Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987.
29
• Aldursflokkameistaramótið
fer fram í Vestmannaeyjum um
helgina og taka 400-500 kepp-
endur þátt í mótinu.
Metþátttaka
í Eyjum
um helgina
Talsvert verður um að vera á
íþróttasviðinu um helgina eins
og endranær. Margir knatt-
spyrnuleikir verða í 1. og 2. deild
en þar hefur keppni sjaldan verið
eins jöfn og spennandi. Mörg lið
eru í einum hnapp og spennandi
keppni framundan. Sundmenn
láta ekki sitt eftir liggja og fjöl-
menna til Vestmannaeyja. En
lítum nánar á helgardagskrána.
• Á laugardag verða þrír leikir
í 2. deild og leika þá Selfyssingar
og Ísfírðingar á Selfossi, Einherji
og KS leika á Vopnafirði og Vest-
mannaeyingar taka á móti efsta
liði deildarinnar, Leiftri frá Ól-
afsfirði, sem fram að þessu hefur
farið á kostum í deildinni.
• Fjórir leikir verða í 1. deild á
sunnudagskvöldið. Keflvíkingar
og Valsmenn leika í Keflavík,
KA og Víðir á Akureyri, Fram
og Akumesingar á Laugardals-
velli og Völsungar og Þór á
Húsavík. Allir þessir leikir hefj-
ast kl. 20.00. Síðasti leikur
umferðarinnar verður í Hafnar-
firði á mánudagskvöld og leika
þá FH og KR kl. 20.00.
• Aldursflokkameistaramótið í
sundi fer fram alla helgina í Vest-
mannaeyjum og 20 félög víðsveg-
ar af að landinu senda keppendur
til mótsins. Búist er við á milli
400-500 keppendum. Heildar-
fjöldi sem fer til Eyja í tengslum
við mótið er um 800.
-JKS
HELGARBLAÐ
Frjálst, óháð dágblað
Á MORGUN
Holiday Inn hótel á íslandi i glæsilegri byggingu í Sigtúni.
Guðbjörn Guðjónsson er eigandi hótelsins sem verður formlega
opnað á miðvikudaginn. Hann er i helgarviðtali á morgun.
Verða stuttu pilsin aftur i tisku i vetur? Helgarblaðið forvitnaðist um tiskuna
hjá tveimur tiskusýningarstúlkum. Önnur vinnur við það þessa dagana að
sýna nýju tiskuna en hin var að koma heim frá Paris þar sem hún er búin að vera
i fjóra mánuði með annan fótinn i tiskuhúsunum.
Hann heitir Muhammed, kallaður James en ber islenska nafnið Smári. Hann hefur verið búsettur á
Íslandi í 17 ár og um tíma rak hann verslunina Vegamót, búðina sem alltaf er opin. Smári James
Muhammed er i helgarviðtaIi á morgun.
Spurningakeppninni lýkur. Hver er vinnings-
hafinn? Jónas Kristjánsson heimsótti veit-
ingahúsið Við tjörnina. Ljósmyndari DV gekk
að útidyrum á Ísafirði og myndaði þær. Við
sjáum afrakstur þess í blaðinu á morgun.
Margt fleira fróðlegt verður i helgarblaði
DV á morgun.