viku- lega á meðan aðalgrilltíminn stendur yfir. Þeir sem hafa spreytt sig hingað til á eldamennskunni eru Davíð Scheving Thorsteinsson, Karl Sig- hvatsson, Árni Johnsen og Karl Ágúst Úlfsson en á laugardaginn kemur verður heitt í kolunum hjá Magdalenu Schram. Magdalena Schram kemur með einhverja skemmtilega uppskrift. Sjónvarpið laugardag kl. 20.40: Daddi dagbókardraumur komiim með vaxtarverki Nú er Daddi farinn að stækka í allar áttir og kominn með verulega vaxtarverki sem fylgja oft hinu við- kvæma gelgjuskeiði. Hann hefur miklar áhyggjur af nefi sínu þar sem það stækkar ört. Hann læsir sig inni í herbergi, slekkur ljósin og kveikir á kertum og semur ást- arljóð til Pandoru. Amma hans er einnig á einhverju viðkvæmu skeiði og ákveður að fleygja öllu argentíska buffmu sem hún keypti í kvöldmatinn vegna Falklands- eyjastríðsins. Það kvöldið fær enginn að borða. Einnig kemst hann að því að móðir hans á von á barni, sem verður til þess að hann fer velta fyrir sér hvernig lítill Daddi verði í þessum skrýtna heimi. Heimurinn er mjög skrýtinn í Dadda augum um þessar mundir, þar sem dagdraumarnir eiga greiða leið að huga hans. Daddi tendrar á kerti og semur ástarljóð til Pandoru milli þess sem hann hefur áhyggjur af ört vaxandi nefinu á sér. Stjarnan sunnudag kl. 8.00: Gurrí suimudagsmorgunstjarna Guðríður Haraldsdóttir, eða Gurrí, stendur vakt á hverjum sunnudagsmorgni á Stjörnunni frá klukkan átta til ellefu þar sem hún vekur hlustendur með þægilegum ballöðum sem gott er að vakna við. Segist Gurrí hafa mikið dálæti á íslenskri tónlist sem hún ætlar að láta hljóma á sunnudagsmorgun. Einnig á tónlist sem mest heyrðist er ’68 kynslóðin var upp á sitt besta en heyrist fremur lítíð núorðið þrátt fyrir að mörg gullkorn hafi verið þar á ferð. King Crimson, Pink Floyd og Led Zeppelin láta einnig mikið að sér kveða í þætti Guðríðar. Við fáum sem sagt að rist sjaldan, næstkomandi sunnu- heyra góða sígilda tónlist, sem hey- dagsmorgun. Gurri hefur dálæti á íslenskri tónlist og Ijúfum ballöðum. RUV, rás 2, kl. 23.10: „Frá Hirosima til Höfða“ - þættir úr samtímasögu Samtimasagan og mannlifið verð- ur sögð meö tilliti til risaveldanna tveggja, Sovétrikjanna og Banda- rikjanna. Þáttaröð á rás 1 hefur göngu sína á sunnudagskvöld í umsjá Grétars Erlingssonar og Jóns Ólafs ísberg er hefur hlotið nafnið „Frá Hiro- sima til Höfða“, þættir úr samtíma- sögu. Grétar og Jón Ólafur munu fjalla um samtímasögu og mannlífið á kjarnorkuöld með sérstöku tilliti til ridaveldanna tveggja, Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. í þessum fyrsta þætti af átta segja umsjónarmenn frá aðdraganda þess tímabils, og rekja gang fyrri og seinni heimsstyrjaldanna. Enn- fremur munu þeir fjalla um milli- stríðsárin bæði erlendis og hér á Fróni. Þættirnir verða endurteknir á þriðjudögum kl. 15.10. Bylgjan laugardag kl. 11.30: Landafræði á laugardegi Hvað heitir áin Korpa i Mosfellssveit réttu nafni? Undir hvaða götu i Reykjavík rennur lækur? Hvar í nágrenni höfuðborgarinnar er Stríps- hraun? Þeir sem gaman hafa af að glíma við spurningar af þessu tagi ættu að hækka í Bylgjunni á laugardögum. Spurningaleikurinn verður um landafræði Suðvestur- og Suðurlands. Fyrirkomulagið verður þannig að um hálftólf leggur Jón Gústafsson fyrstu spurninguna fyrir hlustendur. Sú næsta kemur um það bil 15 mínút- um síðar. Þriðju spurninguna kemur Ásgeir Tómasson með laust eftir hádegisfréttir Bylgjunnar og þá fjórðu og síðustu er klukkuna vantar um það bil 15 mínútur í eitt. Er spurningarnar fjórar liggja fyrir verður opnað fyrir simann og sá sem fyrstur verður til að svara öllum fjórum rétt vinnur til verðlauna sem er gisting fyrir tvo á Hótel Eddu einhvers staðar á landinu og morgunverður að auki. RÚV, rás 1, sunnudag kl. 13.30: , ,Ég máta sögur eins og föt‘ ‘ Dagskrá, sem ber yfirskriftina „Ég máta sögur eins og föt“, verður um svissneska rithöfundinn Max Frisch á sunnudag. Ásráður Evsteinsson tók saman. Max Frisch fæddist í Sviss árið 1911 og er talinn fremsti rithöfundur Svisslendinga á þessari öld. Hann er kunnur fvrir leikrit sín, sagnagerð og ekki síst fvrir dagbækur sem hann hefur gefið út í bókmenntaformi. Hér á landi hefur hann fyrst og fremst verið þekktur sem leikritaskáld enda hafa fjögur leikrita hans verið flutt í Rikisútvarpinu og tvö þekktustu leikrit hans verið sett upp. Biedermann og brennuvargarnir fyrir sjónvarp og Andorra hefur verið sviðsett nokkrum sinnum. auk þess sem hún hefur verið vinsælt þýskun- ámsefni í menntaskólum. í þættinum greinir Ástráður frá æviferli Max Frisch og fjallar um verk hans. Vinsælasta skáldsaga Frisch. Homo faber verður kynnt sérstaklega og lesnir kaflar úr henni. en sagan kemur út á íslensku síðar á árinu. Einnig verða fluttir bútar úr leikritinu Bidermann og brennuvargarnir og Andorra. RÚV, rás 2, suimudagkl. 15.00: Tónlistarkrossgátan Um miðjan dag á sunnudag verður tónlistarkrossgátan en hún er hálfs- mánaðarlega. Jón Gröndal sér um krossgátuna að vanda. Lausnir sendist til Ríkisútvarpsins. rásar 2. Efstaleiti 1,108 Revkjavík, merkt Tónlistar- krossgátan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.